Trentemøller og Diplo á Sónar

Rétt í þessu var tilkynnt að danska raftónlistarmanninum Trentemøller og hinum bandaríska Diplo hafi verið bætt við dagskrá Sónar hátíðarinnar sem fram fer í febrúar. Trentemøller er sannkallaður íslandsvinur en hann kom fram á hátíðinni í fyrra sem plötusnúður og lék fyrir pakkfullum Norðurljósasal. Í þetta skipti kemur hann hins vegar fram með live hljómsveit en hann sendi frá sér fyrr á árinu hina frábæru breiðskífu Lost. Diplo er forsprakki Major Lazer hópsins sem er eitt aðalnúmer hátíðarinnar í ár en hann mun einnig koma fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpunnar.

Þá hefur í íslensku deildinni verið bætt við FM Belfast, Tonik, Cell 7 og Gluteus Maximus auk þess sem Högni Egilsson úr Hjaltalín og Gus Gus mun heimsfrumflytja sóló verkefni sitt, HE. Aðrir flytjendur á hátíðinni eru meðal annars Bonobo, James Holden, Paul Kalkenbrenner og Jon Hopkins sem gaf út eina bestu plötu ársins, Immunity, og stóð sig feikna vel á nýyfirstaðinni Airwaves hátíð. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi en hægt er að kaupa miða hér og skoða dagskrána hér. Enn á eftir að tilkynna um fleiri listamenn sem koma munu fram. Hlustið á tóndæmi hér fyrir neðan.


Straumur 18. nóvember 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Stephen Malkmus & The Jicks, Grísalappalísu, Cult Of the Secret Samurai, Ski Ferreira og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 18. nóvember 2013 by Straumur on Mixcloud

 

1) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks
2) Björg – Grísalappalísa
3) Together – Sam Smith X Nile Rodgers X Disclosure
4) 24 Hours – Sky Ferreira
5) Boys – Sky Ferreira
6) Omanko – Sky Ferreira
7) It Is What It Is – Blood Orange
8) Chosen – Blood Orange
9) Lost (Frank Ocean cover) – Trails And Ways
10) Harlem Reykjavík – Hermigervill
11) Release Me (ft. Dj Yamaho) – Intro Beats
12) In My Heart – Cult Of the Secret Samurai
13) Forgiven – Forgotten – Angel Olsen
14) Still Waiting For My Man – Smile
15) Young – Swearin’
16) Loretta’s Flower – Swearin’
17) Mack The Knife – Mark Lanegan

 

Ástarsöngur sem varð að mat

Flestir kannast við lagið Ue o muite arukou eða Sukiyaki frá árinu 1961. Lagið hefur ósjaldan heyrst í kvikmyndum og sjónvarspsþáttum.


Margir í dag vita hins vegar ekki hver röddin á bak við þetta einstaka lag er.


Söngvarinn Kyu Sakamoto fæddist þann 10. desember   1941 í borginni Kawasaki í Japan. Hann var yngstur níu systkina og fékk nafnið Kyu sem þýðir níu. Hann hóf tónlistarferil sinn sem söngvari japönsku hljómsveitarinnar The Drifters árið 1958 og náði fljótlega miklum vinsældum í heimalandi sínu. Lagið Ue o Muite Arukou varð strax mjög vinsælt þegar það kom út í Japan árið 1961 sem varð til þess að Captol records vildu ólmir gefa það út í Bandaríkjunum. Titill lagsins þótti ekki nógu þjáll og lagið var endurskýrt þegar það kom út þar í landi árið 1963 eftir vinsælasta japanska réttinum  á þeim tíma Sukiyaki. Japanski titill lagsins þýðir: “Ég horfi upp meðan ég geng” og vísar til þess í textanum að horfa til himins til að tárin falli ekki til jarðar. Ástæðan er ástarsorg en kemur mat ekkert við. Vinsældir lagsins urðu strax miklar í Bandaríkjum og lagið náði að komast í fyrsta sæti vinsældalistans þar í landi.  Ue o Muite Arukou er eina  lagið sem  náð hefur vinsældum á vesturlöndum sem sungið er á japönsku. Lagið er eitt mest selda lag allra tíma. Ábreiður af laginu hafa verið gerðar á hinum ýmsu tungumálum:


Hér er það sungið á sjö mismunandi tungumálum.

 

Þegar Kyu kom til Bandríkjanna árið 1963kom hann fram í Steve Allen show og var kynntur þar sem hinn japanski Elvis.


Kyu Sakomoto lést í einu mannskæðasta flugslysi sögunnar þann 12. Ágúst 1985. 521 manns létust þegar að flugvél brotlenti nálægt Tokyo Í Japan. Vélin var í lausu lofti í 20 mínútur áður en hún hrapaði og náði Kyu að skrifa niður sína hinstu kveðju til konu sinnar rétt áður en hann lést.

      1. Ue O Muite Arukou (Stereo)

Óli Dóri 

Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 14. nóvember

Grísalappalísa heldur útgáfuteiti í tilefni af útgáfu 7″ plötunnar Syngur Megas í plötubúðinni Lucky Records frá 20:00 til 22:00. Hljómsveitin býður upp á léttar veigar, áritanir eftir óskum og þeytir skífum.

Benni Hemm Hemm, sem kemur fram í stærri mynd en nokkru sinni fyrr, fagnar útgáfu plötunnar Eliminate Evil, Revive Good Times á tónleikum á Kex Hostel klukkan 21:00. Hljómsveitin Nini Wilson hitar upp.

Hljómsveitin Dikta heldur rólega tónleika í Austurbæ sem hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2500 kr inn. 

Þórunn Antonía og Bjarni M. Sigurðarson ætla að spila nýtt efni af komandi plötu á Loftinu sem að þau hafa verið að vinna saman að í  nokkurn tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

CELL7 heldur útgáfutónleika á innri sal Harlem í samvinnu við Thule. Tilefnið er útgáfa plötunnar CELLF, sem er hennar fyrsta sólóverk. Aðgangseyrir er 1000 og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00. 

 

Föstudagur 15. nóvember 

Alchemia og Why Not Jack leiða saman hesta sína á Gamla Gauknum. Tónleikarnir byrjar kl 22 og það er frítt inn.

Laugardagur 16. nóvember

klukkan 17.00 mun Epic Rain frumsýna nýtt myndband við lagið Nowhere Street í Bíó Paradís. Hljómsvetin hefur verið að leggja drög að sinni annari plötu og er hún væntanleg í byrjun næsta árs. Þetta er því fyrsta lagið sem almenningur fær að heyra af nýju plötunni. King Lucky mun spila ljúfa tóna áður en myndbandið verður sýnt og boðið verður upp á léttar veitingar.

Grísalappalísa syngur Megas

Reykvíska hljómsveitin Grísalappalísa gefur út 7 tommu vinylplötu á morgun, fimmtudaginn 14. nóvember.  Platan ber nafnið Grísalappalísa syngur Megas en hljómsveitin heiðrar verndara sinn og upprunalega andagift og leggur fram sínar eigin útgáfur af tveim tónsmíðum meistara Megas. Hið fyrra heitir Björg og kom upphaflega út á hljómplötunni Loftmynd árið 1987, en seinna lagið, Ungfrú Reykjavík, kom út á hljómplötunni Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella árið 1990.

Í tilefni útgáfunnar, sem hljómsveitin stendur á bak við, mun eiga sér stað útgáfuhóf annað kvöld í plötubúðinni Lucky Records á Rauðarárstíg á milli 20:00 og 22:00. Hljómsveitin býður upp á léttar veigar, áritanir eftir óskum og þeytir skífum.

Platan var tekinn upp á einum degi í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar, Járnbraut. Upptökustjóri var Albert Finnbogason, en Finnur Hákonarson sá um hljómjöfnun. Ljósmynd á kápu á Magnús Andersen en umslagsskrift á Tumi Árnason. Einnig má geta að þetta er fyrsta hljóðritun Grísalappalísu sem 7-manna sveitar, en Rúnar Örn Marínóson hóf leik með sveitinni stuttu eftir útgáfu breiðskífunnar ALI. Hér fyrir neðan má heyra lögin.

 

 

Two Step Horror á Harlem í kvöld

Hljómsveitin Two Step Horror kemur fram ásamt Rafsteini og Captain Fufanu á Harlem í kvöld en ritstjórar straum.is munu sjá um að þeyta skífum á milli atriða. Two Step Horror hafa getið sér gott orð á undanförnum árum fyrir hægfljótandi og draumkennt trommuheilarokk sem sækir áhrif jafnt í shoegaze, rokkabillí og kvikmyndir David Lynch. Tónleikarnir eru haldnir til fjáröflunar fyrir væntanlega ferð sveitarinnar til Berlínar þar sem hún kemur fram í tónleikaröðinni Fifth Floor Event í desember ásamt The Blue Angel Lounge og The Third Sound.

Þá er væntanleg breiðskífan Nyctophilia frá sveitinni sem kemur út á vínil öðru hvoru megin við áramótin. Áður hafa Two Step Horror gefið út plöturnar Living Room Music árið 2011 og Bad Sides and Rejects í fyrra en báðar hlutu afbragðs dóma gagnrýnanda.

Einyrkinn Rafsteinn sem einnig kemur fram leikur framsækinn rafbræðing undir áhrifum frá sveimtónlist og sækadelíu. Þá kemur fram fyrrum tekknódúettinn Captain Fufanu sem nýlega hafa umbreyst í live hljómsveit með gítar, trommum og tilheyrandi, en þeir stóðu sig frábærlega á nýyfirstaðinni Airwaves hátíð.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur. Hlustið á tóndæmi með sveitunum hér fyrir neðan.



