Earl Sweatshirt gerir plötu sína aðgengilega

 

Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall hefur Earl Sweatshirt stimplað sig rækilega inn í rappheiminn og hafa margir beðið með vatnið í munninum eftir fyrstu plötu hans Doris. Earl er þekktastur fyrir að vera hluti af Odd Future grúbbunni og hefur platan verið sett á netið í gegnum síðu sveitarinnar en hún var ekki væntanleg fyrr en 20. ágúst.
Fjöldi tónlistarmanna ljáir Earl rödd sína á plötunni t.d. Mac Miller, Tyler, the Creator, Domo Genesis og rappandi Frank Ocean sem fer á kostum og lætur Chris Brown heyra það.

Hlustið hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *