Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni sem semur og syngur ásamt Gunnari metnaðarfulla texta á íslensku. Sveitin gaf út í vikunni sitt fyrsta lag Lóan Er Komin á gogoyoko. Hljómsveitin gefur út sína fyrstu plötu Ali seinna í vor. Grísalappalísa heldur tónleika næsta fimmtudag þann 4. apríl á Kex Hostel þar sem sveitin mun stíga á stokk kl. 21.00 og leika efni af væntanlegri plötu. Hlustið á Lóan Er Komin hér fyrir neðan.
Author: olidori
Hot Chip remixa Dirty Projectors
9. júlí í fyrra gaf hljómsveitin Dirty Projectors út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan og endaði hún í 6. sæti yfir bestu plötur ársins hér í Straumi. Joe Goddard úr Hot Chip endurhljóðblandaði lagið The Soialites af plötunni nýlega með frábærum árangri. Lagið verður skemmtilega upplífgandi í höndum Goddard og hægt er að hlýða á afraksturinn hér fyrir neðan.
Tónleikar um páskahelgina
Miðvikudagur 27. mars:
Partíþokan verður haldin á Faktory. Siggi Frændi opnar dyrnar klukkan 21.00 og setur einhverja dúndrandi snilld á fóninn til að hita upp salinn. Hann tekur við greiðslukortum og aðgangseyrir er 2000 krónur. Klukkan 22.00 stígur hinn óviðjafnanlegi Jónas Sigurðsson á svið ásamt hljómsveit, dúndurþétt að vanda. Klukkan 22.50 er röðin komin að strandamanninum Birni Kristjánssyni og strákunum í Borko. Það er svo um Klukkan 23.40 að Sin Fang hefur að trylla lýðinn með eitursvölum nýbylgjuballöðum. Prins Póló stígur á svið 30 mínútum eftir miðnætti og slær botninn í dagskránna með Tipp Topp, Niðrá strönd og fleiri mjaðmaæfingum. Kynnir kvöldsins er útvarpsmaðurinn, bóksalinn, og trommarinn Kristján Freyr Halldórsson og það borgar sig að taka vel eftir því hann kemur til með að draga úr happdrætti Partíþokunnar um miðbik kvöldsins. Við gefum ekkert upp um verðlaunin hér, en þau eru ekki af þessum heimi svo ekki sé meira sagt.
Fimmtudagur 28. mars
Volta: Stephen Steinbrink, einnig þekktur sem The French Quarter, er fjölhæfur lagahöfundur, hljóðfæraleikari og sjónlistamaður frá Arizona. Hann spilar ásamt Snorra Helgasyni og Just Another Snake Cult á Volta á skírdag. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 500 kr.
Á Hemma og Valda munu fimm tónlistarkonur leiða saman hesta sína. Þær eru; Brynja ( https://soundcloud.com/hestur) Kirsti, Ósk (https://soundcloud.com/oskmusic), Tinna Katrín og Þorgerður Jóhanna (https://soundcloud.com/user6539071). Aðgangur er ókeypis og hefst fjörið klukkan 20!
Á Dillon verður haldið annað Desibel kvöldið þar sem heiðraðir eru listamenn sem sérhæfa sig í noise, drone, industrial, crust, hardcore punk eða dark ambient tónlist. Sveitirnar World Narcosis og Skelkur Í Bringu munu koma og spila. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er ókeypis inn.
Föstudagur 29. mars
Black metal böndin Ash Borer og Fell Voices koma fram á Gamla Gauknum á föstudeginum langa eftir miðnætti. Með þeim verða böndin Azoic og NYIÞ. 1000 kr inn.
Laugardagur 30. mars
Á Gamla Gauknum munu hljómsveitirnar Cosmic Call og Waveland halda tónleika ásamt tónlistarmanninum Jón Þór. Frítt er inn og hefjast tónleikarnir stundvíslega klukkan 22:30.
Í fyrsta sinn verður Páskagleði haldin í Listasafni Reykjavíkur. Á tónleikunum koma fram listamenn sem allir eiga það sameiginlegt að spila tónlist sem einkennist af gleði og það á heldur betur við um páskana. Fram koma; Ásgeir Trausti, Sísý Ey, Þórunn Antonía, DJ Margeir og Daníel Ágúst. Gleðin hefst klukkan 20 og kostar 4900 kr inn.
Myndband frá Yeah Yeah Yeahs
Myndband við fyrstu smáskífuna af fjórðu plötu hljómsveitarinnar Yeah Yeah Yeahs var frumsýnt fyrr í dag. Myndbandið er við lagið Sacrilege, sem inniheldur gospelkór og verður að finna á plötunni Mosquito sem kemur út 16. apríl næstkomandi á vegum Interscope. David Sitek úr hljómsveitinni TV On The Radio stjórnaði upptökum með hjálp frá Nick Launay. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.
Straumur 25. mars 2013
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Wavves, Kurt Vile, Savages, CocoRosie, No Joy og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!
Straumur 25. mars 2013 by Olidori on Mixcloud
1) Demon To Lean On – Wavves
2) Never Run Away – Kurt Vile
3) Afraid Of Heights – Wavves
4) Cop – Wavves
5) Gimme a Knife – Wavves
6) Made To Stray – Mount Kimbie
7) Ain’t Got Nobody (Tonik remix) – Sisy Ey
8) Dark to light – Telekinesis
9) Ever True – Telekinesis
10) She Will – Savages
11) Julian – Say Lou Lou
12) Lunar Phobia – No Joy
13) Roots Of My Hair – CocoRosie
14) Your Life, Your Call – Junip
15) Prima Materia – The Virgins
16) Brennisteinn – Sigur Rós
Fimmta plata Deerhunter
Hljómsveitin Deerhunter frá Atlanta tilkynnti á facebook síðu sinni fyrr í dag um útgáfu sinnar fimmtu plötu sem kemur út 7. maí og nefnist Monomani. Platan var tekin upp í New York borg fyrr á þessu ári og fylgir á eftir plötunni Halcycon Digest frá árinu 2010 sem toppaði lista Straums yfir bestu plötur ársins. Fyrir neðan má sjá lagalista plötunnar.
01 Neon Junkyard
02 Leather Jacket II
03 The Missing
04 Pensacola
05 Dream Captain
06 Blue Agent
07 T.H.M.
08 Sleepwalking
09 Back to the Middle
10 Monomania
11 Nitebike
12 Punk (La Vie Anté:rieure)
Nýtt frá Sigur Rós
Hljómsveitin Sigur Rós gáfu í dag út fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu sem nefnist Kveikur og kemur út á vegum XL Recordings, á þjóðhátíðardag íslendinga þann 17. júní næstkomandi. Lagið sem nefnist Brennisteinn er mikil stefnubreyting frá síðustu plötu þeirra Valtari sem kom út í fyrra.
Ljósmynd: Lilja Birgisdóttir
Kurt Vile frumsýnir nýja smáskífu
Kurt Vile sleppti frá sér fyrstu smáskífunni af væntanlegri plötu sinni Walkin on a Pretty Daze í gær. Vile kom fram í auglýsingu á CW sjónvarpsstöðinni í Philadelphia ásamt þriggja ára dóttur sinni og spilaði lagið Never Run Away af vinyl. Walkin on a Pretty Daze kemur út 9. apríl, horfið á auglýsinguna hér fyrir neðan.
Tvö ný lög með Vampire Weekend
Hljómsveitin Vampire Weekend frá New York sendi rétt í þessu frá sér tvö lög sem verða á þriðju plötu sveitarinnar Modern Vampires Of The City sem kemur út 6. maí. Platan fylgir á eftir plötunni Contra frá árinu 2010. Hlustið á lögin Diane Young og Step hér fyrir neðan.
Straumur 18. mars 2013
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá The Strokes, Vampire Weekend, Dick Diver, Phosphorescent, Jóhanni Kristinssyni, Haim, Útidúr, Sindra Eldon og mörgum öðrum. Við fáum einnig hljómsveitina Nóru í heimsókn. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.
Straumur 18. mars 2013 by Olidori on Mixcloud
1) Tap Out – The Strokes
2) Diane Young – Vampire Weekend
3) Step – Vampire Weekend
4) Welcome to Japan – The Strokes
5) 50 50 – The Strokes
6) Slow Animals – The Strokes
7) Chances – The Strokes
8) Sporvagnar – Nóra
9) Himinbrim – Nóra
10) America – Sindri Eldon and The Ways
11) Typewriter – Jóhann Kristinsson
12) Traps – Jóhann Kristinsson
13) Vultures – Útidúr
14) Falling (Duke Dumont remix – Haim
15) Blue & That – Dick Diver
16) Ride On / Right On – Phosphorecent