Söngkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir sem er best þekkt undir listamannsnafninu Lay Low sendi í dag frá sér tveggja laga vinyl plötu í takmörkuðu og númeruðu upplagi. Lögin á plötunni heita The Backbone og Rearrangement. Fyrra lagið er nýtt en seinna kom út á plötunni Brostinn strengur í fyrra undir nafninu Gleym mér ei. Lay Low sendi einnig frá sér myndband við lagið The Backbone sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.
Bedroom Community bæta við sig listamanni
Hin íslenska útgáfa Bedroom Community hefur nú samið við bandaríkjamanninn Paul Corley um útgáfu á hans fyrstu plötu. Corley hefur unnið náið með meðlimum útgáfunnar í fjölmörg ár, en hann kom til að mynda að plötum á borð við SÓLARIS eftir þá Ben Frost og Daníel Bjarnason, By The Throat eftir Ben Frost, Draumalandið eftir Valgeir Sigurðsson auk Ravedeath 1972 eftir Tim Hecker o.fl.
Plata Paul Corley – Disquiet- kemur út þann 5. nóvember á heimsvísu, en sérstök forsala verður á bandcamp síðu hans sem og í völdum búðum hér á landi fyrir Iceland Airwaves, en þar kemur Corley einmitt fram í fyrsta sinn. Hlustið á tóndæmi hér fyrir neðan.
Nýtt frá Oyama
Hljómsveitin Oyama sendi í dag frá sér lagið Dinosaur en lagið var frumflutt í þættinum Straum á X-inu 977 í gærkvöldi. Sveitin mun koma fram á Iceland Airwaves fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 20:00 á Amsterdam.
Lagalisti vikunnar – Straumur 223
1. hluti: [audio src=”http://straum.is/wp-content/uploads/2012/10/223-1.mp3″]
2. hluti: [audio src=”http://straum.is/wp-content/uploads/2012/10/223-2.mp3″]
3. hluti: [audio src=”http://straum.is/wp-content/uploads/2012/10/223-3.mp3″]
1) Heal – Child Of Lov
2) Forever (Lindstrøm & Prins Thomas remix) – Haim
3) it Gets Dark – Holy Ghost!
4) AWWWKWAARRRDDD (ft. Kate Nash) – FIDLAR
5) Would You Be My Love – Ty Segall
6) Another Dream – Mmoss
7) Human – Nolo
8) Good Dor You – Icona Pop
9) Chained (Recycle Culture remix) – The xx
10) I Go Insane – LCMDF
11) Losing You – (Cyril Hahn remix) – Solange
12) The Final Round – Borko
13) Dinosaur – OYAMA
14) Sleep-in – Times New Viking
15) All – Blackbird Blackbird
Nýtt lag frá Nolo
Reykvíska hljómsveitin Nolo senda á næstunni frá sér lagið Human. Hljómur lagsins er mjög “lo-fi” og verður það á væntanlegri smáskífu sem sveitin hyggst gefa út í náinni framtíð. Hlustið á þetta frábæra lag hér fyrir neðan.
Sjónvarpsviðtal Oyama
Reykvíska shoegaze hljómsveitin Oyama hefur verið starfrækt síðan snemma á þessu ári. Við kíktum á þau Úlf Alexander Einarsson og Júlíu Hermannsdóttur meðlimi hljómsveitarinnar sem svöruðu nokkrum spurningum og tóku eitt lag fyrir okkur.
Child of Lov er með lækninguna
Huldumaðurinn Child of Lov gaf nýverið út stuðsmellinn Heal sem er forsmekkurinn af væntanlegri plötu sem kemur út í lok nóvember. Rödd þessa óþekkta ástarbarns er nokkuð rám og veðruð en hann er þó óhræddur við að dýfa sér í falsettuna. Ólygnir segja að suddalega bassalínan sé á ábyrgð sjálfs Damons Albarns en hún ásamt fönkuðum gítarriffum setja mikinn svip á lagið. Allt er þetta ákaflega skítugt en um leið grípandi klístrað þannig það límist vel við heilann. Í myndbandinu má svo sjá barnunga hipstera rústa hjóli, leika sér að sveppum og dansa á hjólaskautaballi. Á plötunni mun hann njóta aðstoðar áðurnefnds Albarns auk Thundercat og rapparans MF DOOM.
Airwaves þáttur 2 – 10/10/2012
Annar Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Sindri Már Sigfússon og hljómsveitin Tilbury kíktu í þáttinn, auk þess sem spiluð voru viðtöl við Árna Hjörvar úr The Vaccines og Michael Gira úr Swans.
1. hluti: Viðtal við Sindra úr Sin Fang
2. hluti: Viðtal við Árna Hjörvar úr The Vaccines
3. hluti: Viðtal við Tilbury og miði gefin
4. hluti: Viðtal við Swans
Purity Ring með framhald af Belispeak
Montreal hljómsveitin Purity Ring sem kemur fram á Iceland Airwaves í næsta mánuði var að senda frá sér nýja útgáfu af laginu Belispeak þar sem Detroit rapparinn Danny Brown kemur við sögu.
Good Moon Deer með nýtt lag
Íslenska raftónlistarsveitin Good Moon Deer senda frá sér sitt annað lag – Black í dag. Hljómsveitin hefur verið starfandi í ár og samanstendur af þeim Guðmundi Inga Úlfarssyni og Ívari Pétri Kjartanssyni úr hljómsveitinni Miri. Good Moon Deer mun spila í fyrsta sinn á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Hægt er að hlusta og niðurhlaða laginu Black hér fyrir neðan.