Í Straumi í kvöld kíkir tónlistarmaðurinn TSS eða Jón Gabríel Lorange í heimsókn, auk þess sem farið verður yfir nýtt efni frá Saint Pepsi, Pusha T, Four Tet og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00
1) Coming Home (ft. Ms. Lauryn Hill) – Pusha T
2) Earfquake (Zikomo remix) – Tyler, The Creator
3) I Need Your Love In Me – Saint Pepsi
4) Egg McMacy – Saint Pepsi
5) Hey – TSS
6) Smokin – TSS
7) Tell Me – TSS
8) Occhi Di Serpente – WOW
9) All Night Long (Ciel’s Daylight Saving mix) – Homeshake
10) Know Better (Todd Edwards Radio mix) – August Eve
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá OTHERLiiNE, Tycho, Vince Staples, Kim Gordon, Lindstrøm og mörgum öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00
1) Chimes – OTHERLiiNE
2) Pink & Blue (ft. Saint Sinner) (RAC Mix) – Tycho
3) So What – Vince Staples
4) Ævintýri í fjórðu iðnbyltingunni – Kef LAVÍK
5) Sketch Artist – Kim Gordon
6) Really Deep Snow – Lindstrøm
7) Eve Of Destruction (KOKOKO! remix) – The Chemical Brothers
8) All That Blue – Blue Hawaii
9) Hell N Back – Bakar
10) Clarity (Alan Fitzpatrick remix) – Model Man
11) Lurö Kloster jams – Ari Bald
12) Random Rules – First Aid Kit
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Ross From Friends, Jenny Hval, Royal Trux, Channel Tres og mörgum öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00
1) You Ain’t The Problem – Michael Kiwanuka
2) Yo x Ti, Tu x Mi – Rosalía, Ozuna
3) J’en ai rien á faire – Alice et Moi
4) Raw Power – Channel Tres
5) What’s the Move (ft. Lil Uzi Vert) – Young Thug
6) Jesus Forgive Me, I Am A Thot – JPEGMAFIA
7) Epiphany (edit) – Ross From Friends
8) High Alice – Jenny Hval
9) Not – Big Thief
10) Silki – Ari Árelíus
11) Suburban Junky Lady (Ariel Pink REMIX) – Royal Trux
12) Cross You Out (ft. Sky Ferreira) – Charli XCX
13) Mind Your Own Business – Automatic
14) Room Temperature – Faye Webster
Í Straumi í kvöld koma við sögu Channel Tres, Jessy Lanza, GKR, Lone, SiR, Ariel Pink, Sig Nu Girls og margir fleiri listamenn. Straumur með Óla Dóra á dagskrá X-ins 977 klukkan 23:00.
1) Black Moses (ft. JPEGMAFIA) – Channel Tres
2) Like Mariah (Jessy Lanza Remix) – Homeshake
3) Enn að læra – GKR
4) Hair Down (ft. Kendrick Lamar) – SiR
5) How Can You Tell – Lone
6) Un-know – Sig Nu Gris
7) Summer Girl – HAIM
8) Stray Here With You – Ariel Pink
9) Truth Or Dare – Heaven
10) Perfect Place (Roza Terenzi’s Smoke Machine Mix) – Sui Zhen
Í Straumi í kvöld verður nýjasta plata Chance the rapper tekin fyrir auk þess sem spiluð verða ný lög frá YBN, Rico Nasty, Ross From Friends, MUNYA og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00.
1) Eternal – Chance The Rapper
2) Hot Shower – Chance The Rapper
3) Zanies and fools – Chance The Rapper
4) Time Flies – Rico Nasty
5) RNP (ft. Anderson .Paak) – YBN Cordae
6) Jheeze (prod. Kaytranada) – Lauren Faith
7) The Revolution – Ross From Friends
8) Spin Girl Let’s Activate! – Octo Octo
9) Feel The Same – Salute
10) Can’t Stop Your Lovin’ (ft. Panama) – Poolside
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Four Tet, Polo & Pan, Brace & Bit, Moon Duo og mörgum öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00.
1) Dreamer – Four Tet
2) Gengis – Polo & Pan
3) Abraxas – Lone
4) Sexy Black Timberlake (SG Lewis remix) – Channel Tres
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Rosalía, Bonobo, K.óla, Khruangbin, Jay Som, Tycho og mörgum öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00.
