Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá Todd Terje og Mac DeMarco. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Darkside, Gus Gus, Wye Oak og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
1) Alfonso Muskedunder – Todd Terje
2) Crossfade – Gus Gus
3) Preben Goes to Acapulco – Todd Terje
4) Swing Star (Part 1) – Todd Terje
5) Swing Star (Part 2) – Todd Terje
6) Water Fountain – tUnE-yArDs
7) Digital Witness (Darkside remix) – St. Vincent
8) Salad Days – Mac DeMarco
9) Let Her Go – Mac DeMarco
10) Goodbye Weekend – Mac DeMarco
11) Heartless – Sean Nicholas Savage
12) Specters – kimono
13) All I Got – RAC
14) Before – Wye Oak
15) Bein’ Around (Lemonheads cover) – Courtney Barnett
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Soulwax, Thee Oh Sees, Mac Demarco, Oneothrix Point Never, Movement, Kaytranada, Tokyo Police Club og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
1) Love letters (Soulwax remix) – Metronomy
2) Kaleidoscope Love (Kaytranada edition) – AlunaGeorge
3) Connection To – Joel Ford
4) Jealous (I Ain’t With It) – Chromeo
5) Hero – Frank Ocean X Diplo x Mick Jones and Paul Simonon
6) Like Lust – Movement
7) Brother – Mac Demarco
8) Toy Gun – Tokyo Police Club
9) Throught The Wire – Tokyo Police Club
10) Better – Slava
11) My Mistake – Nina
12) Words I Don’t Remember – How To Dress Well
13) Music for Steamed Rocks – Oneohtrix Point Never
14) The Lens – Thee Oh Sees
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Mac Demarco, Tycho, White Hinterland, Metronomy og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!
1) Pearls – Cashmere Cat
2) Wedding Bells – Cashmere Cat
3) Montana – Tycho
4) Love Letters – Metronomy
5) Passing Out Pieces – Mac Demarco
6) Ring The Bell – White Hinterland
7) Kong – The Notwist
8) I’m Not Part Of Me – Cloud Nothings
9) Coffee – Sylvan Esso
10) You Stressin – Bishop Nehru
11) Snake Bile Wine (Trevino remix) – Simian Moblie Disco
12) Love Sublime (Duke Dumont remix) – Tensnake
13) Too True To Be Good – Dum Dum Girls
14) Trouble Is My Name – Dum Dum Girls
15) Skyldekki heimur – Gímaldin
16) Jokerman – Built To Spill
Þeir sem sóttu tónleika Mac DeMarco á Airwaves hátíðinni í fyrra tóku eflaust eftir því að hann er frekar fyndinn gaur. Það sást og heyrðist meðal annars í ábreiðum hans og hljómsveitarinnar af lögum eins og „Break Stuff“, “Enter Sandman“ og „Blackbird“ þar sem flutningur laganna var nokkuð skondin snilld.
Til að tilkynna væntanlega plötu sína nú á dögunum gaf DeMarco út nýtt lag sem mun ekki verða á plötunni og kallast “Gimme Pussy / A little bit of Pussy“. Þar fylgdu skilaboðin að platan væri ekki væntanleg fyrr en árið 2019 en blessunarlega mun henni þó leka talsvert fyrr og mun hún líta dagsins ljós 1. Apríl þessa árs. Titillinn er Salad Days og fyrsta smáskífan hefur verið gefin út og kallast „Passing Out Pieces“. Einnig hefur DeMarco gefið út promo myndband fyrir plötuna sem er að finna hér að neðan ásamt báðum lögnum.
Hypemaður Mykki Blanco í miklu stuði. Mynd: Óli Dóri.
Eftir þriggja daga tónleikastand er maður orðinn pínu lúinn en ég náði þó að koma mér út úr húsi til að sjá kanadíska gítarpopparann Mac DeMarco í Stúdentakjallaranum klukkan 18:30. Tónleikarnir voru hreinlega frábær skemmtun og skrifast það ekki síst á einstaka útgeislun og persónutöfra listamannsins. Tónlistin er undir talsverðum áhrifum frá svokölluðu pabbarokki úr ýmsum áttum, smá Springsteen og Fleetwood Mac, með háum og tærum gítarhljóm sem minnir talsvert á Dire Straits. Það eru samt fullt af vinstri beygjum í tónlistinni og Mac tók sig alls ekki alvarlega, tók oft örstuttar kover útgáfur af lögum eins og Cocain með Clapton og Du Hast með Rammstein. Frábær byrjun á kvöldinu.
Pabbarokk og Lion King
Ég sá Nolo í annað skiptið á hátíðinni í Listasafninu og þeir eru líklega með skemmtilegri live böndum á Íslandi í dag. Eins og ég sagði í fyrri umfjöllun þá kemur nýja tónleikauppsetningin þeirra með trommara og fleiri hljóðfærum mjög vel út og ljær eldri lögum þeirra ferskan blæ. Mér fannst Mac DeMarco svo góður í stúdentakjallaranum að ég sá hann svo aftur í Hörpunni þar sem hann fór á kostum í galsafengnum flutningi. Í síðasta laginu sem er rólega ástarballaða, þar sem viðlagið er stolið úr Lion King laginu, tók hann skyndilega óvænt tilhlaup og stökk út í salinn til að sörfa áhorfendur.
Kynhlutverkum rústað með rappi
Þvínæst var haldið yfir í Hafnarhúsið til að sjá transrappgelluna Mykki Blanco sem var pönkaðasta og skrýtnasta atriðið sem ég sá á þessari hátíð. Á undan henni kom hypemaður á sviðið sem tók hlutverk sitt mjög alvarlega. Hann rappaði yfir rokkuð bít í nokkur lög og hljóp og hoppaði villt og galið út í sal og kom öllum í mikið stuð. Síðan steig Mykki á svið og framkoman braut öll viðmið um kynhlutverk, rappmenningu og transfólk. Hún var ber að ofan í rifnum gallabuxum með skraut á geirvörtunum og hárkollu. Þá hafði hún með sér ladyboy plötusnúð í magabol sem dansaði skemmtilega. Hún er frábær rappari og lögin voru mjög fjölbreytt, allt frá hörðum töktum og macho rappi yfir í persónuleg slam ljóð án undirspils. Hún fór fram yfir tímann sinn og undir lokin var köttað á hljóðið en hún lét það ekki stoppa sig ég hélt áfram að rappa a capella og hoppaði síðan út í sal við dúndrandi lófaklappa áhorfenda. Þetta var upplifun ólík nokkru öðru á hátíðinni og flutningur á heimsmælikvarða.
Dúndrandi klúbbastemmning í Silfurbergi
Eftir transrappið var förinni heitið í Hörpu þar sem breski raftónlistarmaðurinn Jon Hopkins var að koma sér fyrir í Silfurbergi. Það var mesta klúbbastemmning hátíðarinnar og dúndrandi tekknóið hafði líkamleg áhrif á áhorfendur. Bassinn var svo djúpur að þú fannst fyrir honum innvortis og settið var fullt af útpældum uppbyggingum og vel tímasettum taktsprengingum. Silfurberg umbreyttist í risastóran næturklúbb og þó að flutningurinn væri kannski ekki mikið fyrir augað – Hopkins var bara einn á bakvið tölvu og tæki – þá heyrðirðu að það var greinilega mannshönd sem stýrði þessu og fokkaði í hljóðunum live.
Töffaralegt tæknirokk
Næst náði ég nokkrum lögum með Hermigervli á troðpökkuðum Harlem og salurinn ætlaði að tryllast í grýluslagaranum Sísí og Yamaha Yoga. Síðasta atriði sem ég sá var svo Captain Fufanu í Þjóðleikhúskjallaranum. Síðast þegar ég sá þá voru þeir bara tveir að fikta í hljómborðum og græjum en nú hafa þeir bætt við sig trommara, Gísla Galdri sem sá um raftól, og svo spila þeir sjálfir á gítar, trompet og syngja. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og fyrrum tekknónördarnir umbreyttust í hálfgerðar rokkstjörnur með frábærum gítarstælum og töffaralegri sviðsframkomu.
Laugardagskvöldið toppaði fyrri daga hátíðarinnar og að sjá Mac DeMarco, Mykki Blanco og Jon Hopkins í röð var hápunktur hátíðarinnar fyrir mig. Að vera svo á leiðinni á Kraftwerk í kvöld er bara rjómi.
Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall hefur Mac Demarco gefið út tvær sólóplötur og fjórar aðrar með fyrrum hljómsveit sinni Makeout Video. Þegar við hringdum í Mac var hann að leggja lokahönd á sína þriðju plötu sem kemur út í apríl. Mac kemur fram í Hörpu Silfurberg laugardaginn 2. nóvember klukkan 21:00 og fyrr um daginn á off-venue M for Montreal í Stúdentakjallarnum klukkan 18:30. Við spurðum hann út í væntanlega plötu, senuna í Montreal þar sem hann bjó um skeið og líflega tónleikaframkomu.
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 50 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.
Þau eru: sóley, Savages (UK), Jon Hopkins (UK), John Grant (US), Mykki Blanco (US), Mac DeMarco (CA), Lay Low, Villagers (IE), PAPA (US), Empress Of (US), Lescop (FR), Agent Fresco, Young Fathers (SCO), For a Minor Reflection, Slow Magic (US), kimono, We Are Wolves (CA), Ghostigital, Dikta, San Fermin (US), Berndsen, Baby in Vain (DK), Sean Nicholas Savage (CA), Cousins (CA), Úlfur Úlfur, Aaron and the Sea (US), Biggi Hilmars, Kithkin (US), Eldar, Epic Rain, The Balconies (CA), Futuregrapher, Nordic Affect, Ylja, Wistaria, Tonik, Sindri Eldon and the Ways, Good Moon Deer, Rökkurró, Kött Grá Pjé, Jóhann Kristinsson, Kajak, Sometime, Saktmóðigur, Hudson Wayne, Boogie Trouble, Tanya & Marlon, M-Band, Original Melody og Nolem!
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Moderat, No Age, Dead Girlfriends, Annie, Saint Pepsi, Mac DeMarco, Haim, Tourist og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!
1) Hit Vibes – Saint Pepsi
2) Better – Saint Pepsi
3) The Wire – Haim
4) Milk – Moderat
5) Invisible – Annie
6) Stay – Tourist
7) Young Blood – Mac DeMarco
8) C’mon, Stimmung – No Age
9) Defector / Ed – No Age
10) An Impression – No Age
11) Words With Friends – Dead Girlfriends
12) Stop Pretending – Dead Girlfriends
13) Little Moments – Clap Your Hands Say Yeah
14) Beneth The Tree – Sampha
15) It’s You (remix) – Duck Sauce
16) Call Me Maybe (Saint Pepsi edit) Carly Rae Jepsen
49) Lost Songs – …And You Will Know Us By The Trail Of Dead
1. 1-05 Lost Songs
48) New For You – Andrés
47) Blue Meanies – OPOSSOM
46) In The Yard – Bowerbirds
45) Survival Tactics (ft. Capital STEEZ) – Joey Bada$$
44) Don’t Leave Me (Ne me quitte pas) – Regina Spektor
43) Bad Girls – M.I.A.
42) I Love It (ft. Charli XCX) – Icona Pop
41) Hey Jane – Spiritualized
40) Jasmine – Jai Paul
39) Mirror Maru – Cashmere Cat
38) Foliage – Marble Lion
37) Jack Rollin’ – Fort Romeau
36) Grown Up – Danny Brown
35) Elephant – Tame Impala
34) Cash, Diamond Rings, Swimming Pools – D E N A
33) 110% – Jessie Ware
32) I’ve Seen Footage – Death Grips
31) Heal – Child of Lov
30) Cali in a Cup – Woods
29) Do Ya Thing – Gorillaz (ft. Andre 3000 and James Murphy)
28) Hip (Eponymous) Poor Boy – Jack White
27) Freaking Out The Neighborhood – Mac Demarco
26) Simple Song – The Shins
25) What’s In Your Head – Disclosure
24) Sweet Life – Frank Ocean
23) Your Drums – AlunaGeorge
22) The Full Retard – El-P
21) Sprawl ll (Soulwax Remix) – Arcade Fire
20) Eg-Ged-Osis – Lindstrøm
Lindstrom er fánaberi hinnar skandinavísku geimdiskó-bylgju og hans nýjasta plata, Smallhans, er hans besta í þónokkur ár. Eg-Ged-Osis fangar kjarna plötunnar og lætur þig gleyma hversdagslegri danstónlist og dreyma um kokteil-bar í skýjaborginni.
19) Summer Music – Advance Base
Bandaríska tónlistarmanninum Advanced Base hefur augljóslega orðið hugsað til sumarsins þegar hann samdi lagið Summer music sem er á plötu hans A Shut-In’s Prayer sem kom út í vor. Lagið opnar plötuna á öflugan hátt og setur tóninn fyrir það sem koma skal.
18) Rock Bottom – King Krule
Undrabarnið King Krule er einungis 19 ára gamall en býr yfir rödd sem á köflum minnir talsvert á Tom Waits. Rock Bottom er frábær nútímablús beint úr botni viskítunnunnar.
17) Gun Has No Trigger – Dirty Projectors
Í Gun has no Trigger hefur David Longstreth skapað míní-epík af fádæma öryggi og innlifun. Með eingöngu bassa, trommur og raddir að vopni framkallar hann gæsahúð á gæsahúð ofan í mögnuðum uppbyggingum og hádramatískum texta. Fallegustu raddanir ársins.
16) 1991 – Azealia Banks
Azealia Banks skaust upp á stjörnuhimininn með hinu snaggaralega dónalega 212 og með laginu 1991 kom í ljós að hún er ekkert eins smells undur. Takturinn er lágstemmdur en þó harður og Azealia spýtir út úr sér ungæðislegum rímum á hraða ljóssins.
15) Earthforms – Matthew Dear
Bandaríski raftónlistarmaðurinn Mathew Dear hitti naglann á nýbylgjuhöfuðið með þessum drungalega smelli sem minnir um margt á hina goðasagnakenndu sveit Joy Division.
14) Doused – DIIV
Brooklyn hljómsveitin DIIV gerði góða hluti á árinu með fersku gítarrokki sem er þó byggt á traustum grunni nýbylgjurokks. Grípandi gítarinn í Doused er einstaklega smekklegur og fjarræn rödd söngvarans Zachary Cole Smith passar eins og flís við rass.
13) Genesis – Grimes
Grimes hefur tekið við krúnunni af Arcade Fire sem heitasta útflutningsvara Montreal borgar og lagið Genesis sýnir vel hvers vegna. Einstaklega frumleg rafræn samsuða úr ýmsum áttum þar sem austrænir tónstigar eru áberandi.
12) New York – Angel Haze
Hin eitilharða rapp-pía Angel Haze stimplaði sig eftirminnilega inn í harða Hip Hop samkeppni New York borgar á árinu. Hún staðsetti sig framarlega í kapphlaupinu með þessu lagi sem er samnefnt borginni.
Hugvitsamlegt house eins og það gerist best. Nógu poppað til að grípa við fyrstu hlustun og draga alla út á dansgólfið en inniheldur samt ótal smáatriði til að uppgvöta við endurtekna spilun.
10) Placid Acid – Tourist
Upptökustjórinn Little Loud frá Brighton vakti áður athygli fyrir frábærar endurhljóðblandanir á lögum eftir listamenn á borð við Ariel Pink Haunted Graffiti, HEALTH og Memory Tapes. Little Loud kallar sig Tourist í dag og sendi frá sér EP plötuna Placid Acid á árinu. Titillagið á plötunni er eitt af betri lögum þessa árs.
9) Andrew In Drag – The Magnetic Fields
Ameríska indísveitin Magnetic Fields er komin aftur á heimavöll með sinni nýjustu plötu sem er uppfull af skemmtilegu og útpældu synthapoppi. Ástarsöngurinn til klæðskiptingsins Andrew er svo grípandi klístraður að hann límist við heilabörkinn, og þá skiptir kynhneigð, fatasmekkur og líffræðilegt eða andlegt kyn hlustandans engu máli.
8) Life’s a Beach – Django Django
Skoski kvartettinn Django Django reis hátt á árinu og voru meðal annars tilnefndir til hinna virtu Mercury verðlauna fyrir sína fyrstu plötu. Life’s a Beach er með grípandi gítarkrók, frábæran samsöng og sólbrennt viðlag sem kemur mér alltaf í sumarskap, jafnvel í svartasta skammdeginu á Íslandi.
7) Time – Pachanga Boys
Lengsta lagið á listanum og eitt af helstu lögum sumarsins á öllum betri skemmtistöðum Reykjavíkur. Tekknó sem er allt í senn: bjart, hlýtt, lífrænt og fer beint í mjaðmirnar. Upplifunin er eins og að koma út af klúbbi á Ibiza snemma morgunns og halda dansandi út í sólina. Svo gott að þrátt fyrir lengdina heldur það áfram að hljóma í huganum löngu eftir að það klárast.
6) The House That Heaven Built – Japandroids
Margir hafa tilnefnt lagið The House That Heaven Built af annarri plötu kanadísku rokkhljómsveitarinnar Japandroids sem lag síðasta sumars og jafnvel ársins. Það ætti að koma fáum á óvart, lagið hefur flest til brunns að bera til að hljóta þann titil. Það er epískt með öflugt viðlag og fær mann til að gleyma stað og stund og njóta augnabliksins.
5) King Of The World – First Aid Kit
Lokalagið á annari plötu sænsku systrana úr First Aid Kit inniheldur sjálfan Conor Oberst úr Bright Eyes. Rödd Oberst passar fullkomnlega við raddir systrana enda hafði hljómsveit hans haft mikil áhrif á þær þegar þær voru að hefja sinn feril. Fullkomið lokalag á frábærri plötu og þó að Oberst komi inn í lagið rétt í lokin setur hann sterkan svip á það.
4) Baby – Ariel Pink’s Haunted Graffiti
Eitt af fallegri lögum sem komið hafa út í ár er lagið Baby í flutningi bandarísku hljómsveitarinnar Ariel Pink’s Haunted Graffiti. Lagið er ábreiða og kom fyrst út á plötu í flutningi bræðranna Donnie og Joe Emerson árið 1979. Saga þeirra Donnies og Joes Emerson er áhugaverð. Þeir ólust upp á sveitabýli í Washington fylki í Bandaríkjunum og gerðu fátt annað en að vinna á býlinu og hlusta á útvarpið. Þeir drukku í sig áhrif frá bandarískri soul-tónlist og hófu fljótt að spila saman. Faðir þeirra hafði svo mikla trú á hæfileikum sona sinna að hann veðsetti býlið til þess að geta útbúið þar upptökuver fyrir þá. Hann setti þeim þó eitt skilyrði sem var að þeir yrðu að semja sitt eigið efni. Platan náði aldrei neinum vinsældum og fjölskyldan missti stóran hluta af landareign sinni. Með árunum varð lagið Baby að einhverskonar týndri perlu meðal tónlistaráhugamanna og hefur Ariel Pink sagt að á öllum lagalistum sem hann hefur sett saman síðustu þrjú ár hafi lagið fengið að fljóta með því það sé stórkostlegt. Útgáfa Ariel Pink’s Haunted Graffiti á laginu fylgir upprunalegu útgáfunni mikið eftir og lagið gæti auðveldlega verið gamall smellur úr smiðju Motown tónlistarútgáfunnar þegar hún var á hátindi sínum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar.
Hér er saga Emerson bræðra:
3) Inspector Norse – Todd Terje
Ef það væri diskótek í Alþjóðlegu geimstöðinni væri Inspector Norse aðalslagarinn á dansgólfinu. Byrjar á groddaralegu grúvi og geislabyssuhljóðum sem fá alla til að hoppa og skoppa og slekkur síðan á aðdráttaraflinu í seinni hlutanum og leyfir fólki að svífa um í þyngdarleysinu. Todd Terje hefur lengi verið í farabroddi í skandinavísku geimdiskó-senunni, bæði með eigin efni og endurhljóðblöndunum, en hér flýgur hann hærra en áður og er kominn á ansi góðan sporbaug í kringum jörðu.
2) Get Free (ft. Amber Coffman) – Major Lazer
Lagið Get Free með Major Lazer og söngkonunni Amber Coffman úr Dirty Projectors er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu Major Lazer sem kemur út á næsta ári. Lagið sömdu Major Lazer, Coffman og David Longstreth, félagi hennar úr Dirty Projectors sem einnig spilar á gítar í laginu.
1) In Decay – Phèdre
Ritstjórn straums er ekki yfir það hafin að bregða undir sig betri fætinum og fá sér eylítið í tána endrum og eins og lag ársins endurspeglar það. Það er hinn hedóníski óður Phèdre til nautnaseggja og gjálífis sem hefur ómað í óteljandi partýum síðan það kom út í byrjun árs. Hér er því sem smáborgarar kalla „lægstu hvatir“ fagnað og kjarni lagsins er ósnertur af kristnu siðgæði og músíkölskum mínímalisma. Lagið er afar grípandi og dásamlega dekedant. Úrkynjunin drýpur af hverju einasta orði og nótu og það er ekki hægt annað en að hrífast með og leggjast á hnén og tilbiðja gleðskapargyðjuna. Myndbandið undirstrikar þetta en því mætti best lýsa sem orgíu í anda rómverskra svallveislna þar sem tugir lítra af sýrópi og rauðvíni koma við sögu. Fullkomið í áramótapartýið.