Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men sendi í dag frá sér endurhljóðblöndun af lagi sínu Little Talks sem breska hljómsveitin Bombay Bicycle Club gerði. Lagið er talsvert breytt frá upprunalegu útgáfunni. Hlustið á það hér fyrir neðan.
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men sendi í dag frá sér endurhljóðblöndun af lagi sínu Little Talks sem breska hljómsveitin Bombay Bicycle Club gerði. Lagið er talsvert breytt frá upprunalegu útgáfunni. Hlustið á það hér fyrir neðan.
Bandaríska hljómsveitin The Shins spiluðu ábreiðu af The Magnetic Fields laginu Andrew In Drag í útvarpsþættinum Triple J í Ástralíu á dögunum. Lagið kom upprunalega út á plötu The Magnetic Fields – Love at the bottom of sea í mars á þessu ári. Hægt að horfa á The Shins spila lagið hér fyrir neðan og hið skemmtilega myndband The Magnetic Fields við lagið.
Hinn 18 ára gamli raftónlistarmaður Sigurður Ýmir Kristjánsson, sem hefur tekið upp tónlist undir listamannsnafninu DREΛMCΛST um nokkurt skeið, sendi á dögunum frá sér lagið Floral Bloom á Soundcloud síðu sinni. Tónlist DREΛMCΛST má skilgreina sem draumkennt rafpopp undir áhrifum frá erlendum listamönnum líkt og Neon Indian, Toro Y Moi og Washed Out. Lagið Floral Bloom er hér fyrir neðan auk lagsins Lost Dreams sem DREΛMCΛST sendi frá sér í fyrra sumar.
Reykvíski tónlistarmaðurinn Borko sendir í dag frá sér lagið Born to be Free. Lagið er titillag væntanlegrar breiðskífu og verður fáanlegt á tónlistarveitunni Gogoyoko í dag og á öðrum rafrænum tónlistarveitum í kjölfarið. “B-hlið” smáskífunnar inniheldur endurhljóðblöndun af laginu eftir raftónlistarmanninn Hermigervil. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan, auk endurhljóðblöndunnar.
Born to be Free (single version)
Born to be Free (Hermigervill Remix)
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky hyggst gefa út plötu seinna á þessu ári með sínu nýjasta verkefni -A$AP Mob hópnum. Hópurinn sendi frá sér fyrstu smáskífuna Bath Salt í gær. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan.
Hljómsveitin RIF hefur verið starfandi í u.þ.b. eitt ár og er nú að koma fram á sjónarsviðið með sitt fyrsta lag, Fagur dagur af væntanlegri plötu. Liðsmenn sveitarinnar koma úr ýmsum áttum – Náttfara, Leaves, Feldberg, Stafrænum Hákon og Miri. Hlustið á lagið Fagur dagur hér fyrir neðan.
Lagið Phone Sex með Blood Diamonds og Grimes hefur nú verið endurhljóðblandað af Nashville bandinu Jensen Sportstag. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Hljómsveitin Sea & Cake, sem kemur frá Chicago borg í Bandaríkjunum, hyggst gefa út sína tíundu plötu – Runner seinna á þessu ári. Sveitin sendi í morgun frá sér fyrsta lagið af plötunni sem heitir Harps. Hægt er að hlaða því niður hér fyrir neðan.
Sænska söngkonan Victoria Bergsman, sem gefur út tónlist undir listamannsnafninu Taken By Trees, var að senda frá sér sumarlegt myndband við hið fallega lag Dreams. Lagið verður á væntanlegri plötu söngkonunnar – Other Worlds sem kemur út þann 2. október næskomandi. Flestir ættu að þekkja Bergsman sem söngkonuna úr ofursmellinum Young Folks með Peter, Björn and John frá árinu 2006. Hér fyrir neðan er myndbandið við Dreams.
Ástralska sýru-popp hljómsveitin Tame Impala sendi í kvöld frá sér fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu sinni – Lonerism sem kemur út þann 8. október næstkomandi. Sveitin hafði áður sent frá sér lagið Apocalypse Dreams af plötunni. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan.