Japandroids sjónvarpsviðtal

Kanadíska hljómsveitin Japandroids spilaði á tónleikum á Gamla Gauknum miðvikudaginn 22. ágúst síðastliðinn. Rétt fyrir tónleikana tókum við þá Brian King (gítar/söngur) og David Prowse (trommur/söngur) í smá spjall. Við spurðum þá meðal annars út í tónleikaferðalög, áhrifavalda og framtíð hljómsveitarinnar.

Sudden Weather Change Sjónvarpsviðtal

Við kíktum í æfingarhúsnæðið hjá reykvísku hljómsveitinni Sudden Weather Change, sem voru að æfa fyrir útgáfutónleika sem verða á Faktorý á morgun af tilefni útgáfu plötunnar Sculpture. Við spurðum hljómsveitinna út í muninn á fyrstu plötunni og þeirri nýjustu, æfarhúsnæðismál í Reykjavík og áhrifavalda. Einnig fengum við bandið til að taka lagið Blues af Sculpture.

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar hefjast klukkan tíu á morgun og munu Ghostigital og The Heavy Experience koma fram ásamt Sudden Weather Change. Miðaverð er 1500 kr og 3000 kr + plata.

Dream Central Station sjónvarpsviðtal

Við hittum þau Hallberg Daða Hallbergsson og Elsu Maríu Blöndal forsprakka hljómsveitarinnar Dream Central Station á heimili Hallbergs fyrir stuttu. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarína og Elsa María í Go-Go Darkness. Þau tóku órafmagnaða útgáfu af einu lagi og sögðu okkur m.a. frá  sögu sveitarinnar, Berlín og tónleikahaldi hér á landi.