Retro Stefson, Hermigervill, Sin Fang, Moses Hightower, Prins Póló og Cell 7 koma fram á lokatónleikum Lunga sem fara fram á laugardaginn. Forsala miða fer fram á midi.is á 3.900 kr til miðnættis þann 18. júlí. Miðasala fer svo fram í Herðubreið á Seyðisfirði á föstudeginum kl 12:00-20:00 og á laugardeginum frá 11:00 – 21:00, eftir það er hægt að kaupa miða við inngang fram eftir kvöldið. Lokatónleikar LungA hafa fest sig í sessi sem gleðilegur viðburður á laugardagskvöldinu; uppskeruhátíð og tónlistarveisla.
Tónleikar helgarinnar 17. til 19. júlí
Fimmtudagur 17. júlí
Ásdís Sif Gunnarsdóttir kemur fram í Mengi á Óðinsgötu í tilefni útgáfu ljóðaplötu sinnar, “Enter the Enlightenment, become Real”. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn.
Hljómsveitin Lily of the Valley og Frank Raven koma fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis inn.
I am Dive (ES) + Stafrænn Hákon (IS) halda tónleika á Húrra. I am Dive kemur frá Sevilla, Spáni og er skipuð þeim José A. Pérez og Esteban Ruiz. Þeir eru nú að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sína sem mun bera nafnið ‘Wolves. Þetta verður í fyrsta skipti sem I am Dive kemur fram á Íslandi og munu þeir deila sviðinu með Stafrænum Hákoni, einni virtustu rafrokk hljómsveit landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Verð 1.500 kr. (námsmenn 1.000 kr.)
Söngvaskáldið Hjalti Þorkelsson kemur fram á Kaffi List. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Sveinn Guðmundsson og Unnur Sara Eldjárn flytja sitthvort prógrammið af frumsömdu efni á Loft Hostel kl.21. Aðgangur ókeypis.
Föstudagur 18. júlí
Tónlistarmaðurinn Arnljótur úr hljómsveitinni Ojba Rasta kemur fram á tónleikum í Mengi. Arnljótur mun spila samblöndu af nýju efni í bland við gamalt með flautur og ýmis tól við hendi. Jafnvel fá nokkrir gamlir smellir nýtt líf og öfugt. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Zebra Katz heldur tónleika á Húrra en hann er sköpunarverk fjöllistamannsins Ojay Morgan frá New York borg en sviðsframkoma hans er engu lík. Gísli Pálmi, Kitty Von Sometime, DJ Moonshine, DJ Kocoon og DJ Techsoul koma einnig fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Laugardagur 19. júlí
KEX Hostel, KEXLand og bandaríska útvarpsstöðin KEXP ætla að bjóða öllum á útitónleikana KEXPORT við Kex Hostel. Tónleikarnir fara fram í portinu við Kex Hostel og hefjast kl. 12 á hádegi og lýkur um miðnætti. Alls munu 12 hljómsveitir koma fram á klukkutímafresti á þessum maraþon tónleikum. Tónleikarnir eru haldnir til stuðnings KEXP. Fram koma 1860, Atónal blús, Dimma, Dj Flugvél & Geimskip, Ghostigital, kimono, Kött Grá Pje, Low Roar, Mr. Silla, Petur Ben, Reykjavíkurdætur og Sometime
Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds spila sambland af nýju og gömlu efni á tónleikum í Mengi, en þau hafa starfað saman í rúman áratug. Samstarf þeirra hefur leitt af sér Sería I, Sería II, Við og Við, Innundir Skinni og Sudden Elevation. Þau hafa nýlokið við tökur á nýrri plötu Ólafar sem kemur út 29. september og kallast Palme. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Hljómsveitin Kiriyama Family heldur tónleika á Dillon sem hefjast klukkan 22:00. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr.
300. þátturinn af Straumi 14. júlí 2014
300. þátturinn af útvarpsþættinum Straumi verður verður útvarpaður á X-inu 977 í kvöld klukkan 23:00. Þátturinn hóf göngu sína á útvarpsstöðinni sálugu XFM 91.9 í janúar 2006 og var á dagskrá á útvarpsstöðinni Reykjavík FM 101.5 árið 2007. Straumur færði sig svo á X-ið 977 haustið 2009 þar sem hann hefur verið í gangi síðan. Umsjónarmaður þáttarins hefur alla tíð verið Ólafur Halldór Ólafsson eða Óli Dóri. Í þessum 300. þætti af Straumi mun Gunnar söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu kíkja í heimsókn auk þess sem þátturinn verður fullur af nýju og spennandi efni eins og öll mánudagskvöld.
Straumur þáttur 300 – 14. júlí 2014 by Straumur on Mixcloud
1) I Dig You – Beat Happening
2) Fiona Coyne – Saint Pepsi
3) Tough Love (Cyril Hahn remix) – Jessie Ware
4) Sunlight – The Magician
5) Nýlendugata – Pálsbæjarvör – Grótta – Grísalappalísa
– Viðtal við Gunnar söngvara Grísalappalísu
6) Flýja – Grísalappalísa
7) Dean & Me – JJ
8) All Ways, Always – JJ
9) Throw It Away – Viet Cong
10) Static Wall – Viet Cong
11) Trainwreck 1979 – Death From Above 1979
12) I Will Dare – The Replacements
Tónleikahelgin 2.-5. júlí
Miðvikudagur 2. júlí
Snorri Helgason og Mr. Silla stíga á stokk á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.
Fimmtudagur 3. júlí
Franski tónlistarmaðurinn LAFIDKI kemur fram á Loft Hostel. Hann vinnur bæði mikið með myndræna hlið tónleika sinna og leikur óhljóðakennda raftónlist. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangur er ókeypis.
Trúbatrixurnar Myrra Rós og Elín Ey koma fram á Húrra. Leikar hefjast 21:00 og aðgangseyrir er enginn.
Stúdíó Hljómur verður með rólegheitakvöld á Gauk á Stöng en þar koma fram sveitirnar Milkhouse, Lily Of The Valley, Icelandic Band, Sister Sister og Höghus. Hefst 21:00 og frítt inn.
Dorian Gray og The Roulette leiða saman hesta sína á Dillon. Ókeypis inn og byrjar 22:00.
Berglind Ágústsdóttir myndlistar- og tónlistarkona spilar á tónleikum í Mengi og hefur leik 21:00 en aðgangseyrir er 2000 krónur.
Föstudagur 4. júlí
Hljómsveitin GusGus verður með hlustunarpartí og mexíkóska veislu í tilefni af útgáfu sinnar 8. breiðskífu, Mexico á Boston. Fyrir þá sem mæta snemma verður boðið uppá mexíkósk matföng frá Santa Karamba og mexíkóska drykki. Hunk Of A Man og President Bongo munu svo kitla viðstöddum undir dansiljunum.
Hljómsveitirnar Sushi Submarine, Náttfari og Hellvar leika á Dillon. Það kostar 500 krónur inn á herlegheitin sem hefjast 22:00.
Hljómsveitin Mercy Buckets heldur tónleika á Gauk á Stöng í tilefni útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu, Lumberjack Fantasies, sem kemur út sama dag. Í tilefni þess verður skellt í útgáfutónleika og veislu á Gauknum sama kvöld. Um upphitun sjá We Made God, Elín Helena og Conflictions. Tónleikarnir byrja upp úr 21:00 og það er frítt inn.
Laugardagur 5. júlí
Jazztrompetleikarinn Wynton Marsalis mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu ásamt hljómsveit sinni Jazz at the Lincoln Centre Orchestra. Tónleikarnir byrja 20:00 og miðaverð er frá 5.900 til 12.900.
Hljómsveitin Mógil kemur fram í Mengi en hún flytur frumsamda blöndu af djass-, klassík- og þjóðlagatónlist. Þau hefja leik 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.
