Straumur 16. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Jessy Lanza, Twin Peaks, Little Scream, dvsn, Jerry Folk og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Never Enough – Jessy Lanza
2) Going Somewhere – Jessy Lanza
3) Jerry Folk – I’m Honestly Not A Gangster
4) Dark Dance – Little Scream
5) Short Truth – Yumi Zouma
6) My Things – Trails and Ways
7) Slow Down (WRLD remix) – Lights
8) Wanted You – Twin Peaks
9) You don’t – Twin Peaks
10) Party Line – MSTRKRFT
11) Hallucinations – dvsn
12) Another One – dvsn
13) Plum – Pity Sex
14) I’m Not In Love – Mark Kozelek

Tónleikahelgin 12.-15. maí

 

Fimmtudagur 12. maí

 

Þremenningarnir Ife Tolentino, Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson flytja sjóðheita bossa nova tóna í Mengi. Hefst klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Raftónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz spilar á Stofunni. Tónleikarnir byrja 21:30 og það er ókeypis inn.

 

Það verða rapptónleikar á Loft Hostel, fram koma Gasmask Man, Hettumávar, Sardu og KILO. Ókeypis inn og byrjar 20:00.

 

Föstudagur 13. Maí

 

Ársfundur íslensku rappsenunnar, Rapp í Reykjavík, fer fram á Húrra um hvítasunnuhelgina. Í kvöld koma fram Forgotten Lores, Kött Grá Pé, Geimfarar, Shades of Reykjavík og Heimir Rappari. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Steve Wynn, gítarleikari og stofnandi rokkhljómsveitarinnar The Dream Syndicate

 

Laugardagur 14. Maí

 

Rapp í Reykjavík heldur áfram á Húrra, laugardagskvöldið koma fram Vagina Boys, Krakk og Spaghettí, Sturla Atlas, GKR og Reykjavíkurdætur. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Sunnudagur 15. Maí

 

Rapp í Reykjavík heldur áfram á Húrra, sunnudagskvöldið koma fram Úlfur Úlfur, Cell 7, Aron Can, Krabba Mane og Herra Hnetusmjör. Miðaverð á stakt kvöld er 3000, en 6000 kostar á öll þrjú kvöldin. Dagskráin hefst 21:00 og hægt er að kaupa miða á tix.is og við hurð.

 

Rokksveitin Fufanu spilar á Kex Hostel, a & e sounds sjá um upphitun. Byrjar 21:00 og aðgangur ókeypis.

Straumur 9. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Kaytranada, Lone, James Blake, Roosevelt, Radiohead og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Track Uno – Kaytranada
2) Moving on – Roosevelt
3) Vapour Trail – Lone
4) Vivid Dreams (ft. River Tiber) – Kaytranada
5) Lite Spots – Kaytranada
6) Bullets (ft. Little Dragon) – Kaytranada
7) Close to me (The Cure cover) – Worm is Green
8) Radio Silence – James Blake
9) Happy – Mitski
10) Konnichiwa – Skepta
11) Detox (ft. BBK) – Skepta
12) Tropicana – Topaz Jones
13) Desert Island Disk – Radiohead
14) The Numbers – Radiohead

 

Tónleikar helgarinnar 6. – 7. maí

Föstudagur 6. maí

The Last Waltz, í leikstjórn Martins Scorsese, fjallar um lokatónleika The Band sem voru haldnir á þakkargjörðardaginn 25. nóvember 1976 í San Francisco. Tónleikarnir verða 40 ára á þessu ári og af því tilefni verður myndin sýnd í Bíó Paradís klukkan 20:00.

Ballbandið Babies strýkur sveifluhælana og heldur dansleik á Húrra. Áður en herlegheitin hefjast mun hljómsveitin Blakkát kítla eyrnasneplana með nokkrum vel völdum lögum af væntanlegri plötu. Blakkát byrja Á SLAGINU 22:00. Babies flokkurinn sýður svo upp dansgófið. Ókeypis inn.

Laugardagur 7. maí

Tvö bönd frá Philadelphiaborg í Bandaríkjunum spila á tónleikum í hjólabrettagarði Brettafélags Reykjavíkur ásamt nokkrum íslenskum böndum.

