Fyrsta lagið af þriðju plötu Mac DeMarco

Þeir sem sóttu tónleika Mac DeMarco á Airwaves hátíðinni í fyrra tóku eflaust eftir því að hann er frekar fyndinn gaur. Það sást og heyrðist meðal annars í ábreiðum hans og hljómsveitarinnar af lögum eins og „Break Stuff“, “Enter Sandman“ og „Blackbird“ þar sem flutningur laganna var nokkuð skondin snilld.
Til að tilkynna væntanlega plötu sína nú á dögunum gaf DeMarco út nýtt lag sem mun ekki verða á plötunni og kallast “Gimme Pussy / A little bit of Pussy“. Þar fylgdu skilaboðin að platan væri ekki væntanleg fyrr en árið 2019 en blessunarlega mun henni þó  leka talsvert fyrr og mun hún líta dagsins ljós 1. Apríl þessa árs. Titillinn er Salad Days og fyrsta smáskífan hefur verið gefin út og kallast „Passing Out Pieces“. Einnig hefur DeMarco gefið út promo myndband fyrir plötuna sem er að finna hér að neðan ásamt báðum lögnum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *