Unnsteinn Manúel Stefánsson söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson gaf í dag út lagið Enginn Grætur við texta Jónasar Hallgrímssonar. Lagið er fyrsta sólóefni Unnsteins en upptökustjórn var í höndum Friðfinns Oculus Sigurðssonar.
mynd: Saga Sig
Unnsteinn Manúel Stefánsson söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson gaf í dag út lagið Enginn Grætur við texta Jónasar Hallgrímssonar. Lagið er fyrsta sólóefni Unnsteins en upptökustjórn var í höndum Friðfinns Oculus Sigurðssonar.
mynd: Saga Sig
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200.
Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves.
Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:
Sóley
Hozier (IE)
Kelela (US)
Radical Face (US)
Valdimar
Prins Póló
Roosevelt (DE)
Thus Owls (CA)
Sísý Ey
Hymnalaya
Alice Boman (SE)
Girl Band (IE)
Adult Jazz (UK)
Black Bananas (US)
For a Minor Reflection
My Bubba
The Mansisters (IS/DK)
Shura (UK)
Orchestra of Spheres (NZ)
Moses Sumney (US)
Leaves
Dimma
Svartidauði
Steinar
Uni Stefson
Kælan Mikla
Shades of Reykjavík
LaFontaine
Nanook (GL)
Una Stef
Einar Indra
Bird
Jed & Hera
East of My Youth
Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, FM Belfast, Jungle, Árstíðir, Klangkarussell, La Femme, Mammút, East India Youth, Son Lux, Lay Low, Jaakko Eino Kalevi, Agent Fresco, Ballet School, Kwabs, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.
Fjöldi hljómsveita sækist ár hvert eftir að spila á Iceland Airwaves. Nú styttist í að umsóknarfrestur renni út en hann er 25. júlí fyrir íslenskar hljómsveitir. Hægt er að sækja um á heimasíðu háíðarinnar.
Í Straumi í kvöld fáum við M-band í heimsókn til að ræða væntanlega plötu, við kíkjum auk þess á nýtt efni frá Jamie xx, Grísalappalísu, The Shins, Zola Jesus, Ballet School, Ármanni, Total Control og fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 23. júní 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Cherish – Ballet School
2) All Under One Roof Raving – Jamie xx
3) Dangerous Days – Zola Jesus
4) Nýlendugata-Pálsbæjarvör-Grótta – Grísalappalísa
5) Þurz – Grísalappalísa
6) Flýja – Grísalappalísa
7) Fraction- M-band
8) All Is Love (Asonat remix) – M-band
9) Ever Ending Never – M-band
10) Plymouth – Strands Of Oaks
11) Mountain King – Ármann
12) Hunter – Total Control
13) Safety Net – Total Control
14) Girls – Slow Magic
15) So Now What – The Shins
Fimmtudagur 19. júní
Félag Allskonar Listamanna og kvenna (FALK) heldur tónleika í Mengi. Fram kemur Eric Boros frá Kanada en um upphitun sjá FALKlimirnir Krakkkbot og AMFJ. Húsið opnar klukkan 21:00 og er aðgangseyrir 2000 krónur
Magnús Leifur og Sveinn Guðmundsson verða með Tónleika á Loft Hostel sem hefjast 20:30 og þar er ókeypis inn.
Skelkur í bringu, Pink Street Boys og Panos From Komodo halda heimsklassa rokktónleika á Dillon. Rokkið hefst 21:00 og aðgangur er ókeypis.
Föstudagur 20. júní
Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst í Laugardalnum en á föstudagskvöldinu kemur meðal annars fram húsbræðurnir í Disclosure ásamt fjölda annarra listamanna.
Hljómsveitin Low Roar mun koma fram á Dillon en þetta verða síðustu tónleikar þeirra áður en þeir fara í langt tónleikaferðalag. Aðgangseyrir er 500 krónur og gleðin hefst 22:00.
Hljómsveitin Mandólín kemur fram í Mengi. Mandólín er íslensk hljómsveit sem flytur hefðbundna tónlist úr hinum jiddíska menningarheimi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Laugardagur 21. júní
Skóglápssveitin Oyama mun rokka húsið á Dillon á slaginu 22:00. Aðgangseyrir er litlar 500 krónur.
Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson leiða saman hesta sína á tónleikum í Mengi. Þeir hefja leik klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Secret Solstice hátíðin er í fullum gangi en stærsta númerið á laugardagskvöldinu eru Trip Hop kempurnar í Massive Attack.
