Two Door Cinema Club og Madeon gefa út lag

Norður írska stuðsveitin Two Door Cinema Club hefur sent frá sér lagið „Changing of The Seasons“ sem mun verða titill þriggja laga EP-skífu sem er væntanleg er 30. september. Franski unglingurinn Madeon vinnur að gerð plötunnar í samstarfi við tríóið en fær sem betur fer ekki að hafa of mikil áhrif á tónasmíðar sveitarinnir og dupstepið fær að mæta afgangi. Hljómsveitin fær þó aukinn kraft með tilkomu Madeon og þéttleikinn og synthatónarnir ná nýjum hæðum í þessu ágæta lagi.