Íslensk-kanadískur hrærigrautur á Faktorý

Tónleikahaldararnir Oki Doki sjá um íslensk-kanadíska risahrærigrautstónleika sem fram fara á Faktorý í kvöld. Viðburðurinn hefur fengið nafnið Sonic Waves og fram koma Prins Póló og Benni Hemm Hemm ásamt kanadísku tónlistarmönnunum Woodpigeon, Clinton St. John, Samantha Savage Smith og Laura Leif.

Tónlistarmennirnir vinna um þessar mundir saman að umfangsmiklu verkefni, þar sem þeir leika á tónleikum á Íslandi og í Kanada. Tónleikarnir verða með óhefðbundnu sniði þar sem allir munu bæði koma fram með eigið efni sem og saman í einum hrærigraut. Miðaverð á tónleikana er 1000 kr og hefjast þeir á slaginu 22:00. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Oki Doki tóku á æfingu hjá tónlistarmönnunum á dögunum.

Bestu íslensku lög ársins 2012

30) Weekends – Kiriyama Family

      1. 04 Weekends

 

 

29) Grasping For Air – Útidúr

      2. Grasping for Air

 

 

28) Rónablús – Skúli Mennski ásamt Þungri Byrði

      3. 03 Rónablús

 

 

27) Sometimes – Oyama

      4. Sometimes

 

 

26) Thrown (FaltyDL Remix) – Kiasmos

      5. 02 Thrown (FaltyDL Remix)

 

 

25) Born to be Free – Borko

      6. 01 Born to be Free (single version)

 

 

24) Treat Her Kindly – Ólöf Arnalds

      7. 04 TREAT HER KINDLY 24BIT

 

 

23) Gasvinur – Per: Segulsvið

      8. gasvinurmaster

 

22) New Kids / Night Kids – Japanese Super Shift and the Future Band

      9. 04 New Kids_Night Kids

 

 

 

21) Gin og Greip – Boogie Trouble

      10. Gin og greip

 

 

 

20) Sérðu mig í lit? – Jón Þór

 

 

19) God’s Lonely Man – Pétur Ben

 

 

18) Crazy Sun – The Dandelion Seeds


 

17) No Need To Hesitate – Jóhann Kristinsson

      11. No Need to Hesitate

 

 

16) Letter To (…) – Hjaltalín

      12. 06 Letter To (...)

 

 

15) LoveHappiness (feat. RetRoBot) – M-band

      13. LoveHappiness (feat. RetRoBot)

 

 

14) Stofnar falla (Subminimal remix) – Samaris

      14. 06 Stofnar falla (Subminimal remix)

 

 

13) Sumargestur – Ásgeir Trausti

      15. 03 Sumargestur

 

 

12) Everything Got Stolen – Captain Fufanu


 

 

11) Don’t Push Me – Ghostigital With Sensational + Nick Zinner

      16. 02 Don_t Push Me

 

 

10) I’m All On My Own – Dream Central Station

Verkefni Hallbergs Daða Hallbergssonar var ein óvæntasta ánægjan í íslensku tónlistarlífi á árinu sem leið. Hann vinnur hér með hefð sem er nokkuð fastmótuð en nær að hrista af sér skuggann sem Singapore Sling varpar iðulega á þessa senu og skapa sér sérstöðu. All On My Own er angurvær en þó töffaraleg rokkballaða þar sem samsöngur Hallbergs og Elsu Maríu Blöndal kallast á við framúrskarandi gítarleik.

      17. 01 I'm All On My Own

 

 

 

9) Tipp Topp – Prinspóló

Reykvíska stuðhljómsveitin Prins Póló gaf út þetta hressa lag á árinu sem nefnist Tipp Topp og  fjallar um að vera hress og óhress, ástir og afbrýði, og mikilvægi þess að tala saman.  Tipp Topp er fyrsta lagið sem Prins Póló flytur eingöngu á Casio skemmtara. Línan um að detta í slölla inni á Hlölla er eitt það subbulegasta en jafnframt fallegasta sem heyrst hefur á árinu.

 

 

 

8) Way Over Yonder in the Minor Key – Just Another Snake Cult

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Fyrr þessu ári gerðist hann svo li-fo að hann gaf út ep plötu í formi kasettu, Birds carried your song through the night, sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp. Á plötunni er ábreiða af laginu Way Over Yonder In The Minor Key eftir Billy Bragg og Wilco við texta eftir goðsögnina Woody Guthrie.

      18. Way Over Yonder in the Minor Key

 

 

7) Baldursbrá – Ojba Rasta

Að sögn hætti Arnljótur að syngja á unga aldri og byrjaði ekki aftur fyrr en með Ojba Rasta. Það var viturleg ákvörðun hjá honum (að  byrja aftur þ.e.) því Baldursbrá er framúrskarandi lag og ástæðan fyrir því er að stórum hluta söngur Arnljóts. Hann er angurvær og rómantískur en fer samt aldrei yfir í væmni. Lagið er bæði einstaklega íslenskt en hreinræktað döbb á sama tíma og fyrir það afrek fá Ojba Rasta sjöunda sæti listans.

 

 

6) Young Boys – Sin Fang

Sin Fang með Sindra Má Sigfússyni fremstan í flokki sendi frá sér fyrsta lagið af plötunni Flowers sem kemur út 1. febrúar á næsta ári um miðjan desember. Lagið heitir Young Boys og er eitt það besta sem sveitin hefur sent frá sér. Platan sem er þriðja plata Sin Fang var tekin upp af Alex Somers  sem áður hefur unnið með Sigur Rós og Jónsa og sá síðast um upptökustjórn á plötunni  Twosomeness með Pascal Pinion.

      19. 01 Young Boys

 

 

 

5) Ekki Vanmeta – Pascal Pinon

Pascal Pinion sýndu miklar framfarir á sinni annarri plötu og hafa nú bætt lágstemmdri elektróník við hljóðheim sem áður samanstóð helst af kassagíturum og sílafónum. Það er rökrétt framhald hjá stelpunum og Ekki vanmeta mig er líklega besta lag sveitarinnar hingað til.

      20. 01 Ekki Vanmeta

 

 

4) Tenderloin – Tilbury

Hljómsveitin Tilbury spratt fram fullsköpuð eins og skrattinn úr sauðaleggnum með sínu fyrsta lagi, Tenderloin, og skyldi engan undra vinsældir hennar. Óheyrilega vandað og grípandi indípopp með þjóðlagabragði. Dúnmjúkur hljóðheimur og fáheyrilega smekkleg notkun hljóðgerfla eru svo komman yfir í-ið.

 

 

3) Romeo – Nolo

Nolo eru ein duglegasta hljómsveit landsins og þeir gefa reglulega út smá- og stuttskífur á gogoyoko vefnum sem margar fá ekki þá athygli sem þær eiga skilið. Lagið Romeo er eitt það sterkasta sem sveitin hefur lagt nafn sitt við og er löðrandi í lágstemmdri lo-fi gleði og tilraunamennsku.

 

 

2) She Moves Through Air – Pojke

Sindri Már Sigfússon sem hefur verið fremstur í flokki í hljómsveitunum Seabear og Sing Fang hefur nú komið þriðja verkefni sínu á stað sem nefnist Pojke. Sindri gaf út lagið She Move Through Air í október og ljóst er að þriðja heimsklassa verkefni Sindra er orðið að veruleika. Í samtali við Straum fyrr á þessu ári sagðist Sindri hafa ætlað að semja raftónlist þegar hann samdi lögin fyrir Pojke. Sindri er eini lagahöfundurinn til að eiga tvö lög á listanum enda einn allra duglegasti tónlistarmaður Íslands um þessar mundir.

 

 

1) Glow – Retro Stefson

Á samnefndri plötu stigu Retro Stefson út úr skápnum sem fullþroska hljómsveit og hvergi kom það betur í ljós en í fyrstu smáskífunni, Glow. Hér er búið að beisla eylítið ungæðislegan kraftinn sem einkenndi fyrstu tvær skífur sveitarinnar og kjarna hennar helstu styrkleika. Lagið er margslungið en það fyrsta sem grípur mann er dansvænn ryþminn sem er hlaðinn mörgum lögum af áslætti. Versin eru nánast jafn grípandi og viðlagið og uppbyggingin er útpæld til að ná fram hámarksáhrifum á hlustandann. Bakraddir Sigríðar Thorlaciusar negla þetta svo endanlega og fleyta laginu upp í hæstu hæðir.

 

 

Innipúkinn 2012

      1. Innipúki 2

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tíu ára afmæli sínu – og fer fram í ellefta skipti í miðborg Reykjavíkur um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn 2012 teygir sig yfir þrjá daga og fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudgskvöld dagana 3. – 5. ágúst. Hátíðin fer í ár fram í hinu sögufræga húsnæði Iðnó. Hægt er að nálgast miða á hátíðina á midi.is. Verð fyrir alla dagana er 5500 kr en 3000 fyrir hvert kvöld. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á viðtal við þá Björn Kristjánsson (Borko) og Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) skipuleggendur og stofnendur hátíðarinnar.

Dagskrá Innipúkans 2012

Föstudagur:
21:00 – Dr. Gunni
22:00 – Kiriyama Family
23:00 – Borko
23:50 – Auxpan
00:10 – Jónas Sigurðsson
01:00 – Prins póló
02:00 – Mammút

Laugardagur:
21:00 – Just another snake cult
22:00 – Ásgeir Trausti
23:00 – Lay Low
23:50 – Gísli Einarsson
00:10 – Moses Hightower
01:00 – Þú og ég
02:00 – Tilbury

Sunnudagur:
21:00 – Gang Related
22:00 – Sudden Weather Change
23:00 – Muck
23:50 – Shivering Man
00:10 – Ojba Rasta
01:00 – Úlfur Úlfur
02:00 – Oculus