3. desember: Jesús Jólasveinn – Gang Related

 

Fyrir jólin 2011 sendi reykvíska rokksveitin Gang Related frá sér jólalagið Jesús Jólasveinn. Lagið sem er sungið til Jesús, fjallar um mann sem er með flest allt á hornum sér sem snýr að jólunum, og kallar Jesús jólasvein. Ljóst er að jólin eru ekki allra. Myndbandið sem var gert af hljómsveitinni er stórskemmtilegt.

2. desember: Sleigh Ride – The Ventures

 

Bandaríska hljómsveitin Surfaris var fyrsta sveitin  til að gefa út brimbretta lag sem jafnframt var jólalag. Hljómsveitin gaf lagið Surfer’s Christmas List út árið 1963 og voru því ári á undan Beach Boys sem gáfu út jólaplötu árið 1964. Árið 1965 fylgdi svo brimbrettasveitin The Ventures frá Tacoma í Washington í kjölfarið og gáfu út jólaplötu sem innhélt frábæra ábreiðu af hinu sígilda jólalagi Sleigh Ride.

1. desember: And Anyway It’s Christmas – !!!

Gleðilegan 1. desember! Í dag hefst jóladagatal Straums – fram að jólum mun straum.is birta eitt jólalag á dag. Fyrir jólin í fyrra gaf hin magnað danssveit !!! eða Chk Chk Chk út jólalagið And Anyway It’s Christmas. Þess má geta að hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves árið 2007 við góðar undirtektir viðstaddra.