1) Fcking Money Man Milonaria – Rosalía
2) Linked – Bonobo
3) Nýir draumar – K.óla
4) Im Not Done (Still Not Done mix) – K.óla
5) Four Of Five – Khruangbin
6) Ayesha – cupccakKe
7) Tenderness – Jay Som
8) Dark & Handsome (ft. Toro Y Moi) – Blood Orange
Í Straumi í kvöld verður ný og sumarleg tónlist frá Toro Y Moi, Kedr Livanskiy, Floating Points, Divino Niño, Kasper Marott og mörgum öðrum til umfjöllunar. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00
Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Peggy Gou, Jai Paul, Juan Wauters, Róisín Murphy, Channel Tres, Korter í flogog mörgum öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00.
Nítjánda Primavera hátíðin er að baki við mikinn fögnuð partýþyrstra ungmenna og tónlistarunnenda. Fjórir heilir dagar af rokki, labbi, rappi, dansi, raftónlist, hoppi, klappi og á köflum volki í misblíðu veðri.
Ég mætti á svæðið í mildri fimmtudagsrigningu og labbaði rakleiðis á Parc del fòrum þar sem indie kóngurinn Stephen Malkmus lék ásamt hljómsveit sinni The Jicks.
Næst voru það Big Thief sem áttu minn hug allan með einstökum tónleikum sem hittu í mark. Rapparinn Danny Brown var í miðju sveiflu á sviðinu. Hann náði mér gjörsamlega á sitt band. Ég og flestir unglingarnir á svæðinu elskuðu þetta og virtust hreinlega borða úr lófanum á honum þar sem hann hoppaði og skoppaði upp á sviðinu.
Engin afstaða
Það er svo merki um ákveðna skitzófreníu í dagskránni að strax á eftir unglingatranssúperstjörnunni komu hin mjög svo pabba rokkarinn Mac Demarco. Þeir stóðu sig þó ágætlega og það kom mér á óvart hvað ég þekkti mörg lög með þeim, ekki bara Freaking Out the neighborhood, en það olli mér vonbrigðum að gott gítarsóló vantaði í því lagi.
Ég hafði heyrt góða hluti um taktgyðjuna Marie Davidson þannig ákvað að athuga með það. Hún gjörsamlega átti þetta kvöld. Það var svo gott að ég ílengdist svo lengi að mér var farið að hitta í hamsi eftir pakkað settið. Næst var það Nas sem stóð sig með prýði og tók lög af nýrri plötu í bland við gamalt efni.
Um kvöldið sá ég svo Indie legendin í Guided By voices. Þeir stóð sig vel og áhorfendur átu þetta upp til agna. Hann tók meðal annars einhvers konar bland af þeim ótal plötum sem hafa komið út frá þeim og endaði með fulla vasa eins og venjulega.
Erykah Badu var næst. Mér fannst þó fullmikið af þeim leiðigjarna sið tónlistarmanna að í gríð og erg sleppa sönglínum sínum og í staðinn beina hljóðnemanum að áhorfendum í eins konar samsöng. Þetta er að mínu mati stílbragð sem ætti að nota afar sparlega, ég er komin ntil að horfa á tiltekinn listamann syngja, ekki viðvaninga úr áhorfendaskaranum, og þetta er ekki gítarpartý í Vestmannaeyjum. Hún kláraði þó sitt sett á góðum nótum. En næst var að hlaupa á ströndina og sjá Yaeji sem stóð sig eins og hetja seint um kvöld. Það var svo hin frábæra FKA TWIGS sem kláraði kvöldið með frábæru setti af nýrri plötu með ótrúlegum dansi.
Yaeji á ströndinni
Frábær draumakona
Ég var mjög spenntur fyrir Kurt Vile sem var með góða opnum fyrir okkur á föstudeginum. Hann sem hefur vart komið fram í ár eða svo en kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum með nýja þröngskífu fyrir skemmstu. Janelle Monáe var næst í mjög góðu formi þessa helgina og það sást að hún hafði rappað lengi. Ótrúlegt sjónarspil sem lengi verður í minni haft.
Því næst var það bandaríska stórstjarnan Miley Cirus sem kom fram. Með allt sitt á hreinu og popptónleikar í hæðsta gæðaflokki nútímalegt R&B, sálartónlist og hiphop á sviðinu og komst mjög vel frá því.
Þvínæst tóku sýrrokkararnir í Tame Impala við keflinu og hélt góðum dampi í þéttu setti með óhefluðu flæði og töktum sem duttu oft yfir í sýrt rokkið sem var vel viðeigandi á hátíð sem þessari. Let it happen ég er ekki frá því!
Danska diskodrottningin Robyn stóð sig frábærlega sviðinu og fór á kostum í raddslaufum í hæsta gæðaflokki. Ég náði svo restinni af ótrúlegu setti plötusnúðsins Peggy Gou hún er nútíma goðsögn og sannaði það með mögnuðu setti og mikil innlifun og mér leið eins og ég væri að hlusta á einhvern sem væri að fara að sigra heiminn.
Peggy Gou leikur sitt frægasta lag Starry Night
Taumlaus nautn á stöndinni
Laugardagur og beint á ströndina á hinn magnaða Channel Tres. En eftir að útidagskránni lýkur er vegurinn til heljar breiður og varðaður glymjandi ásetningi. Ströndin er þessa helgi breytt í niðadimmt disco fyrir utan neonlitaðan pýramída fyrir ofan plötusnúðinn sem dúndraði bassatrommu á hverju slagi í sameiginlegan hjartslátt dansgólfsins. Þarna var enginn dæmdur, allir voru jafnir fyrir Tres og taktinum, og nautnin var taumlaus. Hljóðlist sem arkar aftur í frumstæðan takt ættbálkaathafna Afríku og leiddi mig í leiðsluástand sem endaði ekki fyrr en hann hætti leikum.
Á laugardeginum fór ég og sá svo sjálfa Pusha T sem fór hamförum í röppuðm hávaðagjörningi. Það eru ótrúlegt hvernig einn rappari getur framkallað hljóðvegg á pari við risahljómsveit en hann átti sviðið. Dj-inn hans bassann sinn með hjálp skrilljón pedala á hátt sem ætti að vera ólöglegur. Pusah var í roknastuði á sviðinu og fékk til liðs við sig gesti á bandi. Lizzo átti gott show á ströndinni og RÓSALÍA var mögnuð á heimavelli. Sá svo Jarvis Cocker með stórgóða tónleika. Prima
Rokksveitin Primal Scream var næst á sviði og voru sem einskær dans á túlípönum, einn klæddur í hvítan samfesting með skíðagleraugu og annar í regnbogalitaðan hipstergalla. Þeir flæddu eins og Amazon á regntímabilinu og minntu mig á sveitir í tilraunakenndum töktum, tryllingslegum flæði og sviðsframkomu sem jaðraði við appelsínugula viðvörun. Ég náði svo restinni af klámkjaftinum Cupcakke sem skilaði sínu á fúnksjonal og effektívan hátt en tónlistin þeirra er ekki minn kaffibolli, mér fannst lögin einhæf og stefnan sem þeir aðhyllast eiga meira skylt við þrekæfingu eða íþrótt heldur en list. Stereolab áttu svo einstaka tónleika á stóra sviðinu sem einkenndust af nóstalgíu. Það var svo dívan Roisin Murphy sem kláraði laugardaginn með sínu nefi.
Syndafall og frábærlega heppnuð Primavera
Hátíðin var heilt yfir vel heppnuð í ár. Það var góður andi á hátíðinni almennt. Ég vona svo sannarlega að ég verði vitni að næstu hátíð. Þrátt fyrir að eitthvað sé um ölvun og fíkniefnaneyslu á svæðinu er stemmningin margfalt rólegri en á menntaskólaböllum og útihátíðum sem ég stótti sem unglingur. Heimur batnandi fer og æskan líka. Parc del fòrum er fullkomið svæði fyrir hátíð af þessu tagi og þegar best lætur vekur upp minningar frá Hróarskeldu, Airwaves og öðrum tónlistarhátíðum á meginlandi Evrópu. Ég vonast til að skemmta mé vel í dalnum að ári. Vonandi sést þá líka eitthvað til sólarinnar í Sólstöðunum.