Lag og myndband frá Belle and Sebastian

Skoska indípoppsveitin Belle And Sebastian gaf í dag frá sér nýtt lag og myndband af sinni næstu breiðskífu sem væntanleg er í janúar. Lagið heitir Nobody’s Empire og er annað lagið af skífunni sem hefur litið dagsins ljós, en hið fyrra var stuðsmellurinn Party Line. Platan ber titilinn Girls In Peacetime Want To Dance og verður fyrsta breiðskífa sveitarinnar frá því Write About Love Kom út árið 2010. Þá má geta þess að sveitin er væntanleg til Íslands að spila á All Tomorrow’s Parties hátíðinni næsta sumar. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

Teitur Magnússon með útgáfutónleika og nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon heldur útgáfutónleika á morgun miðvikudaginn 10. desember á skemmtistaðum Húrra í tilefni af útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar 27. Einvala lið spilar ásamt Teiti þetta kvöld. “Hljómsveitarsamsetning þessi verður reyndar svo stórfengleg að um einstakan viðburð er að ræða, því ólíklegt þykir að slík veglegheit endurtaki sig í bráð” segir Teitur.

Hljómsveitina skipa:

Erling Bang (Ojba Rasta, Celestine, I adapt), Ingibjörg Elsa Turchi (Boogie Trouble), Örn Eldjárn (Ylja), Samúel Jón Samúelsson (Jagúar), Sigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla, Múm), Arnljótur Sigurðsson (Ojba Rasta), Steingrímur Teague (Moses Hightower). Auk þess sem fleiri góðir leynigestir bregða á leik.

Lagið Nenni er búið að gera það gott að undanförnu og hér má heyra nýtt lag af plötunni. Vinur vina minna:

Glöggir hlustendur heyra þarna einkar sérstæðan hljóm cuicu sem framkallar apahljóð.

 

Húsið opnar 20:00.
Dagskráin hefst klukkan 21:00.
Björn Jörundur hitar upp.
Aðgangseyrir: 1500 kr

Platan á sérstöku tilboði.

 

 

Jamie xx á Sónar

Tónlistarmennirnir Jamie xx, Jimmy Edgar og Ryan Hemsworth voru tilkynntir fyrr í dag á Sónar hátíðina í Reykjavík. Auk þeirra var tilkynnt að Jón Ólafsson & Futuregrapher, Emmsjé Gauti, Páll Ivan frá Eiðum, Kött Grá Pé, AMFJ og Bjarki koma fram á hátíðinni. Sónar Reykjavik fer fram á 5 sviðum dagana 12, 13 og 14. febrúar í Hörpu.


 

8. desember: Happy Xmas (War Is Over) – The Flaming Lips & Yoko Ono

Í dag eru nákvæmlega 34 ár frá því að John Lennon var myrtur fyrir utan heimilið sitt í New York borg. Í tilefni af því er jólalag dagsins nýleg ábreiða The Flaming Lips & Yoko Ono á lagi þeirra hjónakorna Happy Xmas (War Is Over) sem kom út fyrir jólin 1971.

7. desember: Put The Lights On The Tree – Sufjan Stevens

Fyrir jólin 2006 gaf Sufjan Stevens út hið fimm diska lagasafn Silver & Gold, Songs for Christmas Volumes 1-5. Í safninu eru 42 jólalög bæði frumsamin og klassísk. Stevens endurtók svo leikinn fyrir jólin 2012 þegar hann gaf út safnið Songs for Christmas Volumes 6-10 sem var 59 laga. Jólalag dagsins er lag hans Put The Lights On The Tree sem var á fyrra safninu.

6. desember: Silent Night (Give Us Peace) – Teen Daze

Tónlistarmaðurinn Teen Daze sendi þessa silkimjúku hljóðgervla útgáfu af hinu klassíska jólalagi Heims um ból (Silent Night) fyrir jólin 2012. Þess má geta að bannað er að spila Heims um ból fyrr en á Aðfangadag í Ríkisútvarpinu.

Frumsýning á myndbandi frá GANGLY

 

Við fengum þetta myndband sent til okkar áðan frá nýrri íslenskri hljómsveit sem kallar sig GANGLY. Það kom hvergi fram hvaða aðilar standa að bandinu eða hver gerði myndbandið en bæði lag og myndband eru til fyrirmyndar. Lagið sem heitir Fuck With Someone Else mætti lýsa sem nútímalegri og vel útsettri poppsmíð sem er einstaklega vel raddað og skemmtilega skreytt. Hér er hægt að fylgjast með bandinu á facebook.


Tributetónleikar Skúla mennska

 

Laugardagskvöldið 6. desember kl 22:00 fara fram Heiðurstributetónleikar Skúla mennska með ákaflega litlu jólaívafi í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar kemur fram skemmtilegt fólk ásamt hljómsveit Skúla mennska og flytur brot laga sem Skúli hefur gefið út frá árinu 2010 og einnig fá lög af væntanlegri breiðskífu að fljóta með.

Fram koma:

7oi
Agnes Björgvinsdóttir
Bóas Hallgrímsson og Guðmundur Birgir Halldórsson
Eiríkur Rafn Stefánsson
Hemúllinn
Hildur Vala
Hljómsveit Skúla mennska
Lilja Björk Runólfsdóttir
Margrét Erla Maack
Markús Bjarnason
Myrra Rós
Pétur Ben
Rósa Guðrún Sveinsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Sérstakur kynnir og leynigestur er enginn annar en Skúli mennski.

Miðasala er nú þegar hafin á midi.is

mynd: Eiríkur Rafn Stefánsson