Tekknótryllingur, geimdiskó og kynfærameiðsli

 

Sónar var ýtt úr vör í gær og á sjötta aldursárinu en engan bilbug að sjá á hátíðinni. Harpan var full af útlendingum og flottum neonljósaskúlptúrum hafði verið plantað á víð og dreif til að auka á festivalstemmninguna.

 

Ég byrjaði föstudagskvöldið á móðurskipi íslenskrar danstónlistar, Gusgus. Það er ein af mínum allra uppáhalds íslensku hljómsveitum sem ég hef skrifað svo mikið um að ég er að renna út af myndlíkingum og lýsingarorðum til að nota um tónleikana þeirra. Ég hef ekki tölu á þeim Gusgus-tónleikum sem ég hef farið í meira en áratug og aldrei hefur mér leiðst. Daníel Ágúst og Biggi Veira lögðu mikla áherslu sína nýjustu plötu, Lies Are More Flexible, á tónleikum sínum í Silfurbergi, og léku fimm lög af henni. Þeir byrjuðu á „Featherlight“, fyrstu smáskífunni, sem að mínu mati er strax eftir sex mánaða tilveru komið í kanónuna af klassískum Gusguslögum, tímalaus raftónlist sem er aldrei út úr kú á dansgólfinu.

Dansinn hámarkaður

Stundum segir fólk að raftónlist flutt live sé bara einhver með Apple tölvu að ýta á play, það að vera satt í einstaka tilvikum en langt frá sannleikanum á tónleikum Gusgus. Þó þú sjáir kannski ekki beint hvað Biggi Veira er að gera á bakvið græjustæðuna sína þá heyrirðu það og finnur. Hann teygir á lögunum, leyfir hverju hljóði að fá sitt andrými, tvíkar þau til með uppbyggingum og taktsprengingum til að sníða þau að salnum og ná fram hámarksdansi. Hápunkturinn var þó „Add This Song“, í útgáfu sem ég hef ekki heyrt áður. Það var langt forspil áður en Daníel Ágúst hóp upp raustina og óvænt og groddaleg bassalína kom í kjölfar viðlagsins. Ljós og hljóð var til fyrirmyndar og Silfurberg er óðum að verða heimavöllur Gusgus á Íslandi.

 

Næst hélt ég yfir í Norðurljósasalinn til að sjá norska geimdiskógeggjarann Lindstrøm. Hann lék á als oddi í arpeggíum og sci-fi-laglínum sem flutu yfir salnum í sporbaug um eyrun mín. Ég hef verið aðdáandi hans lengi og missti nokkra líkamsvessa þegar hann tók sinn helsta „hittara“, lagið sem vakti fyrst athygli á honum, I Feel Space.

 Afmælisbarnið meiddi sig í typpinu

Næst á dagskrá var afmælisbarnið og Detroit-rapparinn Danny Brown sem var aðalnúmer kvöldsins hjá mér. Hann er einn mest spennandi rappari sem hefur komið fram undanfarin ár. Hann er með algjörlega einstaka rödd, ýlfrar og geltir út snjöllum myndlíkingum, skrýtnum sögum og klámfengnum húmor með hvellri hátíðnirödd yfir tilraunakenndum tryllingstöktum. Hann fór á mörgum kostum þetta kvöld og virtist gríðarlega ánægður í eigin skinni á sviðinu í Silfurbergi en hann varð 37 ára þennan dag, og auðvitað söng allur salurinn afmælissönginn fyrir þennan frábæra listamann.

 

Hann er performer á heimsmælikvarða og tætti af sér peysu, derhúfu, og skó eftir því sem leið á tónleikana, sem hann dúndraði jafnóðum út í salinn –einhvers konar öfug afmælisgjöf frá honum til þeirra heppnu áhorfenda sem náðu að grípa. Hann tók flest þau lög sem mig langaði til að heyra og allur salurinn tók undir í slögurum eins og „Dip“, „Grown Up“ og „Aint it Funny“.

 

Hann var stútfullur af sjarma og sviðsorku, hoppaði út um allt svið, fór í kolnhnís og snerist eins og skopparakringla, en í hamaganginum náði hann því miður einhvern veginn að meiða sig í kynfærunum, sem hann sagði ástæðu þess að hann hætti spila – sem var þú um það bil þegar hann átti að hætta samkvæmt áætlun. Ég vona innilega að hann jafni sig í typpinu sem fyrst, en hann getur allavega huggað sig við það hann heillaði heilan sal upp úr skónum við atganginn sem leiddi til meiðslanna.

A post shared by Óli Dóri (@olidori) on

Eftir Danny Brown var aðeins ein leið í stöðunni; Niður. Í bílakjallarann sem á Sónar breytist í alvöru berlínskan tekknóklúbb, þann eina sinnar tegundar á landinu. Þar dansaði fólk sig inn í nóttina við pumpandi ryþma bassatrommurnar á hverju slagi, þar sem taumlaus nautnahyggja réð ríkjum og fölskvalaus gleði skein úr hverju andliti.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Mynd: Facebooksíða Sónar

 

Straumur 5. mars 2018

Í þætti kvöldsins verður tekið fyrir nýtt efni með listamönnum á borð við Peggy Gou, Lindström, Sunnu, A.A.L, Yuno, Hinds og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á Xinu 977!

1) Han Jan – Peggy Gou
2) I Never Dream – A.A.L
3) Didn’t Know Better (remix) – Lindstrom
4) S.H.A.K.E – Mind Enterprises
5) At Least The Sky Is Blue (ft. Ariel Pink) – SSION
6) Amma – Sunna
7) Líf ertu að grínast – Prins Póló
8) Sex On The Beach – DJ Assault
9) Still Sleeping – Chrome Sparks
10) Illumination (ft. Róisín Murphy) – DJ Koze
11) The One True Path – Kero Kero Bonito
12) No Going Back – Yuno
13) Off and On – Sales
14) The Club – Hinds

 

Slayer og Gucci Mane á Secret Solstice

Þungarokkararnir úr Slayer og rapparinn Gucci Mane munu koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í fimmta  sinn í Laugardalnum 16. – 19. júní í sumar. Hér er hægt að kaupa miða í forsölu á tix.is.

Þessir listamenn hafa verið tilkynntir í ár:

Slayer [US] Stormzy [UK] Gucci Mane [US] Bonnie Tyler [UK] Death From Above [CA] Steve Aoki [US] Jet Black Joe [IS] 6LACK [US] Goldlink [US] J Hus [UK] Charlotte de Witte [BE] Skream [UK] A-Trak [US] Masego [US] IAMDDB [UK] Högni [IS] Agent Fresco [IS] Alvia [IS] Artwork [UK] Ása [IS] BenSöl [IS] Between Mountains [IS] Birgir [IS] Casio Fatso [IS] Cell7 [IS] Dillalude [IS] Dream Wife [UK/IS] Droog [US] EARTHGANG [US] Elli Grill [IS] Fox Train Safari [IS] GDRN [IS] Geisha Cartel [IS] Gentleman’s Dub Club [UK] GKR [IS] Grúska Babúska [IS] Hildur [IS] Hórmónar [IS] J.I.D [US] JFDR [IS] John Acquaviva [CA] Johnny And The Rest [IS] JóiPé & Króli [IS] Klose One [UK] KrBear [IS] Landaboi$ [IS] Maher Daniel [CA] Matt Tolfrey [UK] Nitin [CA] Petre Inspirescu [RO] Pink Street Boys [IS] Ragga Hólm [IS] Raresh [RO] Rhadoo [RO] Ryan Crosson [US] Rythmatik [IS] Shaun Reeves [US] Sprite Zero Klan [IS] Sylvía Erla [IS] The Egyptian Lover [US] The Retro Mutants [IS] Úlfur Úlfur [IS] Une Misére [IS] Vala CruNk [IS] Vio [IS] Vök [IS] wAFF [UK] We Made God [IS] Yung Nigo Drippin [IS]

Straumur 19. febrúar 2018

Í Straumi í kvöld verður farið yfir ný lög með Rival Consoles, Courtney Barnett, Stephen Malkmus & The Jicks, Westerman, Amen Dunes, Beach House, Manmade Deejay, Lone og mörgum öðrum listamönnum. Straumur í umsjón Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Lemon Glow – Beach House
2) Nameless, Faceless – Courtney Barnett
3) Middle America – Stephen Malkmus & The Jicks
4) Confirmation – Westerman
5) Blue Rose – Amen Dunes
6) Bitter Moon – Garden City Movement
7) Being Alive – Frankie Cosmos
8) In Between Stars – Eleanor Friedberger
9) Loving None – Sykur
10) Lífsspeki (Kraftgalli Spirit remix) – Teitur Magnússon
11) Modena – Manmade Deejay
12) Hyper Seconds – Lone
13) Unfolding – Rival Consoles
14) Coolhand – Buzzy Lee
15) Moon River – Frank Ocean

Straumur 5. febrúar 2018

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Vendredi sur Mer, MGMT, Keys N Krates, Sassy 009, Luke Reed og mörgum öðrum listamönnum. Straumur í umsjón Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Lune es l’autre – Vendredi Sur Mer
2) Larme á gauche – Vendredi Sur Mer
3) She Works Out Too Much – MGMT
4) TSLAMP – MGMT
5) One Thing Left To Try – MGMT
6) Hot Bread – Jay Som
7) I’m Dreaming – Luke Reed
8) Something Wonderful – Keys N Krates
9) Chop It Up – Louis The Child & Whethan
10) Cherish – Shay Lia
11) Best Friend (Amine Edge & DANCE Remix) Sofi Tukker
12) Feel Me – Sassy 009
13) Spirit Remains (Tonik Ensemble remix) – Stillhead
14) Canyons – Barrie

Straumur 29. janúar 2018

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá No Age, Peggy Gou, Gwenno, DJ Koze, Nils Frahm og mörgum fleirum. Straumur í umsjón Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) It Makes You Forget (Itgehane) – Peggy Gou
2) If The Car Beside You Moves Ahead – James Blake
3) Leave It In My Dreams – The Voidz
4) Composite – Palm
5) Tic Tac Toe – Django Django
6) Tir Ha Mor – Gwenno
7) Wanna Sip – (Sissel Wincent remix) – Fever Ray
8 ) Cruise Control – No Age
9) Popper – No Age
10) Secret Swamp – No Age
11) Seeing Aliens – DJ Koze
12) All Melody – Nils Frahm
13) Dönsum – Rauður
14) Stay The Same – Árni Vil
15) Tender Headed (ft. Smino) – Cam O’bi

Straumur 22. janúar 2018

Í Straumi í kvöld verður farið yfir ný lög með Hinds, TSS, Moon King, Lane 8, Porches, Nightwave, tUnE YaRdS, Kelly Lee Owens og mörgum öðrum listamönnum. Straumur í umsjón Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Heartworms (Flipped) – The Shins
2) New For You – Hinds
3) New York (Kelly Lee Owens remix) – St. Vincent
4) Little by Little – Lane 8
5) Hesitate – Golden Vessel X Emerson Leif
6) Sanctuary – Nightwave
7) There Are a Thousand – Helena Deland
8) Old Times – TSS
9) Honesty – tUnE-YaRdS
10) ABC 123 – tUnE-YaRdS
11) Now the Water – Porches
12) I’ve Stopped Believing
13) Blue Suitcase (Disco Wrist) – The Orielles
14) Severed – The Decemberists
15) Everytime (sin fang slop house cover) – Sin Fang

UNDERWORLD TIL ÍSLANDS

Breska hljómsveitin Underworld er á leiðinni til Íslands og mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar þar sem hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík.

Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og á fáar sínar líkar þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum. Því fengu Íslendingar að kynnast árið 1994 þegar sveitin kom fram í troðfullri Laugardalshöll á eftirminnilegum Debut tónleikum Bjarkar. Síðan hefur ferill og orðstír Underworld vaxið og var sveitin m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikana í London árið 2012.

Hljómsveitin á að baki fjölmargar verðlaunaplötur og smelli á borð við Born Slippy, Push Upstairs, Dark & Long, 2 Months Off, I Exhale, Jumbo og Cowgirl. Tónleikaplöturnar Everything, Everything (2000) og Live in Tokyo (2015) gera sveitinni góð skil á tónleikum á meðan safnplöturnar 1992-2012: The Anthology (2012) og A Collection 2 (2016) taka saman mörg þeirra vinsælustu lög.

Underworld bætist í hóp þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í ár. Meðal þeirra eru; Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), Lindström (NO), Nadia Rose (UK), Ben Frost (AU/IS), Lena Willikens (DE), Jlin (US), Denis Sulta (UK), Cassy b2b Yamaho (UK/IS), Kode9 x Köji Morimoto (UK/JP), Bad Gyal (ES), Lorenzo Senni (IT), Lafawndah (FR), Moor Mother (US), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur.

Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb.

Í kjölfar hátíðarinnar í Reykjavík fara Sónar hátíðir fram í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires.

Tilkynnt hefur verið um að eftirtaldir listamenn komi fram á Sónar Reykjavík 2018:

– Underworld (UK)
– Danny Brown (US)
– TOKIMONSTA (US)
– Lindström (NO)
– Ben Frost (AU/IS)
– Nadia Rose (UK)
– Bjarki (IS)
– Lena Willikens (DE)
– Jlin (US)
– Denis Sulta (UK)
– Cassy b2b Yamaho (UK/IS)
– Kode9 x Kōji Morimoto AV (UK/JP)
– Högni (IS)
– Bad Gyal (ES)
– Hildur Guðnadóttir (IS)
– Moor Mother (US)
– Lorenzo Senni (IT)
– Lafawndah (FR)
– Reykjavíkurdætur (IS)
– Vök (IS)
– Eva808 (IS)
– JóiPé x Króli (IS)
– Blissful (IS)
– Joey Christ (IS)
– Flóni (IS)
– Jass (ES)
– Volruptus (IS)
– Kline (UK)
– serpentwithfeet (US)
– Yagia (IS)
– Mighty Bear (IS)

Fleiri listamenn munu bætast við á næstu vikum.

Straumur 15. janúar 2018

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Panda Bear, Tune-Yards, N A D I N E, Frankie Cosmos, Calibro 35, Car Seat Headrest og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Heart Attack – tUnE-yArDs
2) Sunset – Panda Bear
3) Shepard Tone – Panda Bear
4) Pews – N A D I N E
5) Can’t Stop My Dreaming (Of You) – Jona Ma & Dreems
6) Maybes (RAC remix) – Giraffage (ft. Japanese Breakfast)
7) Jessie – Frankie Cosmos
8) King’s Dead” (ft. Kendrick Lamar, Future, & James Blake) Jay Rock
9) Digital Rain – Johnny Jewel
10) Super Studio (45 edit) – Calibro 35
11) Nervous Young Inhumans – Car Seat Headrest
12) Your True Name – The Radio Dept
13) Her Majesty II – The Green Child
14) Another Light – Henry Green

Straumur 8. janúar 2018

Í fyrsta Straumi ársins verður farið fyrir nýtt efni frá listamönnum á borð við Hudson Mohawke, MGMT, Moon Duo, Kendrick Lamar, SZA, Superorganism, Hjalta Þorkelssyni, Múrurum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00 í kvöld!

1) Foxy Boxing – Hudson Mohawke
2) Hand It Over – MGMT
3) Jukebox Baby – Moon Duo
4) All the Stars – Kendirck Lamar & SZA
5) Everybody Wants To Be Famous – Superorganism
6) Himeji – Oscar Oscar
7) Patagonia – Patawawa
8) Sin Triangle – Sidney Gish
9) In Your beat – Django Django
10) A Subaru Legacy Station á 120 km hraða í Skagafirði
11) Nabidill (ft. Bara Heiða) – Hjalti Þorkelsson