Joan Jett frontar Nirvana

Tónlistarkonan Joan Jett mun að öllum líkindum koma fram með Nirvana þegar hljómsveitin verður vígð inn í frægðarhöll rokksins núna á fimmtudaginn. Dave Grohl trommari sveitarinnar birti mynd á Instagram síðu  Foo Fighters af bassa Krist Novoselic, gítar Pat Smear, sínu eigin trommusetti auk gítar Joan Jett. Myndina má sjá hér fyrir ofan. Fyrir neðan má sjá Jett flytja tvö af sínum frægustu lögum ásamt Foo Fighters. Á laugardaginn voru 20 ár frá því að Kurt Cobain söngvari, gítarleikari og lagahöfundur Nirvana lést.