22. desember: Sleigh Ride – She & Him

Þau M. Ward og Zooey Deschanel sem skipa dúettinn She & Him gáfu út jólaplötuna A Very She & Him Christmas fyrir jólin 2011. Platan er einstaklega vel heppnuð og mörg klassísk jólalög er þar að finna í skemmtilegum búningi She & Him, eitt þeirra er lagið Sleigh Ride.

18. desember: All I Want For Christmas – Yeah Yeah Yeahs

 

New York hljómsveitin Yeah Yeah Yeahs sendi óvænt frá sér jólalag fyrir jólin 2008. Lagið nefnist All I Want For Christmas og varð strax klassískt og minnir mikið á fyrsta efnið sem sveitin sendi frá sér í upphafi síðasta áratugar.  Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

 

14. desember: Wonderful Christmastime – The Shins

Bandaríska hljómsveitin The Shins sendi frá sér ábreiðu af jólalagi Paul McCartney frá árinu 1979 Wonderful Christmastime fyrir jólin 2012. Lagið er að finna á safnplötunni Holidays Rule.

MP3

      1. Wonderful Christmastime

13. desember – Christmas Is A Coming – Leadbelly

Jólalag dagsins er Christmas Is A Coming af barnaplötu hins frábæra Huddie Leadbelly – Lead Belly Sings for Children. Myndbandið sem fylgir laginu  er  tekið úr jólamynd að nafninu Santa Claus frá árinu 1898. Þess má geta að Leadbelly var dæmdur í fangelsi fyrir morð og seinna fyrir morðtiltraun og lét Bob Dylan eitt sinn hafa það eftir sér að Leadbelly væri líklega eini fyrrverandi tugthúslimurinn sem sent hefði frá sér vinsæla barnaplötu.

 

12. desember: Santa Claus – The Sonics

Bandaríska bílskúrsrokk hljómsveitin The Sonics gaf út sína fyrstu plötu  Here Are The Sonics árið 1965 sem átti eftir að verða gríðarlega áhrifamikil í gegnum tíðina. Þegar platan var endurútgefin árið 1999 var þremur jólalögum bætt við plötuna sem tekin voru upp um svipað leyti. Þar á meðal var lagið Santa Claus sem byggt er á laginu Father John eftir hljómsveitina The Premiers.