Tónleikahelgin 24.-25. júní

 

Föstudagur 24. júní

 

Tónlistarkonan Kira Kira mun hleypa villidýrunum í gegnum hátalarana í Mengi en hún er á lokasprettinum með tvær nýjar plötur, tónlist sem nær enginn hefur heyrt. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 25. júní

 

Raftónlistarmaðurinn Einar Indra heldur útgáfutónleika fyrir plötu sína Stories á Kex Hostel. Þeir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 inn í Gym & Tonik salnum og það er ókeypis inn.

 

Það verður klúbbakvöld á Húrra þar sem Trentemoller samstarfsmaðurinn Kasper Bjorke mun þeyta skífum, ásamt Sexy Lazer og The Mansisters. Það kostar 1000 krónur í forsölu en 2000 krónur við hurð, hefst á miðnætti og stendur langt fram á nótt.

 

Söngkonan og lagahöfundurinn Ólöf Arnalds mun seiða fram töfrandi dagskrá á Jónsmessukvöld í Mengi ásamt samverkamanni sínum til margra ára, Skúla Sverrissyni. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Það verður haldið upp á 20 ára afmæli Skýjum Ofar á Paloma. Plötusnúðar sem hafa staðfest komu sína eru Reynir, Addi, Eldar, Bjössi, Ewok, Skeng og Grétar G. Gleðin hefst upp úr 23:00 og stendur í alla nótt, miðaverð er 1500.

Stiklað á stóru á Secret Solstice

Þriðja Secret Solstice hátíðin var sett í dag og býður upp á drekkfullt hlaðborð tónlistaratriða næstu fjóra daga. Hér verður stiklað á því allra stærsta af því sem Straumi þykir mest spennandi í erlendu deildinni.

 

Flatbush Zombies

Grjóthart rapptríó frá Flatbush í Brooklyn. Áhrif kannabisreykinga og rappsveita á borð við Gravediggaz áberandi.

 

St Germain

Franskur plötusnúður og pródúsant sem var mjög áhrifamikill í trip hop lounge senu 10. áratugarins. Platan hans Tourist er algjör klassík í þeirri deild.

 

Radiohead

Þarfnast í raun ekki kynningar. En við sáum þá á Primavera fyrir tveimur vikum og þeir léku á alls oddi. Slagarar á færibandi og almenn hressheit.

 

Die Antwoord

Suður-afrískur fjöllistahópur sem er tónlist og myndlistargjörningur í jöfnum hlutföllum. Algjörlega einstakt fenómen og dauðasök að missa af þeim.

 

Roisin Murphy

Hetja, díva, gyðja. Fyrrverandi söngkona hinnar frábæru Moloko hefur haldið áfram að færa út landhelgi diskótónlistar með stanslausri tilraunagleði og sköpunarkrafti.

 

Kelela

Frábær söngkona sem færir R’n’B yfir í 21. öldina með frumlegri raddbeitingu og töktum frá ekki ómerkari mönnum en Arca.

 

M.O.P.

Ante up. Nuff said.

 

Tónleikahelgin 27.-28. maí

 

Föstudagur 27. Maí

 

Babies spila á Loft Hostel og spila frá 18:00 til 21:00. Ókeypis inn og sumargull í boði.

 

Sveitirnar Stroff og Brött Brekka spila á Dillon. Byrjar 22:00 og kostar þúsund krónur inn.

 

Jari Suominen og Haraldur Karlsson leika raftónlist í Mengi. Byrjar 21:00 og kostar 2000 krónur inn.

 

Djassgeggjararnir í ADHD spila í Gamla Bíói. Miðaverð er 3500 og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Laugardagur 28. Maí

 

Valdimar spila á Húrra. Miðaverð er 2500 krónur og tónleikarnir hefjast 22:00.

 

Plötusnúðurinn Omid 16b kemur fram á klúbbakvöldi Elements á Paloma. Það hefst 23:00 og stendur fram eftir nóttu og miðaverð er 1500 krónur.

