Þau M. Ward og Zooey Deschanel sem skipa dúettinn She & Him gáfu út jólaplötuna A Very She & Him Christmas fyrir jólin 2011. Platan er einstaklega vel heppnuð og mörg klassísk jólalög er þar að finna í skemmtilegum búningi She & Him, eitt þeirra er lagið Sleigh Ride.
21. desember: Christmas Party – The Walkmen
Fyrir jólin 2004 gaf hljómsveitin The Walkmen út lagið Christmas Party sem er óður til jólateita. Lagið er undir sterkum áhrifum frá jólalögum Phil Spectors og fangar aðventustemminguna á frábæran hátt.
Bestu íslensku plötur ársins 2014
10. Asonat – Connection
Rafpoppsveitin Asonat gaf út sína aðra plötu, Connection, þann 30. september. Platan er ákaflega heilsteypt og eru hápunktar hennar gullfallega opnunarlagið Quiet Storm, hið draumkennda Rather Interesting, Before it Was og lokalagið This Is The End.
9. Gus Gus – Mexico
Á plötunni Mexico halda Gusgus-liðar áfram að fullkomna melódíska tekknóið sem þeir eru þekktastir fyrir með góðum árangri. Það sem stendur helst upp úr er hinar frábæru strengjaútsetningar sem binda plötuna saman.
8. Ben Frost – Aurora
A U R O R A er án efa aðgengilegasta og sterkasta verk Ben Frost hingað til. Á plötunni nær Frost að skapa einstakan hljóðheim með mögnuðu samspili hávaða og þagna.
7. Fm Belfast – Brighter Days
Á sinni þriðju plötu, Brighter Days, tekst FM Belfast að viðhalda þeirri gleði sem hefur einkennt þeirra fyrri verk ásamt því að sýna þroska í lagasmíðum og söngútsetningum.
6. Börn – Börn
Vandað íslenskt post-punk með skemmtilega hráum hljóðheimi og grípandi lögum.
5. Oyama – Coolboy
Fyrsta plata Oyama Cool boy er full af draumkenndu skóglápi með hljómi af bestu sort.
4. Grísalappalísa – Rökrétt framhald
Önnur plata Grísalappalísu, Rökrétt Framhald, er ekki eins rökrétt framhald og mætti skilja af titlinum. Munurinn liggur í að platan er ekki eins mikil eining og þeirra fyrsta plata. Hljómsveitin blandar saman allskonar áhrifum án tillits til heildar og útkoman er sú að nokkur af sterkustu lögum ársins er að finna á einni og sömu plötunni.
3. Óbó – Innhverfi
Með plötunni Innhverfi hefur Ólafur Björn Ólafsson eða Óbó gefið út eina af fegurstu plötum sem komið hafa út á Íslandi síðustu ár. Platan er þó alveg laus við þær klisjur sem oft einkenna slíkar plötur og rennur látlaust í gegn. Ljúf og nær áreynslulaus túlkun Óbó er til fyrirmyndar.
2. Pink Street Boys – Trash from the boys
Trash From The Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys er ein sú hressasta rokkplata sem komið hefur út á Íslandi á í langan tíma. Platan var unnið upp úr aukalögum frá bandinu og sett saman af plötufyrirtækinu Lady Boy Records sem gáfu hana svo út á kassettu. Innihaldi plötunnar mætti líkja við kalda vatnsgusu í andlitið og er hún mjög lýsandi fyrir tónleika sveitarinnar.
1. M-Band – Haust
Á sinni fyrstu stóru plötu, Haust, messar Hörður Már Bjarnason yfir hlustendum með drungalegu sálartekknói, sem stundum minnir á blöndu af hinum breska Jon Hopkins og Gusgus. Hápunktur plötunnar er hið stórbrotna Ever Ending Never sem er leitt áfram af hoppandi endurteknum hljóðgervli.
20. desember: Last Christmas – Summer Camp
Ábreiða Summer Camp á Wham slagaranum Last Christmas er jólalag dagsins. Lagið koma út á safndiski Moshi Mosh útgáfunnar A Christmas Gift For You From Moshi Moshi í fyrra.
Bestu erlendu plötur ársins 2014
Árslisti Straums 2014 – seinni þáttur by Straumur on Mixcloud
30. tUnE-yArDs – Nikki Nack
29. Mourn – Mourn
28. Arca – Xen
27. Little Dragon – Nabuma Rubberband
26. Damon Albarn – Everyday Robots
25. Cashmere Cat – Wedding Bells EP
24. Metronomy – Love Letters
23. Yumi Zouma – Yumi Zouma EP
22. FKA twigs – LP1
21. Shamir – Northtown EP
20. Ben Khan – 1992 EP
19. Giraffage – No Reason
18. Mac DeMarco – Salad Days
17. Real Estate – Atlas
16. Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags
15. Azealia Banks – Broke With Expensive Taste
Eftir endalausar deilur við samstarfsmenn, plötufyrirtæki og flesta sem tengjast henni á einhvern hátt gaf hin hæfileikaríka Azealia Banks loks út frumraun sína eftir nær þriggja ára bið. Banks flakkar um stefnur og strauma á plötunni sem hún gaf út sjálf og veldur ekki vonbrigðum.
14. Aphex Twin – Syro
Tónlistin á plötunni hefði ekki getað komið frá neinum öðrum en Aphex Twin og er í þeim skilningi engin róttæk stílbreyting frá hans fyrra efni heldur meira útpæld eiming á aðgengilegri hluta fyrri verka hans.
13. Les Sins – Michael
Eftir þrjár velheppnaðar plötur undir nafninu Toro y Moi sendi tónlistarmaðurinn Chaz Bundick frá sér plötuna Michael sem Les Sins. Útkoman er ögn tilraunakenndari og dansvænni tónlist en Bundick hefur áður sent frá sér.
12. Com Truise – Wave 1
Silkimjúkt, seiðandi, draumkennt og leiðandi eru þau orð sem koma upp í hugann þegar platan Wave 1 er nefnd til sögunnar.
11. Parkay Quarts (Parquet Courts) – Content Nausea
Önnur af tveim plötum sem Bandaríska rokksveitin Parquet Courts sendi frá sér á árinu. Hljómsveitin sem gaf plötuna út undir nafninu Parkay Quarts hefur sjaldan verið eins frjálsleg í lagasmíðum og túlkun og á Content Nausea.
10. Jessie Ware – Tough Love
Tónlistarkonan Jessie Ware heldur áfram að hræra saman nútíma poppsmíðum með sínu nefi á annarri plötu sinni Tough Love. Útkoman er smekkleg og metnaðarfull.
9. Frankie Cosmos – Zentropy
Hin 19 ára gamla tónlistarkona Greta Kline sendi frá sér þessa einstaklega fersku og einföldu indípopp-plötu í mars á þessu ári. Platan sem er aðeins um 20 mínútur að lengd er ein af skemmtilegri plötum þessa árs.
8. The War On Drugs – Lost In the Dream
Philadelphiu bandið The War On Drugs, sem er eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum í dag, gaf út sína bestu plötu til þessa, Lost in a Dream, fyrr á þessu ári. Á plötunni blandar hljómsveitin saman pabbarokki 9. áratugsins (Dire Straits) við bestu verk Lou Reed og Bob Dylan og útkoman er furðulega fersk.
7. St. Vincent – St. Vincent
Síðasta plata Annie Erin Clark undir nafninu St. Vincent, Strange Mercy, var á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011 og á þessari plötu gefur Clark ekkert eftir með ögn tilraunakenndari plötu. Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð sem kemur vel í ljós á þessari samnefndu plötu hennar.
6. Caribou – Our Love
Raftónlistarmaðurinn Dan Snaith semur lífrænt tekknó sem er á stöðugri hreyfingu undir nafninu Caribou. Snaith sendi frá sér sjöttu plötuna undir því nafni í ár sem er ákaflega grípandi og á best heima á dansgólfinu, sem sannaði sig í Listasafni Reykjavíkur á tónleikum Caribou á Iceland Airwaves í haust.
5. Tycho – Awake
Á fjórðu plötu sinni undir nafninu Tycho tekst bandaríska tónlistarmanninum Scott Hansen í senn að heiðra hljóðheim gærdagsins og að hljóma eins og morgundagurinn.
4. Ty Segall – Manipulator
Manipulator, sjötta, plata Ty Segall er hans metnaðarfyllsta verk til þessa. Segall varði miklum tíma í gerð hennar samanborið við fyrri plötur sínar og er greinilegt að þeim tíma hefur verið vel varið. Lagasmíðarnar og hljóðheimurinn eru til fyrirmyndar og sannar Segall á plötunni að hann er einn af sterkustu rokktónlistarmönnum samtímans.
3. Todd Terje – It’s Album Time
Það sem einkennir plötuna I’ts Album Time er tilgerðarlaus og óbeisluð gleði ásamt óskammfeilnum tilvísunum í ótöff tónlistarstefnur sem eru miklu meira hylling en hæðni. Platan er heilsteypt og aðgengileg og á erindi til aragrúa fleiri en venjulegra raftónlistarhausa.
2. Sun Kil Moon – Benji
Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek gaf út sjöttu plötuna undir formerkjum Sun Kil Moon snemma á þessu ári. Það er engin furða að platan Benji, hans persónulegasta verk til þessa, sé svo hátt á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2014. Um er að ræða heilsteypt verk þar sem Kozelek tekst á sinn einstaka máta að leiða hlustendur í gegnum sorgir sínar og sigra. Kozelek flutti efni af plötunni ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember síðastliðinn við mikið lof viðstaddra.
1. Lone – Reality Testing
Breski raftónlistarmaðurinn Matt Cutler gaf út sína fimmtu plötu undir nafninu Lone í júní á þessu ári. Á plötunni Reality Testing má segja að Cutler sameini sín fyrri verk á því lang aðgengilegasta til þessa. Platan rennur ákaflega vel í gegn og ekki veikan blett að finna. Draumkenndur hljóðheimur með skemmtilega útpældum smáatriðum sem ýta undir stórbrotnar lagasmíðar gerir Reality Testing að plötu ársins 2014.
19. desember: Have yourself a merry little Christmas
Fyrir jólin í fyrra breiddi tónlistarkonan Cat Power yfir hið klassíska jólalag Have yourself a merry little Christmas á afar fallegan hátt.
Tónleikahelgin 19.-21. desember
Föstudagur 19. desember
Vetrarsólstöðudansleikur Ojba Rasta verður haldinn á Gauknum föstudagskvöldið 19.desember. Byrjar 23:30 og aðgangseyrir er 1000 krónur.
Prins Póló og Dr. Gunni koma fram í Iðnó. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 22:00.
Auðn og Skuggsjá koma fram á Dillon. Hefst 22:00 og ókeypis inn.
Laugardagur 20. desember
FM Belfast spila á Húrra. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur
Danstónlistarhópurinn Lazyblood kemur fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og sýningin hefst 21:00.
Á Gauknum verða þungarokkstónleikar þar sem fram koma Ophidian I, Godchilla, MORÐ, DÖPUR, The Roulette og Seint.
Sunnudagur 21. desember
Högni Egils mun spila og syngja jólalög í Mengi. Aðgagngseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.
Andkristnihátíð verður haldin á Gauknum en fram koma Svartidauði, Carpe Noctem, Sinmara, Abominor, Misþyrming, Mannvirki, Naðra og Úrhrak. Hátíðin hefst klukkan 17:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
18. desember: All I Want For Christmas – Yeah Yeah Yeahs
New York hljómsveitin Yeah Yeah Yeahs sendi óvænt frá sér jólalag fyrir jólin 2008. Lagið nefnist All I Want For Christmas og varð strax klassískt og minnir mikið á fyrsta efnið sem sveitin sendi frá sér í upphafi síðasta áratugar. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
17. desember: Before December (You’re Alive)
Hinn 21 gamli bandaríkjamaður Yoodoo Park, sem gefur út tónlist undir nafninu GRMLN, gaf út jólalagið Before December (You’re Alive) í byrjun mánaðarins.
16. desember: Lonely This Christmas – DZ Deathrays
Jólalag dagsins er nýleg ábreiða áströlsku hljómsveitarinnar DZ Deathrays á Mud laginu Lonely This Christmas sem kom út árið 1974.