Fyrsta plata Haim komin á netið

 

Frumburður systra tríósins Haim hefur verið settur á netið en platan kemur formlega út þann 30. september.  Afrekið nefnist Days Are Gone og hafa nú þegar fjögur lög af plötunni komið út sem smáskífur en í heildina inniheldur hún 11 lög. 70‘s andi svífur yfir plötunni en hljómsveitinni hefur helst verið líkt við Fleetwood Mac og standast þær stöllur vel þann samanburð.

Hlustið hér.

Straumur 16. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Drake, Crystal Stilts, Trentemøller, Haim, Janelle Monáe, Of Montreal, Mazzy Star og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 16. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Honey & I – Haim
2) Running If You Call My Name – Haim
3) Campo – Toro Y Moi
4) Parallel Jalebi – Four Tet
5) J.A.W.S – Luxury
6) Black Out Days – Phantogram
7) Over Your Shoulder – Chromeo
8) Too Much – Drake
9) Primetime (ft. Miguel) – Janelle Monáe
10) Still On Fire – Trentemøller
11) River Of Life (ft. Ghost Society) – Trentemøller
12) In The Kingdom – Mazzy Star
13) Sparrow – Mazzy Star
14) Memory Room – Crystal Stilts
15) Nature Noir – Crystal Stilts
16) Farmer’s Daughter – Babyshambles
17) Triumph Of Distegration – Of Montreal
18) Colossus – Of Montreal
19) Swing Lo Magellan – Unknown Mortal Orchestra


Straumur 29. júlí 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Moderat, No Age, Dead Girlfriends, Annie, Saint Pepsi, Mac DeMarco, Haim, Tourist og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

Straumur 29. júlí 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Hit Vibes – Saint Pepsi
2) Better – Saint Pepsi
3) The Wire – Haim
4) Milk – Moderat
5) Invisible – Annie
6) Stay – Tourist
7) Young Blood – Mac DeMarco
8) C’mon, Stimmung – No Age
9) Defector / Ed – No Age
10) An Impression – No Age
11) Words With Friends – Dead Girlfriends
12) Stop Pretending – Dead Girlfriends
13) Little Moments – Clap Your Hands Say Yeah
14) Beneth The Tree – Sampha
15) It’s You (remix) – Duck Sauce
16) Call Me Maybe (Saint Pepsi edit) Carly Rae Jepsen

Straumur 18. mars 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá The Strokes, Vampire Weekend, Dick Diver, Phosphorescent, Jóhanni Kristinssyni, Haim, Útidúr, Sindra Eldon og mörgum öðrum. Við fáum einnig hljómsveitina Nóru í heimsókn. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.

Straumur 18. mars 2013 by Olidori on Mixcloud

 

1) Tap Out – The Strokes
2) Diane Young – Vampire Weekend
3) Step – Vampire Weekend
4) Welcome to Japan – The Strokes
5) 50 50 – The Strokes
6) Slow Animals – The Strokes
7) Chances – The Strokes
8) Sporvagnar – Nóra
9) Himinbrim – Nóra
10) America – Sindri Eldon and The Ways
11) Typewriter – Jóhann Kristinsson
12) Traps – Jóhann Kristinsson
13) Vultures – Útidúr
14) Falling (Duke Dumont remix – Haim
15) Blue & That – Dick Diver
16) Ride On / Right On – Phosphorecent

 

Tónlistarmenn ársins 2013

 

AlunaGeorge

Þau Aluna Francis og George Reid sem skipa breska dúóið AlunaGeorge vöktu fyrst athygli fyrir myndband við lag sitt You Know You Like It haustið 2011. Hljómsveitin sendi svo frá sér hið frábæra lag Your Drums á síðasta ári og lagið Diver núna fyrir stuttu. Fyrsta stóra plata þeirra Body Music er væntanleg seinna á þessu ári.

 

 

Cashmere Cat:

Ferill norska tónlistarmannsins Magnus August Høiberg hófst þegar hann byrjaði að hlaða inn endurhljóðblöndum af lögum frá listamönnum á borð við Lana Del Rey, Drake, og Jeremih. Fyrsta útgáfa hans Mirror Maru ep kom svo út í haust við einróma lof gagnrýnenda. Það verður spennandi að fylgjast með Cashmere Cat á þessu ári.

 

 

Factory Floor:

Breska hljóðgervla hljómsveitin Factory Floor var stofnuð í London árið 2005. Frá þeim tíma hefur hljómsveitin þróast hægt og rólega, sent frá sér nokkrar smáskífur og gert plötusamning við DFA records sem mun gefa út fyrstu stóru plötu þeirra á þessu ári. Hjólin fóru fyrst að snúast hjá hljómsveitinni þegar Stephen Morris remixaði lag með henni fyrir tveimur árum síðan en hljómsveitinni hefur verið líkt við báðar hljómsveitir Morris – New Order og Joy Division. Fyrsta smáskífan af plötu Factory Floor heitir Fall Back og kemur út þann 14. janúar. Horfið á myndbandið við lagið hér fyrir neðan.

 

 

Foxygen:

Bandaríska indie-rokk dúóið Foxygen var stofnað árið 2005 í Westlake Village í Kaliforníu af tveimur ungum drengjum sem voru helteknir af hljómsveitinni Brian Jonestown Massacre. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá þeim Jonathan Rado og Sam France sem skipa bandið. Þeir gáfu sjálfir út heilan helling af ep plötum á árunum 2007 til 2011 en margar af þeim eru ekki fáanlegar í dag. Snemma árs 2011 voru þeir svo uppgötvaðir af tónlistarmanninum og upptökustjóranum Richard Swift sem meðal annars er meðlimur hljómsveitarinnar The Shins í dag. Hann tók upp fyrstu stóru plötu Foxygen Take The Kids Off Broadway sem kom út í júlí í fyrra. Núna tæpu hálfu ári eftir útgáfu þeirra plötu er hljómsveitin tilbúin með sína aðra plötu We Are The 21st Century Ambassadors of Peace & Magic sem kemur út þann 22. janúar næstkomandi. Hlustið á lagið No Destruction af plötunni sem er eins og fullkominn blanda af Velvet Underground, Bob Dylan og Pavement.

 

 

Guards:

Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar. Árið 2010  samdi Richie sjö lög  sem hann ætlaði Cults og sendi hann þau til Madeline. Henni fannst lögin frábær en ekki henta hljómsveitinni og lét þau á netið án þess að segja Richie frá því, nokkur blogg fóru á stað og síðan hafa margir beðið spenntir eftir fyrstu stóru plötu Guards. Þessi sjö lög urðu svo Guards ep sem var ofanlega á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2010. Guards var að senda frá sér kynningarmyndband með nýju lagi  fyrir væntanlega fyrstu plötu sveitarinnar In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar. Horfið á það og hlustið á nýjustu smáskífu Guards hér fyrir neðan.

 

Haim:

Systra tríóið Haim kemur frá Los Angeles og spila tónlist sem minnir á  rokksveitir 8. áratugarins. Hljómsveitin hefur eytt miklum tíma í upptökur á sinni fyrstu plötu sem væntanleg er á þessu ári. Þær hafa hent miklu efni á þeim tíma en lög sem heyrst hafa með sveitinn lofa mjög góðu og margir spá þeim mikilli velgengni á árinu. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í nóvember við mikinn fögnuð viðstaddra.

 

 

Parquet Courts:

Síð pönk hljómsveitin Parquet Courts á rætur sínar að rekja til Texas en er nú staðsett í New York. Hljómur sveitarinnar minnir margt á margar af helstu gítarrokk hljómsveitum borgarinnar í gegnum tíðina. Fyrsta plata sveitarinnar leit dagsins ljós seint á síðasta ári og ber hún nafnið Light Up Gold og er stúttfull af metnaðarfullu gítarrokki.

 

Torres:

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres sem á ekki eftir að hjálpa henni að google sjálfan sig í framtíðinni. Torres sendi nýlega frá sér hið frábæra lag Honey sem er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu sem kemur út á þessu ári.

Áhugavert á Airwaves fyrri hluti

Fjórtánda Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst í dag en hún hefur verið haldin í Reykjavík í októbermánuði ár hvert síðan 1999. Hátíðin hefur á þessum tíma þróast og tekið breytingum, en segja má að meginmarkmið hennar sé enn það sama – að kynna íslenska tónlist fyrir erlendum fjölmiðlum og plötuútgefendum. Á hverju ári er um margt úr að velja af öllum þeim frábæru erlendu og innlendu hljómsveitum og listamönnum sem fram koma á hátíðinni. Hér eru nokkur bönd sem við mælum með.

Dirty Projectors

Dirty Projectors hefur þróast á skömmum tíma úr því að vera skúffuverkefni eins manns yfir í eina af metnaðarfyllstu tilraunarokkhljómsveitum samtímans. Í sumar gaf hljómsveitin út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan. David Longstreth söngvari og lagasmiður sveitarinnar sá um allar upptökur á plötunni, sem stóðu yfir í heilt ár. Hann samdi yfir 40 lög fyrir hana þótt aðeins 12 þeirra hafi ratað á endanlega útgáfu hennar. Dirty Projectors munu spila í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn klukkan 0:00.

Hér má lesa um sögu Dirty Projectors

Hér er pistill um sögu Dirty Projectors:

      1. Útvarpspistill um Dirty Projectors

 

 

Purtiy Ring

Kanadíska dúóið Purity Ring gaf út nokkrar sterkar smáskífur á árinu 2011 og sendu frá sér sína fyrstu stóru plötu á þessu ári sem hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda. Purity Ring samanstendur af þeim James og Corin Roddick sem hafa gefið fá viðtöl og haldið myndum af sér frá fjölmiðlum. Purity Ring mun spila á Listasafni Reykjavíkur klukkan 23:00 á fimmtudaginn.

 

DIIV

Brooklyn hljómsveitin DIIV sem hét upphaflega Dive var stofnuð árið 2011 sem sólóverkefni gítarleikara Beach Fossils – Zachary Cole Smith. Fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Oshin kom út í sumar. Platan er full af skemmtilega útpældu gítarrokki af bestu gerð. Hljómsveitin kemur fram á Bella Union kvöldinu í Iðnó á laugardaginn klukkan 0:25.

 

I Break Horses

Sænska hljómsveitin I Break Horses gaf út sína fyrstu plötu í fyrra sem ber nafnið Hearts. Á plötunni blandar hljómsveitin saman áhrifum frá shoe-gaze rokki tíunda áratugarins við nútíma raftónlist með góðum árangri. I Break Horses kemur fram á Bella Union kvöldinu í Iðnó á laugardaginn klukkan 23:30.

Viðtal sem við tókum við I Break Horses: 

      2. Airwaves 3 2

 

Ghostpoet

Breski rapparinn Ghostpoet sem heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe kemur frá  Suður-London. Hann gaf út EP-plötu árið 2010 en hans fyrsta plata Peanut Butter Blues & Melancholy Jam kom út árið 2011 og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna.  Ghostpoet hefur verið líkt við listamenn á borð við Mike Skinner og Dizzee Rascal og má flokka undirspilið sem blöndu af allskyns nútíma raftónlist. Hann kemur fram á Þýska barnum á laugardaginn klukkan 23:20.

Friends

Nafnið á hljómsveitinni Friends kemur frá uppáhalds Beach Boys plötu Brian Wilsons. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og spilar metnaðarfullt popp sem sungið er af hinni frábæru söngkonu Samantha Urbani. Hljómsveitin sem  hefur getið sér gott orð fyrir  tónleikahald mun koma fram á Listasafni Reykjavíkur klukkan 23:00 á laugardaginn.


Swans

Hljómsveitin Swans var stofnuð í New York árið 1982 af Michael Gira og starfaði til ársins 1997. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað Gira að endurvekja þessa goðsagnakenndu  No Wave hljómsveit með nýjum áherslum. Sveitin hefur síðan gefið út tvær plötur sem báðar hafa fengið góða dóma. Swans spila í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudaginn klukkan 23:30. Swans komast ekki útaf fellibylnum Sandy, en íslenski snillingurinn Mugison kemur í þeirra stað!

Viðtal sem við tókum við Swans: 

      3. Airwaves 2 4 hluti

Hér má heyra lagið Song For A Warrior af síðustu plötu Swans sungið af Karen O úr Yeah Yeah Yeahs

Haim

Systra tríóið Haim kemur frá Los Angeles og spila tónlist sem minnir á  rokksveitir 8. áratugarins. Hljómsveitin stefnir að útgáfu sinnar fyrstu plötu von bráðar. Haim spila á Gamla Gauknum fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 0:10.

Captain Fufanu

Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson og Guðlaugur Halldór Einarsson skipa raftónlistar dúóið Captain Fufanu sem hefur verið starfrækt frá árinu 2008 og hefur getið sér gott orð fyrir öfluga tónleika sem svíkja engan sem hafa gaman af metnaðarfullri raftónlist. Captain Fufanu kemur frá á efri hæð Faktorý klukkan 0:20 á föstudaginn.

 

Pascal Pinon

Hljómsveitin sem  skipuð er tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum hefur verið virk frá árinu 2009. Hljómsveitin sendir frá sér sína aðra plötu Twosomeness í dag sem óhætt er að mæla með.  Hljómsveitin kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó í kvöld.

Ekki Vanmeta – Pascal Pinon

      4. 01 Ekki Vanmeta

 

Sin Fang

Sindri Már Sigfússon forsprakki Sin Fang lísti því yfir í Iceland Airwaves sérþætti straums á dögunum að ný plata með hljómsveitinni væri væntanleg snemma á næsta ári. Hlustið á viðtalið hér fyrir neðan. Sing Fang kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó í kvöld og á Listasafni Reykjavíkur klukkan 22:00 á laugardaginn.

Viðtal við Sindra

      5. Airwaves 2 1 hluti

Nolo

Ívar Björnsson og Jón Lorange sem skipa hljómsveitina Nolo hafa sent frá sér nokkur frábær demó upp á síðkastið sem gefa til kynna að þriðja plata Nolo verði ekki úr þessum heimi. Sveitin kemur fram á Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn klukkan 20:00.

Elektro Guzzi

Austurríska teknósveitin Elektro Guzzi hefur vakið athygli fyrir skemmtilega sviðsframkomu á mörgum af helstu tónlistarhátíðum í Evrópu undanfarið ár. Hljómsveitin spilar á efri hæðinni á Faktorý á föstudaginn klukkan 1:10.

The Vaccines

Ein af vinsælustu gítarrokk hljómsveitum breta síðustu misseri inniheldur íslendinginn Árna Hjörvar sem áður var í hljómsveitunum Future Future og Kimono. Hljómsveitin spilar á Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn klukkan 0:00.

Viðtal sem tókum við Árna Hjörvar úr The Vaccines: 

      6. Airwaves 2 2 hluti

Óli Dóri