Bestu íslensku plötur ársins

 

 

 

1) Ojba Rasta – Ojba Rasta

Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Platan sem er samnefnd sveitinni kom út hjá Records Records og var á meðal þeirra platna sem fengu hin árlegu plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs. Ojab Rasta er besta íslenska plata ársins hér á straum.is

 

2) Retro Stefson – Retro Stefson

Hljómsveitin Retro Stefson sendi frá sína þriðju breiðskífu í ár. Platan sem er samnefnd sveitinni sýnir talsverðan þroska í lagasmíðum. Minna er um gítara og meira um hljóðgervla en áður enda sá sjálfur Hermigervill um upptökustjórn á  plötunni.

viðtal við Retro Stefson  

      1. airwaves 3 1

 

 

3) Pascal Pinon – Twosomeness

Twosomeness var tekin upp af Alex Somers sem hefur áður unnið með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Hljómsveitin er  skipuð tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum og hefur verið virk frá árinu 2009. Twosomeness inniheldur 12 lög og eru textar fluttir á íslensku, ensku og sænsku.

Ekki vanmeta:  

      2. 01 Ekki Vanmeta

 

 

4) Sin Fang – Half Dreams EP

Sin Fang sendi frá sér þessa frábæru EP plötu til þess að stytta aðdáendum sínum biðina í nýja plötu sem kemur út í febrúar.

 

Viðtal við Sindra úr Sin Fang

      3. Airwaves 2 1 hluti

 

5) Dream Central Station – Dream Central Station

Þau Hallberg Daði Hallbergsson og Elsa María Blöndal eru í fararbroddi innan Dream Central Station og hafa verið að vinna að plötunni undanfarin ár. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarínu og Elsa María í Go-Go Darkness. Öll lög og textar eru eftir Hallberg fyrir utan ábreiðu af laginu Feel so Good með Brian Jonestown Massacre.

 

 

 

6) Pétur Ben – God’s Lonely Man

Önnur plata Péturs Ben er mikið stökk frá hans fyrstu plötu – Wine For My Weakness sem kom út fyrir sex árum síðan. Pétur hefur notað tímann vel til að þróa lagasmíðar sínar og tekur hann áhrif frá ýmsum listamönnum sem hafa verið áberandi síðustu ár, blandar þeim saman og útkoman er eitthvað alveg nýtt.

 

 

7) Hjaltalín – Enter 4

Hljómsveitin Hjaltalín kom öllum að óvörum þegar hún sleppti þessari frábæru plötu frá sér í nóvember. Persónuleg plata sem fylgir á eftir plötunni Terminal frá árinu 2009.

 

 

 

8-9) Japanese Super Shift and the Future Band –  Futatsu

Hljómsveitin Japanese Super Shift and the Future Band inniheldur meðal annars tvo fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar Lödu Sport. Skotheld plata undir sterkum áhrifum frá jaðarrokki tíunda áratugsins.

 

Viðtal við Japanese Super Shift and the Future Band

      4. Airwaves 4 2012

 

 

8-9) Jón Þór – Sérðu mig í lit

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út sína fyrstu sólóplötu í ár. Platan heitir Sérðu mig í lit og er þetta í fyrsta skipti sem Jón Þór syngur á íslensku.

 

 

10) Samaris – Stofnar Falla EP

Önnur EP plata Samaris kom út í ár. Stofnar Falla fylgir á eftir plötunni Hljóma þú sem hljómsveitin sendi frá sér í fyrra. Á plötunni má heyra afbrigði af trip-hoppi tíunda áratugarins í bland við raftónlist nútímans ásamt sterkri rödd Jófríðar Ákadóttur.

Stofnar falla (Subminimal remix): 

      5. 06 Stofnar falla (Subminimal remix)

 

 

11)  Stafrænn Hákon – Prammi

Klump:

      6. 02 Klump

 

 

 

12) Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn

Sumargestur:

      7. 03 Sumargestur

 

 

13) Ghostigital – Division of Culture and Tourism

 

 

14) Tilbury – Exorcise

 

 

15) Borko – Born to be free

Born to be free:

      8. 01 Born to be Free

 

 

16) Moses Hightower – Önnur Mósebók

 

 

17) Nóra – Himinbrim

 

 

18) Futuregrapher – LP

 

 

19) Kiriyama Family – Kiriyama Family

 

 

20) M-Band – EP

LoveHappiness (feat. RetRoBot) 

      9. LoveHappiness (feat. RetRoBot)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *