Ingibjörg Elsa Turchi er ein svalasta og jafnfrumt duglegasta bassynja landsins sem hefur spilað með sveitum eins og Boogie Trouble, Babies, Bob Justman og Bubba Morthens. En nú stígur hún fram sem sólólistamaður í fyrsta skiptið með 17 mínútna dáleiðandi ambíent ferðalagi sem er fullkomið móteitur við jólastressinu. Skellið á ykkur heyrnartólum, horfið á snjóinn falla og finnið rónna koma yfir ykkur.
Bestu íslensku plötur ársins 2016
25. Cyber – Cyber is Crap
24. Indriði – Makril
23. EVA808 – Psycho Sushi
22. Ruxpin – We Became Ravens
21. Kef LAVÍK – Vesæl í kuldanum
20. Stroff – Stroff
19. Wesen – Wall Of Pain
18. asdfhg – Kliður
17. Pascal Pinon – Sundur
16. Sindri 7000 – Tónlist fyrir kafara
15. Hexagon Eye – Virtual
14. Alvia Islandia- Bubblegum Bitch
13. Mugison – Enjoy
12. Suð – Meira Suð
11. Davíð & Hjalti – RVK Moods EP
10. Amiina – Fantomas
9. TSS – Glimpse Of Everything
8. Snorri Helgason – Vittu Til
7. Jón Þór – Frúin í Hamborg
6. Páll Ivan frá Eiðum – This Is My Shit
5. Black Lights – Samaris
Á sinni þriðju og bestu plötu tekst Samaris að skila af sér beinskeyttu og hnitmiðuðu verki sem heldur manni frá fyrstu nótu.
4. Aron Can – Þekkir Stráginn
Hinn 16 ára gamli Aron Can kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með sinni fyrstu ep plötu í vor. Hægt er að þekkja stráginn á taktföstum bassa og söng-rappi sem er í senn áreynslulaust og sjarmerandi.
3. Kælan Mikla – Kælan Mikla
Ískalt ljóðapönk Kælunar rammað inn í átta laga heildsteypta plötu sem rennur í gegn eins og þytur í laufi.
2. Andi – Andi
Tónlistarmaðurinn Andri Eyjólfsson sem gengur undir listamannsnafninu Andi gaf út samnefnda plötu hjá Lady boy records í sumar. Léttleikandi og stórskemmtilegt rafpopp með sterkum italo-disco áhrifum. Andi tekur arfleið Giorgio Moroder og fær sér sundsprett í henni.
1. GKR – GKR EP
Á sinni fyrstu Ep plötu hefur Gauki Grétusyni eða GKR tekist að fara úr því að verða einn efnilegasti rappari Reykjavíkur í að verða einn sá besti. Á plötunni er vandað til verks og hefur Gaukur fengið aðstoð frá hæfileikaríkum taktsmiðum bæði hér heima og erlendis.
Kraumslistinn 2016 – Verðlaunaplötur
Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í níunda sinn í dag. Líkt og undanfarin ár voru sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.
Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 25 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.
Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 25 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.
Kraumsverðlaunin 2016 hljóta
· Alvia Islandia – Bubblegum Bitch
· Amiina – Fantomas
· GKR – GKR
· Gyða Valtýsdóttir – Epicycle
· Kælan mikla – Kælan mikla
· Páll Ívan frá Eiðum – This is my shit
DÓMNEFND
Kraumsverðlaunin eru valin af fjórtán manna dómnefnd sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Berglind Sunna Stefánsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Tanya Pollock, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.
Bestu erlendu plötur ársins 2016
30. La Femme – Mystère
29. Japanese Breakfast – Psychopomp
28. Soft Hair – Soft Hair
27. Diana – Familiar Touch
26. Okkervil River – Away
25. Machinedrum – Human Energy
24. Santigold – 99¢
23. Com Truise – Silicon Tare
22. Beyoncé – Lemonade
21. David Bowie – Blackstar
20. Nite Jewel – Liquid Cool
19. Porches – Pool
18. Hinds – Leave Me Alone
17. D∆WN – Redemption
16. Michael Mayer – &
15. Tycho – Epoch
14. Frankie Cosmos – Next Thing
13. Romare – Love Songs: Part Two
12. DIIV – Is The Is Are
11. Metronomy – Summer 08
10. A Tribe Called Quest – We got it from Here… Thank You 4 Your service
9. Hamilton Leithauser + Rostam – I Had a Dream That You Were Mine
8. Kanye West – The Life Of Pablo
7. Angel Olsen – My Woman
6. Kornél Kovács – The Bells
5. Jessy Lanza – Oh No
Kanadíska tónlistarkonan Jessy Lanza fylgir vel á eftir fyrstu plötu sinni Pull My Hair frá árinu 2013 á Oh No en báðar plöturnar voru tilnefndar til Polaris tónlistarverðlauna. Hápunktur plöturnar er hið taktfasta It Means I Love You sem byggir á lagi Suður Afríska tónlistarmannsins Foster Manganyi – Ndzi Teke Riendzo
4. Chance The Rapper – Coloring Book
Chicago rapparinn Chance The Rapper blandar saman hip-hop og gospel-tónlist á framúrstefnulegan máta á sínu þriðja mixtape-i. Með fjölda gesta sér við hlið (Kanye West, Young Thug, Francis and the Lights, Justin Bieber, Ty Dolla Sign, Kirk Franklin og Barnakór Chicago) tekst Chance á Coloring Book að gefa út eina litríkustu plötu ársins.
3. Car Seat Headrest – Teens Of Denial
Á Teens Of Denial blandar Will Toledo forsprakki Car Seat Headrest saman áhrifavöldum sínum (sjá: Velvet Underground, The Strokes, Beck og Pavement) og útkoman er óvenju fersk. Ein sterkasta indie-rokk plata síðari ára.
2. Frank Ocean – Blonde
Það eru fáar plötur sem beðið hefur verið eftir með eins mikilli eftirvæntingu og annarri plötu tónlistarmannsins Frank Ocean. Upphaflega nefnd Boys Don’t Cry með settan útgáfudag í júlí 2015, var plötunni frestað aftur og aftur og kom hún svo út óvænt seint í ágúst. Á Blonde leitar Ocean meira innra með sér en á hinni grípandi Channel Orange frá árinu 2012 og þarfnast hún fleiri hlustana áður en hún hittir í mark. Líkt og hans fyrri plata vermir Blonde sæti númer 2 á lista Straums yfir bestu plötur ársins.
Frank Ocean – ‘Nikes’ from DoBeDo Productions on Vimeo.
1. Kaytranada – 99.9%
Hinn 24 ára gamli Louis Kevin Celestin frá Montreal sem gengur undir listamannsnafninu Kaytranada gaf út sína fyrstu stóru plötu 99.9% 6. maí á þessu ári. Platan sem er að mati Straums besta plata þessa árs er uppfull af metnaðarfullri danstónlist með áhrifum frá hip-hop, fönki og R&B. Einstaklega grípandi lagasmíðar sem henta bæði á dansgólfinu og heima í stofu.
Óli Dóri
Gangly springa út
Myrka rafpoppsveitin Gangly sem hafa hægt en þétt mjatlað út lögum undanfarin tæp tvö ár voru að gefa út nýtt lag, Blow Out. Bæði lag og myndband sverja sig í ætt við þá rökkurmiðuðu fagurfræði sem Gangly hafa mótað, meitlað og gert að sinni í fyrri verkum. Útkoman svíkur engan.
Árslisti Straums í kvöld á X-inu 977!
Árslistaþáttur Straums, þar sem farið verður yfir 30. bestu erlendu plötur ársins 2016, verður á dagskrá á X-inu 977 frá klukkan 22:00 – 0:00 í kvöld.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá lista yfir plötur ársins í Straumi fyrir árin 2009 – 2015
2015:
1) TAME IMPALA – CURRENTS
2) RIVAL CONSOLES – HOWL
3) D.K. – LOVE ON DELIVERY Love Delivery
4) KENDRICK LAMAR – TO PIMP A BUTTERFLY
5) KELELA – HALLUCINOGEN
2014:
1. LONE – REALITY TESTING
2. SUN KIL MOON – BENJI
3. TODD TERJE – IT’S ALBUM TIME
4. TY SEGALL – MANIPULATOR
5. TYCHO – AWAKE
2013:
1) FOXYGEN – WE ARE THE 21ST CENTURY AMBASSADORS OF PEACE AND MAGIC
2) SETTLE – DISCLOSURE
3) WAXAHATCHEE – CERULEAN SALT
4) VAMPIRE WEEKEND – MODERN VAMPIRES OF THE CITY
5) KURT VILE – WALKIN ON A PRETTY DAZE
2012:
1) ADVANCE BASE – A SHUT-IN’S PRAYER
2) FRANK OCEAN – CHANNEL ORANGE
3) FIRST AID KIT – THE LION’S ROAR
4) JAPANDROIDS – CELEBRATION ROCK
5) TOTALLY ENORMOUS EXTINCT DINOSAURS – TROUBLE
2011.
1) Kurt Vile – Smoke Ring For My Halo
2) Youth Lagoon – The Year Of Hibernation
3) Cults – Cults
4) Real Estate – Days
5) John Maus – We Must Become the Pitiless Censors of Ourselves
2010:
1) Deerhunter – Halcyon Digest
2) Surfer Blood – Astrocoast
3) Vampire Weekend – Contra
4) Best Coast – Crazy For You
5 ) No Age – Everything In Between
2009:
1) Japandroids – Post Nothing
2) The xx – xx
3) Crystal Stilts – Alight Of Night
4) Yeah Yeah Yeahs – It’s Blitz!
