Bestu erlendu plötur ársins 2014

Árslisti Straums 2014 – seinni þáttur by Straumur on Mixcloud

30. tUnE-yArDs – Nikki Nack

29. Mourn – Mourn

28. Arca – Xen

27. Little Dragon – Nabuma Rubberband

26. Damon Albarn – Everyday Robots

25. Cashmere Cat – Wedding Bells EP

24. Metronomy – Love Letters

23. Yumi Zouma – Yumi Zouma EP

22. FKA twigs – LP1

21. Shamir – Northtown EP

20. Ben Khan – 1992 EP

19. Giraffage – No Reason

18. Mac DeMarco – Salad Days

17. Real Estate – Atlas

16. Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags

 

15. Azealia Banks – Broke With Expensive Taste

Eftir endalausar deilur við samstarfsmenn, plötufyrirtæki og flesta sem tengjast henni á einhvern hátt gaf hin hæfileikaríka Azealia Banks loks út frumraun sína eftir nær þriggja ára bið. Banks flakkar um stefnur og strauma á plötunni sem hún gaf út sjálf og veldur ekki vonbrigðum.

14. Aphex Twin – Syro

Tónlistin á plötunni hefði ekki getað komið frá neinum öðrum en Aphex Twin og er í þeim skilningi engin róttæk stílbreyting frá hans fyrra efni heldur meira útpæld eiming á aðgengilegri hluta fyrri verka hans.

13. Les Sins – Michael

Eftir þrjár velheppnaðar plötur undir nafninu Toro y Moi sendi tónlistarmaðurinn Chaz Bundick frá sér plötuna Michael sem Les Sins. Útkoman er ögn tilraunakenndari og dansvænni tónlist en Bundick hefur áður sent frá sér.

 

12. Com Truise – Wave 1

Silkimjúkt, seiðandi, draumkennt og leiðandi eru þau orð sem koma upp í hugann þegar platan Wave 1 er nefnd til sögunnar.

11. Parkay Quarts (Parquet Courts) – Content Nausea

Önnur af tveim plötum sem Bandaríska rokksveitin Parquet Courts sendi frá sér á árinu. Hljómsveitin sem gaf plötuna út undir nafninu Parkay Quarts hefur sjaldan verið eins frjálsleg í lagasmíðum og túlkun og á Content Nausea.

10. Jessie Ware – Tough Love

Tónlistarkonan Jessie Ware heldur áfram að hræra saman nútíma poppsmíðum með sínu nefi á annarri plötu sinni Tough Love. Útkoman er smekkleg og metnaðarfull.

9. Frankie Cosmos – Zentropy

Hin 19 ára gamla tónlistarkona Greta Kline sendi frá sér þessa einstaklega fersku og einföldu indípopp-plötu í mars á þessu ári. Platan sem er aðeins um 20 mínútur að lengd er ein af skemmtilegri plötum þessa árs.

8. The War On Drugs – Lost In the Dream

Philadelphiu bandið The War On Drugs, sem er eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum í dag, gaf út sína bestu plötu til þessa, Lost in a Dream, fyrr á þessu ári.  Á plötunni blandar hljómsveitin saman pabbarokki  9. áratugsins (Dire Straits) við bestu verk Lou Reed og Bob Dylan og útkoman er furðulega fersk.

7. St. Vincent – St. Vincent

Síðasta plata Annie Erin Clark undir nafninu St. Vincent, Strange Mercy, var á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011 og á þessari plötu gefur Clark ekkert eftir með ögn tilraunakenndari plötu.  Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð sem kemur vel í ljós á þessari samnefndu plötu hennar.

 

6. Caribou – Our Love

Raftónlistarmaðurinn Dan Snaith semur lífrænt tekknó sem er á stöðugri hreyfingu undir nafninu Caribou. Snaith sendi frá sér sjöttu plötuna undir því nafni í ár sem er ákaflega grípandi og á best heima á dansgólfinu, sem sannaði sig í Listasafni Reykjavíkur á tónleikum Caribou á Iceland Airwaves í haust.

5. Tycho – Awake

Á fjórðu plötu sinni undir nafninu Tycho tekst bandaríska tónlistarmanninum Scott Hansen í senn að heiðra hljóðheim gærdagsins og að hljóma eins og morgundagurinn.

4. Ty Segall – Manipulator

Manipulator, sjötta, plata Ty Segall er hans metnaðarfyllsta verk til þessa. Segall varði miklum tíma í gerð hennar samanborið við fyrri plötur sínar og er greinilegt að þeim tíma hefur verið vel varið. Lagasmíðarnar og hljóðheimurinn eru til fyrirmyndar og sannar Segall á plötunni að hann er einn af sterkustu rokktónlistarmönnum samtímans.

3. Todd Terje – It’s Album Time

Það sem einkennir plötuna I’ts Album Time er tilgerðarlaus og óbeisluð gleði ásamt óskammfeilnum tilvísunum í ótöff tónlistarstefnur sem eru miklu meira hylling en hæðni. Platan er heilsteypt og aðgengileg og á erindi til aragrúa fleiri en venjulegra raftónlistarhausa.

