Straumur 16. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Drake, Crystal Stilts, Trentemøller, Haim, Janelle Monáe, Of Montreal, Mazzy Star og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 16. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Honey & I – Haim
2) Running If You Call My Name – Haim
3) Campo – Toro Y Moi
4) Parallel Jalebi – Four Tet
5) J.A.W.S – Luxury
6) Black Out Days – Phantogram
7) Over Your Shoulder – Chromeo
8) Too Much – Drake
9) Primetime (ft. Miguel) – Janelle Monáe
10) Still On Fire – Trentemøller
11) River Of Life (ft. Ghost Society) – Trentemøller
12) In The Kingdom – Mazzy Star
13) Sparrow – Mazzy Star
14) Memory Room – Crystal Stilts
15) Nature Noir – Crystal Stilts
16) Farmer’s Daughter – Babyshambles
17) Triumph Of Distegration – Of Montreal
18) Colossus – Of Montreal
19) Swing Lo Magellan – Unknown Mortal Orchestra


Babyshambles með plötu í bígerð

Rokkræfillinn Pete Doherty hefur náð að halda sér nógu lengi úr fangelsi til að taka upp plötu sem er væntanleg frá hljómsveit hans Babyshambles 2. September og hefur hlotið titilinn Sequel To The Prequel. Pete býr þessa dagana í París ásamt Macauley Culkin en sá hefur þurft að sitja einn heima undanfarið á meðan félegarnir úr Babyshambles tóku upp plötuna þar um slóðir ásamt upptökustjóranum Stephen Street. Sequel To The Prequel mun innihalda 12 lög, verður þriðja plata Babyshambles og fylgir á eftir Shooter‘s Nation sem kom út árið 2007. „Nothing Comes To Nothing“ verður fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu og kemur út 26. ágúst.
„Ég vil ekki að þetta verði eitthvað hálfkák, ég vil fokking stúta þessu. Babyshambles eru ekki að snúa aftur, þetta band hefur aldrei farið.“ Sagði 34. ára gamli Doherty um Sequel To The Prequel í viðtali við NME.

„Dr. No“ verður að finna á væntanlegri plötu Babyshambles.