Tónleikahelgin 12.-15. maí

 

Fimmtudagur 12. maí

 

Þremenningarnir Ife Tolentino, Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson flytja sjóðheita bossa nova tóna í Mengi. Hefst klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Raftónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz spilar á Stofunni. Tónleikarnir byrja 21:30 og það er ókeypis inn.

 

Það verða rapptónleikar á Loft Hostel, fram koma Gasmask Man, Hettumávar, Sardu og KILO. Ókeypis inn og byrjar 20:00.

 

Föstudagur 13. Maí

 

Ársfundur íslensku rappsenunnar, Rapp í Reykjavík, fer fram á Húrra um hvítasunnuhelgina. Í kvöld koma fram Forgotten Lores, Kött Grá Pé, Geimfarar, Shades of Reykjavík og Heimir Rappari. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Steve Wynn, gítarleikari og stofnandi rokkhljómsveitarinnar The Dream Syndicate

 

Laugardagur 14. Maí

 

Rapp í Reykjavík heldur áfram á Húrra, laugardagskvöldið koma fram Vagina Boys, Krakk og Spaghettí, Sturla Atlas, GKR og Reykjavíkurdætur. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Sunnudagur 15. Maí

 

Rapp í Reykjavík heldur áfram á Húrra, sunnudagskvöldið koma fram Úlfur Úlfur, Cell 7, Aron Can, Krabba Mane og Herra Hnetusmjör. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Rokksveitin Fufanu spilar á Kex Hostel, a & e sounds sjá um upphitun. Byrjar 21:00 og aðgangur ókeypis.

Tónleikahelgin 14.-16. apríl

Fimmtudagur 14. apríl

 

Rafpopp hljómsveitirnar Wesen og Antimony munu stíga á stokk á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og aðgangur ókeypis.

 

Þriðji hluti tónleikaseríunnar HMM:X verður haldinn á Húrra en þar koma fram Ultraorthodox, Skrattar, IDK I ITA og Roth. Hefst 20:00 og kostar 1000 krónur inn.

 

Föstudagur 15. Apríl

 

Agent Fresco koma fram í Gamla Bíói. Um upphitun sjá Soffía Björg og Axel Flóvent. Tónleikarnir byrja 20:30 og miðaverð er 2900.

 

Spünk og Skerðing koma fram á Bar 11. Hefst 22:00 og aðgangur ókeypis.

Laugardagur 16 apríl

 

Bandaríska indísveitin Foxing kemur fram á Húrra. Um upphitun sjá Markús & The Diversion Sessions og Teitur Magnússon. Tónleikarnir byrja 21:00 og miðaverð er 1500 krónur í forsölu á tix.is eða 2000 krónur við hurð.

 

FALK og útvarpsþátturinn Plútó standa fyrir Opal Tapes Showcase kvöldi á Paloma. Fram koma J Albert og Patricia frá Bandaríkjunum, Basic House og Manse frá Bretlandi, auk Gunna Ewok, Tandra, Frank Honest og Nærveru. Kvöldið byrjar 23:30 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Tónlistarmaðurinn Mikael Lind verður með tónleika í Mengi til að fagna útgáfu skífunnar Intentions and Variations sem kefur út á vegum Morr Music. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Útgáfan Lady Boy Records fagnar útgáfu sinnar nýjustu safnkasettu með heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum. Fram koma Harry Knuckles, Vrong, Rattofer , Skelkur í bringu, russian.girls, Panos from Komodo, O|S|E| og Nicolas Kunysz. Dagskráin byrjar klukkan 10:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur ef mætt er fyrir miðnætti, en 2000 krónur eftir það.

 

Alchemia og gestir koma fram á Bar 11. Byrja 22:00 og aðgangur ókeypis.

Hlustunarpartý Boogie Trouble á Húrra

Hljómsveitin Boogie Trouble gaf á dögunum frá sér sína fyrstu breiðskífu, Í bænum, og mun af því tilefni blása til hlustunarveislu á Húrra í kvöld. Platan verður spiluð í heild sinni, unnt verður að næla sér í eintak á afsláttarverði og boðið verður upp á frítt öl. Veislan hefst klukkan 8 og er öllum opin og ókeypis. Hlustið á smáskífuna Diskósnjór hér fyrir neðan.

Tónleikahelgin 31. mars – 2. apríl

Fimmtudagur 31. mars

 

Það verða styrktartónleikar á Húrra fyrir Palla, Dóra og Rós sem misstu aleiguna í brunanum á Grettisgötu fyrr í mánuðinum. Húsið opnar 20:30 og fram koma Seabear, Mamút, Singapore Sling og Serengeti. Miðverð er 2000 krónur.

 

Tónlistarmaðurinn Arnljótur kemur fram á Hlemmi Square, byrjar að spila klukkan 9 og aðgangur er ókeypis.

 

Ensku listamennirnir James Birchall og Sarah Faraday koma fram í Mengi þar sem saman renna vettvangshljóðritanir James frá Íslandi og myndskeið Söru frá þeim stöðum þar sem hljóðin voru fönguð. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir 2000 krónur.

 

Föstudagur 1. apríl

 

Auður og DJ Flugvél og Geimskip koma fram í Bryggjunni Brugghús á Grandagarði 8. Tónleikarnir hefjast upp úr 8 en einnig verður boðið upp á smakk á nýjum IPA bjór sem er samstarfsverkefni Reykjavík Grapevine og Bryggjunnar.

 

Shahzad Ismaily og Gyða Valtýsdóttir koma fram í Mengi. Tónleikar hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 2. Apríl

 

Í Mengi mun klukkan 17:00 mun hljóðinnsetning Þórönnu Björnsdóttur, Tónlist fyrir létt og þungt andrúmsloft, óma í Mengi en innsetninguna, sem er innblásin af veðurskilum á Íslandi, vann Þóranna í samstarfi við Nicolas Kunysz og Veðurstofu Íslands. Aðgangur er ókeypis.

 

Í tilefni af ársafmæli Free The Nipple byltingarinnar verður slegið upp partý og dansleik á Húrra. Fjörið hefst 20:00 en fram koma Sykur, Boogie Trouble og DJ Sunna Ben. Ókeypis inn og allir velkomnir.

 

MC Bjór og Bland, Hjalti Jón og Big Mint koma fram á Dillon. Tónleikarnir byrja á slaginu 22:30 og aðgangur er ókeypis.

 

Fyrsta undankvöld Músíktilrauna fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Miðaverð er 1500 og kvöldið hefst 19:30.

 

Blár apríl, styrktartónleikar fyrir börn með einhverfu verða haldnir í Gamla Bíói. Fram koma Valdimar, Hjálmar og Júníus Meyvatn, tónleikarnir hefjast 20:00 og aðgangseyrir er frá 3900 til 5900 eftir staðsetningu.

 

Þungarokksveitin Cephalic Carnage kemur fram á Gauknum ásamt Beneath, Severed, Hubris, Logn og Urðun. Hefst 21:00 og aðgangseyrir er 4000 krónur.

Tónleikar helgarinnar 17.-19. mars

Fimmtudagur 17. mars

 

Baráttutónleikar UNICEF verða haldnir á Kex Hostel. Fram koma Amaba Dama, Sóley, DJ Flugvél og Geimskip, Kött Grá Pé, Milky Whale og Úlfur Úlfur. Tónleikarnir standa yfir frá 17:30 til 23:00 og miðaverð er 1500 krónur sem rennur til barnungra fórnarlamba stríðsins í Sýrlandi.

 

Berlínska hljómsveitin Wonkers kemur fram á Húrra. Um upphitun sjá Auður og Ásdís. Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Tónlistarmennirnir Maria Bay Bechmann og Julius Rothlaender, sem saman skipa dúettinn VIL, koma fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikanir byrja 21:00.

 

FALK félagsskapurinn heldur tónleika á Dillon með breskum tónlistarmanni að nafni AGATHA. Um upphitun sjá AMFJ og Nicolas Kunysz. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:30 og það kostar 500 kr inn.

 

Föstudagur 18. mars

 

Svartmálmshljómsveitin Misþyrming og þungarokksgrallararnir í Muck koma fram á tónleikum The Reykjavík Grapevine á Húrra. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Tónleikamyndin Stop Making Sense verður sýnd í Bíó Paradís klukkan 20:00. 

 

Laugardagur 19. mars

 

Tónlistarmaðurinn Earth hour spilar á Loft Hostel. Hefst 21:00 og ókeypis inn.

 

 

 

Útidúr gefa út Bila-St.Æðin

Hljómsveitin Útidúr fagnar útgáfu á sinni þriðju breiðskífu, Bila-St.Æðin, í Bíó Paradís klukkan 17:00 í dag. Platan hefur verið í vinnslu síðustu þrjú ár og tekin upp að hluta til í Sundlauginni en mestmegnis af hljómsveitinni sjálfri ásamt Kára Einarssyni í hljóðveri hans. Tónlist plötunnar fer út um víðan völl og blandar saman áhrifum allt frá klassískri yfir í indverska og austur-evrópska tónlist. Útkoman er blanda af taktdrifnum lögum með melódíum sem fljóta yfir íburðarmikinn hljóm alls kyns strengja- og blásturshljóðfæra.

 

Útgáfan er með óhefðbundnu sniði en í stað geisladisks hefur hljómsveitin útbúið bókverk sem inniheldur niðurhalskóða með plötunni, hannað af Gunnari Erni Egilssyni. Platan verður spiluð í heild sinni í bíósal á slaginu 17:00 en í Bíó Paradís verður einnig boðið upp á léttar veitingar og platan/bókverið verður til sölu á tilboðsverði.

Hér að neðan má horfa á glænýtt myndband við Ennio, eitt laga plötunnar.

Tónleikahelgin 26.-27. febrúar

Föstudagur 26. febrúar

 

Tímaritið Reykjavík Grape stendur fyrir tónleikum á Húrra þar sem Singapore Sling koma fram. Töffararokkið hefst 22:30 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Söngkonan, þeremínleikarinn og lagahöfundurinn Hekla Magnúsdóttir fram í Mengi þar sem hún mun syngja og spilar á þeremínið sitt lög af væntanlegri plötu. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Listahópurinn FALK (Fuck Art Lets Kill) stendur fyrir myrkramessu á Dillon. Fram koma Hið Myrka Man, Fredi Sirocco, AMFJ og Döpur. Messan hefst 21:00 og það er ókeypis inn en plötur, kasettur, bolir og skart verður til sölu á staðnum.

 

Laugardagur 27. Febrúar

 

Japanski raftónlistarmaðurinn Daisuke Tanabe kemur fram í Mengi. Tanabe hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína þar sem saman renna hipp-hopp, raftónlist, djass og þjóðlagatónlist svo úr verður mjög frumleg og sérstæð blanda. Tónleikar hans byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Ceasetone verður með frumsýningarpartý og kveðjutónleika á Loft Hostel. Sveitin hyggur á strandhögg í Bandaríkjunum á næstunni og mun meðal annars koma fram á South By Southwest hátíðinni í Austin. Þá verður frumsýnt tónlistarmyndband við lagið Bright Side. Hefst 20:00 og ókeypis inn.

 

Bandaríska harðkjarnasveitin Driftoff kemur fram á Dillon. Great Grief, We Made God og Skerðing hita upp. Fyrsta band fer á svið 21:30 og aðgangseyrir er 500 krónur.