5) Phoenix – Wolfgang Amadeus Phoenix
Tónleikahelgin 8.-10. desember
Fimmtudagur 8. desember
EinarIndra, Ceasetone og Milkiwhale (í þessari röð) spila á Húrra. EinarIndra stígur á stokk klukkan 21:00, Ceasetone 22:00 og Milkywhale 23:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur.
Tónlistarkonan Kristín Lárusdóttir kemur fram í Mengi. Tónlist Kristínar er innblásin af íslenskum tónlistararfi og náttúru. Hún spilar bæði á selló, kveður og notar ýmis rafhljóð. Tónleikarnir byrja 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.
Föstudagur 9. desember
JFDR (Jófríður úr Samaris) og asdfhg spila á Húrra. Tónleikarnir byrja 21:00 og það kostar 1500 inn.
Kverk og Ingi Garðar Erlenduson spila í Mengi. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur. KverK er tilraunakennd raftónlist, lifandi flutningur sem byggist á hljóðvinnslu á tónum og hljóðum í rauntíma. Tom Manoury aka KverK, forritar rafeindahljóðfæri með gagnvirkni og lifandi spilamennsku í huga.
Laugardagur 10. desember
Vaginaboys og kef LAVÍK spila í Norðurljósasal Hörpu en þetta er í fyrsta sinn sem dularfulla költ-hljómsveitin kef LAVÍK koma fram á tónleikum. Tónleikarnir byrja 19:30 og miðaverð er 2900 krónur á tix.is.
MC Bjór og Bland, AKA Synfónían, Pungur Silungs, Stormur og Blíða og Chill witch spila á Loft Hostel. Byrjar 7 og ókeypis inn.
TILNEFNINGAR TIL KRAUMSVERÐLAUNANNA 2016
DÓMNEFND
Dómnefndin hefur hlustað á og tekið til umfjöllunar 176 hljómplötur og útgáfur íslenskra listamanna og hljómsveita sem komu út á árinu við val sitt á Kraumslistanum 2016. Nefndin vinnur nú að því að velja sex hljómplötur sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2016.
Kraumsverðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2008 og hafa alls 39 íslenskar hljómsveitir og listamenn hlotið þau fyrir verk sín. Má þar nefna; Ásgeir, Mammút, Anna Þorvaldsdóttir, Hjaltalín, Retro Stefson, Hildur Guðnadóttir, Daníel Bjarnason, Cell 7, Sóley, Lay Low, ADHD, Ojba Rasta, FM Belfast, Hugi Guðmundsson, Agent Fresco, Samaris, Moses Hightower, Grísalappalísa, Helgi Hrafn Jónsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Andreas Kristinsson, Sin Fang, Ísafold kammersveit og Ólöf Arnalds. Í fyrra hlutu Teitur Magnússon (27), Misþyrming (Söngvar elds og óreiðu), Mr. Silla (Mr. Silla), asdfhg (Steingervingur), Tonik Ensamble (Snapshots) og Dj Flugvél og geimskip (Nótt á hafsbotni) verðlaunin.
Kraumsverðlaununum og úrvalslista þeirra, Kraumslistanum, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Allar íslenskar plötur sem koma út á hvert eiga möguleika á að komast á Kraumslistann og hreppa Kraumsverðlaunin. Bæði plötur sem eru gefnar út á geisladisk og/eða vínyl, sem og útgáfur á netinu.
Sleigh Bells og GusGus á Sónar
Hljómsveitirnar Sleigh Bells og GusGus hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík – sem fram fer á fjórum sviðum í Hörpu dagana 16.-18. febrúar á næsta ári.
Í síðasta mánuði var tilkynnt að Fatboy Slim, Moderat, De La Soul, Ben Klock, Forest Swords, Tommy Genesis, Helena Hauff og B.Traits myndu spila í ár.
Foo Fighters og The Prodigy á Secret Solstice
Fyrstu nöfn tónlistaratriða á Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum 16.-18.júní næsta sumar, voru tilkynnt fyrr í kvöld. Hljómsveitirnar Foo Fighters og The Prodigy sem báðar hafa áður spilað á Íslandi munu koma fram á hátíðinni auk Richard Ashcroft söngvara The Verve. Hér er hægt að kaupa miða í forsölu á tix.is.
Hér má sjá fyrstu nöfn listamanna:
Foo Fighters
The Prodigy
Richard Ashcroft
Dubfire
Pharoahe Monch
Foreign Beggars
Dusky
Kerri Chandler
Rhye
Högni
Kiasmos
Úlfur Úlfur
Soul Clap
John Acquaviva
Wolf + Lamb
Amabadama
Emmsjé Gauti
Tania Vulcano
Droog
Yotto
Novelist
Soffía Björg
Artwork
Klose One
Tiny
BenSol
Shades of Reykjavík
GKR
Aron Can
Dave
Lord Pusswhip
Krysko & Greg Lord [UK]
Hildur
KSF
Alvia Islandia
SXSXSX
Fox Train Safari
Kilo
Captain Syrup
Marteinn