Straumur 11. apríl 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni M83, Yumi Zouma, Porches, DJ Shadow, Woods og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Bibi the Dog (ft. Mai Lan) – M83
2) Moon Crystal – M83
3) Road Blaster – M83
4) Keep It Close To Me – Yumi Zouma
5) Trying Your Luck – Porches
6) The Other Side – NVDES
7) Glowed Up (ft. Anderson .Paak) – Kaytranada
8) The Mountain Will Fall – DJ Shadow
9) Fill In the Blank – Car Seat Headrest
10) Kid Who Stays In The Picture – Hot Hot Heat
11) Politics of Free – Woods
12) Candy – Weaves
13) Ouvert – David August
14)  Tell Me – Puro Instinct

Tónleikar helgarinnar 7. – 9. apríl 2016

Fimmtudagur 7. apríl

Tónleikaröðin Geimskot fer fram í þriðja sinn á Húrra. Að þessu sinni kom Ásdís, Young Karin og DJ Aymen fram. Það er ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Útgáfutónleikar Bangoura Band fara fram í Tjarnarbíó. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Söngvarinn og gítarleikarinn Daníel Hjálmtýsson kemur fram á Dillon ásamt hljómsveitinni Electric Space Orchestra. Frítt inn og leikar hefjast 22.00.

Föstudagur 8. apríl

TENGSL er ný tónleikaröð á Húrra þar sem frændur, frænkur, systur, bræður, pabbar, mömmur, ömmur, afar og vinir koma saman, vinna, skapa og mynda TENGSL á annan hátt. Fyrsta kvöldið eru styrktartónleikar tileinkaðir Lindu Mogensen en hún hefur verið að berjast við illviðráðanlegt krabbamein. TENGSL 1 ERU: Mammút Stereo Hypnosis X Heart Brilliantinus. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það kostar 2500 kr inn.

Hljómsveitirnar Good Moon Deer, Sísý Ey, SYKUR  og Vök dj-a á Rafnæs sem fer fram á Palóma. Kvöldið hefst klukkan 23:00 og það kostar 500 kr inn fyrir klukkan 1:00 og 1000 kr eftir það.

Laugardagur 9. apríl

Hljómsveitin Amabadama heldur tónleika á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og miðaverð er 2000 kr.

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2016 fara fram í Hörpu. Kvöldið hefst klukkan 17:00

Tilraunahljómsveitirnar ellefu eru sem hér segir:

Spünk

Miss Anthea

Körrent

Hórmónar

Náttsól

Amber

Wayward

Magnús Jóhann

Vertigo

Helgi Jónsson

RuGl

Myndbands frumsýning: Imprints – Tonik Ensemble

Tonik Ensemble sendir frá sér nýtt myndband við lagið Imprints af plötunni Snapshots sem kom út í fyrra.
Myndbandið var unnið af Sigrúnu Hreins með rotoscope tækni og innblásið af texta lagsins, en lagið hefur að geyma hugleiðingar um líf og tilveru og þá sértaklega þau spor sem við skiljum eftir okkur.
Tonik Ensemble kom fram á Aldrei fór ég suður, og mátti þar heyra drög að nýju efni, sem vænta má síðar á árinu.

Tonik Ensemble – Imprints from Sigrún Hreins on Vimeo.

Straumur 4. apríl 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Com Truise, M83, Boogie Trouble, Mourn, Leon Vynehall og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Diffraction – Com Truise
2) Forgive – Com Truise
3) Go – M83
4) Landcruisin – A.K. Paul
5) VV Violence – Jessy Lanza
6) Storyteller – Mourn
7) Glópagull – Boogie Trouble
8) Gleymér ey – Boogie Trouble
9) Hounds of Bairro – Animal Collective
10) Beau Sovereign – Leon Vynehall
11) Blush – Leon Vynehall
12) Save – The Light
13) 9 years (DJ Koze remix) – Roman Flüge
14) Talking Quietly of Anything With You – Free Cake for Every Creature

Tónleikahelgin 23. – 27. mars 2016

Miðvikudagur 23. mars

Hinn margrómaði raftónlistarmaður og plötusnúður Lovebirds kemur fram á efrihæð Palóma. Ásamt honum koma Formaðurinn og KrBear fram en það kostar 2000 kr inn.

 

Söngvarinn og lagahöfundurinn Chris Cornell, flytur tónlist af öllum ferlinum og nýju plötunni sinni, Higher Truth, í Eldborgarsal Hörpu klukkan 20:00 í kvöld.
Verðsvæði eru sem hér segir:
Úrvalssæti: 14.990 kr.
Verðsvæði 1: 12.990 kr.
Verðsvæði 2: 9.990 kr.
Verðsvæði 3: 7.990 kr.

 

Lily of the Valley, Johnny & The Rest & Mosi Musik halda tónleika á Húrra. Það kostar 1000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00

 

Hljómsveitin Stafrænn Hákon hefur nú gefið út sína 9. breiðskífu. Af því tilefni mun sveitin efna til útgáfutónleika í Tjarnarbíó kl. 21:00 og fagna útgáfu breiðskífunnar. Aðgangseyrir er 2.500 kr.

 

Hljómsveitin Vök kemur fram ásamt þýska bandin Vsitor á Kex Hostel klukkan 21:00. Það er ókeypis inn.

 

Kristín Anna Valtýsdóttir kemur fram í Mengi klukkan 21:00. Það kostar 2000 kr inn.

 

Fimmtudagur 24. mars

 

Hljómsveitin Dauðyflin heldur upp á útgáfu nýrrar kassettu á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og ásamt þeim koma fram: Kælan Mikla, World Narcosis og Grafir. Það er frítt inn.

 

Laugardagur 26. mars

 

FM Belfast og Emmsjé Gauti bjóða í partí á Húrra. Húsið opnar klukkan 21.00. Emmsjé byrjar og FM klárar! Það kostar 2000 kr inn.

 

Sunnudagur 27. mars

Par-Ðar og Lucy in Blue koma fram á Hurra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Straumur 21. mars 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Japanese Breakfast, Mourn, The Range, Young Franco, Leon Vynehall, Spítala og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) You – Spítali
2) Woman That Loves You – Japanese Breakfast
3) Everybody Wants to Love You – Japanese Breakfast
4) Evil Dead – Mourn
5) Pirates (Lokatt remix) – Missincat
6) Drop Your Love (ft. Dirty Radio) – Young Franco
7) In The Force – Ariel Pink & Puro Instinct
8) Skeptical – The Range
9) Regular – The Range
10) Retune – The Range
11) Gold – Leon Vynehall
12) Elodie – Ten Fé

Myndbands frumsýning: You – Spítali

Tónlistarmennirnir Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear, voru að senda frá glænýtt lag í dag að nafninu You og koma þar með nýju verkefni á laggirnar sem nefnist Spítali. Félagarnir byrjuðu að eigin sögn að krukka í hústónlist saman í vetur og er lagið You fyrsti afraksturinn af því samstarfi. Lagið var hljóðblandað af Friðfinni Oculus ásamt hljómsveitarmeðlimum og masterað af Friðfinni. Straumur frumsýnir hér myndbandið við lagið sem gert var af Mána M. Sigfússyni. Um er að ræða einstaklega vandað húslag með rómantískum blæ og er myndbandið til fyrirmyndar. Það verður áhugavert að fylgast framtíð Spítalans.

Stop Making Sense í Bíó Paradís föstudaginn 18. mars

Tónleikamyndin Stop Making Sense verður sýnd í Bíó Paradís föstudagskvöldið 18. mars klukkan 20:00. Myndin er frá árinu 1984 en þar er fylgst með hljómsveitinni Talking Heads á tónleikum í Hollywood’s Pantages Theater í desember árið 1983. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme (The Silence of the Lambs, Philadelphia) og er talin ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Demme hefur tekist að fanga töfra, kraft, fjölbreytni og hugmyndaflug tónlistarinnar með eindæmum vel á filmuna. Upptakan óaðfinnanleg og kvikmyndatakan lífleg, litrík og stílíseruð, eins og tónsmíðar Byrnes. Lögin duna í eyrum hvert á eftir öðru; This must be the place, Once in a Lifetime, Psycho Killer og ein 15 til viðbótar

Stop Making Sense er sýnd á hátíðum og í bíósölum útum allan heim og er stemmingin sem myndast svo mögnuð að upplifunin kemst næst tónleikum sveitarinnar þegar hún var upp sitt besta á 9. áratug síðustu aldar. Hljómsveitin Grísalappalísa mun sjá um að dj-a tónlist í anda hljómsveitarinnar strax að lokinni sýningu. Miðar í forsölu á tix.is á aðeins 1400 kr.

FALK kynnir: The Dawn of the New flesh

Í kvöld fimmtudaginn 17. Mars mun FALK félagsskapurinn halda tónleika á Dillon með breskum tónlistarmanni að nafni AGATHA. Um upphitun sjá AMFJ og Nicolas Kunysz. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:30 og það kostar 500 kr inn. AGATHA er nýtt einstaklingsverkefni Harry Wright en hann hefur verið virkur innan raftónlistarsenunnar í Bristol, Bretlandi um langt skeið, meðal annars með hljómsveitinni THE NATURALS og GIANT SWAN dúettinum sem tímaritið The Quietus hefur hampað í ræðu og riti.

Þessir tónleikar eru skipulagðir af íslenska tónlistar og listahópnum FALK (Fuck Art Let’s Kill), sem hafa síðan 2007 staðið fyrir mígrút ágengra list og tónlistarviðburða og útgáfu listamanna á borð við AMFJ, KRAKKKBOT, AUXPAN, OBERDADA VON BRUTAL, ULTRAORTHODOX, HARRY KNUCKLES og K. FENRIR sem og flutt inn tónlistarmenn eins og PYE CORNER AUDIO, HACKER FARM, GRUMBLING FUR og CONTAINER.