Miami Horror með nýja afurð

Áströlsku diskó drengirnir úr Miami Horror hafa sent frá sér lagið „Coulors In The Sky“. Þetta er annar smellurinn sem bandið sendir frá sér á stuttum tíma en lagið „Real Slow“ kom út fyrir um tveimur mánuðum síðan. „Coulors In The Sky“ byggist á töluvert hægara tempói en venjan er þegar Miami Horror á í  hlut. Samt sem áður gleðilegt lag með björtum og sumarlegum syntha tónum. Það vantar þó eitthvað uppá og lagið verður heldur flatt þegar líður á og spurning hvort það þurfi ekki aðeins að spýta í lófana ef næsta plata á að vera eitthvað í líkingu við frumburðinn „Illumination“.

Nýtt frá Stephen Malkmus

Pavement söngvarinn Stephen Malkmus tilkynnti fyrr í dag um útgáfu á nýrri plötu með hljómsveit sinni Stephen Malkmus & the Jicks. Platan heitir Wig Out at Jagbags og fylgir á eftir hinni frábæru plötu Mirror Traffic sem var í 7. sæti á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011. Hljómsveitin sendi jafnframt frá sér myndband við fyrsta lagið til að heyrast af plötunni sem nefnist Lariat.

Straumur 11. nóvember 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Destroyer, M-band, Just Another Snake Cult, Wooden Shjips, M.I.A, Cut Copy mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 11. nóvember 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Here Comes the Night Time – Arcade Fire

2) I’m Aquarius – Metronomy

3) I Know She Does – Just Another Snake Cult

4) Never Ending Ever – M-band

5) When Girls Collide (Jónsi Ibiza Anthem remix) – mum

6) Free Your Mind – Cut Copy

7) Meet Me In A House Of Love – Cut Copy

8) Karmageddon – M.I.A.

9) Y.A.L.A. – M.I.A.

10) Ghouls – Wooden Shjips

11) These Shadows – Shjips

12) Bye Bye – Destroyer

13) Alive – Autre Ne Veut x Fennesz

14) Let It Spill – Los Campesinos!

15) I’ll Keep Coming – Low Roar

16) Hið Síðsta Lag – Gímaldin

17) Jamaica Plain – Kurt Vile & Sore Eros


Busta Rhymes og Q-Tip í feiknaformi

Á næsta ári er væntanleg ný plata frá vélbyssukjaftinum og flippsveitarmeðlimnum Busta Rhymes, Extinction Level Event 2, sem er framhald af hinni geysivinsælu skífu með óþjála titilinn E.L.E. (Extinction Level Event): The Final World Front. Sú frábæra plata kom út 1998 og innhélt slagara á borð við Gimme Some More og What’s It Gonna Be?! Ýmsir rapparar hafa í gegnum tíðina gert eins konar framhöld af sínum frægustu plötum -oft mörgum árum seinna- svo sem Raekwon með Cuban Linx pt. 2, Dr. Dre með Chronic 2001, Jay-Z með Blueprint 2 og 3, og nú síðast Eminem með Marshall Mathers 2 sem kom út í þessari viku.

 

Fyrsta smáskífan af Extinction Level Event 2, Twerk It, kom út í júní og er eins og nafnið gefur til kynna óður til rassadansins alræmda sem Mily Cyrus hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir. Lagið er með hægum og fútúrískum takti og gestaversi frá Nicki Minaj, en í því ber lítið á ljóshröðu flæðinu sem rapparinn er hvað þekktastur fyrir. Það kveður hins vegar við allt annan tón í laginu Thank You sem kom út á dögunum. Undirspilið er byggt á óldskúl diskófönki og Busta nýtur aðstoðar síns gamla félaga Q-Tip, auk þess sem Lil Wayne og Kanye West líta inn og kasta kveðju. Busta Rhymes og Q-Tip eru í fantaformi og rappa á ógnarhraða af miklu áreynsluleysi í lagi sem minnir um margt á hin svokölluðu gullaldarár rappsins um miðjan 10. áratug síðustu aldar.

 

Busta Rhymes og Q-Tip eiga sér langa sögu en það var einmitt í lagi með sveit hins síðarnefnda, A Tribe Called Quest, sem að Busta Rhymes vakti fyrst athygli. Það var með ódauðlegu gestaversi sem hreinlega slátraði partýslagaranum Scenario, af plötunni Low End Theory frá 1991. Þá má geta þess að einnig er von á nýrri plötu, The Last Zulu, frá Q-Tip á næsta ári. Hlustið á Thank You, Twerk It og Scenario hér fyrir neðan og horfið á dramatískt kynningarmyndband fyrir Extinction Level Event 2.

Davíð Roach Gunnarsson



E.LE. 2 Trailer from Dazed One on Vimeo.