Tónleikahelgin 12.-15. maí

 

Fimmtudagur 12. maí

 

Þremenningarnir Ife Tolentino, Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson flytja sjóðheita bossa nova tóna í Mengi. Hefst klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Raftónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz spilar á Stofunni. Tónleikarnir byrja 21:30 og það er ókeypis inn.

 

Það verða rapptónleikar á Loft Hostel, fram koma Gasmask Man, Hettumávar, Sardu og KILO. Ókeypis inn og byrjar 20:00.

 

Föstudagur 13. Maí

 

Ársfundur íslensku rappsenunnar, Rapp í Reykjavík, fer fram á Húrra um hvítasunnuhelgina. Í kvöld koma fram Forgotten Lores, Kött Grá Pé, Geimfarar, Shades of Reykjavík og Heimir Rappari. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Steve Wynn, gítarleikari og stofnandi rokkhljómsveitarinnar The Dream Syndicate

 

Laugardagur 14. Maí

 

Rapp í Reykjavík heldur áfram á Húrra, laugardagskvöldið koma fram Vagina Boys, Krakk og Spaghettí, Sturla Atlas, GKR og Reykjavíkurdætur. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Sunnudagur 15. Maí

 

Rapp í Reykjavík heldur áfram á Húrra, sunnudagskvöldið koma fram Úlfur Úlfur, Cell 7, Aron Can, Krabba Mane og Herra Hnetusmjör. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Rokksveitin Fufanu spilar á Kex Hostel, a & e sounds sjá um upphitun. Byrjar 21:00 og aðgangur ókeypis.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *