Bestu erlendu plötur ársins 2014

Árslisti Straums 2014 – seinni þáttur by Straumur on Mixcloud

30. tUnE-yArDs – Nikki Nack

29. Mourn – Mourn

28. Arca – Xen

27. Little Dragon – Nabuma Rubberband

26. Damon Albarn – Everyday Robots

25. Cashmere Cat – Wedding Bells EP

24. Metronomy – Love Letters

23. Yumi Zouma – Yumi Zouma EP

22. FKA twigs – LP1

21. Shamir – Northtown EP

20. Ben Khan – 1992 EP

19. Giraffage – No Reason

18. Mac DeMarco – Salad Days

17. Real Estate – Atlas

16. Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags

 

15. Azealia Banks – Broke With Expensive Taste

Eftir endalausar deilur við samstarfsmenn, plötufyrirtæki og flesta sem tengjast henni á einhvern hátt gaf hin hæfileikaríka Azealia Banks loks út frumraun sína eftir nær þriggja ára bið. Banks flakkar um stefnur og strauma á plötunni sem hún gaf út sjálf og veldur ekki vonbrigðum.

14. Aphex Twin – Syro

Tónlistin á plötunni hefði ekki getað komið frá neinum öðrum en Aphex Twin og er í þeim skilningi engin róttæk stílbreyting frá hans fyrra efni heldur meira útpæld eiming á aðgengilegri hluta fyrri verka hans.

13. Les Sins – Michael

Eftir þrjár velheppnaðar plötur undir nafninu Toro y Moi sendi tónlistarmaðurinn Chaz Bundick frá sér plötuna Michael sem Les Sins. Útkoman er ögn tilraunakenndari og dansvænni tónlist en Bundick hefur áður sent frá sér.

 

12. Com Truise – Wave 1

Silkimjúkt, seiðandi, draumkennt og leiðandi eru þau orð sem koma upp í hugann þegar platan Wave 1 er nefnd til sögunnar.

11. Parkay Quarts (Parquet Courts) – Content Nausea

Önnur af tveim plötum sem Bandaríska rokksveitin Parquet Courts sendi frá sér á árinu. Hljómsveitin sem gaf plötuna út undir nafninu Parkay Quarts hefur sjaldan verið eins frjálsleg í lagasmíðum og túlkun og á Content Nausea.

10. Jessie Ware – Tough Love

Tónlistarkonan Jessie Ware heldur áfram að hræra saman nútíma poppsmíðum með sínu nefi á annarri plötu sinni Tough Love. Útkoman er smekkleg og metnaðarfull.

9. Frankie Cosmos – Zentropy

Hin 19 ára gamla tónlistarkona Greta Kline sendi frá sér þessa einstaklega fersku og einföldu indípopp-plötu í mars á þessu ári. Platan sem er aðeins um 20 mínútur að lengd er ein af skemmtilegri plötum þessa árs.

8. The War On Drugs – Lost In the Dream

Philadelphiu bandið The War On Drugs, sem er eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum í dag, gaf út sína bestu plötu til þessa, Lost in a Dream, fyrr á þessu ári.  Á plötunni blandar hljómsveitin saman pabbarokki  9. áratugsins (Dire Straits) við bestu verk Lou Reed og Bob Dylan og útkoman er furðulega fersk.

7. St. Vincent – St. Vincent

Síðasta plata Annie Erin Clark undir nafninu St. Vincent, Strange Mercy, var á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011 og á þessari plötu gefur Clark ekkert eftir með ögn tilraunakenndari plötu.  Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð sem kemur vel í ljós á þessari samnefndu plötu hennar.

 

6. Caribou – Our Love

Raftónlistarmaðurinn Dan Snaith semur lífrænt tekknó sem er á stöðugri hreyfingu undir nafninu Caribou. Snaith sendi frá sér sjöttu plötuna undir því nafni í ár sem er ákaflega grípandi og á best heima á dansgólfinu, sem sannaði sig í Listasafni Reykjavíkur á tónleikum Caribou á Iceland Airwaves í haust.

5. Tycho – Awake

Á fjórðu plötu sinni undir nafninu Tycho tekst bandaríska tónlistarmanninum Scott Hansen í senn að heiðra hljóðheim gærdagsins og að hljóma eins og morgundagurinn.

