Tónleikar helgarinnar 22. – 24. október

Fimmtudagur 22. október

Hin breska tónlistarkona Chloé Raunet eða C.A.R. kemur fram ásamt Alex Cameron frá Ástralíu og Indriða á Paloma. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00

Samúel Jón Samúelsson Big Band kemur fram í Gamla Bíó. Miðaverð er 2900 standandi (niðri) 3900 sitjandi (uppi) og byrja tónleikarnir klukka 21:00

GravelRoad fry Seattle halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Grúska Babúska, Harpa, ÍRiS og Dísa Bláskjár hita upp fyrir Airwaves með tónleikum á Gauknum. Hús opnar kl. 20.30, og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 21.00, frítt inn.

Kanadíski tónlistarmaðurinn David Celia heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi á KEX Hostel. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og tónleikarnir byrja kl. 21:00.

Skelkur í Bringu & Godchilla koma fram á Húrra. 1.000 kr inn og tónleikarnir byrja kl. 21:00.

Föstudagur 23. október

Jón Ólafsson & Futuregrapher halda útgáfutónleika fyrir plötu sína Eitt í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar við Laugarnestanga. Einnig koma fram á tónleikunum listamennirnir Elin Ey og Murya. Miðaverð er 2900 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

Elín Helena, Mercy Buckets og Betty The Shark (FR/USA) spila á Bar 11! Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

Fox Train Safari og DALÍ halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir byrja kl. 22 og það er frítt inn

Laugardagur 24. október

Babies flokkurinn mun spila á Húrra frá klukkan 11:30. Það er ókeypis inn og talið verður talið í freyðandi góðan setlista sem ætlaður er hinum dansþyrstu.

GKR sendir frá sér myndband

Hinn stórskemmtilegi rappari GKR eða Gaukur Grétuson sendi í dag frá sér myndband við lagið Morgunmatur. Þetta litríka myndband var leikstýrt af Gauki sjálfum með aðstoð frá Bjarna Felix Bjarnasyni og var það tekið upp m.a. í Laugardalslaug. GKR var í viðtali í fyrsta Airwaves sérþætti Straums þetta árið sem hlusta má á hér!

Laser Life keyrir Nissan Sunny

 

Einyrkinn Laser Life var í dag að senda frá sér lagið Nissan Sunny af af væntanlegu breiðskífunni Polyhedron, sem verður hans fyrsta. Verkefnið er hliðarsjálf Breka Steins Mánasonar sem áður var gítarleikari harðkjarnasveitarinnar Gunslinger. Sem Laser Life rær hann á rafrænni mið og notast við barítóngítar og svuntuþeysara til að skapa hljóðheim undir áhrifum frá gamalli töluleikjatónlist og sveitum á borð við Ratatat og Apparat Organ Quartet.

 

Polyhedron er átta laga plata sem var tekin upp víða um land, en bróðurparturinn á Egilsstöðum og í Reykjavík. Curver úr Ghostigital kom að verkefninu og sá um hljóðblöndun og tónjöfnun. Laser Life kemur fram á Off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís á Iceland Arwaves hátíðinni og Polyhedron kemur út í nóvember. Hlustið á Nissan Sunny hér fyrir neðan en þess má til gamans geta listamaðurinn hefur keyrt um á þeirri bíltegund til fjölda ára.

Airwaves 2015 þáttur 2

Annar þáttur af fjórum þar sem Straumur hitar upp fyrir Iceland Airwaves 2015 á X-inu 977 verður á dagskrá frá 22:00 -0:00 í kvöld. Hið dularfulla dúó Vaginaboys og Haukur S. Magnússon ritstjóri Reykjavík Grapevine kíkja í heimsókn, auk þess sem gefinn verður miði á hátíðina. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

Airwaves 2015 þáttur 2 – 20. október by Straumur on Mixcloud

 

Straumur 19. október 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Beach House og Joanna Newsom, auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Martyn, Eleanor Friedberger, Run The Jewels og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.

Straumur 19. október 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Another Loser Fuck Up – Christopher Owens
2) Majorette – Beach House
3) One Thing – Beach House
4) Graveyard Girl (Yuksek remix) – M83
5) 160 Hospital Riddim – Rustie
6) Just Like We Never Said Goodbye – Sophie
7) U1-U8 -Martyn
8) The Things I Say – Joanna Newsom
9) Anecdotes – Joanna Newsom
10) False Alphabet City – Eleanor Friedberger
11) Jenny Come Home – Andy Shauf
12) Miles & Miles – Yacht
13) Rubble Kings Theme (Dynamite) – Run The Jewels
14) Dancing In The Dark – Hot Chip

Tónleikar helgarinnar 16. – 17 október 2015

Föstudagur 16. október

Extreme Chill Showcase kvöld á Húrra

Húsið opnar kl. 20.00 og það kostar 1000 kr inn.

Dagskráin:

20.00 – 21.30 – Beatmakin Troopa & Árni Vector (Dj Set)

21.40 – 22.20 – Murya (Live)

22.30 – 23.10 – Stereo Hypnosis (Live)

23.20 – 00.00 – Futuregrapher (Live)

00.10 – 00.50 – Mike Hunt (Live)

Rvk Felabratioin á Bravó. Það er ókeypis inn og viðburðinn hefst klukkan 21:00 með dj settum frá Lucky, Arnljóti, Samma og Magga. Frá klukkan 23 – 0:00 spilar svo hljómsveitin Afróbítarinir.

Hljómsveitirnar Brött Brekka og Brot spila á Bar 11 frá 22:30 það kostar ekkert inn.

Laugardagur 17. október

Úlfur Úlfur og Samúel Jón Samúelsson Big Band spila á upphitunarkvöldi á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það er ókeypis inn.

Feðgarnir Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfundur og Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur, neyta færis í Mengi og gramsa í ljóða- og hljóðasörpum sínum. Húsið opnar klukkan 20:00. Ljóðfæri munduð klukkan 21:00 Miðaverð: 2000 krónur.

Hljómsveitirnar Agent Fresco og Vio koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Airwaves 2015 þáttur 1

Fyrsti þáttur af fjórum þar sem Straumur hitar upp fyrir Iceland Airwaves 2015 á X-inu 977. Upptakan fór því miður ekki í gang fyrr en hálftími var búinn af þættinum og því vantar viðtalið við hljómsveitina Wesen. Í þættinum má heyra viðtal við rapparann GKR.

Airwaves sérþáttur 1 – 13. október 2015 by Straumur on Mixcloud

 

 

1) Sick Beat – Kero Kero Bonito

2) Garden – Hinds

3.Low Road – Wesen

4)Rough Hands – Wesen

5) Beach Boys – Wesen

6) Vinur Vina Minna – Oyama

7) Hey QT – QT

8) MSMSMSMSM – Sophie

9) Shout down – Skepta

10) Pary Zute/Learning To Love – La Priest

11) Ballin – GKR

12) Elskan afþví bara (GKR remix) – Vaginaboys

13) Oh Boy (ft. GKR) – Andreas Todini

14) Morgunmatur – GKR

15) Helloby – GKR

16) Bone Collector – H09909

17) Nude Beach A G-Go – Ariel Pink

18) Queen – Perfume Genius

19) Lemonade – Braids

20) 10:37 – Beach House

Hudson Mohawke og Squarepusher á Sónar

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Sónar hátíð. Hudson Mohawke og Squarepusher báðir koma til með að spila. Næsta hátíð verður haldin Í Hörpu 18.-20. febrúar og sjá má listann hér að neðan:

Hudson Mohawke

Squarepusher

Holly Herndon

Oneothrix Point Never

Rodhad

Recondite

Úlfur Úlfur

Sturla Atlas

AV AV AV

The Black Madonna

Apparat Organ Quartet

Gangly

Skeng

Vaginaboys

Check out the first 14 artists announced for Sónar Reykjavik 2016. 3 days5 stages70 artists and bands+ the northern lights

Posted by Sonar Reykjavík on Thursday, October 15, 2015

Arcade Fire The Reflektor Tapes í Bíó Paradís á laugardaginn

Þriðja tónlistarsýning Straums í samstarfi við Bíó Paradís verður næsta laugardag klukkan 20:00! Hin glænýja heimildamynd Arcade Fire: The Reflektor Tapes verður sýnd það kvöld. Í myndinni er fylgst með hljómsveitinni Arcade Fire við undirbúning á gerð plötunnar Reflektor, þar sem áhorfendur eru fluttir inn í stóbrotið ferðalag hljóðheims og sjónræns landslags hljómsveitarinnar. Fylgst er með hljómsveitinni þar sem hún leggur drög að plötunni á Jamæka, upptökuferlinu í Montreal, óvæntum tónleikum á hóteli á Haítí á fyrsta kvöldi karnivalsins, fram að tónleikunum í Los Angeles og London, þar sem áhorfendur stóðu á öndinni.

Airwaves sérþáttur Straums hefst í kvöld

Í tilefni þess að Iceland Airwaves 2015 er á næsta leiti mun Straumur á X-inu 977 hita upp fyrir hátíðina með sérþáttum öll þriðjudagskvöld frá klukkan tíu til tólf í samstarfi við styrktaraðila hennar Gulls og Landsbankans. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár, birt verða viðtöl og góðir gestir kíkja í heimsókn, auk þess sem gefnir verða miðar á hátíðina í hverjum þætti. Í fyrsta þættinum sem er í kvöld mun hljómsveitin Wesen og rapparinn GKR kíkja í heimsókn.