Sunnudagur 22. júní
Síðasti dagur Secret Solstice hátíðarinnar en á sunnudagskvöldinu kemur meðal annars fram bandaríski rapparinn Schoolboy Q.
Rafdúettinn Good Moon Deer sem er skipaður þeim Guðmundi Inga Úlfarssyni og Ívari Pétri Kjartansyni sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber heitið Begin. Lagið sem verður á plötu sem kemur út í haust var tekið upp og mixað af þeim sjálfum og masterað af Hermigervill.
Þann 24. næstkomandi kemur út smáskífan All is Love með tónlistarmanninum M-Band á vegum Raftóna. Um er að ræða forsmekkinn af því sem koma skal þar sem von er á fyrstu breiðskífu listamannsins á næstu vikum. Tónlistin er sálarfull og persónuleg, ásamt því að vera heilsteypt og ófyrirsjáanleg.
Á smáskífunni er að tvö frumsamin lög og tvær endurhljóðblandanir, en þær eru í höndunum á íslensku rafsveitinni Asonat og gríska sveimkonunginum Melorman.
Skífan verður fáanleg á bandcamp síðu Raftóna, ásamt öllum helstu netverslunum – ásamt því að notendur Spotify og Deezer geta hlýtt á gripinn.
Í tilefni útgáfunnar mun þann 25. júní næstkomandi vera haldin vegleg veisla á skemmtistaðnum Húrra. Ásamt M-Band, munu stíga á stokk sálartæknóhetjan Tonik og lágrafsséníin Nolo – en M-Band er einmitt tíður gestameðlimur í þeim verkefnum. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21, frítt er inn og verður þar nokkur eintök af væntanlegri breiðskífu M-Band til sölu.
M-Band á Facebook: https://www.facebook.com/MBandmusic
Stikla til hlustunar á Soundcloud: https://soundcloud.com/raftonar/mband-ep-demo
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Gusgus og Lone, auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Hundred Waters, Gems, Essáy, Giorgio Moroder og fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.
1) Restless City – Lone
2) Jaded – Lone
3) Vengeance Video – Lone
4) Giorgio’s Theme – Giorgio Moroder
5) Ocarina – Essáy
6) Scars – Gems
7) Another Life – GusGus
8) Not The First Time – GusGus
9) Mexico – GusGus
10) Murmurs – Hundred Waters
11) Innocent – Hundred Waters
12) The Chauffeur – Warpaint
Bandaríska hljómsveitin Neutral Milk Hotel mun koma fram á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu þann 20. ágúst næstkomandi. Liðsmenn Neutral Milk Hotel kusu að fá Sin Fang til að hita upp fyrir tónleikana. Miðasala er á vefjunum www.harpa.is og www.midi.is og í afgreiðslu Hörpu.
Fimmtudagur 12. júní
Snorri Helgason kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Indriði Ingólfsson úr hljómsveitinni Muck flytur efni af væntanlegri sólóplötu á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu 2. Húsið opnar kl. 20:30 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Trust The Lies, Aeterna og While My City Burns coma farm á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er frítt inn.
Brother Grass koma fram á Rosenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.
Sin Fang, Samaris og Arnljótur (Ojba Rasta) koma fram á Gauknum.
Húsið opnar klukkan 21:00 og dagskráin hljóðar svo:
22:00 Arnljótur
23:00 Samaris
24:00 Sin Fang
1500 kr aðgangseyrir
Hljómsveitirnar Útidúr og Malneirophrenia slá til tónleika á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Föstudagur 13. júní
Svokallaðir Óhappatónleikar verða haldnir á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og Skelkur í Bringu, Caterpillarmen, Pink Street Boys og Fufanu koma fram. Aðgangseyrir er 500 kr.
Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson koma fram í Mengi við Óðinsgötu 2. Húsið opnar kl. 20:30 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Pineapple, Thetans og Alchemia koma fram á Dillon.Tónleikarnir byrja á slaginu 22. Frítt inn!
Laugardagur 14. júní
Hljómsveitirnar Á Geigsötum, aska, Kælan Mikla og Brák koma fram á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.
Duo Harpverk sem samanstendur af hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink koma fram í Mengi við Óðinsgötu 2. Húsið opnar kl. 20:30 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 2.000 kr.