Tónlistarmaðurinn Jack Tatum, sem gefur út draumkennda tónlist undir nafninu Wild Nothing sendi í gærkvöld frá sér ábreiðu af jólalagi Captain Sensible frá árinu 1982 One Christmas Catalogue. Tatum gerir lagið að sínu með mikilli notkun hljóðgervla.
Month: December 2013
Lög ársins 2013
30) New York City – Christopher Owens
29) The Socialites (Joe Goddard remix) – Dirty Projectors
28) Retrograde – James Blake
27) Elliot – Roosevelt
26) Lanzarote – Lindstrom/Todd Terje
25) Jessica (ft. Ezra Koenig) – Major Lazer
24) Red Eyes – The War On Drugs
23) Fall Back – Factory Floor
22) Elise – Blondes
21) Zion Wolf (track 3) – Jai Paul
Plötur í 20. – 11. sæti
Kraumslistinn 2013 – Verðlaunaplötur
Kraumslistinn 2013, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í sjötta sinn í dag.
Á Kraumslistanum í ár er að finna sjö framúrskarandi plötur frá metnaðarfullu tónlistarfólki. Tónlistarárið 2013 var fjölbreytt og spennandi og allar þær útgáfur sem fengu tilnefningu á Úrvalslista Kraums bera þess merki að unnið hefur verið að þeim af alúð og mikið verið í þær lagt. Hér er að finna vönduð verk eftir hugmyndaríkt, áræðið og umfram allt framúrskarandi listamenn.
Það var ekki auðvelt verkefni að gera upp á milli allra þeirra góðu platna sem skipuðu Úrvalslistann og komu út á árinu enda enginn vafi á því að tónlistarárið 2013 var gott og mikill kraftur í íslensku tónlistarfólki. Plöturnar sjö sem skáru framúr og skipa Kraumslistann eiga það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og fjölbreyttar en Kraumur mun leggja sitt af mörkum á komandi ári við að kynna þessi verk fyrir erlendum fjölmiðlum og fólki sem starfar innan tónlistargeirans.
Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem eru í ár sjö talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.
Kraumslistinn 2013 – Verðlaunaplötur (listinn er birtur í stafrófsröð)
- Cell7 – Cellf
- Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum
- Grísalappalísa – Ali
- Gunnar Andreas Kristinsson – Patterns
- Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me
- Mammút – Komdu til mín svarta systir
- Sin Fang – Flowers
______
Kraumslistinn haldinn í sjötta skiptið
Kraumslistanum er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að styðja og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Það er von aðstandenda Kraumslistans að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á, og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.
Verðlaun
Kraumur leggur upp með að styðja alla þá titla sem valdir eru á Kraumslistann og vekja á þeim jafna athygli frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur, fjölmiðla o.s.frv.).
Tuttugu manns áttu sæti í dómnefnd Kraumslistans 2013:
Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Benedikt Reynisson, Bob Cluness, Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur Viðar Alfreðsson, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson (Óli Dóri), Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir.
Markmið Kraumslistans
Kraumslistinn var settur á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – Markmið Kraumslistans:
- Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.
- Verðlauna og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.
- Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
- Kraumslistinn hefur ekkert aldurstakmark, en markmið hans er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita sem eru að ryðja sér til rúms.
- Stefna Kraumslistans er að leggja áherslu á alla þá titla sem dómnefndin velur, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.
- Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.
Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur
- Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
- Hjaltalín – Enter 4
- Moses Hightower – Önnur Mósebók
- Ojba Rasta – Ojba Rasta
- Pétur Ben – God’s Lonely Man
- Retro Stefson – Retro Stefson
Kraumslistinn 2011 – Verðlaunaplötur
- ADHD – ADHD2
- Lay Low – Brostinn Strengur
- Reykjavík! – Locust Sounds
- Samaris – Hljóma Þú (ep)
- Sin Fang – Summer Echoes
- Sóley – We Sink
Kraumslistinn 2010 – Verðlaunaplötur
- Apparat Organ Quartet – Pólyfónía
- Daníel Bjarnason – Processions
- Ég – Lúxus upplifun
- Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað
- Nolo – No-Lo-Fi
- Ólöf Arnalds – Innundir skinni
Kraumslistinn 2009 – Verðlaunaplötur
- Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
- Bloodgroup – Dry Land
- Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
- Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
- Hjaltalin – Terminal
- Morðingjarnir – Flóttinn mikli
Kraumslistinn 2008 – Verðlaunaplötur
- Agent Fresco – Lightbulb Universe·
- FM Belfast – How to Make Friends
- Hugi Guðmundsson – Apocrypha
- Ísafold – All Sounds to Silence Come
- Mammút – Karkari
- Retro Stefson – Montaña
18. desember: Yo La La – Amaba Dama
Fyrir jólin 2011 sendi reggae-sveitin Amaba Dama með Gnúsa Yones fremstan í flokki frá sér jólalagið Yo La La. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Lög ársins 2013
10) Open Eye Signal – Jon Hopkins
Open Eye Signal er dúndrandi klúbbatekknó með áferð ambíents. Átta mínútna stigmagnandi ferðalag með bassatrommu á hverju slagi. Eins og Brian Eno að rímixa Underworld, á jafn vel heima í klúbbnum og stofunni.
9) Hanging Gardens – Classixx
Hanging Gardens er líkt og ferðalag sem hefst á yfirgefinni strönd sem á augabragði fyllist og endar í brjáluðu strandpartí. Gæða rafpoppi sem á svo sannarlega heima á dansgólfinu.
8) More Than I Love Myself – Sean Nicholas Savage
Allir þeir sem voru viðstaddir tónleika Sean Nicholas Savage á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember urðu vitni af því gríðarlega tilfinningaflóði sem einkennir flutning hans. Savage sendi þetta lag frá sér í maí sem er gott dæmi um þetta enda var það hápunktur einstakra tónleika hans hér á landi.
7) Birth In Reverse – St. Vincent
Sum lög þurfa yfirlegu og talsverðan tíma áður en hægt er að njóta þeirra eða meta gæði þeirra almennilega. Birth in Reverse er ekki eitt af þeim heldur skynjar maður á fyrstu hálfu mínútunni að hér er eitthvað sérstakt í gangi. Grúvið er algjört skrímsli, tempóið geysihratt og fáir í heiminum nota rafmagnsgítar á jafn hnitmiðaðan hátt og St. Vincent. Það er ástæðan fyrir því að þetta lag er svona ofarlega á lista þrátt fyrir að vera nánast nýkomið út.
6) ODB – Danny Brown
ODB er besta rapplag ársins en það var ekki einu sinni á Old, plötu Danny Brown. Takturinn fer í margar áttir í einu og Danny Brown rappar eins og berserkur yfir hann. Eins og titillinn gefur til kynna svífur andi Old Dirty Bastards heitins yfir vötnum, bæði í lyfjuðum taktinum og brjálæðislegu flæði Danny Brown.
5) When a Fire Starts to Burn – Disclosure
Platan Settle var troðfull og grípandi slögurum og eftirminnilegum gestasöngvurum en að okkar mati var ósungna upphafslagið, When a Fire Starts to Burn, það besta. Garage-takturinn framkallar strax líkamleg viðbrögð og þú færð kippi í útlimana og getur ekki annað en hreyft þig í takt. Raddbúturinn „When a Fire Starts to Burn“ er síðan meira grípandi en nokkurt viðlag og hefur kveikt í þakinu á mörgum skemmtistöðum á árinu.
4) Full Of Fire – The Knife
Að okkar mati var platan Shaking The Habitual ójöfn, of löng og full innhverf en fyrsta smáskífan er eitt það magnaðasta sem sænski systkinadúettinn hefur gefið frá sér. Full of Fire er níu mínútna hryllingsmynd í hljóðum, diskótek í draugahúsi og rave í helvíti. Ryðminn er ískaldur iðnaður og sjaldan hefur kynuslandi rödd Karen Drejer verið snúin og beygluð í jafn margar áttir og hér. Lag sem fær þig til að dansa og vera hræddur á sama tíma.
3) No Destruction – Foxygen
Annað lagið af plötunni We Are The 21st Century Ambassadors of Peace & Magic (sem var efst í vali okkar á plötum ársins) er hið stórkostlega No Destruction. Lagið hljómar svolítið eins og blanda af Velvet Underground, Bob Dylan og Pavement. Letilegur sögurinn nær hámarki með línunni “You don’t need to be an asshole, you’re not in Brooklyn anymore”.
2) Reflektor – Arcade Fire
Arcade Fire fundu loksins grúvið sitt og leiðina á diskótekið í fyrstu smáskífunni af samnefndri plötu. Reflektor er eins og fullkominn samruni milli Arcade Fire og LCD Soundsystem. Takturinn er fönkí tekknó með hnausþykkum botni í anda James Murphy en raddirnar og fiðlurafmagnsgítar-dramatíkin gætu ekki hafa komið frá neinum öðrum en Arcade Fire. Það eitt og sér hefði verið nóg en í ofanálag fáum við seiðandi saxafón frá Colin Stetson og bakrödd frá David Bowie. Við skulum kalla þetta kombakk.
1) Ya Hey – Vampire Weekend
Magnaður fluttningur Ezra Koenig á samtali sínu við guð er okkar lag ársins 2013. Furðulegustu bakraddir síðari ára (hraðaðar Chipmunks raddir) skapa fullkomið jafnvægi við einlæga en jafnframt stöðuga frammistöðu Koenig. Lagið er gott dæmi um það frábæra samstarf sem ríkt hefur á milli hljómsveitarinnar og upptökustjórans Ariel Rechtshaid. Hljóðheimur lagsins er sá stærsti í sögu bandsins enda í fyrsta skipti sem það vinnur með utanaðkomandi upptökustjóra. Mikilvægasta lag á ferli Vampire Weekend.
Lög ársins 2013
20) Bound 2 – Kanye West
Sálarsöngvarinn Charlie Wilson á stórleik í laginu sem byggir á nokkrum sömplum þar á meðal laginu Bound með sálar grúppunni Ponderosa Twins Plus One frá árinu 1971. Línan Uh-huh, honey kemur frá söngkonunni Brenda Lee úr laginu Sweet Nothins og lét hún hafa eftir sér að það væri heiður að vera partur af því. Lagið sem er lokalagið á plötunni Yeezus er það lag á henni sem minnir helst á eldra efni West.
19) Was All Talk – Kurt Vile
Í Was All Talk leggur Kurt Vile letilegt kassagítarpopp yfir pumpandi trommuheilatakt í anda súrkálssveita á borð við Neu! Það ætti ekki að virka en gerir það samt. „Making music’s easy…just watch me“ syngur Vile og montar sig en stendur fyllilega undir því. Þetta kúl er fullkomlega áreynslulaust.
18) Primetime (ft. Miguel) – Janelle Monáe
Dúet ársins fluttur af þeim Janelle Monáe og Miguel af plötu Monáe The Electric Lady. Þau setja sig í hlutverk elskenda á afar sannfærandi og smekklegan hátt og er myndbandið við lagið einstakt.
17) Get Lucky (ft. Pharrell Williams) – Daft Punk
Árið 2013 var ár hinna stóru endurkoma en engin þeirra kom með jafn miklum krafti og fyrsti smellur Daft Punk. Við heyrðum fyrst gítarriff Nile Rodgers í nokkurra sekúndna broti úr auglýsingu í SNL. Vélmennin sáldruðu síðan örlitlum brotum úr laginu út á næstu mánuðum og þegar það kom loks í allri sinni dýrð missti heimsbyggðin legvatnið í sameiningu. Dúnmjúkt diskóið með silkifalsettu Pharrel Williams tók yfir dansgólf heimsins með trompi og ómar þar enn.
16) Honey – Torres
Hið tilfinningaríka Honey var fyrsta smáskífan af samnefndri plötu tónlistarkonunnar Torres sem gefur sig alla í flutninginn sem smellpassar við hráan hljóminn.
15) Avant Gardener – Courtney Barnett
Í þessu lagi miðlar Courtny Barnett letilegum talsöng Lou Reed og Bob Dylan í slacker-legasta lagi ársins. Textinn er fyndinn og fullur af snjöllum orðaleikjum og hljómurinn í anda þess besta í 90’s indírokki.
14) You’re Not The One – Sky Ferreira
Eitt mest grípandi lag síðasta árs kom út þann 24. september nokkrum dögum eftir að söngkonan komst í heimspressuna eftir að hafa verið handtekin ásamt unnusta sínum með mikið magn heróíns. Ferreira hefur látið hafa eftir sér að lagið hefði verið samið og tekið upp undir miklum áhrifum frá plötunni Low með David Bowie.
13) Eden – Ben Khan
Eden er munúðarfullt R&B kyrfilega staðsett í limbói milli fortíðar og framtíðar en þó eins langt frá nútímanum og hægt er að vera. Þetta er kynþokki úr annarri vídd; stingandi gítar, bjagaðir synþar og grúv sem er kunnuglegt en framandi á sama tíma.
12) Dropla – Youth Lagoon
Svefnherbergis pródúserinn Trevor Powers sýndi strax á þessari fyrstu smáskífu Wondrous Bughouse að hann væri kominn út úr svefnherberginu inn í hljóðver með stærri hljóðheim sem nær hámarki í þessu frábæra lagi.
11) J.A.W.S – Luxury
Töfrandi, taktfast húslag með einkar viðeigandi raddsampli framleitt af vonarstjörnum danstónlistar í Bretlandi Disclosure bræðrum. Undurfagurt og seiðandi.
Lög í 10. – 1. sæti
Lög ársins 2013
40) Dust In The Gold Sack – Swearin’
39) Young Blood – Mac DeMarco
38) Mozart’s Sister – Mozart’s Sister
37) No Eyes ft. Jaw (Gamper & Dadoni remix) – Claptone
36) All I Know – Washed Out
35) Nothing Is Real – Boards Of Canada
34) Still On Fire – Trentemøller
33) Thank You (ft. Kanye West, Lil Wayne & Q-Tip) – Busta Rhymes
32) Better – Saint Pepsi
31) Strandbar (disko version) – Todd Terje
Lög í 30.-21. sæti
17. desember: I’ll Be Home For Christmas – Sufjan Stevens.
Á síðasta ári gaf Sufjan Stevens út hið fimm diska lagasafn Silver & Gold, Songs for Christmas Volumes 6-10. Í safninu eru 59 jólalög bæði frumsamin og klassísk. Þetta er í annað sinn sem Stevens sendir frá sér slíkt safn en fyrir jólin 2006 gaf hann út safnið Songs for Christmas Volumes 1-5 sem var 42 laga. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndband við hið klassíska jólalag I’ll Be Home For Christmas í flutningi Stevens. Myndbandið sem er fremur drungalegt sýnir unga stúlku hlaupa fram hjá allskyns hryllingi.
MP3:
Hér er hægt að streyma lagasafninu Silver & Gold, Songs for Christmas Volumes 6-10.
16. desember: The Wassailing song – Blur
Fyrir nákvæmlega 21 ári í dag eða þann 16. desember 1992 gaf hljómsveitin Blur tónleikagestum í London óvænta gjöf. Um 500 heppnir aðdáendur sveitarinnar fengu 7 tommu plötu með útgáfu Blur á hinu klassíska breska jólalagi The Wassailing Song sem oftast er sungið um áramót þar í landi. Óhætt er að segja að plata þessi sé safngripur í dag.
Árslisti Straums 2013
10) Christopher Owens – Lysandre
Þegar Christopher Owens tilkynnti um endarlok Girls á twitter síðu sinni síðasta sumar fór hrollur um marga aðdáendur þessarar einstöku sveitar sem skildi eftir sig tvær frábærar plötur – Album (2009) og Father, Son, Holy Ghost (2011). Í upphafi þessa árs var ljóst að þessar áhyggjur voru óþarfar þar sem Owens sendi frá sér plötu sem mætti segja að væri beint framhald af því sem hann gerði með fyrrum hljómsveit sinni. Lög á plötunni höfðu meira að segja sum heyrst á tónleikum Girls. Lysandre er heilsteypt þema plata um stúlku sem Owens varð ástfanginn af á tónleikaferð með Girls.
9) Adam Green & Binki Shapiro – Adam Green & Binki Shapiro
Anti-folk söngvarinn Adam Green og Binki Shapiro úr Little Joy gáfu út þessa einlægu samnefndu plötu í byrjun ársins. Platan minnir margt á samstarf þeirra Lee Hazlewood og Nancy Sinatra á sjöunda áratugnum. Tregafullar raddir þeirra Green og Shapiro smellpassa saman og platan rennur ljúflega í gegn líkt þytur í laufi.
8) Youth Lagoon – Wondrous Bughouse
Svefnherbergis pródúserinn Trevor Powers átti eina af betri plötum árins 2011 með The year of hibernation. Á þessari annari plötu Powers undir nafni Youth Lagoon er hann kominn út úr svefnherberginu inn í hljóðver og útkoman er stærri hljóðheimur án þess að gefa eftir í lagasmíðum.
7) Kanye West – Yeezus
Að upphefja sjálfan sig hefur alltaf verið stór hluti af hipp hoppi en Kanye West hefur þó á undanförnum árum sett nýjan mælikvarða á mikilmennskubrjálæði sem jaðrar við að vera sjálfstætt listform. Yeezuz er tónlistarlega og textalega hans dekksta og harðasta verk og hann tekst á við kynþáttahatur á frumlegan og djarfan hátt í lögum eins og New Slaves og Black Skinhead.
6) Jon Hopkins – Immunity
Immunity stígur jafnvægisdans á milli draumkennds tekknós og seiðandi ambíents listlega vel og hljómurinn er silkimjúkur draumaheimur þar sem gott er að dvelja í góðum heyrnatólum.
5) Kurt Vile – Walkin On A Pretty Daze
Síðasta plata Vile Smoke Ring for My Halo var efsta platan á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011. Á Walkin On A Pretty Daze heldur Vile áfram uppteknum hætti þó hún sé ögn epískari á köflum.
4) Vampire Weekend – Modern Vampires Of The City
Þriðja plata Vampire Weekend er þrátt fyrir asnalegan titil alveg hreint frábært verk og gefur þeim fyrri lítið eftir. Þeir vinna í fyrsta skiptið með utanaðkomandi upptökustjóra sem skilar sér aukinni tilraunamennsku og skrefum út fyrir sinn hefðbundna hljóðramma, auk þess sem lagasmíðar eru sterkar og grípandi.
3) Waxahatchee – Cerulean Salt
Hin 24 ára gamla Katie Crutchfield sendi frá sér aðra plötuna undir nafninu Waxahatchee á innan við ári núna í mars. Á Cerulean Salt er að finna pönkaða þjóðlagatónlist flutta með ótrúlegri tilfinningu og heiðarleika sem skín í gegn í hverju einasta lagi.
2) Settle – Disclosure
Bræðra dúóið Disclosure gáfu út sína fyrstu plötu Settle þann 3. júní. Þrátt fyrir ungan aldur sýna þeir Guy (fæddur 1991) og Howard (fæddur 1994) Lawrence ótrúlegan þroska í lagasmíðum á plötunni sem er ein heilsteyptasta dansplata sem komið hefur frá Bretlandi í langan tíma.
1) Foxygen – We Are The 21st Century Ambassadors Of Peace And Magic
Foxygen eru tveir rétt rúmlega tvítugir strákar frá Kaliforníu sem á þessari frábæru breiðskífu fara á hundavaði yfir margt af því besta í rokktónlist frá seinni hluta 7. áratugarins og fyrri hluta þess 8. Söngvarinn Sam France stælir Mick Jagger, Lou Reed og Bob Dylan jöfnum höndum en samt aldrei á ófrumlegan eða eftirhermulegan hátt. San Fransisco er eins og týnd Kinks ballaða og On Blue Mountain bræðir saman Suspicous Minds með Elvis og groddalegustu hliðar Rolling Stones. Ótrúlega áheyrileg plata sett saman af fádæma hugmyndaauðgi og smekkvísi.