Joan Jett frontar Nirvana

Tónlistarkonan Joan Jett mun að öllum líkindum koma fram með Nirvana þegar hljómsveitin verður vígð inn í frægðarhöll rokksins núna á fimmtudaginn. Dave Grohl trommari sveitarinnar birti mynd á Instagram síðu  Foo Fighters af bassa Krist Novoselic, gítar Pat Smear, sínu eigin trommusetti auk gítar Joan Jett. Myndina má sjá hér fyrir ofan. Fyrir neðan má sjá Jett flytja tvö af sínum frægustu lögum ásamt Foo Fighters. Á laugardaginn voru 20 ár frá því að Kurt Cobain söngvari, gítarleikari og lagahöfundur Nirvana lést.

Straumur 7. apríl 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Avey Tare, Hamilton Leithauser, White Hinterland, Lone og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 7. apríl 2014 by Straumur on Mixcloud

1) 2 is 8 – Lone
2) 11 O’clock Friday Night – Hamilton Leithauser
3) A Sender – Avey Tare’s Slasher Flicks
4) Duplex Trip – Avey Tare’s Slasher Flicks
5) That It Won’t Grow – Avey Tare’s Slasher Flicks
6) Echo – Architecture In Helsinki
7) Goodess – Chrome Sparks
8) Still Amateaur – Amateur Dance
9) New Light – Woods
10) Moving To The Left – Woods
11) Twin Steps – Woods
12) High Ball Stepper – Jack White
13) Coming Down – Clap Your Hands Say Yeah!
14) In These Arms Of Love – Cut Copy
15) Ring the Bell – White Hinterland
16) Baby – – White Hinterland
17) Blabb Í Bátnum – Syrgir Digurljón

Lady Boy Records 004

Útgáfufyrirtækið Lady Boy Records sem stofnað var í fyrra gaf í gær út sína aðra  safnplötu Lady Boy Records 004. Að plötuútgáfunni standa þeir Frímann Ísleifur Frímannsson og Nicolas Kunysz og kom safnplatan út á kassettu í 50 eintökum. Fist Fokkers, AMFJ, Dj. Flugvél og geimskip eiga lög á plötunni ásamt fleirum. Hlustið hér fyrir neðan

Aldrei fór ég suður 2014 listi

Tíu ára afmælishátíð Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði dagana 18. og 19. apríl næstkomandi. Umstillingarnefnd hátíðarinnar tilkynnti fyrr í dag listamennina sem koma fram í ár.

★ Cell7
★ Contalgen Funeral
★ Dj. Flugvél og geimskip
★ Dusty Miller
★ Glymskrattinn
★ Grísalappalísa
★ Helgi Björnsson og stórsveit Vestfjarða
★ Hemúllinn
★ Hermigervill
★ Highlands
★ Kaleo
★ Kött grá pjé
★ Lína Langsokkur
★ Lón
★ Mammút
★ Markús and the Diversion Sessions
★ Maus
★ Retro Stefson
★ Rhythmatic
★ Rúnar Þórisson
★ Sigurvegarar músíktilrauna 2014 (að því gefnu að þeir vilji koma)
★ Snorri Helgason
★ Sólstafir
★ Tilbury
★ Þórunn Arna Kristjánsdóttir og búgíband Skúla mennska

Straumur 31. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá Todd Terje og Mac DeMarco. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Darkside, Gus Gus, Wye Oak og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 31. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Alfonso Muskedunder – Todd Terje
2) Crossfade – Gus Gus
3) Preben Goes to Acapulco – Todd Terje
4) Swing Star (Part 1) – Todd Terje
5) Swing Star (Part 2) – Todd Terje
6) Water Fountain – tUnE-yArDs
7) Digital Witness (Darkside remix) – St. Vincent
8) Salad Days – Mac DeMarco
9) Let Her Go – Mac DeMarco
10) Goodbye Weekend – Mac DeMarco
11) Heartless – Sean Nicholas Savage
12) Specters – kimono
13) All I Got – RAC
14) Before – Wye Oak
15) Bein’ Around (Lemonheads cover) – Courtney Barnett

Tónleikahelgin 27. – 29. mars 2014

Fimmtudagur 27. mars 2014

Systurnar í SamSam halda tónleika á Rosenberg. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl.20.30 og er miðaverð 1500 krónur.

Markús and Diversion Sessions & Per: Segulsvið koma fram á Café Ray Liotta við Hverfisgötu 26. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Á Bravó fer fram Heiladans númer 33. G. Larsen / Snooze Infinity / Epic Rain / It Is Magic koma fram og byrjar dansinn á slaginu 21. Ókeypis inn.

Hljómsveitirnar Bob, Strigaskór nr. 42 og The Cocksuckerband halda tónleika á Gauk á Stöng. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og það kostar 1000 kr. inn.

Urban Lumber frumsýna nýtt myndband á Hressó og halda tónleika strax á eftir. Myndbandið verður sýnt klukkan 23:00 og það er frítt inn. Mosi sér um upphitun.

 

 

Föstudagur 28. mars 2014

Reykjavíkurdætur og Dj Flugvélar og geimskip koma fram á tónleikum Undiröldunnar klukkan 17:30 Í Hörpu. Ókeypis aðgangur

Kaleo spila á tónleikum á Dillon. Það kostar 500 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00

 

 

 

Laugardagur 29. mars 2014

Straumur 17. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Frankie Cosmos, SBTRKT, Teen Daze, Sky Ferreira og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 17. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) School – Frankie Cosmos
2) Owen – Frankie Cosmos
3) Buses Splash With Rain – Frankie Cosmos
4) You’re Not The One (Cid Rim remix) Sky Ferreira
5) Strangers In Moscow (Michael Jackson cover) – Tame Impala
6) Tokyo Winter – Teen Daze
7) Small Hours(John Martyn cover) – Roosevelt
8) Kyoto – SBTRKT
9) Space Race – Shit Robot
10) Do the dance – Shit Robot
11) Propeller – Evian Christ
12) No Excuse – Jacques Greene
13) Head Above – WhoMadeWho
14) Red In The Grey – MØ
15) Sad 2 – Frankie Cosmos


 

Tónleikahelgin 13. – 15. mars

Fimmtudagur 13. mars

Slowsteps og Blær koma fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis inn.

Föstudagur 14. mars

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni „Kvöldstund með Vebeth“ munu eiga sér stað á Café Ray Liotta á Hverfisgötu (neðri hæðin á Celtic Cross). Vebeth er hópur tónlistar og myndlistafólks sem aðhyllist svipaða fagurfræði og hafa m.a gefið út plötur undir merkjum Vebeth.

Hús opnar           21:00

russian.girls         22:00

Pink Street Boys  23:00

Two Step Horror    0:00

Straumur (Óli Dóri) tekur við sem dj á milli setta og heldur áfram út í nóttina að loknum tónleikum.

 

Hljómsveitin Babies heldur tónleika á Bast. Það er ókeypis inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

Kanadíski hljóðlistamaðurinn Tim Hecker kemur fram í Mengi, Óðinsgötu 2. Miðaverð á tónleikana er 3.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

 

 

Laugardagur 15. mars 

 

Hljómsveitin Mono Town kemur fram í Lucky Records. Aðgangur er ókeypis og hefjast tónleikarnir klukkan 15:00.

 

Daníel Böðvarsson og Magnús T. Eliassen sem skipa annan helming hljómsveitarinnar Moses Hightower halda tónleika í Mengi.  Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

 

Just Another Snake Cult fagna útgáfu á annari annarri breiðskífu sinni Cupid Makes a Fool of Me sem kom út undir lok síðasta árs með tónleikum á Kex Hostel ásamt Mr. Silla. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega 21:30. Diskurinn mun verða til sölu á sérstöku tilboðsverði, 1.500 kr.  Frítt er inn á tónleikana.

Tim Hecker í Mengi

Kanadíski hljóðlistamaðurinn Tim Hecker kemur fram í Mengi, Óðinsgötu 2 föstudaginn 14.mars næstkomandi.
Hecker, sem er meðal þekktustu rafhljóðlistamanna samtímans, hefur gefið út sjö breiðskífur á sínum ferli sem allar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda. Síðustu plötur hans hafa að stóru leyti verið teknar upp í Reykjavík í samstarfi við Ben Frost en hann er staddur hér á landi til að taka upp nýja plötu. Hecker hefur í seinni tíð beint sjónum sínum að pípuorgelum og unnið með og bjagað þau hljóð sem orgelin gefa frá sér. Hann hefur einnig sinnt fræðistörfum á sviði hljóðlistarinnar og hefur þar lagt áherslu á borgarhljóð og hljóðlist út frá forsendum menningarfræðinnar. Miðaverð á tónleikana er 3.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

)

Straumur 10. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Soulwax, Thee Oh Sees, Mac Demarco, Oneothrix Point Never, Movement, Kaytranada, Tokyo Police Club og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 10. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Love letters (Soulwax remix) – Metronomy
2) Kaleidoscope Love (Kaytranada edition) – AlunaGeorge
3) Connection To – Joel Ford
4) Jealous (I Ain’t With It) – Chromeo
5) Hero – Frank Ocean X Diplo x Mick Jones and Paul Simonon
6) Like Lust – Movement
7) Brother – Mac Demarco
8) Toy Gun – Tokyo Police Club
9) Throught The Wire – Tokyo Police Club
10) Better – Slava
11) My Mistake – Nina
12) Words I Don’t Remember – How To Dress Well
13) Music for Steamed Rocks – Oneohtrix Point Never
14) The Lens – Thee Oh Sees