Stop Making Sense í Bíó Paradís föstudaginn 18. mars

Tónleikamyndin Stop Making Sense verður sýnd í Bíó Paradís föstudagskvöldið 18. mars klukkan 20:00. Myndin er frá árinu 1984 en þar er fylgst með hljómsveitinni Talking Heads á tónleikum í Hollywood’s Pantages Theater í desember árið 1983. Myndinni var leikstýrt af Jonathan Demme (The Silence of the Lambs, Philadelphia) og er talin ein allra besta tónleikamynd sögunnar. Demme hefur tekist að fanga töfra, kraft, fjölbreytni og hugmyndaflug tónlistarinnar með eindæmum vel á filmuna. Upptakan óaðfinnanleg og kvikmyndatakan lífleg, litrík og stílíseruð, eins og tónsmíðar Byrnes. Lögin duna í eyrum hvert á eftir öðru; This must be the place, Once in a Lifetime, Psycho Killer og ein 15 til viðbótar

Stop Making Sense er sýnd á hátíðum og í bíósölum útum allan heim og er stemmingin sem myndast svo mögnuð að upplifunin kemst næst tónleikum sveitarinnar þegar hún var upp sitt besta á 9. áratug síðustu aldar. Hljómsveitin Grísalappalísa mun sjá um að dj-a tónlist í anda hljómsveitarinnar strax að lokinni sýningu. Miðar í forsölu á tix.is á aðeins 1400 kr.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *