Viðtal: Jónbjörn í Pink Street Boys

Hljómsveitin Pink Street Boys sendu okkur upphafslagið af væntanlegri plötu á dögunum. Lagið heitir Blastoff og verður á plötunni Smells Like Boys sem kemur út hjá Tólf Tónum í haust. Í tilefni þess sendum við nokkrar tónlista tengdar spurningar á Jónbjörn Birgisson gítarleikara sveitarinnar.

 

Segðu okkur aðeins frá nýja laginu ykkar Blastoff?

Okkur langaði til þess að gera einfalt sprengjulag. Textinn er jafn heilalaus og lagið.

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?

Að hitta aðra tónlistamenn sem eru á svipaðri bylgjulengd.

En versta?
Að þurfa að heyra allt ruslið sem er í gangi í dag.

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir?
John Fogerty eða GG Allin

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu?
Nýja platan frá Sick Thougts

The Suaves
Child Molesters
Wet Ones

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd?
Uppáhalds soundtrackið mitt er úr myndinni Gummo. The Warriors í öðru sæti.

Hvað er besta tónlistarkvikmynd sem þú hefur séð?
Grand Theft Parsons, frekar slöpp mynd en geggjuð músík.

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni (og af hverju?)
’66 til ’76 þá varð allt virkilega hrátt. Menn voru að átta sig á distorition gíturum og það er enn smá country í rokkinu.

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu/ Spotify?
Flying Burrito Brothers – Sin City

The Stereo Shoestring – On the Road South

Fire – Flames (Fuzzaðasta lag sem samið hefur verið)

The Gizmos – Muff Divin’

The Tammys – Part of Growing Up

En plötur?
The Byrds – Sweetheart of the Rodeo
Sick Thoughts – Songs about people you hate
Electric Eels – Die Electric Eels

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)?

Andy California í Boston. Kolruglaður Boston rokkari sem ber enga virðingu fyrir gítarnum sínum. Henti honum út um allt og tók sóló með því að stappa á honum.
Skelkur í Bringu voru líka frábær en ég man ekki hvar. Örugglega niðrí bæ

Uppáhalds plötuumslag?
The Moonhearts – st (2010)

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með?
Væri til í að þýða lag með Ómari Ragnarsyni, fá svo Link Wray til að tromma á meðan ég og Dick Dale gítar bötlum.

Uppáhalds plötubúð í heiminum?
Fór í Amoeba í San Fransisco í Janúar. Þeir áttu allt ALLT sem ég var að leita að.
Besta kaffið er samt í 12 Tónum.

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er, hver myndi það vera?
Treysti ekki upptökustjórum. Gera þetta bara sjálfur.

Hvaða plata fer á á rúntinum?
Bestof CCR. Ef hann er of rispaður þá bara góðan mix disk frá Axeli Gítarleikara.

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?
Fór í einhverja úthverfisbúllu plötubúð í Boston. Þar keypti ég mér Electric Eels, Hasil Adkins og Zero Boys. Keypti líka allt af Andy California.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?
Ekki neyðarlegt fyrir mig en það fékk maður flogakast útaf skjávarpashowinu okkar einusinni. Það var hresst.

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?
Get ekki farið út úr húsi nema að ég hlusti á Born To Lose með The Heartbreakers. Annað sem klikkar ekki er Moonhearts með lagið I Hate Myself  og ef ég er að fara niðrí bæ, sem gerist ekki oft, þá er það The Freeze – I Hate Tourists

Enn í eftirpartínu?
Klaus Weiss Rhythm & Sounds – Survivor á repeat þangað til að allir fara heim og ég get farið að sofa.

Uppáhalds tónlistarhátíð?
Engin

Eitthvað að lokum?
Já, Rock off!

Andi – Lónólongó

Tónlistamaðurinn Andri Eyjólfsson sem gengur undir nafninu Andi gaf út sína fyrstu plötu á síðasta ári hjá útgáfunni Lady Boy Records. Í dag sleppir hann frá sér sínu fyrsta tónlistarmyndbandi sem nefnist Lónólongó. Gígja Jónsdóttir leikur aðalhlutverk og leikstjóri er Sigurður Möller Sívertsen, kvikmyndatöku annaðist Heimir Gestur Valdimarsson. Andi kemur fram á Húrra á morgun (07.09.17) ásamt Grísalappalísu og mun leika Lónólongó í bland við ný lög af væntanlegri plötu sem mun koma út snemma árs 2018.

Nýtt lag og myndband frá Grísalappalísu

Hljómsveitin Grísalappalísa sleppti nýju lagi og myndbandi frá sér fyrr í dag sem nefnist Kvæðaþjófurinn en þetta er það fyrsta sem heyrist frá bandinu í nokkurn tíma og heldur bandið sína fyrstu tónleika í rúmt ár næstkomandi laugardagskvöld á Sæmundi í sparifötunum á KEX Hostel.  Hljómsveitin sem skipuð er þeim Albert Finnbogasyni, Baldri Baldurssyni, Bergi Thomas Anderson, Gunnari Ragnarssyni,  Rúnari Erni Marinóssyni, Sigurði Möller Sívertssen og Tuma Árnasyni. Grísalappalísa vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu sem mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.

 

Straumur 28. ágúst 2017

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Jeals, Syd, Lindstrøm , Yaeji, Mourn, Deerhoof og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Gentle Chain – Jeals
2) Provider – Frank Ocean
3) Bad Dream / No Looking Back – Syd
4) Shinin – Lindstrøm
5) Last Breath – Yaeji
6) Milk (ft. Myra) – Nasaya
7) Downfall – Kllo
8) Color Me Impressed – Mourn
9) Con Sordino – Deerhoof
10) Palace Of The Governors – Deerhoof
11) I Took Your Picture – Cults
12) Memory Of a Cut Off Head – OCS
13) The Two of Us (feat. Sky Ferreira) – The Jesus and Mary Chain
14) Cola ( Lana Del Rey cover) – Harlem

Straumur 21. ágúst 2017

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Alvvays, James Holden, Kaitlyn Aurelia Smith, Ariel Pink og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Tonite – LCD Soundsystem
2) Cool Your Heart (feat. Dawn Richard & Gavsborg) [Equiknoxx Remix] – Dirty Projectors
3) Strobelite (Kaytranada Remix) (feat. Peven Everett) – Gorillaz
4) Feels Like Heaven – Ariel Pink
5) Plimsoll Punks – Alvvays
6) Depths (Pt. I) – Yumi Zouma
7) Show Me – Akacia x Alex Lustig
8) Pass Through The Fire – James Holden & The Animal Spirits
9) To Follow And Lead – Kaitlyn Aurelia Smith
10) Camile From OHM Makes Me Feel Loved’ – Machine Woman
11) It’s a Lie – King Khan
12) Countdown – King Gizzard & The Lizard Wizard

Straumur 14. ágúst 2017

Straumur mætir sterkur til leiks eftir stutt sumarfrí og í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Bicep, Frankie Rose, Hundred Waters, Blondes, Jen Cloher og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Glue – Bicep
2) Standing In The Middle Of The Field – Cut Copy
3) Analysis Paralysis – Jen Cloher
4) Strong Women – Jen Cloher
5) Trouble – Frankie Rose
6) Fingers – Hundred Waters
7) Without Love – Alice Glass
8) KDM – Blondes
9) Clipse – Blondes
10) Only You (Frankie Disco Jam edit) – Steve Monite
11) Something To Remember me By – The Horrors
12) Drowned Beast – Oh Sees

Straumur 24. júlí 2017

Í Straumi í kvöld verður tekið fyrir nýtt efni frá listamönnum á borð við Jim-E Stack, Mhysa, Boy Harsher, Dent May, Jen Closher og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Peter Pan – Arcade Fire
2) Put Your Money On Me – Arcade Fire
3) Moments Noticed – Jim E-Stack
4) Spectrum – Mhysa
5) Motion – Boy Harsher
6) Burn Out Blues – Washed Out
7) 90210 – Dent May
8) Adrenaline – Bosco
9) Regional Echo – Jen Cloher
10) Johnny Pr. 2 – Basement Revolver
11) Neighbors – Grizzly Bear

Straumur 17. júlí 2017

Í Straumi í kvöld verður tekið fyrir nýtt efni frá listamönnum á borð við Kaitlyn Aurelia Smith, The Radio Dept, Toro Y Moi, Club Night, Mura Masa og MØNIC. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) An Intention – Kaitlyn Aurelia Smith
2) Electric Blue – Arcade Fire
3) Just So – The Radio Dept
4) Mirage – Toro Y Moi
5) Mona Lisa – Toro Y Moi
6) Forgiven – Jim-E Stack
7) Rally – Club Night
8 ) Therapy – Yaeji
9) Sole M8s – Mura Masa
10) Big B’s – Chance The Rapper
11) Deep Summer (Buriel remix) – MØNIC

 

Pink Street Boys & Rythmatik á Sumartónleikum Straums og Bíó Paradís 13. júlí

Rokkhljómsveitirnar Pink Street Boys & Rythmatik koma fram á þriðju Sumartónleikum Straums og Bíó Paradís fimmtudagskvöldið 13. júlí klukkan 22:00 í anddyri bíósins. Ókeypis inn og tilboð á bjór.