Grísalappalísa með vorboða

Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni sem semur og syngur ásamt Gunnari metnaðarfulla texta á íslensku. Sveitin gaf út í vikunni sitt fyrsta lag Lóan Er Komin á  gogoyoko. Hljómsveitin gefur út sína fyrstu plötu Ali seinna í vor.  Grísalappalísa heldur tónleika næsta fimmtudag þann 4. apríl á Kex Hostel  þar sem sveitin mun stíga á stokk kl. 21.00 og leika efni af væntanlegri plötu. Hlustið á Lóan Er Komin hér fyrir neðan. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *