Árslistaþættir Straums, þar sem farið verður gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021 verður á dagskrá Xins frá klukkan tíu til tólf næstu tvö mánudagskvöld. Mánudaginn 13. desember telur Óli Dóri niður bestu erlendu lög ársins 2021 og svo viku seinna þann 20. desember er komið að bestu íslensku.
Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Mac DeMarco, Prins Póló, Per: Segulsvið, Phoebe Bridgers, Saint Etienne og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 22:00 í kvöld á X-inu 977.
1) Have Yourself A Merry Little Christmas – Mac DeMarco
Vegna herts samkomubanns er Straumur kominn í smá frí á X-inu 977. Straumur mælir með lagalistinn á Spotify verður hins vegar áfram uppfærður hvern mánudag eins og vanalega.
Tvöföld smáskífa Yaeji, Inspector Spacetime, Eris Drew, Jessy Lanza, Thool, Countess Malaise og margt annað í Straumi með Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 22:00 í kvöld!