The xx á Íslandi

Meðlimir bresku hljómsveitarinnar The xx eru staddir hér á landi. Heyrst hefur að þau séu komin hingað til að taka upp sína þriðju plötu í Greenhouse Studios hjá Bedroom Community. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu XX árið 2009 og hlaut hún gríðarlega jákvæðar viðtökur í bresku tónlistarpressunni. Önnur plata þeirra, Coexist, kom út árið 2012, og þó viðtökurnar hafi ekki verið jafn einróma þá eru vafalaust margir sem eru spenntir að heyra að hljómsveitin sé aftur að hreiðra um sig í stúdíói

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *