Straumur 3. september 2018

Straumur snýr aftur úr mánaðarfríi í kvöld með nýju efni frá Ross From Friends, Marie Davidson, Matthew Dear, TSS, Blood Orange, Wild Nothing, Spiritualized og mörgum öðrum listamönnum. Straumur í umsjón Óla Dóra öll mánudagskvöld milli ellefu og tólf á X-inu 977!

1) Pale Blue Dot – Ross From Friends

2) R.A.T.S. – Ross From Friends

3) So Right – Marie Davidson

4) I Used To (Dixon Retouch) – LCD Soundsystem

5) Hotel Delmano – MUNYA

6) Echo – Matthew Dear

7) Body Move – Totally Enormous Extinct Dinosaurs

8) Sublime – Munstur

9) Sometimes – TSS

10) Wheel of Misfortune – Wild Nothing

11) Jewelry – Blood Orange

12) Let’s Dance – Spiritualized

13) Unbelievers (Vampire Weekend cover) – Ezra Furman

14) Ordinary – Luke Reed

Nýtt myndband frá Teiti Magnússyni

Ljósmynd: Ómar Sverrisson

Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon sem gaf á dögunum út sína aðra plötu Orna sendi í dag frá sér myndband við lagið Bara Þú. Framleiðsla, kvikmyndataka, leikstjórn og klipping var í höndum Sigurðs Unnars Birgissonar. En Sigurður sagðist hafa verið í mun að fanga samskonar tón og hann upplifði í laginu sem hann hafi séð sem óðs til einverunnar. Faðir hans leikur aðalhlutverkið í myndbandinu.

Lokatilkynning Iceland Airwaves 2018

Iceland Airwaves hátíðin verður haldin í tuttugasta sinn 7. – 10. nóvember nk. Nú þegar hefur hefur verið tilkynnt um 120 atriði frá 20 löndum.

Í dag tilkynnir hátíðin yfir hundrað nöfn til viðbótar sem gerir þetta að stærstu Airwaves hátíð frá upphafi með 221 hljómsveitir frá 26 löndum. Fever Ray hefur aflýst tónleikum sínum á Iceland Airwaves, sem og öllum öðrum tónleikum haustsins.

Útgáfurnar Bella Union og Moshi Moshi fagna 20 ára afmæli í ár og munu halda sérstök ‘label’ kvöld á hátíðinni í tilefni afmælisins.

Einstakt “6AM Rave” verður haldið kl. 6 um morgun með DJ Margeiri og Tómasi Oddien slíkir viðburðir hafa vakið mikla lukku um allan heim undanfarið.

Erlendir listamenn sem hafa bæst við frá síðustu tilkynningu eru:

ABBACOOK (EC) • AURORA (NO) • BARRY PAQUIN ROBERGE (CA) • BENIN CITY (UK) • BLACK MIDI (UK) • BLANCHE (BE) • BONIFACE (CA) • CHARLES WATSON (UK) • FLAMINGODS (UK/BH) • HAIKU HANDS (AU) • HILANG CHILD (UK) • HOLY NOTHING (PT) • JAMES VICKERY (UK) • LISA MORGENSTERN (DE) • LYON (FO) • MORMOR (CA) • NOT3S (UK) • PLÁSI (SE) • POM POKO (NO) • SIMON RAYMONDE (BELLA UNION) (DJ SET) (UK) • STEPHEN BASS (MOSHI MOSHI) (DJ SET) (UK) • SURF DADS (US) • THE ANATOMY OF FRANK (US) • TOTAL HIP REPLACEMENT (DK) • YEO (AU) • ZAAR (DK) • ΣTELLA (GR)

Íslenskir listamenn sem hafa bæst við frá síðustu tilkynningu eru:

