Straumur 22. maí 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Flying Lotus, Men I trust, Grizzly Bear, Amber Coffman, Roy Of The Ravers og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Twin Peaks Theme – Flying Lotus
2) Night Grows Pale – Flying Lotus
3) You Deserve This – Men I trust
4) High2 – rgry
5) Mourning Sound – Grizzly Bear
6) Ti Amo – Phoenix
7) How To Boil An Egg – Courtney Barnett
8) Nobody Knows – Amber Coffman
9) Love Or Something – Buddy
10) Big Fish – Vince Staples
11) Hey Ho – Oscar Oscar
12) ‘DEGREELESSNESS (feat. Prurient)’ (Overmono Remix) – Nathan Fake
13) Ambergris 9 – Roy Of The Ravers
14) Queen’s Parade – Swimming Tapes

Straumur 15. maí 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Superorganism, Chance The Rapper, Road Hog, Broken Social Scene, Fleet Foxes og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) It’s All Good – Superorganism
2) Wash – Road Hog
3) They Say (ft. Kaytranada) – Chance The Rapper
4) Throwing Lines – Kelly Lee Owens
5) In and out of love – Vera
6) Hug Of Thunder – Broken Social Scene
7) Hey Boy – She-Devils
8) Stupid In Love – Wavves
9) Dreams Of Grandeur – Wavves
10) This Year – Beach Fossils
11) Rise (ft. Cities Aviv) – Beach Fossils
12) EveX X A. K. PAUL – Hira
13) – Naiads, Cassadies – Fleet Foxes
14) Cassius, – Fleet Foxes

 

The xx með tónlistarhátíð á Skógafossi 14. – 16. júlí

Breska hljómsveitin The xx tilkynnti rétt í þessu um fyrirhugaða tónlistarhátíð við Skógafoss á Íslandi 14. – 16. júlí. Hátíðin nefnist Night + Day Iceland og munu The xx koma fram á hátíðinni ásamt, Jamie xx,  Earl Sweatshirt, Warpaint, Sampha, Robyn, Kamasi Washington, Jagwar Ma, Avalon Emerson, og mörgum öðrum. Aðeins 6000 miðar verða seldir á hátíðina og hefst sala á föstudaginn á thexxnightandday.com.

Straumur 8. maí 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með LCD Soundsystem, DNKL, Big Thief, Katrín Helgu og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Call The Police – LCD Soundsystem
2) American Dream – LCD Soundsystem
3) Draft – DNKL
4) The Rumble and the Tremor – Warm Digits
5) Birdcall 1.5 – DeJ Loaf
6) Xantastic (ft. Young Thug) – B.o.B
7) Shark Smile – Big Thief
8) Three Rings – Grizzly Bear
9) Ég hefði átt að fara í verkfræði – Katrín Helga
10) Machinist – Japanese Breakfast
11) Lonesome Town – Heaven

Straumur 1. maí 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Rostam, Phoenix, Feist, Sylvan Esso, Powell, Sleazy og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) J-Boy – Phoenix
2) Gwan – Rostam
3) Any Party – Feist
4) Sound – Sylvan Esso
5) The Glow – Sylvan Esso
6) Freezer – Powell
7) Room – Palehound
8) Shoal Beat – Porter Ricks
9) Que Calor – Sleazy
10) Everytime I See the Lights – Peaking Lights
11) Redford (For Yia-Yia and Pappou) [Live] – Sufjan Stevens
12) Death with Dignity (Live) – Sufjan Ste

 

MURA MASA á Iceland Airwaves 2017

Hinn magnaði plötusnúður og pródúser MURA MASA mun koma fram á Iceland Airwaves í nóvember. Hann hefur á sínum stutta ferli unnið með nokkrum af stærstu listamönnum nútímans en þar má nefna A$AP Rocky, Charlie XCX, Desiigner og fleirum. Mura Masa kom nýverið fram á Coachella tónlistarhátíðinni þar sem hann sló í gegn og var að margra mati með eitt flottasta atriði hátíðarinnar.

Ný plata er væntanleg á næstunni þar sem hann fær m.a. til liðs við sig Damon Albarn, Christine & The Queens, Nao, A$AP Rocky ofl. Mura Masa kemur fram bæði í Reykjavík og Akureyri.

hér má sjá smell hans með A$AP Rocky – Lovesick

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin í 19. skipti dagana 1. – 5. nóvember nk. Miðasala er hafin á tix.is.

Straumur í kvöld 24. apríl 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Cende, Mac DeMarco, Frank Ocean, Dauwd, Vessels, Little Dragon, Kendrick Lamar og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Baby You’re Out – Mac DeMarco
2) Still Beating – Mac DeMarco
3) A Wolf Who Wears Sheeps Clothes – Mac DeMarco
4) What I Want – Cende
5) Lens – Frank Ocean
6) Leitmotiv – Dauwd
7) Samráð – Andi
8 ) Bofou Safou – Amadou and Mariam
9) Celebrate – Little Dragon
10) High – Little Dragon
11) Charger (ft. Grace Jones) – Gorillaz
12) GOD. – Kendrick Lamar
13) Radiart – Vessels
14) Lost In a Crowd – Woods
15) Don’t Know Why – Slowdive

Fyrsti safndiskur Myrkfælni

Fyrsti safndiskur Myrkfælni sem verður blað tileinkað jaðartónlist kom út á dögunum. Stofnendur blaðsins eru þær Kinnat Sóley Lydon og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, fyrsta tímaritið er væntanlegt innan skamms.  Á safndisknum eru lög með Kvöl, Kælunni Miklu, Godchilla, madonna + child, Dead Herring PV, Kuldabola, Rex Pistols, Countess Malaise, DÖPUR, Anda, Dauðyflinum, 「Húni, aska, Lord Pusswhip, Sólveigu Matthildi, ROHT, Dulvitund, SKRÖTTUM, Harry Knuckles og AAIIEENN. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan.

 

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2017

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni. Hér má sjá myndbandið með tilkynningunni.

Listamennirnir sem bætast við eru:
 
Between Mountains
Gunnar Jónsson Collider
Stefflon Don (UK)
Halldór Eldjárn
Exos
Gróa
Aldous Harding (NZ)
Jo Goes Hunting (NL)
Káryyn (US/SY)
Kontinuum
Korter í Flog
Ama Lou (UK)
Mahalia (UK)
Kælan Mikla
Ljósvaki
Milkywhale
Omotrack
Phlegm
Pink Street Boys
ГШ/Glintshake (RU)
Sycamore Tree
Guðrún Ýr

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin í 19. skipti dagana 1. – 5. nóvember nk. Miðasala er hafin á tix.is

AKUREYRI
Eins og tilkynnt hefur verið mun hátíðin einnig vera haldin á Akureyri þar sem boðið verður upp á dagskrá í tvo daga og verða því enn fleiri möguleikar í boði fyrir hátíðargesti.

Eftirfarandi möguleikar eru í boði á Iceland Airwaves 2017:
Í boði verður að kaupa þrjár gerðir af miðum:

1) Almennur miði, gildir á alla viðburði hátíðarinnar,earlybird 17.900 kr, fullt verð 21.900 kr.
2) Akureyrarmiði, gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri, 8.900 kr.
3) Akureyri + viðbót, gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri og í Reykjavík dagana 4. og 5. nóvember, 14.900 kr.

Af þeim listamönnum sem tilkynntir voru í dag sem einnig koma fram á Akureyri eru Ásgeir, Benjamin Clementine (UK), Emiliana Torrini and the Colorist (IS/BE), Arab Strap (SCO), Emmsjé Gauti, GKR og Xylouris White (GR/AU).

Ásgeir mun halda sérstaka tónleika í Eldborg í Hörpu þar sem miðaafhending verður fyrir armbandshafa eftir “fyrstur kemur, fyrstur fær” reglunni. Það stefnir í stórt ár hjá Ásgeiri og mikil eftirvænting hefur verið eftir nýju efni en gaf hann út fyrsta lagið af væntanlegri plötu á dögunum. Hlusta má á það hér.