Tónleikahelgin 26.-27. febrúar

Föstudagur 26. febrúar

 

Tímaritið Reykjavík Grape stendur fyrir tónleikum á Húrra þar sem Singapore Sling koma fram. Töffararokkið hefst 22:30 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Söngkonan, þeremínleikarinn og lagahöfundurinn Hekla Magnúsdóttir fram í Mengi þar sem hún mun syngja og spilar á þeremínið sitt lög af væntanlegri plötu. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Listahópurinn FALK (Fuck Art Lets Kill) stendur fyrir myrkramessu á Dillon. Fram koma Hið Myrka Man, Fredi Sirocco, AMFJ og Döpur. Messan hefst 21:00 og það er ókeypis inn en plötur, kasettur, bolir og skart verður til sölu á staðnum.

 

Laugardagur 27. Febrúar

 

Japanski raftónlistarmaðurinn Daisuke Tanabe kemur fram í Mengi. Tanabe hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína þar sem saman renna hipp-hopp, raftónlist, djass og þjóðlagatónlist svo úr verður mjög frumleg og sérstæð blanda. Tónleikar hans byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Ceasetone verður með frumsýningarpartý og kveðjutónleika á Loft Hostel. Sveitin hyggur á strandhögg í Bandaríkjunum á næstunni og mun meðal annars koma fram á South By Southwest hátíðinni í Austin. Þá verður frumsýnt tónlistarmyndband við lagið Bright Side. Hefst 20:00 og ókeypis inn.

 

Bandaríska harðkjarnasveitin Driftoff kemur fram á Dillon. Great Grief, We Made God og Skerðing hita upp. Fyrsta band fer á svið 21:30 og aðgangseyrir er 500 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *