Straumur 8. ágúst 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Rival Consoles, Sindra7000, Thee Oh Sees, Angel Olsen, Jerry Folk og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Tónlist fyrir Ála – Sindri7000
2) You Can’t Deny – Jacques Greene
3) Peace (Lone remix) – Kenton Slash Demon
4) Stanley – Jerry Folk
5) Lone – Rival Consoles
6) AMR – B.G. Baaregaard
7) Give It Up – Angel Olsen
8) Not Gonna Kill You – Angel Olsen
9) Heart Shaped Face – Angel Olsen
10) New Song – Warpaint
11) Unwrap the Fiend Pt 2 – Thee Oh Sees
12) Free Lunch – Isaiah Rashad

Omar Souleyman, Thee Oh Sees og Angel Olsen á Húrra

Omar Souleyman, Thee Oh Sees og Angel Olsen munu öll koma fram á skemmtistaðnum Húrra helgina 1. – 2. júlí. Allir þessir tónlitarmenn voru bókaðir til að koma fram á tónlistarhátíðinni ATP sem fara átti fram þessa sömu helgi en var aflýst í síðustu viku eftir að fyrirtækið sem stóð að hátíðinni fór á hausinn. Miðasala á tónleika Omar Souleyman 1. júlí er hafin á tix.isEftir tónleikana munu Fm Belfast sjá um að dj-a. Tónleikar Thee Oh Sees og Angel Olsen fara fram laugardaginn 2. júlí en þar mun Anna Seregina sjá um gamanmál auk þess sem DJ Óli Dóri klárar kvöldið. Miðasala verður auglýst síðar á seinna kvöldið.

Straumur 14. apríl 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Sylvan Esso, Total Control, Chet Faker, Thee Oh Sees og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

 

Straumur 14. apríl 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Paris – Little Dragon
2) Wait For A Minute – tUnE-yArDs
3) Wolf – Sylvan Esso
4) H.S.K.T. – Sylvan Esso
5) The Mechanism – Disclosure & Friend Within
6) 1998 – Chet Faker
7) Flesh War – Total Control
8) Habit – Ought
9) Drop – Thee Oh Sees
10) Jaime Bravo – Pixies
11) Until The Sun Explodes – The Pains Of Being Pure At Heart
12) Swamp Beast – ITAL tEK
13) This Time Tomorrow (Kinks cover) – Telekinesis
14)  The Rains Of Castamere – Sigur Rós

 

Straumur 10. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Soulwax, Thee Oh Sees, Mac Demarco, Oneothrix Point Never, Movement, Kaytranada, Tokyo Police Club og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 10. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Love letters (Soulwax remix) – Metronomy
2) Kaleidoscope Love (Kaytranada edition) – AlunaGeorge
3) Connection To – Joel Ford
4) Jealous (I Ain’t With It) – Chromeo
5) Hero – Frank Ocean X Diplo x Mick Jones and Paul Simonon
6) Like Lust – Movement
7) Brother – Mac Demarco
8) Toy Gun – Tokyo Police Club
9) Throught The Wire – Tokyo Police Club
10) Better – Slava
11) My Mistake – Nina
12) Words I Don’t Remember – How To Dress Well
13) Music for Steamed Rocks – Oneohtrix Point Never
14) The Lens – Thee Oh Sees

 

 

Straumur 24. júní 2013

Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Austra, Kanye West, Todd Terje, jj, Sophie og mörgum öðrum. Við verðum einnig með umfjöllun um tónlistarhátiðina All Tomorrows Parties sem verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi um næstu helgi á varnarliðssvæðinu í Keflavík. Við hittum þau Barry Hogan og Deborah Kee Higgins aðstandendur hátíðarinnar á dögunum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 24. júní 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Super Duper Rescue Heads! – Deerhoof
2) Strandbar (bonus version) – Todd Terje
3) Bipp – Sophie
4) Rise – Du Tonc
5) Góða Tungl (Sei A remix) – Samaris
6) What We Done? – Austra
7) New Slaves – Kanye West
8) Send It Up – Kanye West
9) Bound 2 – Kanye West
10) Flood’s New Light – Thee Oh Sees

– Viðtal við Barry Hogan og Deborah Kee Higgins frá ATP

11) I Need Seeds – Thee Oh Sees
12) The Perfect Me – Deerhoof
13) Heavenmetal – Chelsea Light Moving
14) 3am Spirtual – Smith Westerns
15) Glossed – Smith Westerns
16) XXIII – Smith Westerns
17) Fågelsången – jj

Straumur 22. apríl 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá MGMT, !!!, Titus Andronicus, Ty Segall, Thee Oh Sees, Disclosure, Polcia, Advance Base, Guided By Voices og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 klukkan 23:00.

Straumur 22. apríl 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Get Lucky (ft. Pharrell Williams) – Daft Punk
2) Alien Days – MGMT
3) You & Me (ft. Eliza Doolittle) – Disclosure
4) Tiff – POLICA
5) Even When The Water’s Cold – !!!
6) Slyd – !!!
7) It’s Not My Fault (Hands remix) – Passion Pit
8) Track 3 – Jai Paul
9) Cat Black – Ty Segall
10) Grown in a Graveyard – Thee Oh Sees
11) Sttill Life With Hot Deuce On Sliver Platter – Titus Andronicus
12) After You (Soulwax remix) – Pulp
13) Flunky Minnows – Guided By Voices
14) Mother’s Last Word To Her Son – Advance Base

All tomorrows Parties – Öðruvísi tónleikahátíð

Mynd: Fyrrum flugskýlið og núverandi kvikmyndaverið Atlantic Studios verður aðal tónleikastaðurinn.

All Tomorrows Parties tónlistarhátíðin verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi helgina 28.-29. júní næstkomandi á varnarliðssvæðinu í Keflavík. Á mánudag var tilkynnt að Nick Cave and the Bad Seeds yrðu stærsta atriði hátíðarinnar en aðrir í erlendu deildinni eru meðal annars Deerhoof, The Notwist, Thee Oh Sees og The Fall. All Tomorrows Parties er óvenjuleg tónlistarhátíð að ýmsu leiti en hún hefur alltaf lagt áherslu á sjálfstæða og óháða tónlistarmenn. Venjan er að velja virtan tónlistarmann eða hljómsveit sem aðalnúmer hennar sem gegnir einnig því hlutverki að velja aðra tónlistarmenn til að spila. Hér á landi var dagskráin þetta árið þó valin af stjórnendum hátíðarinnar auk aðstandenda hér á landi, en á næsta ári er áætlað að fá tónlistarmann sem dagskrárstjóra eins og á aðalhátíðinni í Englandi.

Vannýttar byggingar

Tómas Young sem ber hitann og þungann af framkvæmd hátíðarinnar hér á landi segir að hugmyndin hafi kviknað árið 2011. Þá hefðu hann og aðrir innfæddir tónlistarbransamenn af Suðurnesjum verið boðaðir til fundar um hvernig nýta mætti byggingarnar á varnarliðssvæðinu í eitthvað tónlistartengt. Hann hafi strax komið auga á möguleika Atlantic Studios, gamals flugskýlis, sem undanfarið hafði verið nýtt sem kvikmyndatökuver og þess vegna með fullkomnum hljómburði. Tómas sagði í samtali við Straum að hugmyndin hafi fyrst verið að halda hátíð í anda ATP í febrúar 2012, og hafði m.a. í hyggju að fá MGMT til að spila en samningar hafi ekki náðst á endanum. „Þá datt mér í hug, fyrst hátíðin átti á annað borð að vera í anda ATP, því ekki að hafa samband við hátíðina sjálfa til að spyrja út í samstarf.“ Þeir tóku vel í hugmyndina og komu hingað til lands í ágúst í fyrra til að skoða aðstæður og heilluðust af flugskýlinu, offíseraklúbbnum og bíóinu. Þá fór öll skipulagning á blússandi siglingu og stuttu fyrir áramót var búið að tryggja Nick Cave & The Bad Seeds á hátíðina og fljótlega eftir það voru tímasetningar og fleiri sveitir bókaðar.

Tónleikar í fullri lengd

Eitt af því sem aðgreinir ATP frá öðrum festivölum er að flestar hljómsveitirnar spila tónleika „Í fullri lengd“, það er um og yfir klukkutíma prógramm og Nick Cave & The Bad Seeds munu spila í heilar 90-120 mínútur, þar á meðal smelli frá öllum ferlinum. Auk þess er dagskránni raðað þannig að með einbeittum vilja og kraftmiklum gangi ættu áhugasamir að komast yfir að sjá allar hljómsveitir hátíðarinnar. Tónleikar verða á tveimur sviðum, Atlantic Studios, sem tekur um 4000 manns, og hinum svokallaða offíseraklúbbi sem er stórglæsilegur gamaldags ballstaður en örstutt labb er þar á milli. Tónleikar hefjast milli 6 og 7 bæði kvöldin og standa yfir til um 2 eftir miðnætti. Hægt er að kaupa gistirými fyrir um 200 manns á hátíðarsvæðinu en fyrir drykkfellda Reykvíkinga er þó vert að vekja athygli á því að flugrútan gengur frá Keflavík alla nóttina. Þannig að skortur á gistingu, bíl eða edrúmennsku ætti ekki stöðva neinn í tónlistarveislunni.

Tónlist, bíó og takkaskór

Hátíðin mjög aðdáendavæn og leitast við að afmál skil á milli aðdáenda og tónlistarmanna, ekkert VIP svæði er fyrir tónlistarmenn sem fylgjast með tónleikum öðrum en sínum eigin meðal almennra hátíðargesta. Fyrir utan tónleika er einnig margs konar dægradvöl í kringum hátíðina og þar ber helst að nefna kvikmyndasýningar í hinu stórglæsilega Andrews Theater. Þær hefjast fyrr um daginn og áætlað er að hljómsveitir hátíðarinnar velji myndirnar á föstudeginum en leikstjórinn Jim Jarmuch sjái um kvikmyndaval á laugardeginum. Þá verður popppunkts keppni í boði Dr Gunna og einnig stendur til að halda fótboltamót þar sem hljómsveitir keppa hvor við aðra og aðdáendur sína. Nánari upplýsingar um hátíðina og miðfyrirkomulag má finna á vefsíðu hennar.

Nick Cave and the Bad Seeds aðalnúmerið á All tomorrow’s parties

Nick Cave mun verða aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties sem verður haldin á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ þann 28. og 29. júní næstkomandi. Nick Cave spilaði síðast á Íslandi árið 2006 en hljómsveitin hans, The Bad Seeds, kom síðast fram á Íslandi árið 1986 þegar Nick Cave heimsótti Ísland í fyrsta sinn.

Tónlistardagskrá hátíðarinnar verður ekki af verri endanum en auk Nick Cave & The Bad Seeds munu eftirtaldar hljómsveitir koma fram:

CHELSEA LIGHT MOVING (með forsprakka Sonic Youth, Thurston Moore í fararbroddi)
THE FALL
THE NOTWIST
THEE OH SEES
DEERHOOF
MÚM
HAM
DEAD SKELETONS
MUGISON
SQÜRL (með leikstjórann Jim Jarmusch fremstan í flokki)
AMIINA
VALGEIR SIGURÐSSON
GHOSTIGITAL
PUZZLE MUTESON
ÆLA
KIMONO
APPARAT ORGAN QUARTET
HJALTALÍN
SNORRI HELGASON

Auk tónlistardagskrár verður í boði kvikmyndadagskrá í Andrews Theather sem Jim Jarmusch mun meðal annarra sjá um og Popppunktur í boði Dr. Gunna.

Hátíðin var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi en hefur síðan fært út í kvíarnar undanfarin ár og meðal annars átt útibú á Spáni, Ástralíu, Japan og Bandaríkjunum og ávallt lagt áherslu á óháða og framsækna tónlistarmenn. Íslenska hátíðin mun fara fram í fyrrum herstöð Bandaríkjamanna, Ásbrú, en þar verða tvö svið þar sem hljómsveitir koma fram og eitt kvikmyndahús sem mun sýna tónlistartengdar myndir meðan á hátíðinni stendur. Nánari upplýsingar og miðasölu má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Straumur 15. apríl 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við væntanlegar plötur frá  Major Lazer, Deerhunter, Charli XCX, Young Galaxy auk þess sem við kíkjum á dularfulla plötu frá Jai Paul. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

Straumur 15. apríl 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Jessica (ft. Ezra Koenig) – Major Lazer
2) Track 2 – Jai Paul
3) Track 3 – Jai Paul
4) Crush (Jennifer Page cover) – Jai Paul
5) Track 10 – Jai Paul
6) You’re No Good (ft. Santigold, Vybz Kartel, Danielle Haim & Yasmin) – Major Lazer
7) Scare Me (ft. Peaches & Timberlee) – Major Lazer
8) Reach for the Stars (ft. Wyclef Jean) – Major Lazer
9) Brazil – Gold Panda
10) Bragðarefir – Prins Póló
11) What I Like – Charli XCX
12) Black Roses – Charli XCX
13) Lock You Up – Charli XCX
14) Sleepwalking – Deerhunter
15) Dream Captain – Deerhunter
16) Toe Cutter / Thumb Buster – Thee Oh Sees
17) Sleepwaking with me – Young Galaxy
18) Sacrilege (Tommie Sunshine & Live City remix) – Yeah Yeah Yeahs
19) Nitebike – Deerhunter