Við spjölluðum við hinn stórskemmtilega Mac DeMarco eftir tónleika hans á Stúdentakjallaranum í vetur.
MAC DEMARCO from Straumur on Vimeo.
Við spjölluðum við hinn stórskemmtilega Mac DeMarco eftir tónleika hans á Stúdentakjallaranum í vetur.
MAC DEMARCO from Straumur on Vimeo.
Fyrsta smáskífan af annari plötu hljómsveitarinnar Grísalappalísu kom út í gær. Lagið heitir ABC og verður á plötunni Rökrétt Framhald sem kemur út á þjóðhátíðardag íslendinga þann 17. júní
Fimmtudagur 22. maí
dj. flugvél og geimskip ríður á vaðið í sérstakri tónleikaseríu í Mengi á meðan Listahátíð í Reykjavík stendur yfir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.
Föstudagur 23. maí
Hljómsveitirnar Oyama og Jordan Dykstra spila á Undiröldunni í Hörpu. Tónleikarnir hefjast klukkan 1730 og það er ókeypis inn.
Skúli Sverrisson spilar á tónleikaseríu í Mengi í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.
Hljómsveitirnar Vök og Kajak spila á ókeypis tónleikum á Húrra sem hefjast á slaginu 22:00
Laugardagur 24. maí
Bandaríski listamaðurinn Lee Ranaldo er best þekktur sem einn af stofnendum og gítarleikari hljómsveitarinnar Sonic Youth, kemur fram ásamt einkonu sinni Leuh Singer
á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir fara fram í Silfurberg í Hörpu og hefjast klukkan 21:00. Það kostar 4000 kr inn.
Hljómsveitirnar kimono og Knife Fights koma fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 500 kr inn.
Sunnudagur 25. maí
Norska söngkonan, tónsmiðurinn og textahöfundurinn Sidsel Endresen spilar á tónleikaseríu í Mengi í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.
AMFJ og Chris Sea koma fram á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Lxury, Herzog, Beat Connection, Prins Póló, Parquet Courts og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 19. maí 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Hamstra sjarma – Prins Póló
2) Finn á mér – Prins Póló
3) Grætur í hljóði – Prins Póló
4) Hesitation – Beat Connection
5) Playground – Lxury
6) Raid – Lxury
7) Klapp Klapp (Nosaj Thing Remix ft. Future) – Little Dragon
8) Do It Again (Moullinex Remix) – Röyksopp & Robyn
9) Full Stick – Herzog
10) Henchmen – Herzog
11) Parquet Courts – Instant Disassembly
12) Ekki á leið – gimaldin
13) Svínin Þagna – Úlfur Kolka
14) Bálið í Róm – Úlfur Kolka
15) Óyndi – VAR
Þriðja plata hljómsveitarinnar Prins Póla kemur út á morgun. Hljómsveitin sendi fyrr í dag frá sér myndband við lagið Hamstra Sjarma af plötunni sem má horfa á hér fyrir neðan.
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Low Roar, Boogie Trouble, Tobacco, Little Dragon, Martyn, Mar, Twin Peaks, La Sera og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 12. maí 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Steinunn – Boogie Trouble
2) Pretty Girls – Little Dragon
3) Is This It – Total Warr
4) I’m Leaving – Low Roar
5) Self Tanner – Tobacco
6) Glassbeadgames (feat. Four Tet) – Martyn
7) Twisted Figures – Mar
8) Fall Back 2U – Chromeo
9) Blameless – Clap Your Hands Say Yeah!
10) Beyond Illusion – Clap Your Hands Say Yeah!
11) Flavor – Twin Peaks
12) Hour Of The Dawn – Twin Peaks
13) Control – La Sera
14) Change Your Mind – La Sera
15) Your Love Is Killing Me – Sharon Van Etten
16) I Am Not Afraid – Owen Pallett
17) Intruders – The Antlers
Föstudagur 9. maí:
Highlands, Sin Fang, Dj Flugvél og geimskip og Snorri Helgason koma fram í opnunarpartý skemmtistaðarins Húrra (áður Harlem) við Tryggvagötu 22. Aðgangur er ókeypis.
Ólöf Arnalds heldur tónleika í Mengi. Aðgangseyrir er 2.000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.
Laugardagur 10. maí
Hljómsveitirnar Börn og Klikk spila á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Íslenska diskó hjómsveitin Boogie Trouble sleppti rétt í þessu frá sér fyrsta laginu af væntanlegri fyrstu plötu sveitarinnar. Lagið heitir Steinunn og er uppfullt af sumri, grúvi og gleði. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Í Straumi í kvöld kíkir hin nýja íslenska hljómsveit Myndra í heimsókn. Auk þess munum við heyra nýjar plötur frá Conor Oberst og Lykke Li ásamt mörgu öðru. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 5. maí 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Ocean Death – Baths
2) Fade White – Baths
3) Emanate – Phoria
4) Distant Lover – Myndra
5) Chasy Trapman – Myndra
6) Magic Tool – Myndra
7) Oceans Now – Myndra
8) Just Like A Dream – Lykke Li
9) Heart Of Steel – Lykke Li
10) Sleeping Alone – Lykke Li
11) Time Forgot – Conor Oberst
12) Zigzagging Toward the Light – Conor Oberst
13) Down My Luck – Vic Mensa
14) Losing My Edge (live in MSG 2011) – LCD Soundsystem
15) These Days – Matt Pond (feat. Laura Stevenson & Chris Hansen)
16) Needle In The Hay – Juliana Hatfield
Átján listamönnum hefur nú verið bætt við dagskrá All Tomorrow’s Parties hátíðarinnar sem fer fram á Ásbrú 10.-12. júlí næstkomandi:
Mogwai
Slowdive
Devendra Banhart (Solo)
Shellac
Low
Loop
Liars
Hebronix
Ben Frost
I Break Horses
Pharmakon
HAM
Singapore Sling
Kria Brekkan
Sin Fang
Náttfari
Pascal Pinon
Fufanu
ATP hátíðin á Íslandi hefur því opinberað heildarlista yfir hvaða hljómsveitir og listamenn það eru sem munu koma fram á Ásbrú í sumar, annað árið sem hátíðin fer fram hér á landi.
Þegar hafa sveitirnar Portishead, Interpol, Swans, Kurt Vile & The Violators, Fuck Buttons, Eaux, Forest Swords, Samaris, Low Roar, For A Minor Reflection, Sóley og Mammút verið tilkynntar og munu koma fram hátíðardagana 10. – 12. júlí, auk Neil Young & Crazy Horse í Laugardalshöll þann 7. júlí.
Barry Hogan, stofnandi ATP segir: “Við erum gríðarspennt að geta tilkynnt nokkrar af okkar uppáhalds hljómsveitum sem margar hverjar munu koma fram á Íslandi í fyrsta sinn. Þetta er einungis annað árið okkar, en engu að síður eru þarna ekta ATP hljómsveitir á borð við Mogwai og Shellac auk hljómsveita sem hafa haft mikil áhrif á okkur líkt og Loop og Low. Við elskum Ísland og getum ekki beðið eftir að snúa aftur til að deila þessum frábæru hljómsveitum og einstaka umhverfi með ykkur.”
Þó svo að heildarlisti hljómsveita sé nú tilbúinn eru ýmsar spennandi tilkynningar eftir, til að mynda hverjir munu koma til með að stjórna kvikmyndavali hátíðarinnar í ár auk hvaða veitingar það eru sem verða á boðstólum á Ásbrú í júlí.