4. Ty Segall – Manipulator

Manipulator, sjötta, plata Ty Segall er hans metnaðarfyllsta verk til þessa. Segall varði miklum tíma í gerð hennar samanborið við fyrri plötur sínar og er greinilegt að þeim tíma hefur verið vel varið. Lagasmíðarnar og hljóðheimurinn eru til fyrirmyndar og sannar Segall á plötunni að hann er einn af sterkustu rokktónlistarmönnum samtímans.

3. Todd Terje – It’s Album Time

Það sem einkennir plötuna I’ts Album Time er tilgerðarlaus og óbeisluð gleði ásamt óskammfeilnum tilvísunum í ótöff tónlistarstefnur sem eru miklu meira hylling en hæðni. Platan er heilsteypt og aðgengileg og á erindi til aragrúa fleiri en venjulegra raftónlistarhausa.

2. Sun Kil Moon – Benji

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek gaf út sjöttu plötuna undir formerkjum Sun Kil Moon snemma á þessu ári. Það er engin furða að platan Benji, hans persónulegasta verk til þessa, sé svo hátt á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2014. Um er að ræða heilsteypt verk þar sem Kozelek tekst á sinn einstaka máta að leiða hlustendur í gegnum sorgir sínar og sigra.  Kozelek flutti efni af plötunni ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember síðastliðinn við mikið lof viðstaddra.

1. Lone – Reality Testing

Breski raftónlistarmaðurinn Matt Cutler gaf út sína fimmtu plötu undir nafninu Lone í júní á þessu ári.  Á plötunni Reality Testing má segja að Cutler sameini sín fyrri verk á því lang aðgengilegasta til þessa. Platan rennur ákaflega vel í gegn og ekki veikan blett að finna. Draumkenndur hljóðheimur með skemmtilega útpældum smáatriðum sem ýta undir stórbrotnar lagasmíðar gerir Reality Testing að plötu ársins 2014.

Straumur 31. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá Todd Terje og Mac DeMarco. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Darkside, Gus Gus, Wye Oak og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 31. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Alfonso Muskedunder – Todd Terje
2) Crossfade – Gus Gus
3) Preben Goes to Acapulco – Todd Terje
4) Swing Star (Part 1) – Todd Terje
5) Swing Star (Part 2) – Todd Terje
6) Water Fountain – tUnE-yArDs
7) Digital Witness (Darkside remix) – St. Vincent
8) Salad Days – Mac DeMarco
9) Let Her Go – Mac DeMarco
10) Goodbye Weekend – Mac DeMarco
11) Heartless – Sean Nicholas Savage
12) Specters – kimono
13) All I Got – RAC
14) Before – Wye Oak
15) Bein’ Around (Lemonheads cover) – Courtney Barnett

Straumur 10. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Soulwax, Thee Oh Sees, Mac Demarco, Oneothrix Point Never, Movement, Kaytranada, Tokyo Police Club og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 10. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Love letters (Soulwax remix) – Metronomy
2) Kaleidoscope Love (Kaytranada edition) – AlunaGeorge
3) Connection To – Joel Ford
4) Jealous (I Ain’t With It) – Chromeo
5) Hero – Frank Ocean X Diplo x Mick Jones and Paul Simonon
6) Like Lust – Movement
7) Brother – Mac Demarco
8) Toy Gun – Tokyo Police Club
9) Throught The Wire – Tokyo Police Club
10) Better – Slava
11) My Mistake – Nina
12) Words I Don’t Remember – How To Dress Well
13) Music for Steamed Rocks – Oneohtrix Point Never
14) The Lens – Thee Oh Sees

 

 

Straumur 27. janúar 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Mac Demarco, Tycho, White Hinterland, Metronomy og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 27. janúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Pearls – Cashmere Cat
2) Wedding Bells – Cashmere Cat
3) Montana – Tycho
4) Love Letters – Metronomy
5) Passing Out Pieces – Mac Demarco
6) Ring The Bell – White Hinterland
7) Kong – The Notwist
8) I’m Not Part Of Me – Cloud Nothings
9) Coffee – Sylvan Esso
10) You Stressin – Bishop Nehru
11) Snake Bile Wine (Trevino remix) – Simian Moblie Disco
12) Love Sublime (Duke Dumont remix) – Tensnake
13) Too True To Be Good – Dum Dum Girls
14) Trouble Is My Name – Dum Dum Girls
15) Skyldekki heimur – Gímaldin
16) Jokerman – Built To Spill