Húsið opnar kl. 19 og það kostar 1000 kr. inn.  Fram koma: HALDOL og BLANK SPELL frá Philadelphia ásamt – KÆLAN MIKLA –  KVÖL – GRAFIR

Skúli mennski treður upp í Mengi með ferskt efni  klukkan 21. Það kostar 2000 kr inn.

Hljómsveitin NOISE fagnar útgáfu Echoes, fjórðu breiðskífu sinnar, með útgáfutónleikum í Tjarnarbíói. Miðaverð: 2.500 kr. Tónleikarnir byrja kl. 21 en húsið opnar kl. 20. Miðasala á Midi.is.

Nýtt frá Radiohead

Breska hljómsveitin Radiohead sendi rétt í þessu frá sér lagið Burn The Witch sem verður á níundu plötu sveitarinnar sem væntanleg er í sumar. Hljómsveitin eyddi öllum færslum sínum á samfélagsmiðlum í síðustu viku og þá varð ljóst að eitthvað var að gerast í herbúðum hennar. Radiohead sem gaf síðast út plötuna The King of Limbs árið 2011 mun koma fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar.

 

Straumur 2. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Car Seat Headrest, Fort Romeau, Yumi Zouma, Dawn Richards, Local Natives, Jamie XX & Kosi Kos og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Just What I Needed/Not Just What I Needed – Car Seat Headrest
2) Barricade (Matter Of Fact) – Yumi Zouma
3) Past Lives – Local Natives
4) Honest – Dawn Richards
5) (Joe Gets Kicked Out of School for Using) Drugs With Friends (But Says This Isn’t a Problem) – Car Seat Headrest
6) Unforgiving Girl (She’s Not An) – Car Seat Headrest
7) Cosmic Hero – Car Seat Headrest
8) Baby Do You Wanna Bump (Daniel Maloso radio edit) – TODD TERJE & THE OLSENS
9) Come We Go – Jamie XX & Kosi Kos
10) Deliverance (Fort Romeau Remix)  – RY X
11) Scary – Stormzy
12) Kiss the Screen – Nite Jewel
13) Don’t Say Sorry – Terry
14) Sleep My Pretties – Swanning
15) Something Stupid – Mark Kozelek & Minnie Driver

 

Straumur 25. apríl 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Andy Stott, SALES, Alexis Taylor, ILOVEMAKONNEN, A$AP Ferg og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Selfish – Andy Stott
2) On My Mind – Andy Stott
3) Little Red Corvette – Autre Ne Veut
4) Seven’s Day – Sales
5) Let’s Run Away – Matt & Kim
6) Plastic Thrills – Deerhoof
7) Bimbó – Grísalappalísa
8) Don’t Hurt Yourself (ft. Jack White) – Beyoncé
9) Love Drought – Beyoncé
10) Can’t Let It Go – iLoveMakonnen
11) Strive – A$AP Ferg
12) Soft Animal – The Hotelier
13) I’m Ready – Alexis Taylor
14) Fickle Sun (III) I’m Set Free – Brian Eno

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

The Sonics (US), Warpaint (US), Minor Victories(UK), Kate Tempest (UK), Samaris, Singapore Sling + 40 listamenn bætast við Iceland Airwaves 2016.

Hér að neðan má sjá alla þá listamenn sem tilkynntir hafa verið: Agent Fresco / Amabadama / Sturla Atlas / Auður / Petur Ben / Soffía Björg / Aron Can / Hannah Lou Clark (UK) / Axel Flóvent / Fufanu / GKR / Glowie / Emmsjé Gauti / Unge Ferrari (NO) / Fews (SE/US) / dj flugvél og geimskip / Futuregrapher / Dolores Haze (SE) / Hildur / Himbrimi / Julia Holter (US) / HórMónar / IamHelgi / The Ills (SK) / Silvana Imam (SE) / Einar Indra / Jennylee (US) / Karó / Liima (DE) / Lush (UK) / Mammút / Kælan Mikla / Milkywhale / Minor Victories (UK) / múm with Kronos Quartet (US) / Máni Orra / Pink Street Boys / PJ Harvey (UK) / Puffin Island / Reykjavíkurdætur / Samaris / Mr.Silla / Singapore Sling / The Sonics (US) / Emil Stabil (DE) / Steinar / Kate Tempest (UK) / This is the Kit (UK) / Tonik Ensemble / Torres (US) / úlfur úlfur / Vök / Warpaint (US) / Dj Yamaho / VIO

PJ Harvey mun spila í Valsheimilinu, Sunnudaginn 6. November Vinsamlega athugið að ekki þarf sérmiða á tónleikana á sunnudagskvöldið í Valsheimilinu. Allir miðahafar Iceland Airwaves fá aðgang á meðan húsrúm leyfir. Varðandi múm ásamt Kronos Quartet í Eldborg, Hörpu föstudaginn 4. nóvember Tónleikarnir eru innifaldir í miðaverði en sérmiðar á þá verða afhentir í hádeginu á fimmtudeginum 3.nóvember í Hörpu. Fyrstir koma fyrstir fá er reglan sem gildir.

Straumur 18. apríl 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlega plötu PJ Harvey, nýtt efni frá DJ Shadow, Islands, D.K. og Lone auk þess sem hljómsveitin Stroff kíkir í heimsókn og frumflytur glænýja ábreiðu.  Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) The Community Of Hope – PJ Harvey
2) Near The Memorials To Vietnam And Lincoln – PJ Harvey
3) Nobody Speak (ft. Run The Jewels) – DJ Shadow
4) Still Easy – Stroff
5) Streets Of Philadelphia – Stroff
6) Holding Roses – Twin Peaks
7) Stupid Rose – Kweku Collins
8) No Milk, No Sugar – Islands
9) Fear – Islands
10) Síðan Vélin Fór Af Stað – kef LAVÍK
11) Play On – D.K.
12) Raindrops – D.K.
13) Blacktail Was Heavy – Lone
14) Chama Piru’s – Omar-S
15) Lost and Found (Matthew Herbert Remix) – Lianne La Havas

Tónleikahelgin 14.-16. apríl

Fimmtudagur 14. apríl

 

Rafpopp hljómsveitirnar Wesen og Antimony munu stíga á stokk á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og aðgangur ókeypis.

 

Þriðji hluti tónleikaseríunnar HMM:X verður haldinn á Húrra en þar koma fram Ultraorthodox, Skrattar, IDK I ITA og Roth. Hefst 20:00 og kostar 1000 krónur inn.

 

Föstudagur 15. Apríl

 

Agent Fresco koma fram í Gamla Bíói. Um upphitun sjá Soffía Björg og Axel Flóvent. Tónleikarnir byrja 20:30 og miðaverð er 2900.

 

Spünk og Skerðing koma fram á Bar 11. Hefst 22:00 og aðgangur ókeypis.

Laugardagur 16 apríl

 

Bandaríska indísveitin Foxing kemur fram á Húrra. Um upphitun sjá Markús & The Diversion Sessions og Teitur Magnússon. Tónleikarnir byrja 21:00 og miðaverð er 1500 krónur í forsölu á tix.is eða 2000 krónur við hurð.

 

FALK og útvarpsþátturinn Plútó standa fyrir Opal Tapes Showcase kvöldi á Paloma. Fram koma J Albert og Patricia frá Bandaríkjunum, Basic House og Manse frá Bretlandi, auk Gunna Ewok, Tandra, Frank Honest og Nærveru. Kvöldið byrjar 23:30 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Tónlistarmaðurinn Mikael Lind verður með tónleika í Mengi til að fagna útgáfu skífunnar Intentions and Variations sem kefur út á vegum Morr Music. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Útgáfan Lady Boy Records fagnar útgáfu sinnar nýjustu safnkasettu með heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum. Fram koma Harry Knuckles, Vrong, Rattofer , Skelkur í bringu, russian.girls, Panos from Komodo, O|S|E| og Nicolas Kunysz. Dagskráin byrjar klukkan 10:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur ef mætt er fyrir miðnætti, en 2000 krónur eftir það.

 

Alchemia og gestir koma fram á Bar 11. Byrja 22:00 og aðgangur ókeypis.