2. Sun Kil Moon – Benji

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek gaf út sjöttu plötuna undir formerkjum Sun Kil Moon snemma á þessu ári. Það er engin furða að platan Benji, hans persónulegasta verk til þessa, sé svo hátt á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2014. Um er að ræða heilsteypt verk þar sem Kozelek tekst á sinn einstaka máta að leiða hlustendur í gegnum sorgir sínar og sigra.  Kozelek flutti efni af plötunni ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember síðastliðinn við mikið lof viðstaddra.

1. Lone – Reality Testing

Breski raftónlistarmaðurinn Matt Cutler gaf út sína fimmtu plötu undir nafninu Lone í júní á þessu ári.  Á plötunni Reality Testing má segja að Cutler sameini sín fyrri verk á því lang aðgengilegasta til þessa. Platan rennur ákaflega vel í gegn og ekki veikan blett að finna. Draumkenndur hljóðheimur með skemmtilega útpældum smáatriðum sem ýta undir stórbrotnar lagasmíðar gerir Reality Testing að plötu ársins 2014.

Tónleikar helgarinnar 27. – 29. nóvember 2014

 

Fimmtudagur 27. nóvember

Órafmagnaðir tónleikar á Hlemmur Square hefjast klukkan 20:00. Þar koma fram tónlistarmennirnir Slowsteps, Sveinn Guðmundsson, Kjartan Arnald & Unnur Sara. Aðgangur er ókeypis.

Rósa Guðrún Sveinsdóttir sem gaf út sína fyrstu sólóplötu í október heldur tónleika á Rósenberg. Skúli mennski mun byrja kvöldið og taka nokkur lög. Skúli er að leggja lokahönd á sína fimmtu sólóplötu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Einar Indra, Soffía Björg og (Sea) koma fram í Mengi. Dagskráin hefst klukkan 21:00 með (Sea), Soffía Björg byrjar klukkan 21:40 og Einar Indra klukkan 22:20. Það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 28. nóvember

Bandaríska hljómsveitin Sun Kil Moon kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hljómsveitin er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek sem áður hafði gert garðinn frægan með hljómsveit sinni Red House Painters. Ásamt honum stíga nokkrir heimsfrægir listamenn á svið þetta kvöld og mynda Sun Kil Moon. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og enn er hægt að næla sér í miða á midi.is á 5900 kr.

H Catalyst verður með klukkutíma af iðnaðar- tilraunakenndri tónlist í Mengi. Tónleikarnir nefast Kristur á Krossinum Live og hefjast klukkan 21 en það kostar 2000 kr inn.

Ghostigital, Pink Street Boys & Kælan Mikla koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

 

Laugardagur 29. nóvember

Útgáfu safnplötunnar Fyrir Gaza fagnað á Kex Hostel. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 16:00. Fram koma; sóley, Cell7 og Uni Stefson.

Í danssýningunni „Atlantic“ í Mengi hlýða áhorfendur í fyrsta sinn á tónleika af hljómplötunni „Atlantic“ með hljómsveitinni Sun Ra, flutta af danshöfundinum Juli Reinartz. „Atlantic“ veltir upp spurningum um hlutverk söngvarans á þessum tónleikum sem aldrei áttu sér stað, hlutverk andans, líkamans og hreyfiafl áhorfenda. “Atlantic” er hluti af röð verka sem rannsaka líkamlega nálgun tónleika formatsins. Miðaverð er 2000 krónur og hefst sýningin klukkan 21:00.

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar koma fram á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og það kostar 2000 kr. inn.

 

Sun Kil Moon í Fríkirkjunni

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek sem kemur fram undir formerkjum Sun Kil Moon heldur tónleika ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember. Kozelek stofnaði Sun Kil Moon árið 2002 fljótlega eftir að hljómsveit hans Red House Painters leystist upp. Sun Kil Moon sendi frá sér sína sjöttu plötu Benji fyrr á þessu ári og uppskar einróma lof gagnrýnenda. Það er viðburðar fyrirtækið Reykjavíkurnætur sem stendur að komu Sun Kil Moon til landsins. Miðasala hefst klukkan 12 í dag á www.midi.is

Straumur 13. janúar 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Broken Bells, Saint Pepsi, A Sunny Day In Glasgow, Sun Kil Moon, Jenny Lewis, Eternal Summers og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) After The Disco – Broken Bells
2) Mr. Wonderful – Saint Pepsi
3) Come Alive (ft. Toro Y Moi) – Chromeo
4) In Love With Useless (The Timeless Geometry In The Tradition Of Passing) A Sunny Day in Glasgow
5) Gouge – Eternal Summers
6) Obstacle Eyes – Morgan Delt
7) Leaves Like Glass – Woods
8) Ben’s My friend – Sun Kil Moon
9) Hot Tonight – Tokyo Police Club
10) Probably Nu It – Tree
11) Completely Not Me – Jenny Lewis
12) King Brute (ft. Shanghai Den) – FaltyDL
13) Samira – (ft. Fred Avril & Shadi Khries) – Acid Arab
14) Pulsing (ft. Nina K) – Tomas Barfod
15) No Time – Jay Reatard