Airwaves 2015 þáttur 4

Fjórði og síðasti þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums.  Viðtöl við Hot Chip, Justman, Kött Grá Pjé, Lord Pusswhip og Helga Val.

Airwaves þáttur 4 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Over and Over – Hot Chip
2) Aheybaro – Kött Grá Pjé
3) Koddíkossaslag – Kött Grá Pjé
4) Your Collection (Nick Zinner remix) – Fufanu
5) Take it In – Hot Chip
6) Boy From School – Hot Chip
7) VYZEE – SOPHIE
8) Vincent Price (ft. DJ. Flugvél og Geimskip – Lord Pusswhip
9) Endurminning (ft. Lauren Auder) – Lord Pusswhip
10) All The Colours Of The Night – Justman
11) For You – Justman
12) You’re Out Wasting – Andy Shauf
13) Are You Ready – Mercury Rev
14) Love Love Love Love – Helgi Valur
15) Notes From The Underground – Helgi Valur
16) Toro de Lidia – Pink Street Boys
17) Room 302 (ft. Tink) – Future Brown
18) Face To Face – Sleaford Mods
19) Bright Lit Blue Skies – Ariel Pink’s Haunted Graffiti

Erlent á Airwaves 2 – Straumur mælir með

 

Braids

Tilraunakennt skrýtipopp frá indíhöfuðborg heimsins, Montreal í Kanada. Koma fram á Straumskvöldinu á Nasa á föstudagskvöldið klukkan 22:00.

 

Hot Chip

Spjátrungspoppararnir og raðíslandsvinirnir í Hot Chip svíkja engan á tónleikum og hafa aldrei misst dampinn á rúmlega áratugarferli. Þeir færðu okkur nýlega þetta meistaralega cover/mashup af Bruce Springsteen og LCD Soundsystem og við erum ægispenntir að sjá það live. Þeir koma fram á lokatónleikunum í Vodafone höllinni klukkan 10:20.

Uppfært: Í gær sögðum við að það þyrfti sérstakan miða á lokatónleikana í Vodafone höllinni. Það er helbert kjaftæði og einungis leiður misskilningur af okkur hálfu sem við biðjumst velvirðingar á. Þannig bara allir verða kátir í höllinni. 

 

LA Priest 

Hinn breski Sam Dust var áður í fyrrum airwaves spilandi bandinu Late Of The Pier en hefur nú farið sinn eigin veg í rafsækið og léttgeggjað tilraunafönk. LA Priest kemur fram í Gamla Bíói klukkan 00:20 eftir miðnætti á fimmtudagskvöldinu.

 

Hinds

Fjórar spænskar stelpur sem framleiða bílskúrsrokk af fáheyrðum sjarma. Minnir á amerískar lo-fi gítarhetjur eins og Mac Demarco og Best Coast. Þær spila á Gauknum klukkan 10:20 á fimmtudagskvöldinu og Sólon Bistro klukkan 19:00 á föstudagskvöldinu.

 

Beach House 

Draugalega draumapoppið þeirra þarfnast engrar frekari kynningar en við kynnum það bara samt. Það eru fáar sveitir í dag sem hafa afrekað það að gefa út tvær frábærar breiðskífur á jafn mörgum mánuðum eins og Beach House gerðu rétt í þessu. Þau spila í Silfurbergssal Hörpu klukkan 22:10 á laugardagskvöldinu.

 

Sophie

Í síðustu grein mæltum við með QT en hinn breski Sophie er félagi hans í hinni svokölluðu PC Music stefnu og gaf út eitt besta lag ársins 2013 að mati ritstjórnar Straums. Hann kemur fram klukkan 02:10 eftir miðnætti á laugardagskvöldinu á Nasa.

Síðasti Airwaves þátturinn í kvöld

Fjórði og síðasti þátturinn þar sem Straumur hitar upp fyrir Airwaves verður á dagskrá á X-inu 977 í kvöld frá 22:00 – 0:00. Birt verður viðtal við Hot Chip, Justman, Kött Grá Pjé og Lord Pusswhip kíkja í heimsókn, auk þess sem gefinn verður miði á hátíðina. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

 

Straumur 19. október 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Beach House og Joanna Newsom, auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Martyn, Eleanor Friedberger, Run The Jewels og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.

Straumur 19. október 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Another Loser Fuck Up – Christopher Owens
2) Majorette – Beach House
3) One Thing – Beach House
4) Graveyard Girl (Yuksek remix) – M83
5) 160 Hospital Riddim – Rustie
6) Just Like We Never Said Goodbye – Sophie
7) U1-U8 -Martyn
8) The Things I Say – Joanna Newsom
9) Anecdotes – Joanna Newsom
10) False Alphabet City – Eleanor Friedberger
11) Jenny Come Home – Andy Shauf
12) Miles & Miles – Yacht
13) Rubble Kings Theme (Dynamite) – Run The Jewels
14) Dancing In The Dark – Hot Chip

Hot Chip Lokar Iceland Airwaves 2015

Iceland Airwaves 2015 lýkur með sannkölluðum stórtónleikum í Valsheimilinu sunnudaginn 8. nóvember. Þetta verður eins konar “hátíð inni í hátíðinni” og er markmiðið að ljúka 5 daga dagskrá með 7 klukkustunda gleði og dansi.
Hin frábæra hljómsveit Hot Chip frá Bretlandi hefur bæst í hóp listamanna þessa árs og mun hún stíga á stokk ásamt nokkrum af okkar heitustu íslensku böndum. Einnig mun hinn magnaði dúett frá Nottingham, Sleaford Mods koma fram en þeir hafa vakið mikla athygli fyrir einstaka texta og afar líflega sviðsframkomu.
Hot Chip þarf nú vart að kynna en sveitin hefur verið starfandi í 15 ár, gefið út 6 plötur og er þekkt fyrir hreint út sagt frábæra tónleika. Þeir hafa þrisvar spilað hérlendis, m.a. á Iceland Airwaves 2004 við frábærar undirtektir.
Við tilkynnum einnig FM Belfast til leiks en sú magnaða sveit sannar það aftur og aftur sem framúrskarandi tónleikaband.
Auk þeirra koma fram Intro Beats, dj flugvél og geimskip, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur. Allt eru þetta frábærir listamenn sem eru að gera gríðalega góða hluti um þessar mundir. Þess má geta að Agent Fresco og Úlfur Úlfur hafa hlotið mikið lof fyrir sínar nýjustu plötur og tróna á toppi vinsældalista.

Extreme Chill festival mun síðan taka yfir aðra hæðina í Valsheimilinu og færa fólki rjómann af íslenskri raftónlist – dásamleg tónlistarleg vin!

Miðar á hátíðina seljast hratt og hvetja skipuleggjendur alla til að tryggja sér miða í tíma. Búið er að tilkynna yfir 100 listamenn á Iceland Airwaves og stefnir í frábæra hátíð í ár. Í lok ágúst verður búið að tilkynna öll nöfn sem koma fram á hátíðinni en gert er ráð fyrir að um 210 atriði komi fram.

Straumur 18. maí 2015

Í Straumi í kvöld nýjar plötur og efni frá tónlistarmönnum og hljómsveitum á borð við Roisin Murphy, Shamir, Hot Chip, HANA og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00 í kvöld.

Straumur 18. maí 2015 by Straumur on Mixcloud

1) The Way You’d Love Her – Mac Demarco
2) Make A Scene – Shamir
3) Demon – Shamir
4) Evil Eyes – Róisín Murphy
5) Explotation – Róisín Murphy
6) Let You Go (The Golden Pony remix) – The Chainsmokers
7) Fields I Forgot (Tonik remix) – My Brother Is Pale
8) White Wine and Fried Chicken – Hot Chip
9) Easy To Get – Hot Chip
10) Haunt A light – Seoul
11) Clay – HANA
12) Two Thousand Miles – Tanlines
13) If You Stay – Tanlines
14) Petrol Station – Sorcha Richardson

Straumur 16. febrúar 2015

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Waxahatchee, Hot Chip, Twin Shadow, Unknown Mortal Orchestra, Kendrick Lamar, Fort Romeau, THEESatisfaction og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 16. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Huarache Lights – Hot Chip
2) I’m Ready – Twin Shadow
3) Multi-love – Unknown Mortal Orchestra
4) The Blacker the Berry – Kendrick Lamar
5) Breathless – Waxahatchee
6) La Loose – Waxahatchee
7) Poison – Waxahatchee
8) Planet For Sale – THEESatisfaction
9) Batyreðs Candy – THEESatisfaction
10) Meme Generator – Dan Deacon
11) All I want – Fort Romeau
12) Let It Carry You – José González
13) No Shade in the Shadow of the Cross – Sufjan Stevens
14) Just Like You – Chromatics

Hot Chip remixa Dirty Projectors

9. júlí í fyrra gaf hljómsveitin Dirty Projectors út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan og endaði hún í 6. sæti yfir bestu plötur ársins hér í Straumi. Joe Goddard úr Hot Chip endurhljóðblandaði lagið The Soialites  af plötunni nýlega með frábærum árangri. Lagið verður skemmtilega upplífgandi í höndum Goddard og hægt er að hlýða á afraksturinn hér fyrir neðan.

Todd Terje remixar Hot Chip

Norski plötusnúðurinn Todd Terje endurhljóðblandið lagið How Do You Do með elektró bandinu Hot Chip, sem er að finna á plötunni In Our Heads sem kom út fyrr á þessu ári. Terje setur lagið í dansvænni búning og er það yfir 9 mínútur í hans útgáfu. Hlustið á endurhljóðblönduna fyrir neðan.