ARI ÁRELÍUS • ARNAR ÚLFUR • ÁRNI VIL • ÁRNI² • ÁRNÝ • ÁRSTÍÐIR • ASDFHG • ÁSGEIR • AUSTURVÍGSTÖÐVARNAR • AYIA • B1B2 • BAGDAD BROTHERS • BÁRA GÍSLADÓTTIR • BERGHAIM • BERVIT (DJ SET) • BISTRO BOY • BLÁSKJÁR • CELL7 • COUNTESS MALAISE • DADYKEWL • DJ SNORRI ÁSTRÁÐS • DJ FLUGVÉL & GEIMSKIP • ELÍN HARPA • ELLI GRILL • EYDÍS EVENSEN • FEBRÚAR • FUTUREGRAPHER • GDRN • GEISHA CARTEL • GODCHILLA • GRÓA • GRÚSKA BABÚSKA • GUNNAR JÓNSSON COLLIDER • HEIÐRIK • HELGI • HELGI SÆMUNDUR • HILDUR VALA • HORRIBLE YOUTH • INGIBJÖRG TURCHI • JFDR • JÖKULL LOGI • JULIAN CIVILIAN • KAJAK • KJARTAN HOLM • KORTER Í FLOG • KRÍA • KUL • LAFONTAINE • LÁRA RÚNARS • LORD PUSSWHIP • MADONNA + CHILD • MAGNÚS JÓHANN • MATTHILDUR • MILKYWHALE • MOONBEAR • MOSES HIGHTOWER • RAGGA HÓLM • REYKJAVÍKURDÆTUR • ROCK PAPER SISTERS • SIGRÚN • SÓLSTAFIR • SPECIAL-K • SPRITE ZERO KLAN • STAFRÆNN HÁKON • TARA MOBEE • TÓFA • TRPTYCH • TWO TOUCANS • UNE MISÈRE • VASI • VICKY • YUNG NIGO DRIPPIN

Menningarnótt 2018: Það helsta

Menningarnótt markar enda sumarsins í Reykjavík. Borgin fyllist af lífi og er hvert götuhorn notað fyrir stórkostlega viðburði. Það getur verið skemmtilegt að rölta um án þess að vera með sérstakt plan. Við í Straumi höfum oft gert það. Í ár kíktum við hins vegar á dagskrána svo að þú þyrftir þess ekki. Hér eru þeir tónleikar í dag sem vöktu helst athygli okkar:

– Halldór Eldjárn og fjöllistahópurinn CGFC standa fyrir 5 klst löngum gegnumgangandi gjörningi og innsetningu í Mengi á milli 13 og 18.00

– Í Portinu á bakvið Óðinsgötu 15 munu ROHT, Spaðabani, World Narcosis, Boiling Snakes, AAIIEENN, Pönkbandið Gott, xGADDAVÍRx og Hórmónar koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 13:30 og standa til klukkan 21:00.

– Efstu hæðar bílastæðahússins að Hverfisgötu 20 verður umbreytt. DJ Houskell mun þeyta skífum meðan á uppákomunni stendur en auk hans munu tónlistarfólkið GDRN og Sturla Atlas flytja lög í minni íslenskra einsöngslaga, en þeim til halds og trausts verða píanó leikararnir og tónskáldin Bjarni Frímann og Magnús Jóhann.

Toppurinn mun opna fyrir gestum og gangandi á slaginu 14:00 og þar munu tónarnir óma og andrúmsloftið víbra þar til klukkan 18:00.

– Mixmix Reykjavik efnir til tónleika í bakgarðinum hjá sér þar sem kriki og Kiriyama Family munu koma fram frá 15:00 – 17:30.

– Á Hagatorgi, stærsta hringtorgi landsins staðsett hjá Háskólabíó og Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur fara fram tónleikar með eftirfarandi listamönnum:

16:00 – Gígja Jónsdóttir, keep calm and… (gjörningur & hljóðverk)

16:20 – Umer Consumer

16:50 – asdfhg

17:20 – bagdad brothers

17:50 – Munstur

18:30 – Sykur

19:10 – Housekell

– KARNIVAL Á KLAPPARSTÍG. Dansmaraþonið hefst á slaginu kl. 16:00 með jógatíma sem Tómas Oddur frá Yoga Shala Reykjavík leiðir. Við hefjum jógatímann á dýpsta ohm-i Íslandssögunnar með hjálp Bartóna, karlakórs. Dansinn brýst síðan fram um kl. 17:00 og mun duna óslitið fram að flugeldasýningu kl. 23:00. Fram koma DJ Margeir og vinir.

– Á Ingólfstorgi frá 18:25-22:00 verður Hip Hop Hátíð Menningarnæturaldin í þriðja skiptið. JóiPé & Króli, Sura, Yung Nigo Drippin’, Huginn, ClubDub, Joey Christ, Sturla Atlas, Birnir og Flóni koma fram.

– Tónaflóð, árlegir menningarnæturtónleikar Rásar 2 hefjast á  Arnarhóli klukkan 20:00. Birnir og Flóni, Herra Hnetusmjör, Huginn, Bríet og GDRN hefja leika ásamt Jóa Pé og Króla. Þá mæta Prins Póló og Hjálmar, Írafár í kjölfarið og Todmobile slá svo botninn í kvöldið.

– Útgáfupartý raftónlistarmannsins Anda fer fram á skemmtistaðnum Húrra. Auk Anda munu Einmitt Kraftgalli og DJ DOMINATRICKS koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00.

– Beint eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt mun svo hljómsveitin Babies halda uppi stuði í Gamla bíó til klukkan 1:00.

Ný plata frá TSS

Tónlistarmaðurinn Jón Gabríel Lorange var að senda frá sér sína þriðju plötu undir listamannsnafninu The Suburban Spaceman (TSS). Platan heitir Moods og fylgir á eftir plötunni Glimpse Of Everything sem kom út fyrir tveim árum síðan. Moods er uppfull af stórskemmtilegum lagasmíðum sem eru drifnar áfram af skemmtilega “crooners”-legum söng á köflum, sérstaklega í fyrsta laginu hinu frábæra Sometimes. Platan er undir sterkum áhrifum frá jaðartónlist níunda áratug síðustu aldar og minnir einnig stundum á ögn dramatískari Mac DeMarco.

Platan inniheldur níu lög sem voru samin, flutt og tekin upp af Jóni í Antwerpen og Reykjavík síðastliðið ár.

 

Straumur 30. júlí 2018

Í Straumi í kvöld verður farið yfir glænýja tónlist frá listamönnum á borð við Mr. Twin Sister, Yves Tumour, Clara!, Blood Orange og Tommy & Linda. Þátturinn er í umsjón Óla Dóra og hefst á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) Claudion – Helena Deland
2) Echo Arms – Mr Twin Sister
3) Noid – Yves Tumor
4) No Shade In Shadow – Kristin Hersh
5) Beach Bums – Tommy & Linda
6) El Raton – Clara!
7) Feel Free – Rb Grime
8) Hyper-Intelligent Genetically Enriched Cyborg – Helena Hauff 9) POTATO SALAD – A$AP Rocky & Tyler the Creator
10) Charcoal Baby – Blood Orange
11) Means To An End – Maxband
12) Here It Comes (the Road) – Let’s Go – Spiritualized

Straumur 23. júlí 2018

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá The Internet, Chance The Rapper, DRAM, Henry Nowhere, JLin og fleiri listamönnum. Straumur í umsjón Óla Dóra hefst á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.


1) Come Together – The Internet
2) La Di Da – The Internet
3) Best Hugs – DRAM
4) Work Out – Chance the rapper
5) I Might Need Security – Chance the rapper
6) 3AM – Baauer
7) Atraxion – Anthony Atcherley
8) The Abyss Of Doubt – Jtin
9) Air Walk – Mondo Lava
10) Entretela – Balun
11) Problems of the Heart – Henry Nowhere
12) I Feel Energy – Dirty Projectors
13) Love It If We Made It – The 1975
14) Gracious Day – Torres

Straumur 16. júlí 2018

Í Straumi í kvöld kemur Teitur Magnússon í heimsókn og segir okkur frá væntanlegri plötu að nafninu Orna sem kemur út á næstunni. Einnig verður leikinn ný tónlist frá Anda, Channel Tres, Björn Torske, Abbi Press, RL Grime, Dirty Projectors og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra öll mánudagskvöld frá 23:00 á X-inu 977.

Ljósmynd/Photo: Magnus Andersen

1) Chord Control – Björn Torske
2) Orna – Teitur Magnússon
3) Skriftargangur – Teitur Magnússon
4) Orna (Andi remix) – Teitur Magnússon
5) Fánablár himinn – Andi
6) Túristi – Andi
7) Right Now – Dirty Projectors
8) Deep Breath – Abbi Press
9) Jet Black – Channel Tres
10) Bird (Prins Thomas Diskomiks) – Kelly Lee Owens
11) Humility (DJ Koze remix) – Gorillaz
12) Pressure – RL Grime
13) Þrymur – Futuregrapher
14) Forever Love – Kristín Anna

 

Straumur 2. júlí 2018

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá listamönnum á borð við Mr. Twin Sister, Björn Torske, Rome Fortune, Khotin og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Vines (Earlham Mystics remix) – James Zabiela
2) Jaipur – Mr. Twin Sister
3) Planet B – Khotin
4) Gata – Björn Torske
5) Love Games – Matthew Dear X Joe Goddard X Eats Eve
6) Deli Run – Ava Luna
7) Hoodrich Disco – Rome Fortune
8) Peach Fuzz – Tyler The Creator
9) Let’s Go Outside – Far Caspian
10) Mother – Talkboy
11) pH – Shibo & Nick Dorian
12) Forgetter- Mr. Little Jeans

 

Ein þjóð undir grúvinu og rigningunni – Secret Solstice 2018

Mynd: Ívar Eyþórsson

Fimmta Secret Solstice hátíðin er að baki við mikinn fögnuð partýþyrstra ungmenna og tónlistarunnenda en bölmóð sumra áhyggjufullra foreldra og íbúa Laugardalsins. Fjórir heilir dagar af rokki, labbi, rappi, dansi, raftónlist, hoppi, klappi og á köflum volki í misblíðu veðri.

Ég mætti á svæðið í mildri fimmtudagsrigningu og labbaði rakleiðis í Valhöll þar sem ofurstjörnuplötusnúðurinn Steve Aoki var í miðjum transklisjuklíðum á sviðinu. Ég er mjög langt frá því að vera aðdáandi þeirrar stefnu sem hann aðhyllist sem hefur verið kölluð electro-house, trance, EDM og dub- eða brostep í gegnum tíðina, sem nýtur sín líklega best í Las Vegas eða á Ibiza. En flestir unglingarnir á svæðinu elskuðu þetta og virtust hreinlega borða úr lófanum á honum þar sem hann hoppaði og skoppaði upp á dj-borðinu.

 Engin þverflauta

Það er svo merki um ákveðna skitzófreníu í dagskránni að strax á eftir unglingatranssúperstjörnunni komu hin mjög svo miðaldra rokkbrýni snemmtíunda áratugarins, Jet Black Joe. Ég set stórt spurningarmerki við að kombakk frá íslenskri 90’s hljómsveit sé sem var aldrei þekkt utan landssteinanna sé kynnt sem eitt af aðalatriðunum á tónlistarhátíð sem á að vera alþjóðleg, en þarna voru þeir samt og ég fékk engu um það ráðið. Þeir stóðu sig þó ágætlega og það kom mér á óvart hvað ég þekkti mörg lög með þeim, ekki bara Higher and Higher, en það olli mér vonbrigðum að þverflautusólóið vantaði í því lagi.

Ég hafði heyrt slæma hluti og raddleysi um rámu powerballöðugyðjuna Bonnie Tyler þannig ákvað að athuga plötusnúðasett með Bigga Veiru úr Gusgus í Hel. Það var svo gott að ég ílengdist svo lengi að mér var ekki hleypt inn á svæðið aftur þrátt fyrir að 80’s-stjarnan ætti talsvert eftir af settinu sínu. Það sem ég heyrði hins vegar voru lýsingarorð eins og „pínlegt“ þannig ég missi ekki svefn yfir því.

Föstudagskvöldið sá ég fyrst ungstyrnið Aron Can á stóra sviðinu. Hann stóð sig vel og ungdómurinn át þetta upp til agna. Hann tók meðal annars einhvers konar tekknó-útgáfu af enginn mórall og endaði með fulla vasa eins og venjulega. Mér fannst þó fullmikið af þeim leiðigjarna sið tónlistarmanna að í gríð og erg sleppa sönglínum sínum og í staðinn beina hljóðnemanum að áhorfendum í eins konar samsöng. Þetta er að mínu mati stílbragð sem ætti að nota afar sparlega, ég er komin ntil að horfa á tiltekinn listamann syngja, ekki viðvaninga úr áhorfendaskaranum, og þetta er ekki gítarpartý í Vestmannaeyjum.

Frábær draumakona en slakur Gucci

Ég var mjög spenntur fyrir Gísla Pálma sem hefur vart komið fram í ár eða svo en kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum með nýja þröngskífu fyrir skemmstu. En hann virtist bara því miður vera í mjög tæpu formi þessa helgina og það sást að hann hafði ekki rappað life lengi; hann náði ekki að klára hröðu línurnar í lögunum sínum, virtist þrjóta rödd og kraft. Alvia sem kom fram í tveimur lögum með honum var miklu betri en hann. Síðan kom breska söngkonan IAMDDB flutti nútímalegt R&B, sálartónlist og hiphop á Valhallarsviðinu og komst mjög vel frá því.

Þvínæst tók rapparinn Goldlink við keflinu og hélt góðum dampi í þéttu setti með óhefluðu flæði og töktum sem duttu oft yfir í poppað dubstep sem var vel viðeigandi á hátíð sem þessari. Bresk-íslenski kvennarokkkvartettinn Dream Wife stóð sig frábærlega á Gimli-sviðinu og söngkonan Rakel Mjöll fór á kostum í raddslaufum meðan ofursvöl gítarpían bauð upp á bjögunarfimleika í hæsta gæðaflokki. Ég náði svo restinni af trap-goðsögninni og glæponarapparanum Gucci Mane og það verður að segjast eins og er að þar var fátt um fína drætti, lítil innlifun og mér leið eins og ég væri að hlusta á einhvern sem væri bara í vinnunni.

 Taumlaus nautn í Hel

En eftir að útidagskránni lýkur er vegurinn til heljar breiður og varðaður glymjandi ásetningi. Laugardalshöllinni er þessa helgi breytt í niðadimmt tekknógímald fyrir utan neonlitaðan pýramída fyrir ofan plötusnúðinn sem dúndraði bassatrommu á hverju slagi í sameiginlegan hjartslátt dansgólfsins. Þarna var enginn dæmdur, allir voru jafnir fyrir myrkrinu og taktinum, og nautnin var taumlaus. Hljóðlist sem arkar aftur í frumstæðan takt ættbálkaathafna Afríku og leiddi mig í leiðsluástand sem endaði ekki fyrr en ljósin voru kveikt nokkrum tímum síðar.

Á laugardeginum hóf ég leikinn á kanadíska bassa-trommu-tvíeykinu Death From Above á stóra sviðinu sem fóru hamförum í rokkuðum hávaðagjörningi. Það eru ótrúlegt hvernig einn bassaleikari getur framkallað hljóðvegg á pari við risahljómsveit en Jesse F. Keeler misnotaði bassann sinn með hjálp skrilljón pedala á hátt sem ætti að vera ólöglegur. Birnir var í roknastuði á Gimli-sviðinu og fékk til liðs við sig nýgræðingana í Clubdub og svo Hr. Hnetusmjör sem fór á kostum í síðasta laginu „Já ég veit“.

 Appelsínugul viðvörun á Earthgang

Rappdúettinn Earthgang var næstur á svið í Gimli og voru sem einskær dans á túlípönum, einn klæddur í hvítan samfesting með skíðagleraugu og annar í regnbogalitaðan hipstergalla. Þeir flæddu eins og Amazon á regntímabilinu og minntu mig á sveitir eins og Pharcyde, Gravediggaz og Outkast í tilraunakenndum töktum, tryllingslegum rímum og sviðsframkomu sem jaðraði við appelsínugula viðvörun. Ég náði svo restinni af Slayer sem skiluðu sínu á fúnksjonal og effektívan hátt en tónlistin þeirra er ekki minn kaffibolli, mér fannst lögin einhæf og stefnan sem þeir aðhyllast eiga meira skylt við þrekæfingu eða íþrótt heldur en list.

Á sunnudeginum mætti ég galvaskur á George Clinton en þó ekki nógu vel klæddur fyrir syndafallið sem var í uppsiglingu. En gamli grúvhundurinn mætti til leiks um sexleitið og var með um það bil íbúafjölda Kópaskers með sér á sviðinu. Það voru margir gítarar, bassaleikarar, saxafónar, trompetar, dansarar, bakraddasöngvarar, hljómborð og allra handa búningar sem tóku þátt í þessum farandsirkus fönkhetjunnar þar sem maður vissi aldrei hverju maður átti von á næst. Tónlistin flakkaði milli fönks, rokks, hip hopps og jafnvel nú-metals þar sem frábærir hljóðfæraleikarar tóku sóló á heimsmælikvarða. Það brast á með fimm mínútna Scat-sólói, twerk-dansi, rappi frá barnabarni Clintons og allra handa furðuverum og skrýtnum búningum. Hljómsveitarleiðtoginn sjálfur söng svo sem ekki mikið enda orðinn gamall og lúinn en hélt samt uppi stuðinu með dansi og hvatningu. Ein þjóð undir grúvinu og rigninguna.

 Syndafall og ógnandi lögregla

En á meðan tveggja tíma tónleikum Clintons stóð bætti stöðugt í rigninguna sem var á nánast gamla-testaments-skala undir lokin. Ég tók ekki mikið eftir því á meðan á herlegheitunum stóð en eftir á var ég svo blautur inn að beini ég þurfti frá að hverfa heim á leið í sturtu og hrein föt sökum yfirgengilegs kulda. Þegar ég mætti aftur var tónleikasvæðið orðið eitt risastórt leðjusvað en ég náði þó rest af tónleikum með elektrófönkaranum Egyptian Lover og breska rapparanum Stormzy sem stóðu sig vel þrátt fyrir veðrið.

Hátíðin var heilt yfir vel heppnuð í ár þrátt fyrir ákveðið stefnuleysi í vali á tónlistaratriðum og gula veðurviðvörun á sunnudagskvöldinu. Það var góður andi á hátíðinni almennt fyrir utan það að ég hef aldrei séð jafn mikið af agressívum lögreglumönnum með fíkniefnahunda á Secret Solstice áður. Ég varð vitni lögreglumönnum með hunda labbandi um Hel þar sem var leitað á fólki á miðju dansgólfinu fyrir framan alla. Fólk sem var leitað á lét sig snögglega hverfa þrátt fyrir að ekkert hafi fundist á því, hafandi verið niðurlægt og stimplað sem dópistar frammi fyrir alþjóð. Það verður ekki séð hvernig þessar aðfarir auki öryggi eins einasta manns á hátíðinni, og þær virðast hluti af fordómum lögreglunnar gegn danstónlist og ungu fólki, þar sem lögreglan er til að mynda aldrei með viðlíka viðbúnað á Iceland Airwaves hátíðinni.

Ég vona svo sannarlega að hátíðin verði haldin að ári þó það séu áhöld um það út af hörðum mótmælum sumra íbúa Laugardalsins. Þrátt fyrir að eitthvað sé um ölvun og fíkniefnaneyslu á svæðinu er stemmningin margfalt rólegri en á menntaskólaböllum og útihátíðum sem ég stótti sem unglingur. Heimur batnandi fer og æskan líka. Laugardalurinn er fullkomið svæði fyrir hátíð af þessu tagi og þegar best lætur vekur upp minningar frá Hróarskeldu, Primavera og öðrum tónlistarhátíðum á meginlandi Evrópu. Ég vonast til að skemmta mé vel í dalnum að ári ef að Guð á áhyggjufullir foreldrar í Laugarneshverfi leyfa. Vonandi sést þá líka eitthvað til sólarinnar í Sólstöðunum.

Davíð Roach Gunnarsson