Reykvíska rokksveitin Knife Fights sendi í dag frá sér myndband við lagið Gnarbone. Trommari hljómsveitarinnar Helgi Pétur Hannesson leikstýrði myndbandinu sem sýnir söngvara sveitarinnar Sigurð Angantýsson fara í sjómann með heldur skelfilegum afleiðingum.
Author: olidori
SBTRKT með nýtt lag ásamt Ezra Koenig
Breski tónlistarmaðurinn Aaron Jerome sem gengur jafnan undir listamannsnafninu SBTRKT tilkynnti fyrr í dag um útgáfu af sinni annarri plötu Wonder Where We Land sem kemur út seinna á þessu ári. SBTRKT frumflutti einnig nýtt lag að nafninu New Dorp New York sem sungið er af Ezra Koenig söngvara Vampire Weekend á BBC Radio 2 í dag. Lagið er í senn ískalt og ákaflega grípandi. Hlustið á það hér fyrir neðan.
Straumur 21. júlí 2014
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjustu plötu La Roux, auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Courtney Barnett, Twin Peaks, The Unicorns, The Weeknd, Rl Grime og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í boði Joe & the juice og Húrra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.
Straumur 21. júlí 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Tropical Chancer – La Roux
2) Paradise Is You – La Roux
3) The Feeling – La Roux
4) Pickles From The jar – Courtney Barnett
5) I Found a New Way – Twin Peaks
6) Rocketship – The Unicorns
7) War On The East Coast – The New Pornographers
8) Queen – Perfume Genius
9) Tennis Court (Diplo’s Andrew Agassi remix) – Lorde
10) King Of the Fall – The Weeknd
11) Bo Peep – Shlohmo & Jeremih
12) Core – RL Grime
13) Aerial (Jay Daniel remix) – Four Tet
14) Don’t Tell – Mansions On The Moon
15) Memories That You Call – ODESZA
Boogie Trouble safnar fyrir plötu
Diskó hljómsveitin Boogie Trouble stefnir á að gefa út sína fyrstu hljómplötu núna í haust og hefur nú hafið hópfjáröflun á síðu Karolina Fund. Plötu sveitarinnar verður hægt að kaupa í rafrænni forsölu á veraldarvefnum til þess að fjármagna það sem eftir er af hljóðvinnslu, hljómjöfnun og framleiðslu.
Á heimasíðu Karolina Fund er að kaupa ýmsa aðra þjónustu og glaðning af hljómsveitinni svo sem fönkbassatíma hjá Ingibjörgu Elsu Turchi, bassaleikara sveitarinnar. Einnig má tryggja sér miða á útgáfutónleikana sveitarinnar,ábreiðulag að eigin vali, rafmagnað eða órafmagnað diskópartý í heimsendingu og fleira. Hér gefur að líta heimasíðu verkefnisins. https://www.karolinafund.com/project/view/395
Hér er hægt að sjá viðtal sem við áttum við hljómsveitina þegar þau voru að hefja gerð plötunnar haustið 2012:
Sóley sendir frá sér stuttskífuna Krómantik
AmabA damA með með nýtt myndband
Reggae hljómsveitin skemmtilega Amaba Dama sendi frá sér myndband við sumarsmellinn Hossa Hossa í gær. Myndbandið fær áhorfendur til að dilla bossa og má horfa á það hér fyrir neðan.
Lokatónleikar Lunga á laugardaginn
Retro Stefson, Hermigervill, Sin Fang, Moses Hightower, Prins Póló og Cell 7 koma fram á lokatónleikum Lunga sem fara fram á laugardaginn. Forsala miða fer fram á midi.is á 3.900 kr til miðnættis þann 18. júlí. Miðasala fer svo fram í Herðubreið á Seyðisfirði á föstudeginum kl 12:00-20:00 og á laugardeginum frá 11:00 – 21:00, eftir það er hægt að kaupa miða við inngang fram eftir kvöldið. Lokatónleikar LungA hafa fest sig í sessi sem gleðilegur viðburður á laugardagskvöldinu; uppskeruhátíð og tónlistarveisla.
Tónleikar helgarinnar 17. til 19. júlí
Fimmtudagur 17. júlí
Ásdís Sif Gunnarsdóttir kemur fram í Mengi á Óðinsgötu í tilefni útgáfu ljóðaplötu sinnar, “Enter the Enlightenment, become Real”. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn.
Hljómsveitin Lily of the Valley og Frank Raven koma fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis inn.