Fyrsta lagið af þriðju plötu Mac DeMarco

Þeir sem sóttu tónleika Mac DeMarco á Airwaves hátíðinni í fyrra tóku eflaust eftir því að hann er frekar fyndinn gaur. Það sást og heyrðist meðal annars í ábreiðum hans og hljómsveitarinnar af lögum eins og „Break Stuff“, “Enter Sandman“ og „Blackbird“ þar sem flutningur laganna var nokkuð skondin snilld.
Til að tilkynna væntanlega plötu sína nú á dögunum gaf DeMarco út nýtt lag sem mun ekki verða á plötunni og kallast “Gimme Pussy / A little bit of Pussy“. Þar fylgdu skilaboðin að platan væri ekki væntanleg fyrr en árið 2019 en blessunarlega mun henni þó  leka talsvert fyrr og mun hún líta dagsins ljós 1. Apríl þessa árs. Titillinn er Salad Days og fyrsta smáskífan hefur verið gefin út og kallast „Passing Out Pieces“. Einnig hefur DeMarco gefið út promo myndband fyrir plötuna sem er að finna hér að neðan ásamt báðum lögnum.

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

Laugardagskvöldið á Airwaves

Hypemaður Mykki Blanco í miklu stuði. Mynd: Óli Dóri.

Eftir þriggja daga tónleikastand er maður orðinn pínu lúinn en ég náði þó að koma mér út úr húsi til að sjá kanadíska gítarpopparann Mac DeMarco í Stúdentakjallaranum klukkan 18:30. Tónleikarnir voru hreinlega frábær skemmtun og skrifast það ekki síst á einstaka útgeislun og persónutöfra listamannsins. Tónlistin er undir talsverðum áhrifum frá svokölluðu pabbarokki úr ýmsum áttum, smá Springsteen og Fleetwood Mac, með háum og tærum gítarhljóm sem minnir talsvert á Dire Straits. Það eru samt fullt af vinstri beygjum í tónlistinni og Mac tók sig alls ekki alvarlega, tók oft örstuttar kover útgáfur af lögum eins og Cocain með Clapton og Du Hast með Rammstein. Frábær byrjun á kvöldinu.

 

Pabbarokk og Lion King

 

Ég sá Nolo í annað skiptið á hátíðinni í Listasafninu og þeir eru líklega með skemmtilegri live böndum á Íslandi í dag. Eins og ég sagði í fyrri umfjöllun þá kemur nýja tónleikauppsetningin þeirra með trommara og fleiri hljóðfærum mjög vel út og ljær eldri lögum þeirra ferskan blæ. Mér fannst Mac DeMarco svo góður í stúdentakjallaranum að ég sá hann svo aftur í Hörpunni þar sem hann fór á kostum í galsafengnum flutningi. Í síðasta laginu sem er rólega ástarballaða, þar sem viðlagið er stolið úr Lion King laginu, tók hann skyndilega óvænt tilhlaup og stökk út í salinn til að sörfa áhorfendur.

 

Kynhlutverkum rústað með rappi

 

Þvínæst var haldið yfir í Hafnarhúsið til að sjá transrappgelluna Mykki Blanco sem var pönkaðasta og skrýtnasta atriðið sem ég sá á þessari hátíð. Á undan henni kom hypemaður á sviðið sem tók hlutverk sitt mjög alvarlega. Hann rappaði yfir rokkuð bít í nokkur lög og hljóp og hoppaði villt og galið út í sal og kom öllum í mikið stuð. Síðan steig Mykki á svið og framkoman braut öll viðmið um kynhlutverk, rappmenningu og transfólk. Hún var ber að ofan í rifnum gallabuxum með skraut á geirvörtunum og hárkollu. Þá hafði hún með sér ladyboy plötusnúð í magabol sem dansaði skemmtilega. Hún er frábær rappari og lögin voru mjög fjölbreytt, allt frá hörðum töktum og macho rappi yfir í persónuleg slam ljóð án undirspils. Hún fór fram yfir tímann sinn og undir lokin var köttað á hljóðið en hún lét það ekki stoppa sig ég hélt áfram að rappa a capella og hoppaði síðan út í sal við dúndrandi lófaklappa áhorfenda. Þetta var upplifun ólík nokkru öðru á hátíðinni og flutningur á heimsmælikvarða.

 

Dúndrandi klúbbastemmning í Silfurbergi

 

Eftir transrappið var förinni heitið í Hörpu þar sem breski raftónlistarmaðurinn Jon Hopkins var að koma sér fyrir í Silfurbergi. Það var mesta klúbbastemmning hátíðarinnar og dúndrandi tekknóið hafði líkamleg áhrif á áhorfendur. Bassinn var svo djúpur að þú fannst fyrir honum innvortis og settið var fullt af útpældum uppbyggingum og vel tímasettum taktsprengingum. Silfurberg umbreyttist í risastóran næturklúbb og þó að flutningurinn væri kannski ekki mikið fyrir augað – Hopkins var bara einn á bakvið tölvu og tæki – þá heyrðirðu að það var greinilega mannshönd sem stýrði þessu og fokkaði í hljóðunum live.

 

Töffaralegt tæknirokk

 

Næst náði ég nokkrum lögum með Hermigervli á troðpökkuðum Harlem og salurinn ætlaði að tryllast í grýluslagaranum Sísí og Yamaha Yoga. Síðasta atriði sem ég sá var svo Captain Fufanu í Þjóðleikhúskjallaranum. Síðast þegar ég sá þá voru þeir bara tveir að fikta í hljómborðum og græjum en nú hafa þeir bætt við sig trommara, Gísla Galdri sem sá um raftól, og svo spila þeir sjálfir á gítar, trompet og syngja. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og fyrrum tekknónördarnir umbreyttust í hálfgerðar rokkstjörnur með frábærum gítarstælum og töffaralegri sviðsframkomu.

 

Laugardagskvöldið toppaði fyrri daga hátíðarinnar og að sjá Mac DeMarco, Mykki Blanco og Jon Hopkins í röð var hápunktur hátíðarinnar fyrir mig. Að vera svo á leiðinni á Kraftwerk í kvöld er bara rjómi.

Davíð Roach Gunnarsson

Airwaves viðtal: Mac Demarco

Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall hefur Mac Demarco gefið út tvær sólóplötur og  fjórar aðrar með fyrrum hljómsveit sinni Makeout Video. Þegar við hringdum í Mac var hann að leggja lokahönd á sína þriðju plötu sem kemur út í apríl. Mac kemur fram í Hörpu Silfurberg laugardaginn 2. nóvember klukkan 21:00 og fyrr um daginn á off-venue M for Montreal í Stúdentakjallarnum klukkan 18:30. Við spurðum hann út í væntanlega plötu, senuna í Montreal þar sem hann bjó um skeið og líflega tónleikaframkomu.

 

 

 


50 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 50 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.

Þau eru: sóley, Savages (UK), Jon Hopkins (UK), John Grant (US), Mykki Blanco (US), Mac DeMarco (CA), Lay Low, Villagers (IE), PAPA (US), Empress Of (US), Lescop (FR), Agent Fresco, Young Fathers (SCO), For a Minor Reflection, Slow Magic (US), kimono, We Are Wolves (CA), Ghostigital, Dikta, San Fermin (US), Berndsen, Baby in Vain (DK), Sean Nicholas Savage (CA), Cousins (CA), Úlfur Úlfur, Aaron and the Sea (US), Biggi Hilmars, Kithkin (US), Eldar, Epic Rain, The Balconies (CA), Futuregrapher, Nordic Affect, Ylja, Wistaria, Tonik, Sindri Eldon and the Ways, Good Moon Deer, Rökkurró, Kött Grá Pjé, Jóhann Kristinsson, Kajak, Sometime, Saktmóðigur, Hudson Wayne, Boogie Trouble, Tanya & Marlon, M-Band, Original Melody og Nolem!

Straumur 29. júlí 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Moderat, No Age, Dead Girlfriends, Annie, Saint Pepsi, Mac DeMarco, Haim, Tourist og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

Straumur 29. júlí 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Hit Vibes – Saint Pepsi
2) Better – Saint Pepsi
3) The Wire – Haim
4) Milk – Moderat
5) Invisible – Annie
6) Stay – Tourist
7) Young Blood – Mac DeMarco
8) C’mon, Stimmung – No Age
9) Defector / Ed – No Age
10) An Impression – No Age
11) Words With Friends – Dead Girlfriends
12) Stop Pretending – Dead Girlfriends
13) Little Moments – Clap Your Hands Say Yeah
14) Beneth The Tree – Sampha
15) It’s You (remix) – Duck Sauce
16) Call Me Maybe (Saint Pepsi edit) Carly Rae Jepsen