Árslisti Straums 2013

Hér má hlusta á fyrri árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

 

Hér má svo hlusta á seinni  árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 15. sæti í það 1.

 

 

30) Roosevelt – Elliot EP

Hinn þýski Roosevelt býður hér upp á fjögur stórskemmtileg danslög með hinum samnefnda Elliot fremstum í flokki.

 

 

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

Það tók Mazzy Star 15 ár að klára sína fjórðu plötu Season Of Your Day sem er vel biðarinnar virði.

 

 

28) Factory Floor – Factory Floor

Breska raftríóið Factory Floor sem er eitt af aðalsmerkjum DFA útgáfunnar um þessar mundir sýnir fram á taktfastan trylling á sinni fyrstu plötu.

 

 

 

27) Autre Ne Veut – Anxiety

Draumkennd og silkimjúk plata úr smiðjum bandaríska tónlistarmannsins Arthur Ashin.

 

 

26) Swearin’ – Surfing Strange

Philadelphia hljómsveitin Swearin’ sem inniheldur m.a. tvíburasystur tónlistarkonunnar Waxahatchee sannar að lo-fi rokk lifir enn góðu lífi á Austurströnd Bandaríkjanna.

 

 

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

Janelle Monáe fylgdi á eftir sinni fyrstu plötu The ArchAndroid frá árinu 2010 með öðru stórvirki þar sem má finna áhrif allt frá sálartónlist, gospeli, Jazz, hip-hopi og rokki.

 

 

24) Darkside – Psychic

Nicolas Jaar tók höndum saman við gítarleikarann Dave Harrington á þessari heilsteyptu og fögru plötu.

 

 

23) Torres – Torres

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres. Torres sendi frá sér samnefnda plötu í janúar sem er uppfull af trega, sorg og sannfæringu. Ein af heiðarlegri plötum þessa árs.

 

 

22) Earl Sweatshirt – Doris

Thebe Neruda Kgositsile, betur þekktur undir listamannsnafninu Earl Sweatshirt, gaf út sitt fyrsta mixtape árið 2010 þá aðeins 16 ára gamall. Eftir að hafa verið sendur í heimavistarskóla fljótlega eftir útgáfu þess hafa margir tónlistarspekingar beðið eftir hans  fyrstu stóru plötu sem kom út í ár og olli engum vonbrigðum.

 

 

21) Blondes – Swisher

Rafdúóið Blondes frá New York gáfu út sína aðra plötu á árinu sem á ekki eingöngu heima á dansgólfinu.

 

Plötur í 20. – 11. sæti

 

 

 

Árslisti Straums: 30. – 16. sæti

Fyrri árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

Straumur fyrri árslistaþáttur: plötur í 30.- 16. sæti 2013 by Straumur on Mixcloud

 

30) Roosevelt – Elliot EP

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

28) Factory Floor – Factory Floor

27) Autre Ne Veut – Anxiety

26) Swearin’ – Surfing Strange

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

24) Darkside – Psychic

23) Torres – Torres

22) Earl Sweatshirt – Doris

21) Blondes – Swisher

20) Forest Swords – Engravings

19) Mutual Benefit – Love’s Crushing Diamond

18) Boards Of Canada – Tomorrow’s Harvest

17) My Bloody Valentine – m b v

16) King Krule – 6 Feet Beneath the Moon

Straumur 16. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Drake, Crystal Stilts, Trentemøller, Haim, Janelle Monáe, Of Montreal, Mazzy Star og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 16. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Honey & I – Haim
2) Running If You Call My Name – Haim
3) Campo – Toro Y Moi
4) Parallel Jalebi – Four Tet
5) J.A.W.S – Luxury
6) Black Out Days – Phantogram
7) Over Your Shoulder – Chromeo
8) Too Much – Drake
9) Primetime (ft. Miguel) – Janelle Monáe
10) Still On Fire – Trentemøller
11) River Of Life (ft. Ghost Society) – Trentemøller
12) In The Kingdom – Mazzy Star
13) Sparrow – Mazzy Star
14) Memory Room – Crystal Stilts
15) Nature Noir – Crystal Stilts
16) Farmer’s Daughter – Babyshambles
17) Triumph Of Distegration – Of Montreal
18) Colossus – Of Montreal
19) Swing Lo Magellan – Unknown Mortal Orchestra


Fyrsta plata Mazzy Star í 17 ár væntanleg

Draumkennda alternative hljómsveitin Mazzy Star hefur verið starfrækt frá árinu 1988 með nokkrum hléum og á þeim tíma gefið út þrjár plötur og er sú fjórða Season Of Your Day væntanleg þann 24. September. Síðasta breiðskífa Mazzy Star Among My Swan kom út árið 1996 en sveitin virðist engu hafa gleymt og hafa þau sent frá sér lagið „California“ því til staðfestingar.