Straumur 11. mars 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við aðra plötu Waxahatchee sem er listamannsnafn Katie Crutchfield tónlistarkonu frá Alabama fylki í Bandaríkjunum. Við heyrum nýtt efni frá Smith Westerns, She & Him, Golden Grrrls og mörgum öðrum. Einnig verða gefnir 2 miðar á tónleika Colin Stetson sem fara fram á næsta sunnudag. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

Straumur 11. mars 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Coast to Coast – Waxahatchee
2) Varsity – Smith Westerns
3) Digital Lion – James Blake
4) Jessica – Major Lazer (ft. Ezra Koenig)
5) Paul Simon – Golden Grrrls
6) Dixie Cups and Jars – Waxahatchee
7) Brother Bryan – Waxahatchee
8) Swan Dive – Waxahatchee
9) Peace and Quiet – Waxahatchee
10) Marijuana – Chrome Sparks
11) Send The Pain On – Chrome Sparks
12) Red Horse (Judges II) – Colin Stetson
13) Golden Girls – Devendra Banhart
14) Never Seen Such Good Things – Devendra Banhart
15) Never Wanted Your Love – She & Him
16) Immortals – Marnie Stern
17) Year of the glad – Marnie Stern
18) A Tooth for an Eye – The Knife
19) II – Gunnar Jónsson
20) You’re Damaged – Waxahatchee

 

Aldrei fór ég suður 2013 listi

Tíunda Aldrei fór ég suður hátíðin fer fram á Ísafirði dagana 29. og 30. mars næstkomandi. Umstillingarnefnd hátíðarinnar tilkynnti fyrr í dag listamennina sem koma fram í ár. Sjálfur Bubbi Morthens maðurinn á bak við nafn hátíðarinnar kemur loksins fram á henni, ætli hann taki Aldrei fór ég suður?
    • Abbababb
    • Blind Bargain
    • Borkó
    • Bubbi Morthens
    • Dolby
    • Duro
    • Fears
    • Futuregrapher
    • Hörmung
    • Jónas Sig
    • Langi Seli og skuggarnir
    • Lára Rúnars
    • Monotown
    • Mugison
    • Ojba Rasta
    • Oyama
    • Prinspóló
    • Ragga Gísla og Fjallabræður
    • Rythmatik
    • Samaris
    • Sin Fang
    • Skúli Mennski
    • Sniglabandið
    • Stafrænn Hákon
    • Valdimar
    • Ylja

Nýtt frá She & Him

Dúettinn She & Him með leikonuna Zooey Deschanel og M. Ward innanborðs sendi í dag frá sér fyrstu smáskífuna af  sinni þriðju plötu Volume 3 sem kemur út  3. maí næstkomandi. Lagið heitir Never Wanted Your Love og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan. Fyrsta plata þeirra Volume 1 kom út 2008 og Volume fylgdi í kjölfarið árið 2010. 

Peakings Lights remixar Reykjavik

Breski tónlistarmaðurinn Brolin gefur út sína fyrstu EP plötu Cundo þann 25. mars. Fyrsta lagið til heyrast af plötunni er lag nefnt í höfuðið á höfuðborg okkar Íslendinga. Nú hefur rafdúettinn Peaking Lights frá Kaliforníu endurhljóðblandað lagið Reykjavik með frábærum árangri. Hlustið hér fyrir neðan.

 

Straumur 4. mars 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Glass Candy, Tame Impala, Azealia Banks, Suuns og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

Straumur 4. mars 2012 by Olidori on Mixcloud

 

1) Attracting Files – AlunaGeorge
2) Barely Legal – Azealia Banks
3) The Possessed (Runway edit) – Glass Candy
4) Slasherr – Rustie
5) Dancing Out In Space – David Bowie
6) 2020 – Suuns
7) Bambi – Suuns
8) Nothing Is Easy – Marnie Stern
9) Mind Mischief (ducktails remix) – Tame Impala
10) One Kiss Ends It All – Saturday Looks Good To Me
11) Only You Can Show Me – Goldroom
12) Around You – Roosevelt
13) Black Shore – Úlfur
14) I’m Not Sayin’ – The Replacements

All Tomorrow’s Parties í Keflavík?

Fréttablaðið skýrði frá því um helgina að viðræður hafi átt sér stað um að halda tónlistarhátíðina All Tomorrow’s Parties  í Reykjanesbæ í júní. Hátíðin færi fram á varnarliðssvæðinu en skipulagning hennar hefur staðið yfir frá árinu 2011. Samkvæmt Fréttablaðinu myndu sex til sjö erlend bönd spila á All Tomorrow’s Parties þar á meðal indie sveitin Deerhoof ásamt íslenskum böndum. Hátíðin hér á landi myndi vera frábrugðin ATP erlendis á þann hátt að ekki myndi ein hljómsveit stjórna dagskrá hátíðarinnar.

 

Tónleikar um helgina: 1.- 2. mars 2013

 

 

Af nóg er að taka fyrir  tónleikaþyrsta um helgina:

 

Föstudagur 1. mars: 

 

– Hljómsveitirnar Babies, Boogie Trouble og Nolo leiða saman hesta sína á tónleikastaðnum Faktorý. Öllum þeim sem vilja virkilega dansa sig af stað inn í helgina og óminnishegran er bent á að mæta stundvíslega og greiða aðgangseyri kr. 1000 við hurðina. Þeim sem mæta er lofað rúmum helgarskammti af gleði, dansi og glaumi. Efri hæðin á Fakotrý opnar kl. 22:00 og tónleikar byrja klukkan 23:00.

– Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta mun halda ókeypis tónleika á Hressó en sveitin mun stíga á svið um 23:00.

– Hljómsveitin Oyama heldur einnig ókeypis tónleika á Bar 11. Húsið opnar 21:00 og tónleikarnir hefjast 22:30

– Útgáfutónleikar Péturs Ben fara fram í Bæjarbíó Hafnafirði.  Miðaverð er 2500 krónur og hefjast tónleikar stundvíslega kl 21.00. Pétur Ben gaf á dögunum út sína aðra sóló plötu God’s lonely man og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda auk þess sem hún var hlaut verðlaun Kraums og var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna.  Strengjakvartettinn Amiina leikur með þeim á þessum einu tónleikum og hljómsveitin The Heavy Experience leikur á undan en þeir gáfu einmitt út plötuna Slowscope á síðasta ári. 

– Skúli Mennski ásamt hljómsveitinni Þungri Byrði mun halda tónleika á  Dillon og taka nokkur vel valin lög. Þeir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

– Fyrsta útgáfan frá nýju plötufyrirtæki, Lady Boy Records, leit nýverið dagsins ljós, en hana er hægt að fá í afar sérstöku formi – sem gamaldags kassettu. Forsprakkar útgáfunnar fagna áfanganum með veglegri tónlistarveislu á Volta, þar sem fram koma margir af fremstu raftónlistarmönnum þjóðarinnar, þar á meðal Futuregrapher, Quadruplos, Bix, Krummi, ThizOne og margir fleiri. 500 kr. inn. Hefst kl. 21.

Laugardagur 2. mars

 

– Kviksynði #5

Kviksynði kvöldin hafa undanfarin misseri fest sig í sessi sem helstu techno-tónlistar kvöld Reykjavíkur. Fram koma að þessu sinni Captain Fufanu, Bypass, Ewok og Árni Vector. Hefst kl. 23. 500 kr. inn fyrir kl. 1 og 1000 kr. eftir það.

– Hljómsveitin Bloodgroup mun spila á tónleikum á Bar 11 og frumflytja efni af sinni þriðju plötu Tracing Echoes. Húsið opnar klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis.

– Bræðrabandið NOISE er nú að leggja lokahönd á upptökur og hljóðblöndun af fjórðu  plötu bandsins sem lítur dagsins ljós í sumar og ætla af því tilefni að frumflytja nokkur lög af nýju plötunni á Dillon kl.23:00

Azealia Banks með Strokes ábreiðu

Azealia Banks sendi fyrr í kvöld frá sér ábreiðu af laginu Barely Legal sem er að finna á fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Strokes – Is This It frá árinu 2001. Banks er ekki óvön því að senda frá sér slíkar ábreiður, hún sendi t.d frá sér lagið Slow Hands eftir hljómsveitina Interpol fyrir nokkrum árum.

Thom Yorke dansar á ný

Thom Yorke söngvari Radiohead hefur tekið fram dansskóna á nýjan leik fyrir myndband við lagið Ingenue af plötu stjörnubandsins Atoms For Peace en Yorke er þar fremstur meðal jafningja. Síðast mátti sjá Yorke dansa í myndbandinu við lagið Lotus Flower af síðustu plötu Radiohead The King of Limbs frá árinu 2011.

Lady Boy Records fagna útgáfu

Nýstofnuð plötuútgáfa að nafninu Lady Boy Records mun halda útgáfuhóf í tilefni af útgáfu á safnplötunni Lady Boy Records 001 á Volta á föstudaginn. Að plötuútgáfunni standa þeir Frímann Ísleifur Frímannsson og Nicolas Kunysz og kom safnplatan út á kassettu í takmörkuðu upplagi á dögunum. Húsið opnar klukkan 21 og tónleikarnir hefjast klukkan 22. Þeir listamenn sem koma fram eru:

X.O.C. Gravediggers Inc.(/Apacitated)
Harry Knuckles
Nicolas Kunysz
Futuregrapher
Quadruplos
Rafsteinn
ThizOne
Krummi
Bix

Miðaverð er 500 kr og verður kassettan til sölu um kvöldið á 3000 krónur. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna.