Straumur 25. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá The New Pornographers og Asonat auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Peaking Lights, Real Estate, Oliver og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 25. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Brill Bruisers – The New Pornographers
2) Bother – Les Sins
3) Fast Forward – Oliver
4) Paper Dolls (The Nerves cover) – Real Estate
5) Champions of Red Wine – The New Pornographers
6) Dancehall Domine – The New Pornographers
7) You Tell Me Where – The New Pornographers
8) Breakdown – Peaking Lights
9) Quiet Storm – Asonat
10) Rather Interesting Asonat
11) Say My Name (ft. Zyra) – ODESZA
12) Perfect Secrecy Forever – Pye Corner Audio

Tónleikar helgarinnar – Menningarnótt

Föstudagur 22. ágúst
Cosmic Berry og RÊVE koma fram á tónleikum á Mengi. Cosmic Berry er frá París og syngur og spilar rafmagnaða og órafmagnaða tónlist með lykkjum og töktum. Lög hennar byggja upp hljóðheim sem kannar hógværar kenndir og litlar agnir úr daglegu lífi. RÊVE  blandar órafmögnuðum einingum, sambærilegum hljóðum og afskræmingum til að skapa fínofna draumaheima sem lenda í óveðri. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Það er Sci-Fe Metal Doom kvöld á Dillon og hljómsveitirnar Ring of Gyges og Slor koma fram. Byrjar 22:00 og ókeypis inn.

 

Laugardagur 23. ágúst – Menningarnótt

 

Vegna Menningarnætur og óheyrilegs fjölda tónleika um daginn og kvöldið munum við einungis stikla á því stærsta af þeim tónleikum sem við erum hvað spenntastir fyrir. Áhugasamir geta nálgast dagskrá yfir alla tónleika dagsins hér, með því að velja flokkinn tónlist. Það er ókeypis inn á allt hér fyrir neðan, nema við tökum annað sérstaklega fram.

 

Helgi Valur, Jón Þór, MC Bjór og Bland og Boogie Trouble koma fram í þessari röð í garðinum við Ingólfsstræti 21a. Helgi Valur hefur leik klukkan 14:30 en tónleikarnir standa yfir til 17:00. Einnig verður boðið upp á vöfflur og kaffi

 

Á Hólmaslóð 2 út á Granda verður mikil tón- og myndlistarveisla þar sem tónlistarmennirnir sem eru með æfingaraðstöðu í húsinu koma fram. Þeir eru eftirfarandi: DEEP PEAK, Grísalappalísa, Útidúr, Just Another Snake Cult, Knife Fights, Kælan Mikla, Lord Pusswhip feat. Countess Malaise , MARKÚS & THE DIVERSION SESSIONS, Nolo, Skelkur í bringu, Wesen, Benson Is Fantastic, DJ Lamp Vader, it is magic. Lifandi tónlist, einstakar uppákomur, stór myndlistarsýning í öllum rýmum og veitingasala verður opin frá 14:00 og frameftir kvöldi. Fjöldi listamanna af yngri kynslóðinni sýna verk sín og koma fram, en þátttakendur hátíðarinnar hafa það sameiginlegt að hafa starfrækt iðju sína á svæðinu undanfarin ár.

 

FALK (Félag Allskonar Lista-manna & -Kvenna) býður á Menningarnótt upp á sjónhljóðræna veislu á Vitatorgi (horni Hverfisgötu og Vitastígs). Dagskráin er eftirfarandi:

17.00 Siggi Ámundar Gjörningur

17:30 AMFJ Hljóðverk

18:00 Blaldur Ultra Truth Gjörningur

18:30 Þóranna Trouble Hljóðverk

19:00 Oberdada von Brutal Hljóð/gjörningur

19:30 Kælan Mikla Hljóð/gjörningur

 

Útgáfan Möller Records stendur fyrir tónleikum á Ingólfstorgi. Rjóminn af íslensku raftónlistarfólki kemur fram undir berum himni, þar á meðal Skurken, Bistro Boy, Steve Sampling, Tanya & Marlon, Snooze Infinity, EinarIndra, Modesart og Hazar. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00 og standa til klukkan 23:00.

 

Goðsagnakennda sörfsveitin Brim er komin saman aftur og mun halda brjálað stuðball í Iðnó. Brim leikur ósungna og hressa sörftónlist af hreinustu gerð og gaf m.a. út plötuna “Hafmeyjur og hanastél” hjá Smekkleysu árið 1996. Ballið byrjar á miðnætti og stendur til 03:00 en sérstakur gestur í hléi er DJ. Flugvél og geimskip. Miðaverð er 2500 krónur og forsala miða er í fullum gangi á midi.is.

 

Boogie Trouble og vinir munu standa fyrir rokna balli á menningarnótt á skemmtistaðnum Húrra, og leika frumsamið efni og vel valda sparislagara fram á rauða nótt. Ballið hefst 23:30.

 

Sunnudagur 24. ágúst

 

Justin Timberlake – Alveg rosalega uppselt.

The Knife á Iceland Airwaves

Rétt í þess var tilkynnt að sænska systkinahljómsveitin The Knife muni koma fram á næstu Iceland Airwaves hátíð í nóvember næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem The Knife kemur fram á Íslandi og verða tónleikarnir auk þess þeir síðustu á Shaking The Habitual-tónleikaferðalaginu sem hófst á síðasta ári. Knife hafa verið leiðandi afl í raftónlist í rúmlega áratug og bæði samið ódauðlega poppsmelli eins og Heartbeats en líka reynt á þanmörk formsins í endalausum tilraunum á sinni síðustu plötu, Shaking The Habitual. Óheyrilegur fjöldi listamanna kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember og má þar nefna Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, , La Femme, Mamút og Kelela.

 

Horfið á myndbandið fyrir Full of Fire hér fyrir neðan.

Neutral Milk Hotel í Hörpu í kvöld

Bandaríska indísveitin Neutral Milk Hotel kemur fram í kvöld í Norðurljósasal Hörpu. Sin Fang sjá um upphitun en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og ennþá eru lausir miðar sem hægt er að nálgast hér. Neutral Milk Hotel gáfu út hina goðsagnakenndu plötu In The Aeroplane Over the Sea árið 1998 og lögðu upp laupanna ári síðar en komu aftur saman til tónleikahalds á síðasta ári. In The Aeroplane Over the Sea nýtur mikillar aðdáunar í kreðsum óháðra tónlistarspekúlanta og var meðal annars valin fjórða besta plata tíunda áratugarins af indíbiblíunni Pitchfork. Þá hefur sveitin haft ómæld áhrif á seinni tíma indísveitir á borð við Arcade Fire og Beirut.

Straumur 18. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Tonik Ensemble, Floating Points, Caribou, Pink Street boys auk þess sem gefnir verða miðar á tónleika Neutral Milk Hotel sem vera núna á miðvikudaginn. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23 á X-inu 977.

Straumur 18. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Break the rules – Charli XCX
2) Our Love – Caribou
3) Holland, 1945 – Neutral Milk Hotel
4) Landscapes – Tonik Ensemble
5) Sparkling Controversy – Floating Points
6) Too Soon – Darkside
7) Blue Suede – Vince Staples
8) Chained Together – Mozart’s Sister
9) Bow A Kiss – Mozart’s Sister
10) Up In Air – Pink Street Boys
11) Drullusama – Pink Street Boys
12) Every Morning – J Mascis
13) Clay Pigeons (Blaze Foley cover) – Michael Cera
14) Say You Love Me – Jessie Ware

Tónleikar helgarinnar 14. – 16. ágúst

mynd ©Magnús Elvar Jónsson

 

Fimmtudagur 14. ágúst

 

Í Mengi verður kvöldið tvískipt og hefst á sóló trommutónleikum með Julian Sartorius frá Sviss. Eftir stutt hlé koma svo Shahzad Ismaily, Gyða Valtýsdóttir, Rea Dubach og Skúli Sverrisson og spila saman af fingrum fram. Viðburðurinn hefst klukkan 21:00 og kostar 2000 kr inn.

 

Útgáfutónleikar Michael Dean Odin Pollock & Sigga Sig verða haldnir á Hlemmur Square í tilefni útgáfu plötunnar 3rd. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 og munu þeir félagar spila vel valin lög af plötunni.

 

Rappfönksveitin Mc Bjór & Bland að troða upp á Café Flóru en einnig mun Jakobsson og föruneyti hans bregða fyrir. Fjörið hefst kl 20 og stendur til kl 22 og það er frítt inn.

 

-DJ MUSICIAN,dj. flugvél og geimskip, RATTOFER og Tumi Árnason koma fram á Húrra. Partýið byrjar klukkan 9 og það kostar 1000 kr inn.

 

Futuregrapher kemur fram á Funkþáttarkvöldi á Boston. Það er frítt inn, og tónleikarnir verða í beinni í Funkþættinum á X-inu, FM97,7 en þeir hefjast stundvíslega klukkan 23:00.

 

Norski þjóðlagasöngvarinn Tommy Tokyo kemur fram á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn.

 

 

Föstudagur 15. ágúst

 

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir kemur fram í Mengi og syngur/leikur undir á selló ög eftir hinn goðumlíka (þó belgíska) Jacques Brel útsett fyrir einnar konu hljómsveit. Viðburðurinn hefst klukkan 21:00 og kostar 2000 kr inn.

 

Hljómsveitin Low Roar fagnar útgáfu annarar skífu sveitarinnar “0” í Tjarnarbíó. Low Roar til halds og trausts verða meðlimir Amiina og Mr. Silla, en auk þess sér Mr. Silla um upphitun. Miðaverði er 2.000.- krónur og opnar húsið klukkan 20:30.

 

 

Hljómsveitin Prins Póló heldur tónleika á  skemmtistaðnum Húrra við Naustin. Hljómsveitin Eva kemur fram á undan en hún tók einmitt upp plötu á búgarði Prins Póla um verslunarmannahelgina. Húsið opnar klukkan 21.00 og hljómsveitin Eva stígur á svið klukkan 22.00. Prins Póló stígur svo á svið rétt fyrir klukkan 23 og leikur eitthvað fram í miðnættið.Miðaverð er 1500 krónur og eru miðar seldir við innganginn.

 

 

Hjómsveitirnar FARRAGO og Alchemia halda grunge og metalkvöld á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

 

 

Laugardagur 16. ágúst

 

Pétur Ben heldur tónleika á skemmtistaðnum Húrra.Hann kemur fram einn og óstuddur vopnaður gítar en hurðin opnar klukkan 21 og tónleikar hefjast klukkan 22:00. 1500 krónur aðgangseyrir

 

 

Ruslakista Pink Street Boys

Lady Boy Records gáfu í gær út plötuna Trash From The Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys. Plata sem gefin er út stafrænt og á kassettu er talsvert hrárri en önnur plata sveitarinnar sem kemur út seinna á þessu ári. Platan er þó ekkert slor og ein sú hressasta rokkplata sem komið hefur út á Íslandi á í langan tíma. Hlustið á plötunna hér fyrir neðan.

Straumur 11. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld munum við kíkja á nýtt efni frá Ty Segall, Spoon, Foxygen, Sophie, Ólöfu Arnalds, Cymbals Eat Guitars og fleirum. Auk þess sem gefnir verða tveir miðar á tónleika hinnar goðsagnakenndu indie sveitar Neutral Milk Hotel í Hörpu 20. ágúst. Straumur með Óla Dóra í boði Húrra og Joe & the Juice á slaginu 23:00 á X-inu 977. 

Straumur 11. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

 

1) How Can You Really – Foxygen
2) Manipulator – Ty Segall
3) Tall Man Skinny Lady – Ty Segall
4) Mister Main – Ty Segall
5) Games For Girls – Say Lou Lou X LINDSTRØM
6) Hard – Sophie
7) Afterlife (Flume remix) – Arcade Fire
8) Clarke’s Dream – Gold Panda
9) Warning – Cymbals Eat Guitars
10) XR – Cymbals Eat Guitars
11) Child Bride – Cymbals Eat Guitars
12) Inside Out – Spoon
13) Promises – Ryn Weaver
14) King Of Carrot Flowers, Pt 1 – Neutral Milk Hotel
15) Teenager (demo) – Black Honey
16) Holy Soul – Salt Cathedral

Ný plata frá Ólöfu Arnalds

Íslenska tónlistarkonan Ólöf Arnalds mun gefa út plötuna Palme þann 29. september. Platan fylgir á eftir plötunni Sudden Elevation sem kom út í fyrra. Á Palme nýtur Ólöf stuðnings frá tveimur samstarfsfélögum og vinum: Gunnari Erni Tynes úr múm og Skúla Sverrirsyni sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Laurie Anderson, Ryuichi Sakamoto og Blonde Redhead.

Fyrsta smáskífa plötunnar heitir Half Steady og er samin af Skúla og hægt er að hlusta á hana hér fyrir neðan.

 

Tónleikaferðalag Ólafar

 

26. ágúst 2014      Brussels                BE            Feeerieen Festival

30. ágúst 2014      Birmingham         UK           Moseley Folk Festival

31. ágúst 2014     Laois                     IE             Electric Picnic Festival

 

3. september 2014    Aarhus              DK           Aarhus Festival

9. september 2014    Hamburg           DE           Reeperbahn Festival

20. september 2014    Hamburg           DE           Reeperbahn Festival

28september 2014     Brighton           UK           Komedia Studio Bar

29september 2014     London             UK           Oslo

1. október 2014        Bristol                 UK           The Louisiana

2. október 2014        Manchester         UK           Cornerhouse

3. október 2014        Liverpool            UK           Leaf

4. október 2014        York                    UK           Fibbers

5. október 2014        Glasgow              UK           Mono

Tónleikar helgarinnar 7. – 10. ágúst

Fimmtudagur 7. ágúst

Hljómsveitin Rökkurró frumsýnir nýtt myndband í Gym og Toinc salnum á Kex klukkan 20:00.  

Tónleikar í Mengi með nútímatónlist í bland við hugleiðingar um verkin ásamt pælingum um sviðslistir, ljóðlist, tónlist, listir og lífið almennt. Tónlist eftir Bent Sørensen, John Zorn, Yuji Takahashi, Ørjen Matre og nýtt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Fimmtudagstónleikar á Gaunknum. CeaseTone, Future Figment, The Roulette og Trust The Lies. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.  

Skúli mennski, blúsgeggjararnir í Þungri byrði og Húrra bjóða öllum til stórkostlegrar blúsveislu. Tónleikar hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Hljómsveitin Bellstop kemur fram á Rosenberg kl. 21:00. 

 

 

Föstudagur 8. ágúst

 

Diskóboltarnir í Boogie Trouble halda fría tónleika á Loft Hostel sem hefjast klukkan 21:00.

 

Benni Hemm Hemm kemur fram einn síns liðs í Mengi á Óðinsgötu 2. Á tónleikunum verða meðal annars leikin lög af plötunni Eliminate Evil, Revive Good Times auk laga af Makkvírakk, lagasafni sem gefið var út á nótnaformi. Benni kemur fram einn og óstuddur og verða tónleikarnir algjörlega óuppmagnaðir. Tónleikarnir í Mengi verða síðustu tónleikar Benna í þó nokkurn tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Johnny And The Rest, Caterpillarmen, Bíbí & Blakkát koma fram á Gauknum. Fjörið hefst klukkan 22:00.

 

MUCK, LORD PU$$WHIP, RUSSIAN.GIRLS og SEVERED (crotch) halda tónleika á Húrra. Viðburðurinn hefst klukkan 22:00 og það kostar 1000 kr inn.

 

Laugardagur 9. ágúst 

 

Útvarpsþátturinn Luftgítar á Rás 2 heldur ókeypis kveðjutónleika í portinu á Bar 11. Vio, Johnny & The Rest, Morðingjarnir, Kimono, Agent Fresco og Kaleo koma fram. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og standa til kl. 22.00.

 

Hljómsveitirnar Lucy in Blue og Dorian Gray koma fram á laugardags tónleikum Gauksins. Frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Hin nýstofnaða hljómsveit VALD fram í annað sinn á Húrra og flytur efni af væntanlegri EP plötu sinni. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og kostar 1000kr inn.

 

 

Sunnudagur 10. ágúst 

 

Jake Shulman-Ment og Eleonore Weill spila í Mengi. Jake er klezmerfiðluleikari á hæsta mælikvarða og Eleonore er multi-instrumentalisti og gjörningalistamaður. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.