50 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 50 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.

Þau eru: sóley, Savages (UK), Jon Hopkins (UK), John Grant (US), Mykki Blanco (US), Mac DeMarco (CA), Lay Low, Villagers (IE), PAPA (US), Empress Of (US), Lescop (FR), Agent Fresco, Young Fathers (SCO), For a Minor Reflection, Slow Magic (US), kimono, We Are Wolves (CA), Ghostigital, Dikta, San Fermin (US), Berndsen, Baby in Vain (DK), Sean Nicholas Savage (CA), Cousins (CA), Úlfur Úlfur, Aaron and the Sea (US), Biggi Hilmars, Kithkin (US), Eldar, Epic Rain, The Balconies (CA), Futuregrapher, Nordic Affect, Ylja, Wistaria, Tonik, Sindri Eldon and the Ways, Good Moon Deer, Rökkurró, Kött Grá Pjé, Jóhann Kristinsson, Kajak, Sometime, Saktmóðigur, Hudson Wayne, Boogie Trouble, Tanya & Marlon, M-Band, Original Melody og Nolem!

Tónleikadagskrá helgarinnar

Fimmtudagur 14. mars

Hljómsveitin Bloodgroup gaf nýverið út sína þriðju plötu, Tracing Echoes. Af því tilefni blæs sveitin til heljarinnar útgáfutónleika í Iðnó. Hægt er að kaupa miða hér: http://midi.is/tonleikar/1/7507  Á tónleikunum verður öllu tjaldað til, en Bloodgroup heldur síðan í tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir plötunni og því er þetta síðasta tækifæri til að sjá sveitina í Reykjavík um óákveðinn tíma. Hljómsveitin Samaris sér um upphitun á tónleikunum

Fyrstu tónleikarnir í nýrri tónleikaröð á Faktorý í samstarfi við Tuborg – Grasrótin á Faktorý hefjast í kvöld. Á fyrstu tónleikunum munu hljómsveitirnar Kajak og Dreamcast koma fram. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22 og er frítt inn. Bent er á að hljómsveitir og tónlistarmenn sem hafa áhuga á að koma fram á Grasrótinni á Faktorý geta sent umsóknir á bokanir@faktory.is

Reykjavík Sex Farm kynnir hið dularfulla kvöld Death Is Not The End á Litlu gulu hænunni. Þar koma fram; Queerwolf frá Montreal og DJ Ravensclaw (aka Krummi úr Legend). Miðaverð er 500 og hefst kvöldið klukkan 21:30.

 

 

Föstudagur 15. mars:

Hljómsveitin Nóra mun spila á ókeypis tónleikum á Dillon sem hefjast klukkan 22:00

Hljómsveitirnar Jan Mayen og Morgan Kane halda tónleika á Bar 11 og er ókeypis inn. Jan Mayen gerðu garðinn frægan á síðasta áratug og hafa spilað á vel völdum stöðum undanfarna mánuði. 

Á Kaffistofunni verða haldnir tónleikar með Helga Mortalkombat, Sindra Eldon & The Ways og Tamarin/(elWis). Hefjast þeir á slaginu 20:00

Tónleikar til styrktar Geðhjálp fara fram á KEX klukkan 20:30 og er miðaverð 1500 kr. Fram koma: Robert The Roommate, Ylja og Ultra Mega Technobandið Stefán.

 

Breski plötusnúðurinn Midland þeytir skífum á Volta. Til upphitunar verða íslensku DJarnir Skeng og Jon Edvald. Húsið opnar kl. 23:00. Miðinn kostar aðeins 1000 kr. í forsölu á Miði.is. Midland er þekktur fyrir óhefðbundinn hljóðheim sinn þar sem saman blandast rætur techno og house tónlistar, með bassahljómi úr dubstep tónlist auk tilraunakenndra hljóma úr sígildri elektróníku.

 

 

Laugardagur 16. mars

Hljómsveitin MUCK mun halda sína fyrstu tónleika á árinu á Dillon við Laugarveg. Hljómsveitin er nýkomin heim frá New York þar sem hún vann að nýju efni af komandi plötu sem mun líta dagsins ljós seinna á árinu. Ekkert kostar inn og tónleikarnir hefjast 23:00.

Reyk Veek í samstarfi við Reykjavík Fashion Festival og Reyka Vodka kynna viðburðinn ULTRA VIOLENCE á Volta sem er blanda af tónlist, tísku og klúbba upplifun. Þeir sem koma fram eru:Karíus, Juan Solo, D’or, Orang Volante og Thizone. Aðgangseyrir er 1000 kr og hefst fjörið um miðnætti. 

Útgáfutónleikar John Grant í Silfurbergi Hörpu, í tilefni af útgáfu nýju plötunnar, Pale Green Ghosts. Það kostar 6400 kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.
Sunnudagur 17. mars

Bandaríski tónlistarmaðurinn Colin Stetson heldur tónleika á Volta. Stetson er saxófónleikari frá Michigan fylki Bandaríkjanna en hefur gert út frá Montreal í Kanada undanfarin ár. Hann hefur starfað með fjölmörgum tónlistarfólki og hljómsveitum síðustu árin samhliða því að reka sinn eigin sólóferil. Arcade Fire, Tom Waits, TV on the Radio, Bon Iver, LCD Soundsystem, The National, David Byrne og Feist eru meðal þeirra sem hafa unnið með Colin Stetson. Um upphitun sér Úlfur og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.