Tónleikahelgin 14.-16. apríl

Fimmtudagur 14. apríl

 

Rafpopp hljómsveitirnar Wesen og Antimony munu stíga á stokk á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og aðgangur ókeypis.

 

Þriðji hluti tónleikaseríunnar HMM:X verður haldinn á Húrra en þar koma fram Ultraorthodox, Skrattar, IDK I ITA og Roth. Hefst 20:00 og kostar 1000 krónur inn.

 

Föstudagur 15. Apríl

 

Agent Fresco koma fram í Gamla Bíói. Um upphitun sjá Soffía Björg og Axel Flóvent. Tónleikarnir byrja 20:30 og miðaverð er 2900.

 

Spünk og Skerðing koma fram á Bar 11. Hefst 22:00 og aðgangur ókeypis.

Laugardagur 16 apríl

 

Bandaríska indísveitin Foxing kemur fram á Húrra. Um upphitun sjá Markús & The Diversion Sessions og Teitur Magnússon. Tónleikarnir byrja 21:00 og miðaverð er 1500 krónur í forsölu á tix.is eða 2000 krónur við hurð.

 

FALK og útvarpsþátturinn Plútó standa fyrir Opal Tapes Showcase kvöldi á Paloma. Fram koma J Albert og Patricia frá Bandaríkjunum, Basic House og Manse frá Bretlandi, auk Gunna Ewok, Tandra, Frank Honest og Nærveru. Kvöldið byrjar 23:30 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Tónlistarmaðurinn Mikael Lind verður með tónleika í Mengi til að fagna útgáfu skífunnar Intentions and Variations sem kefur út á vegum Morr Music. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Útgáfan Lady Boy Records fagnar útgáfu sinnar nýjustu safnkasettu með heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum. Fram koma Harry Knuckles, Vrong, Rattofer , Skelkur í bringu, russian.girls, Panos from Komodo, O|S|E| og Nicolas Kunysz. Dagskráin byrjar klukkan 10:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur ef mætt er fyrir miðnætti, en 2000 krónur eftir það.

 

Alchemia og gestir koma fram á Bar 11. Byrja 22:00 og aðgangur ókeypis.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *