ARCTIC MONKEYS GEFA ÚT LAG UNDIR HIP-HOP ÁHRIFUM

Þriðja smáskífan af væntanlegri plötu Arctic Monkeys AM hefur lekið á netið nokkrum dögum fyrir áætlun. Lagið heitir „Why’d You Only Call Me When You’re High?” og minnir að sögn söngvara bandsins Alex Turner á takt úr Dr. Dre lagi. Turnar gerist ekki svo kræfur að rappa í laginu og lætur sér nægja að syngja það með frásagnarkenndum falsettu stíl undir reiðu, dularfullu eyðimerkur undirspili sem svipar helst til Black Keys.
AM er fimmta plata heimskauta apanna en áður hafa lögin „Do I Wanna Know?“ og „R U Mine?“ heyrst af plötunni sem kemur út 9. september .

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *