Straumur 4. janúar 2021

Fyrsti Straumur ársins 2021 er  á dagskrá X-ins 977  klukkan 23:00 í kvöld. Óli Dóri fer yfir nýja tónlist frá Hermigervil, Four Tet, russian.girls, Darkside, Burial og fleirum.

1) Está na Hora – Hermigervill & Villi Neto

2) O Outro Lado – Hermigervill 

3) Parallel 2 – Four Tet

4) Parallel 4 – Four Tet

5) The Divine Chord (feat. MGMT, Johnny Marr) –  The Avalanches 

6) Emotion feat. Wild Nothing – Molly Burch

7) Drepa mann – russian.girls 

8) His Rope – Burial, Four Tet, Thom Yorke 

9) Chemz – Burial 

10) Liberty Bell – Darkside

11) Under Control – Rostam 

12) Feuds With Guns – The Besnard Lakes 

Hróarskelda 2014 – Heimur út af fyrir sig

Við skulum byrja þetta á játningu: Ég heiti Davíð, er 31 árs og hef aldrei áður farið á Hróarskeldu. Við skulum svo taka aðra játningu: Vegna óviðráðanlegra aðstæðna sem innihalda yfirbókaða flugvél, millilendingu í Barcelona og missi af tengiflugi þar var ég lengur í útlöndum en ég ætlaði mér. Ég skrifaði ekki mikið niður af minnispunktum og er þess vegna að fiska atburði og stemmningar upp úr bjórmaríneruðu minni nokkru eftir hátíðina. Það sem á eftir fer er þess vegna ekki vísindalega áreiðanlegur vitnisburður en gefur þó vonandi óljósa mynd af þeirri alhliða upplifun sem Hróarskelda er. Hefst nú ritningin:

 

Þegar við stigum út úr lestinni og komum inn á Hróarskeldusvæðið áttum við eftir að redda tjaldi og tjalda því og það voru tveir tímar þangað til Outkast áttu að byrja. Það hefði átt að vera einfalt verkefni en enginn virtist vita hvar maður gæti keypt tjald eða hvar blaðamannatjaldsvæðið væri og Outkast voru við það að byrja þegar við fundum það. Við tjölduðum á methraða með Bombs Over Baghdad sem undirleik og hlupum síðan yfir á appelsínugula sviðið að sjá eina bestu rapphljómsveit allra tíma. Ég hef verið Outkast aðdáandi helming ævi minnar og þetta var langþráð stund sem stóðst allar væntingar. Ólíkt því sem ég hafði lesið um tónleika þeirra á Coachella hátíðinni voru Andre 3000 og Big Boi í miklu stuði á sviðinu og ekki á þeim að sjá þetta væri gert bara fyrir peninginn. Þeir tóku alla sína helstu slagara og ég ærðist þegar þeir spiluðu Roses. Andre er svalasti núlifandi maður jarðarinnar og fór á kostum á sviðinu og vitnaði meira að segja í dónarappsveitina 2 Live Crew.

Á eftir Outkast voru ellilífeyrisþegarnir í Rolling Stones. Ég hafði ekki miklar væntingar til þeirra, Stones eru orðnir svo mikil stofnun að ég hélt þetta væri bara til að tikka í eitthvað box og getað sagst hafa séð þá. En tónleikarnir fóru langt fram úr vonum mínum og voru með þeim bestu á hátíðinni. Það er ótrúlegt hvernig rödd Mick Jaggers hefur nánast ekkert dalað á 50 árum og Ronnie Woods fór hamförum á gítarnum. Keith Richards var í aukahlutverki á gítarnum en magnaður karakter engu að síður og þeir fengu kór til að aðstoða sig við You can’t always get what you want. Í lokin var svo flugeldum skotið á loft sem var fullkomlega verðskuldað.

 

Dagur 2

 

Vegna þess hve seint við komum á tónleika gærkvöldsins ákváðum við að taka daginn snemma á föstudeginum og byrjuðum með hljómleikum nýsjálenska sýrurokkarans Connan Mockasin klukkan 2 um daginn. Hann lék LSD-legna síkadelíu ekki ósvipaða áströlsku sveitinni Tame Impala og sló góða upptakt fyrir þá stífu tónleikadagskrá sem fram undan var. Næst var haldið í Arena tjaldið þar sem bandaríska indírappsveitin Dialated Peoples var að koma sér fyrir. Þeir rokkuðu Arena-tjaldið með rokna sviðsframkomu og plötusnúðurinn Babu sýndi ótrúlega fingrafimi í villtum skrats-sólóum.

Við röltum svo í annað svið yfir á kvennabandið Warpaint sem myndaði rafmagnaða stemmningu með dökkum hljómi og þéttum samsöng. Þar á eftir fékk norski raftónlistarmaðurinn Cashmere Cat okkur til að dansa í besta setti dagsins hingað til, sem innhélt kraftmikla blöndu af tekknói, dubstep og hústónlist. Þvínæst héldum við yfir á Arena sviðið að sjá hinn feikilega fjölhæfa Damon Albarn. Albarn er nýbúinn að gefa út sína fyrstu sólóskífu undir eigin nafni sem er virkilega fín en nokkuð í rólegri kantinum. Flutningur Damons og hljómsveitar var afbragð en gefið var í á seinni hluta tónleikana og hápunktinum náð þegar De La Soul stigu á sviðið og fluttu Gorillaz slagarann Feel Good Inc.

Rafdúettinn Darkside sem samanstendur af Nicolas Jaar og gítarleikaranum Dave Harrington stóð svo sannarlega undir nafni því tónleikar þeirra voru þeir myrkustu á hátíðinni, svo dimmt var í tjaldinu að ekki sást vottur af tvímenningunum á sviðinu. Þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi tónlistar sveitarinnar var leiðinlegt að sjá ekki mennina á bakvið hana, svo við héldum því yfir á annan rafdúett, hina bandarísku Classixx. Þeir voru öllu líflegri, spiluðu á bassa og hljómborð, og framleiddu fönkí graut af hús- og diskótónlist meðan Kraftwerk-legri grafík var varpað á skjá fyrir aftan.

 

Þegar þarna var komið við sögu voru fætur föruneytisins orðnir ansi lúnir eftir næstum því hálfan sólarhring af tónleikastandi og labbi milli sviða. Við vorum þó staðráðnir í að sjá tribute-bandið The Atomic Bomb! Band, sem leikur tónlist hins dularfulla nígeríska synthafönkmeistara, William Onyeabor. Hljómsveitin er skipuð einvalaliði hljóðfæraleikara úr mörgum heitustu indísveitum samtímans auk ýmissa afrískra snillinga. Þá komu söngvarar eins og Luke Jenner úr Rapture og Joe Goddard úr Hot Chip við sögu en toppurinn var þó þegar Damon Albarn kom óvænt á sviðið og flutti helsta slagara Onyeabor, Fantastic Man. Þá fann ég ekki fyrir neinni þreytu lengur í löppunum og dansaði og öskraði mig hásan inn í nóttina við óstöðvandi grúvið. Þetta var einn af hápunktum hátíðarinnar og við héldum dauðþreyttir en með risabros á vör heim í tjaldið.

Dagur þrjú

 

Eftir pakkaða dagskrá gærkvöldsins leyfðum við okkur að slaka aðeins á fyrri part dags og drekka bjór í sólinni við tjaldsvæðið. Þrátt fyrir að tónlistin sé aðalatriðið er líka hluti af stemmningunni við hátíðina að rölta um, kynnast nýju fólki og vera ekki allt of rígbundinn við stífa dagskrá. Við sáum bandarísku R&B píuna Kelelu flytja á tilfinningaþrungin hátt framsækna popptónlist með rafrænni áferð. Þá var fransk/spænski reggíhippinn Manu Chao í fínasta stuði á aðalsviðinu en ég hef samt aldrei verið mikill aðdáandi hans svo haldið var yfir á breska raftónlistarmanninn James Holden.

 

James Holden er sér á báti í raftónlistarsenu samtímans, leikur kosmíska hljóðasúpu með geigvænlegum drunum og áhrifum frá sækadelik og súrkálsrokki. Hann var í mjög þéttri keyrslu og fór á kostum í hljóðgervlafimleikum og tilraunakenndum töktum.

 

Artic Monkies héldu táningunum í stuði á stóra sviðinu, Kavinsky héldu eitursvölu kúlinu sínu og Interpol voru svellkaldir eins og venjulega. Major Lazer áttu dónalegasta sett hátíðarinnar en á meðan Diplo og félagar dældu út sóðalegu Dancehall-i voru fimm dansapíur í tannþráðs G-strengjum að twerka eins og þær fengju borgað fyrir það (sem þær gerðu alveg örugglega). Það síðasta sem við sáum þetta kvöldið var svo hávaðapoppbandið Sleigh Bells sem gjörsamlega rokkuðu himininn af tjaldinu. Alexis Krauss, söngkona sveitarinnar, fór á kostum í tryllingslegri sviðsframkomu þar sem hún steig yfir vegginn fyrir framan sviðið og bókstaflega labbaði ofan á áhorfendum.

 

Dagur 4

 

Eitt af því skemmtilegasta við tónlistarhátíðir með óteljandi hljómsveitum er að ramba óvænt á eitthvað frábært sem maður hefur aldrei heyrt áður. Í gönguferð í leit að morgunmat rákumst við inn á tónleika með malísku feðgunum Toumani & Sidiki Diabate. Toumani þessi er víst þekktur fyrir samstarf sitt við Ali Farka Touré en þarna var hann með syni sínum og þeir framkölluðu forn grúv með módernísku tvisti á svokallaðar Kora-hörpur.

 

Deerhunter áttu mjög góða spretti og forsprakki hennar, Bradford Cox, sem lítur út eins og tveggja metra alnæmissjúklingur með vörubílsstjóraderhúfu, lék á alls oddi í mögnuðum gítaræfingum. Það var hins vegar aldraða undrabarnið og æringinn Stevie Wonder sem átti bestu tónleika sunnudagsins. Studdur hljómsveit á heimsmælikvarða keyrði hann í gegnum úrval af sínum óteljandi hitturum og maður sá útgeislunina skína úr augum hans þrátt fyrir dökk sólgleraugun. Að sjá þann sjónlausa flytja lög eins og Master Blaster (Jammin), My Cherie Amor, Living For The City og Superstition í félagsskap minna bestu vina í glampandi sólskyni gerði mig allan meyran og hamingjuþrungin hitatilfinning byrjaði að kræla á sér innra með mér og hríslast um allan líkamann. Wonder-inn var eins mikið með’etta og hægt er að vera að upplifunin ólík öllu öðru á hátíðinni.

 

Jack White lokaði svo hátíðinni með stæl og hóf leikinn á White Stripes klassíkinni Icky Thump. Reglulega brast á með villtum gítarsólóum og áhorfendur tóku við sér svo um munar í White Stripes lögum eins og Fell in Love With a Girl og Hotel Yorba. Hann lokaði svo hátíðinni endanlega með hinu anþemíska Seven Nation Army þar sem tugir þúsunda sungu með og sló þannig vel rokkaðan botn í ógleymanlegt festival.

Að upplifa Hróarskeldu í fyrsta skiptið er samt ekki hægt að lýsa til fullnustu með neinum orðum, jafnvel ekki svona rosalega mörgum eins og ég hef reynt í þessari grein. Hátíðin er eins og önnur vídd þar sem stjórnlaus gleði ræður ríkjum sem fer þó aldrei úr böndunum. Þarna eru samankomnir rúmlega 100.000 manns og það sást ekki vesen eða leiðindi á einum einasta. Þetta var mín fyrsta hátíð en verður svo sannarlega ekki sú síðasta.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 31. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá Todd Terje og Mac DeMarco. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Darkside, Gus Gus, Wye Oak og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 31. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Alfonso Muskedunder – Todd Terje
2) Crossfade – Gus Gus
3) Preben Goes to Acapulco – Todd Terje
4) Swing Star (Part 1) – Todd Terje
5) Swing Star (Part 2) – Todd Terje
6) Water Fountain – tUnE-yArDs
7) Digital Witness (Darkside remix) – St. Vincent
8) Salad Days – Mac DeMarco
9) Let Her Go – Mac DeMarco
10) Goodbye Weekend – Mac DeMarco
11) Heartless – Sean Nicholas Savage
12) Specters – kimono
13) All I Got – RAC
14) Before – Wye Oak
15) Bein’ Around (Lemonheads cover) – Courtney Barnett

Árslisti Straums 2013

Hér má hlusta á fyrri árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

 

Hér má svo hlusta á seinni  árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 15. sæti í það 1.

 

 

30) Roosevelt – Elliot EP

Hinn þýski Roosevelt býður hér upp á fjögur stórskemmtileg danslög með hinum samnefnda Elliot fremstum í flokki.

 

 

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

Það tók Mazzy Star 15 ár að klára sína fjórðu plötu Season Of Your Day sem er vel biðarinnar virði.

 

 

28) Factory Floor – Factory Floor

Breska raftríóið Factory Floor sem er eitt af aðalsmerkjum DFA útgáfunnar um þessar mundir sýnir fram á taktfastan trylling á sinni fyrstu plötu.

 

 

 

27) Autre Ne Veut – Anxiety

Draumkennd og silkimjúk plata úr smiðjum bandaríska tónlistarmannsins Arthur Ashin.

 

 

26) Swearin’ – Surfing Strange

Philadelphia hljómsveitin Swearin’ sem inniheldur m.a. tvíburasystur tónlistarkonunnar Waxahatchee sannar að lo-fi rokk lifir enn góðu lífi á Austurströnd Bandaríkjanna.

 

 

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

Janelle Monáe fylgdi á eftir sinni fyrstu plötu The ArchAndroid frá árinu 2010 með öðru stórvirki þar sem má finna áhrif allt frá sálartónlist, gospeli, Jazz, hip-hopi og rokki.

 

 

24) Darkside – Psychic

Nicolas Jaar tók höndum saman við gítarleikarann Dave Harrington á þessari heilsteyptu og fögru plötu.

 

 

23) Torres – Torres

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres. Torres sendi frá sér samnefnda plötu í janúar sem er uppfull af trega, sorg og sannfæringu. Ein af heiðarlegri plötum þessa árs.

 

 

22) Earl Sweatshirt – Doris

Thebe Neruda Kgositsile, betur þekktur undir listamannsnafninu Earl Sweatshirt, gaf út sitt fyrsta mixtape árið 2010 þá aðeins 16 ára gamall. Eftir að hafa verið sendur í heimavistarskóla fljótlega eftir útgáfu þess hafa margir tónlistarspekingar beðið eftir hans  fyrstu stóru plötu sem kom út í ár og olli engum vonbrigðum.

 

 

21) Blondes – Swisher

Rafdúóið Blondes frá New York gáfu út sína aðra plötu á árinu sem á ekki eingöngu heima á dansgólfinu.

 

Plötur í 20. – 11. sæti

 

 

 

Árslisti Straums: 30. – 16. sæti

Fyrri árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

Straumur fyrri árslistaþáttur: plötur í 30.- 16. sæti 2013 by Straumur on Mixcloud

 

30) Roosevelt – Elliot EP

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

28) Factory Floor – Factory Floor

27) Autre Ne Veut – Anxiety

26) Swearin’ – Surfing Strange

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

24) Darkside – Psychic

23) Torres – Torres

22) Earl Sweatshirt – Doris

21) Blondes – Swisher

20) Forest Swords – Engravings

19) Mutual Benefit – Love’s Crushing Diamond

18) Boards Of Canada – Tomorrow’s Harvest

17) My Bloody Valentine – m b v

16) King Krule – 6 Feet Beneath the Moon

Straumur 7. október 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Darkside, Four Tet, Teen Daze, Destroyer, Baio og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 7. október 2013 by Straumur on Mixcloud

1) The Night Comes Again – St. Lucia

2) Wait For Love – St. Lucia

3) Indian Summer – Blood Cultures

4) The Only Shrine I’ve Seen – Darkside

5) Freak, Go Home – Darkside

6) Autumnal – Teen Daze

7) Peppermint – Julio Bashmore

8) Dust in the gold sack – Swearin

9) Mean Street – Tennis

10) El Rito – Destroyer

11) Unicorn – Four Tet

12) Mira – Baio

13) Tiger Kit – Sleigh Bells

14) Baby Mae – Those Darlins

15) Western Sky – Those Darlins

Straumur 23. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Phédre, Azealia Banks, Sin Fang, Movements, Darkside, Ducktails, Swearin, Tonmo, Tourist og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 23. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Gimme – Beck
2) Together – Tourist
3) Paper Trails – Darkside
4) Ancient Nouveau – Phédre
5) Sunday Someday – Phédre
6) Flyway – Keep Shelly In Athens
7) Nave Music – Ducktails
8) Young Boys (Jónsi remix) – Sin Fang
9) Look at the light (Sin Fang remix) – Sin Fang
10) Watered Down – Swearin’
11) Ocean – Leaves
12) Intro – Tonmo
13) Javana – Tonmo
14) Spirit – Delorean
15) Us – Movement
16) Distant Relative Salute – White Denim
17) Count Contessa – Azealia Banks
18) You For Me – Frankie Rose
19) Question Reason – Frankie Rose
20) Nellie – Dr. Dog