I am Dive (ES) + Stafrænn Hákon (IS) halda tónleika á Húrra. I am Dive kemur frá Sevilla, Spáni og er skipuð þeim José A. Pérez og Esteban Ruiz. Þeir eru nú að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sína sem mun bera nafnið ‘Wolves. Þetta verður í fyrsta skipti sem I am Dive kemur fram á Íslandi og munu þeir deila sviðinu með Stafrænum Hákoni, einni virtustu rafrokk hljómsveit landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Verð 1.500 kr. (námsmenn 1.000 kr.)
Söngvaskáldið Hjalti Þorkelsson kemur fram á Kaffi List. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Sveinn Guðmundsson og Unnur Sara Eldjárn flytja sitthvort prógrammið af frumsömdu efni á Loft Hostel kl.21. Aðgangur ókeypis.
Föstudagur 18. júlí
Tónlistarmaðurinn Arnljótur úr hljómsveitinni Ojba Rasta kemur fram á tónleikum í Mengi. Arnljótur mun spila samblöndu af nýju efni í bland við gamalt með flautur og ýmis tól við hendi. Jafnvel fá nokkrir gamlir smellir nýtt líf og öfugt. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Zebra Katz heldur tónleika á Húrra en hann er sköpunarverk fjöllistamannsins Ojay Morgan frá New York borg en sviðsframkoma hans er engu lík. Gísli Pálmi, Kitty Von Sometime, DJ Moonshine, DJ Kocoon og DJ Techsoul koma einnig fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Laugardagur 19. júlí
KEX Hostel, KEXLand og bandaríska útvarpsstöðin KEXP ætla að bjóða öllum á útitónleikana KEXPORT við Kex Hostel. Tónleikarnir fara fram í portinu við Kex Hostel og hefjast kl. 12 á hádegi og lýkur um miðnætti. Alls munu 12 hljómsveitir koma fram á klukkutímafresti á þessum maraþon tónleikum. Tónleikarnir eru haldnir til stuðnings KEXP. Fram koma 1860, Atónal blús, Dimma, Dj Flugvél & Geimskip, Ghostigital, kimono, Kött Grá Pje, Low Roar, Mr. Silla, Petur Ben, Reykjavíkurdætur og Sometime
Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds spila sambland af nýju og gömlu efni á tónleikum í Mengi, en þau hafa starfað saman í rúman áratug. Samstarf þeirra hefur leitt af sér Sería I, Sería II, Við og Við, Innundir Skinni og Sudden Elevation. Þau hafa nýlokið við tökur á nýrri plötu Ólafar sem kemur út 29. september og kallast Palme. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Hljómsveitin Kiriyama Family heldur tónleika á Dillon sem hefjast klukkan 22:00. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr.
300. þátturinn af Straumi 14. júlí 2014
300. þátturinn af útvarpsþættinum Straumi verður verður útvarpaður á X-inu 977 í kvöld klukkan 23:00. Þátturinn hóf göngu sína á útvarpsstöðinni sálugu XFM 91.9 í janúar 2006 og var á dagskrá á útvarpsstöðinni Reykjavík FM 101.5 árið 2007. Straumur færði sig svo á X-ið 977 haustið 2009 þar sem hann hefur verið í gangi síðan. Umsjónarmaður þáttarins hefur alla tíð verið Ólafur Halldór Ólafsson eða Óli Dóri. Í þessum 300. þætti af Straumi mun Gunnar söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu kíkja í heimsókn auk þess sem þátturinn verður fullur af nýju og spennandi efni eins og öll mánudagskvöld.
Straumur þáttur 300 – 14. júlí 2014 by Straumur on Mixcloud
1) I Dig You – Beat Happening
2) Fiona Coyne – Saint Pepsi
3) Tough Love (Cyril Hahn remix) – Jessie Ware
4) Sunlight – The Magician
5) Nýlendugata – Pálsbæjarvör – Grótta – Grísalappalísa
– Viðtal við Gunnar söngvara Grísalappalísu
6) Flýja – Grísalappalísa
7) Dean & Me – JJ
8) All Ways, Always – JJ
9) Throw It Away – Viet Cong
10) Static Wall – Viet Cong
11) Trainwreck 1979 – Death From Above 1979
12) I Will Dare – The Replacements
Streymið annarri plötu Low Roar
Bandaríski tónlistarmaðurinn Ryan Karazija sem áður var í hljómsveitinni Audrye Sessions frá Oakland flutti til Íslands fyrir fjórum árum og gaf út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu Low Roar ári seinna. Á þeirri plötu sem var samnefnd Low Roar var Karazija einn á ferð en síðan hefur verkefnið þróast út í fullskipað band með íslendingum innanborðs. Önnur platan 0 kemur út í næstu viku en hægt er að streyma henni af Soundcloud síðu hljómsveitarinnar frá deginum í dag. Hlustið á þessa frábæru plötu hér fyrir neðan.