Streymið annarri plötu Low Roar
Bandaríski tónlistarmaðurinn Ryan Karazija sem áður var í hljómsveitinni Audrye Sessions frá Oakland flutti til Íslands fyrir fjórum árum og gaf út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu Low Roar ári seinna. Á þeirri plötu sem var samnefnd Low Roar var Karazija einn á ferð en síðan hefur verkefnið þróast út í fullskipað band með íslendingum innanborðs. Önnur platan 0 kemur út í næstu viku en hægt er að streyma henni af Soundcloud síðu hljómsveitarinnar frá deginum í dag. Hlustið á þessa frábæru plötu hér fyrir neðan.
Straumur 30. júní 2014
Í Straumi í kvöld fáum við hana Steinunni úr Amba Dama í heimsókn til að fræða okkur um Rauðasand hátíðina sem fram fer um næstu helgi, auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Tycho, FKA twigs, Útidúr, Grimes og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 30. júní 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Tough Love – Jessie Ware
2) Go – Grimes
3) Hossa Hossa – Amaba Dama
– Viðtal Steinunn úr Amaba Dama
4) Aftansöngur – Amaba Dama
5) Awake (Com Truise remix) – Tycho
6) Two Weeks – FKA twigs
7) OctaHate – Ryn Weaver
8) Þín augu mig dreymir – Útidúr
9) Artforms – Matthewdavid
10) Singing Flats – Matthewdavid
11) Raptor – Rustie
12) Pumpkin – Karen O
Dagskráin tilbúin á ATP
Útidúr gefa út nýtt lag
Kammerpoppsveitin Útidúr gaf í dag út lagið „Þín augu mig dreymir“ sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. Það mætti segja að útgáfa þess á föstu formi sé langþráð, því lagið hefur verið mótað og þróað á tónleikum Útidúrs í yfir þrjú ár.
Hljómsveitin lagði einnig á stað í tónleikaferð um Þýskaland í dag þar sem þau munu spila á átta tónleikum á tíu dögum. Bókunarskrifstofan Prime Tours skipuleggur tónleikaferðalög Útidúrs en á mála hjá þeim eru meðal annars malíski dúettinn Amadou & Miriam sem komu fram á Listahátíð í Reykjavík 2010. Þetta mun verða fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landssteinanna. Ferðalagið samanstendur af fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamburg.
Nýtt frá Grimes
Hin kanadíska tónlistarkona Grimes gaf í dag út nýtt lag að nafninu Go. Lagið var upprunalega samið af Grimes og félaga hennar Blood Diamonds fyrir Rihanna sem hafnaði því. Lagið er það poppaðasta sem Grimes hefur látið frá sér á ferlinum.
Tónleikar helgarinnar
Fimmtudagur 26. júní
Hljómsveitin VAR munu stíga á stokk á Hlemmur Square og flytja nokkur lög af komandi breiðskífu þeirra “Hve ótt ég ber á” sem er væntanleg á komandi mánuðum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.
amiina flytur tónlist við kvikmyndina Fantômas 2: Juve contra Fantômas í Mengi, Kvikmyndinni verður einnig varpað á vegg. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 2.000 kr.
Heiladans númer 36 fer fram á Bravó. Experimental hiphop,techno & electronica
Fram koma: Lord Pusswhip, LaFontaine, Skurken og KGB. Kvöldið byrjar klukkan 21 og það er frítt inn.
Föstudagur 27. júní
Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Reykjavíkurdætur koma fram á Gauknum. Húsið opnar 21:00 og það kostar1500 kr. inn.
Kiriyama Family koma fram á Húrra ásamt Young Karin og Mixophrygian. Það kostar 1000kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Franski hljóð og sjónlistamaðurinn Saphy Vong kemur fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 2.000 kr.
Laugardagur 28. júní
DIMMA mun halda tvenna tónleika á Gauknum. Kl 16 verða tónleikar án aldurstakmarks. Sérstakir gestir verða Meistarar dauðans en um er að ræða barnunga þungarokkara sem eru ótrúlega þéttir. Miðaverð inn á fyrri tónleikana er 1000 kr.
Kl 22 verða svo öllu hefðbundnari tónleikar þar sem sérstakir gestir verða Different Turns. Miðaverð inn á seinni tónleikana er 2000 kr.