Volcano Choir streyma sinni annarri plötu, hlustið

 

Justin Vernon verður seint sakaður um aðgerðarleysi þessa dagana, auk þess að vera forsprakki Bon Iver hefur hann gefið út plötu með hljómsveit sinni The Shouting Matches, komið að gerð plötu Colin Stetson New History Warfare Vol. 3 To See More Light og Yeezus plötu Kanye West. Allt þetta hefur hann gert á árinu 2013 og nú bætist platan Rapave í safnið en hana gefur hann út með hljómsveit sinni Volcano Choir. Þetta er önnur breiðskífa sveitarinnar og fylgir á eftir Unmap sem kom út árið 2009. Rapave kemur formlega út 3. september en henni hefur þegar verið streymt á netið.
Afraksturinn er ljúfar melódíur, tilraunakenndar dramatískar rokkballöður sem kunna að vera nokkuð yfirþyrmandi fyrir viðkvæma.

Hlustið hér.

 

Earl Sweatshirt gerir plötu sína aðgengilega

 

Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur Earl Sweatshirt stimplað sig rækilega inn í rappheiminn og hafa margir beðið með vatnið í munninum eftir fyrstu plötu hans Doris. Earl er þekktastur fyrir að vera hluti af Odd Future grúbbunni og hefur platan verið sett á netið í gegnum síðu sveitarinnar en hún var ekki væntanleg fyrr en 20. ágúst.
Fjöldi tónlistarmanna ljáir Earl rödd sína á plötunni t.d. Mac Miller, Tyler, the Creator, Domo Genesis og rappandi Frank Ocean sem fer á kostum og lætur Chris Brown heyra það.

Hlustið hér.

Two Door Cinema Club og Madeon gefa út lag

Norður írska stuðsveitin Two Door Cinema Club hefur sent frá sér lagið „Changing of The Seasons“ sem mun verða titill þriggja laga EP-skífu sem er væntanleg er 30. september. Franski unglingurinn Madeon vinnur að gerð plötunnar í samstarfi við tríóið en fær sem betur fer ekki að hafa of mikil áhrif á tónasmíðar sveitarinnir og dupstepið fær að mæta afgangi. Hljómsveitin fær þó aukinn kraft með tilkomu Madeon og þéttleikinn og synthatónarnir ná nýjum hæðum í þessu ágæta lagi.

cut copy með nýtt dansvænt lag

Áströlsku drengirnir í Cut Copy hafa sleppt frá sér smáskífunni „Let Me Show You“ og er þetta annað lagið sem heyrist af væntanlegri plötu. Nokkur eftirvænting hafði skapast í kringum útgáfu lagsins þar sem 120 vínyl eintökum af laginu var dreift á Pitchfork Music Festival á dögunum.
„Let Me Show You“ er dansvænn rafsmellur enda ekki við öðru á búast frá bandinu, lagið er kaflaskipt með uppbyggingum og droppum sem einkennast af húslegum takti og geimhljóðum.

TV ON THE RADIO MEÐ SITT FYRSTA LAG Í TVÖ ÁR

 

Það hefur verið rólegt í tíðinni hjá TV On the Radio undanfarið þó hljómsveitin hafi komið fram reglulega hefur nýtt efni staðið á sér allt frá útgáfu síðustu plötu þeirra Nine Types of Light. Nú hefur bandið hins vegar snúið aftur með kraftmikinn smell sem ber titilinn „Mercy“. Lagið er öllu þyngra og rokkaðara heldur en efnið á Nine Types of Light og gæti vel verið tekið af meistarastykkinu Return To Cookie Mountain sem kom út 2006 og hljóta það að teljast góð tíðindi.

TV ON THE RADIO MEÐ SITT FYRSTA LAG Í TVÖ ÁR

 

Það hefur verið rólegt í tíðinni hjá TV On the Radio undanfarið þó hljómsveitin hafi komið fram reglulega hefur nýtt efni staðið á sér allt frá útgáfu síðustu plötu þeirra Nine Types of Light. Nú hefur bandið hins vegar snúið aftur með kraftminn smell sem ber titilinn „Mercy“. Lagið er öllu þyngra og rokkaðara heldur en efnið á Nine Types of Light og gæti vel verið tekið af meistarastykkinu Return To Cookie Mountain sem kom út 2006 og hljóta það að teljast góð tíðindi.

ARCTIC MONKEYS GEFA ÚT LAG UNDIR HIP-HOP ÁHRIFUM

Þriðja smáskífan af væntanlegri plötu Arctic Monkeys AM hefur lekið á netið nokkrum dögum fyrir áætlun. Lagið heitir „Why’d You Only Call Me When You’re High?” og minnir að sögn söngvara bandsins Alex Turner á takt úr Dr. Dre lagi. Turnar gerist ekki svo kræfur að rappa í laginu og lætur sér nægja að syngja það með frásagnarkenndum falsettu stíl undir reiðu, dularfullu eyðimerkur undirspili sem svipar helst til Black Keys.
AM er fimmta plata heimskauta apanna en áður hafa lögin „Do I Wanna Know?“ og „R U Mine?“ heyrst af plötunni sem kemur út 9. september .